Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 14
VIÐTAL VIÐ LEIF MULLER - ÍSLENDINGINN SEM VAR FANGI NASISTA í 918 DAGA EN HVERNIG GAT ÉG VITAÐ AÐ ÞETTA FÆRI SVONA * I hugum okkar flestra eru fangabúdir nasista fremur fjarlœgur veruleiki. Við gerum okkur þó Ijóst að saga þessara búða er saga mikillar grimmdar og mannlegrar niðurlœgingar. Fœstir áttu afturkvœmt úr þessum hrœðilegu dauðabúð- um sem starfrœktar voru af Þjóðverjum í heims- styrjöldinni síðari. I Oranienburg, skammt fyrir utan Berlín, voru hinar illrœmdu Sachsenhausen-búðir. Þar dóu um 100 þúsund fangar — flestir í blóma lífsins. Að jafnaði voru þarna tœplega 20 þúsund fangar og liföu þeir að meðaltali í um 9 mánuði eftir að þeir á annað borð voru komnir inn. Margir voru hrein- lega drepnir. Aðrir dóu af illri meðferð: hungri, vosbúð og veikindum. Einn Islendingur er til frásagnar um lífið í þess- um búðum. Það er Leifur Muller, 67 ára gamall Reykvíkingur. Síðustu 2 ár heimsstyrjaldarinnar var hann fangi númer 68138 í Sachsenhausen — þræll á meðal þrœla í þúsund ára riki þýska nas- ismans. Leifur Muller er ekki framhleypinn maður. Hann er hlédrægur og talar frem- ur lágri röddu. A bak við hlýlegt viðmót og hægláta framkomu skynjar maður samt mikinn skapstyrk, einhverja festu sem erfitt er að koma orðum að. Leifur segist ekki alltaf hafa átt auðvelt með að rifja upp þessi ár „sem nasistarnir tóku frá mér. En mér finnst", segir hann, ,,að okkur sem lifðum þetta af beri skylda til að segja ykkur unga fölkinu frá því sem þarna gerðist. Ég var aðeins 22 ára gamall þegar þessi ósköp dundu yfir mig. Þetta var haustið 1942. Ég hafði verið í verslunarnámi í Noregi og var á þessum tíma í vinnu hjá heildsölufyrirtæki í Osló. Eftir að Þjóð- verjar hertóku Noreg var okkur útlend- ingunum stranglega bannað að fara úr landi. Ég sætti mig ekki við þetta og sótti um á skóla í Svíþjóð. Skólinn í Svíþjóð var hrein tylliástæða, því frá Svíþjóð ætlaði ég til Englands og þaðan svo til íslands. Þegar ég hafði fengið staðfestingu frá skólanum sótti ég um vegabréfsáritun til Sviþjóðar. HANDTEKINN AF GESTAPO Þessi aðferð hafði verið notuð af ís- lenskum námsmönnum og gengið snurðulaust. Einhver hefur þó lekið upp- lýsingum um mín áform, því þann 21. október 1943 var ég handtekinn af Gesta- pó og læstur inni í aðalfangelsi þýsku leynilögreglunnar í Möllergaten 19." Á þessum tíma segist Leifur ekkert hafa skipt sér af pólitík. Að vísu hafði hann ólögleg andspyrnublöð undir hönd- um en þeim tókst honum að koma undan í tæka tíð. Þetta breýtti þó ekki þvi að næstu tvö og hálft ár, eða til vors 1945, var Leifur hafður í haldi Þjóðverja sem „pólitískur fangi“. Heimþráin var hans pólitíski glæpur. „Nei, það var aldrei lesinn upp yfir mér dómur,“ svaraði Leifur, „ég var að vísu yf- irheyrður þegar komið var með mig í fangelsið og aftur mánuði seinna. Mér var hrundið eftir löngum gangi og látinn ganga teinréttur í tæpa klukkustund með andlitið upp að vegg og mátti mig hvergi hreyfa. Við fyrri yfirheyrsluna freistaðist ég til að gægjast aðeins til hliðar og var þá samstundis sleginn í gólfið. Greinilegt var á öllu að ég hlaut að vera stórhættu- legur maður. Um mál mitt frétti ég aldrei neitt, enda brenndu Þjóðverjar öll hugs- anleg sönnunargögn á síðustu dögum stríðsins. Þá logaði bál í fleiri daga fyrir framan Möllergaten 19. KAKKALAKKAR OG MÝS Þarna í fangelsinu var mér haldið næstu 3 mánuði. Við vorum vaktir klukk- an hálfsjö á hverjum morgni. Morgun- maturinn samanstóð af hálfum lítra af gervikaffi og 125 grömmum af brauði með agnarlitlu smjörlíki. Hádegismatur- inn var einnig mjög naumt skammtaður og á kvöldin fengum við aftur 125 grömm af brauði sem átti að duga okkur í kvöld- mat. Mikil regla átti að vera á öllum hlut- um og fannst Þjóðverjum mjög mikil- vægt að vel væri búið um rúmin. Á þessu sviði var nákvæmni þeirra alveg með ólíkindum. Móðursýkin í þessum efnum var svo mikil að í Þýskalandi kom fyrir að menn væru hengdir ef þeir bjuggu ekki um rúmin sín eins og herraþjóðinni þókn- aðist. í fangelsinu. var allt fullt af kakkalökk- um og jafnvel músum um tíma. Þessi óskapnaður kom inn um hitaloftræsi sem reyndar náði aldrei að hita upp klefana. Þjóðverjarnir lögðu blátt bann við hvers- kyns dægradvöl. Þrátt fyrir það varð það nú okkar afþreying að veiða mýs og kakkalakka. Við stofnuðum meira að segja til veðhlaupa milli kakkalakka og stóð sú íþrótt oft daglangt. Okkur tókst lika að koma okkur upp dálítilli skákað- stöðu. Með tannkremi og klósettpappír útbjuggum við skákborð og taflmenn. Tvisvar sinnum komu Þjóðverjarnir upp um okkur. Þeir eyðilögðu skákborðin en datt aldrei í hug að rukka okkur um tafl- menn.“ Um áramótin 1942—3 voru miklir kuld- ar í Noregi og Leifur segir mér að þá hafi frostið oft komist niður fyrir 20 stig. „Okkur varð oft mjög kalt. Þegar kuldinn var mestur fékk ég einhverskonar gigt. Ef ég var lengi í sömu stellingu átti ég mjög erfitt með að rétta úr mér, varð hokinn eins og gamalmenni." TILGRINI- FANGABÚÐANNA Misþyrmingar voru sem kunnugt er vinsælar hjá nasistum. Sjálfur kveðst Leifur hafa komist hjá þeim viðbjóði all- an þann tíma sem hann var í haldi hjá Þjóðverjum. „Ég var svo heppinn að sleppa við það,“ segir hann. Fyrstu kynni Leifs af misþyrmingum voru þó strax í Möllergaten. Klefafélagi hans, fyrrum fangavörður um sextugt, var kallaður til yfirheyrslu. Þegar hann kom til baka var búið að slá úr honum tönn og berja hann svo í höfuðið að hann missti heyrn á öðru eyra. 1 lok janúar '43 var Leifi Muller skipað að búa sig undir brottför. Hann vissi ekki hvort það átti að láta hann lausan eða senda hann í annað fangelsi. „Svo undar- legt sem það nú er var ég búinn að aðlag- ast og jafnvel sætta mig við þetta fangels- islíf sem ég hafði lifað í heilan fjórðung úr ári. Sennilega er skýringin sú að ég hef verið byrjaður að sljóvgast eitthvað" Þau vistaskipti sem nú fóru í hönd voru ekki til góðs. Leifur var sendur í Grini- fangabúðirnar, alræmdustu fangabúðir nasista í Noregi, um 10 kílómetra frá Osló. í Grini tóku við enn meiri þrengingar en Leifur hafði áður kynnst. Þarna var hann hafður í erfiðisvinnu, kaldur og hungrað- ur. „Þennan vetur var ég orðinn svo máttfarinn af næringarskorti að ég átti orðið erfitt með að standa uppréttur, hvað þá að erfiða mér til hita. Aðbúnað- urinn var svo slæmur að ég var kominn með lungnabólgu eftir einn og hálfan mánuð. Að vísu var þessi lungnabólga á lágu stigi en nóg til þess að ég slapp við að vera sendur til Þýskalands, en þangað átti ég að fara í hópi 250 fanga. SKEMMTANIR YFIRMANNANNA í Grini vorum við settir í svokallaða hegningarleikfimi ef við brutum af okk- ur. Hún fólst í því að við vorum Iátnir hlaupa og kasta okkur niður á gadd- freðna og skítuga jörðina. Þar vorum við látnir skríða á maganum, standa upp og hlaupa. Þetta var endurtekið aftur og aft- ur í hátt á aðra klukkustund. Menn þoldu þetta auðvitað misvel. Mér er sérstaklega minnisstæður ungur drengur sem fékk blóðspýju og var borinn örendur af vell- inum. Hegningarleikfimin var einhver albesta skemmtun sem Þjóðverjarnir gátu hugsað sér. Skemmtanalíf þessara manna var oft mjög óhuggulegt. Þegar yfirmennirnir í Grini héldu veislur áttu þeir það til að reka alla gyðingana út um miðja nótt til að gera hegningarleikfimi. Þeir voru þá gjarnan látnir ganga svokallaðan froska- gang eða stökkva krákustökk, sem hvort tveggja er hreint ótrúlega áreynsla — því kynntist ég í Þýskalandi. Og þegar gyð- ingarnir voru ekki nógu fljótir var spark- að á milli fóta þeirra aftan frá. Svona skemmtanir skildu ósjaldan eftir sig blóð- polla." í júní 1943 var Leifur sendur til Þýska- lands. „Við töldum okkur vera á leið í ein- hvers konar vinnubúðir en ekkert í lík- ingu við það sem síðar kom á daginn. Á þessum erfiðu tímum var það mér alltaf mikils virði að ég vissi aldrei hvað beið mín. Ég gat alltaf vonað að morgundag- urinn yrði betri. Vitneskjan um þau 2 ár sem framundan voru hefði orðið mér óbærileg á þessum tíma.“ „LEBENSDAUER 9 MONATE" í Sachsenhausen var Leifi gert að af- henda allar eigur sínar. Höfuðið var snoð- að og honum fengin þunn og slitin föt, röndóttu „sebrafötin", sem við þekkjum af myndum úr fangabúðum nasista. „Föt- in voru iðulega of lítil og tréklossarnir pössuðu illa. Við hlógum að þessu til að byrja með, en oft var nú stutt úr hlátri í grát. Þarna var allt á kafi í óhreinindum og talsvert um lús. Berklar voru útbreidd- ir og smitsjúkdómar daglegt brauð. Ég hef aldrei nokkurn tíma, hvorki fyrr né síðar, fundið annan eins óþef af mat og var af súpunni sem okkur var ætlað að lifa á. Hún var ekki mannamatur. Sumir vildu ekki hugsa þá hugsun til enda hvað í henni kynni að vera.“ Ef það hefur ekki komið skýrt fram í upphafi þá skal það hér með upplýst að búðirnar í Sachsenhausen voru útrým- ingarbúðir. En á meðan fangarnir stóðu uppréttir skyldi vinnuafl þeir nýtt til hins ýtrasta. í skriflegum samningum sem þýsk fyrirtæki gerðu við SS kemur þetta mjög skýrt fram. Hver fangi var leigður gegn ákveðnu gjaldi. Skýrt er tekið fram að meðallíftími hvers fanga sé 9 mánuðir eða eins og segir í samningunum: „Durchschnittliches Lebensdauer 9 Monate.“ Einnig er kveðið á um „Ver- brennungskosten". Skýrara getur það ekki verið. Á meðan fangarnir voru að hrynja niður máttu þeir sætta sig við að vera vinnuafl og tilraunadýr virtra þýskra fyrirtækja. Þessi fyrirtæki voru m.a: Heinkel, AEG, Siemens og Benz. VAKTIR KLUKKAN FJOGUR Sem dæmi nefnir Leifur tilraunastöð, sem skóverksmiðja fékk að starfrækja í Sachsenhausen. „Þegar ég lenti í þessu var verið að prófa stígvél. Okkur voru fengin allskyns stígvél, sum með trébotn- um, önnur með leðursólum. Síðan vorum við Iátnir ganga um það bil fjörutíu kíló- metra, frá því eldsnemma um morgun og fram á kvöld. Gengið var eftir ákveðnum brautum sem voru í laginu eins og tölu- stafurinn átta. Til að kanna slitið vorum við látnir ganga á breytilegu undirlagi. Oft voru menn látnir ganga þetta með 5—10 kíló á bakinu svo dögum skipti, jafnvel í allt of þröngum skóm. Drægist einhver aftur úr var hann miskunnar- laust barinn. Það var oft hræðilegt að sjá þessa menn drattast þarna áfram hring eftir hring, draghalta og aðframkomna af „Það kom fyrir að menn voru hengdir ef peir biuggu ekki um rúmin ems og nerraþjoð- inni þóknaðist “ 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.