Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 6
BÍLEIGENDUR BODDÍHLUTIR! ÓDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. Á FLEST- AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING FÆST Á STAÐNUM. BÍLPLAST Vbgnhölða 19, *M 698233. PóstMndum. Ódýrir Murtubotnar. Tökum að okkur trefjaplastvinnu. Valjið Manakt. ^^^^argir eru þeirrar skoðun- ar, að íslenskir auglýsingamenn standist fyllilega samanburð við er- lenda starfsbræður sína. HP hefur •fregnað að Ólafur Stephensen, sem sagður er í einkaerindum í New York, hafi í raun farið til að sitja í sérstakri dómnefnd á vegum CEBA (Creative Excellence in Black Ad- vertising) til að velja bestu auglýs- ingu framleidda af þeldökkum mönnum. Ólafur varð fyrstur Norð- urlandabúa meðlimur í Auglýsinga- klúbbi New York-borgar og bætir nú enn skrautfjöður í hatt sinn. . . Þ að er margt kostulegt sem sett er inn í kjarasamninga í því skyni að hækka laun, án þess endi- lega að hækka sjálft grunnkaupið. Skondnasta tilvikið á markaðnum er sjálfsagt að finna í auglýstum kauptaxta Málarafélags Reykja- víkur, sem gildir frá apríl 1987. Þar koma auðvitað fram laun fyrir dag- vinnu, eftirvinnu og mánaðarlaun, auk sérstakra greiðslna fyrir álags- vinnu. Þegar menn skoða hins veg- ar skýringar á samsetningu laun- anna verða margir hissa. Þar er til- tekið ferða- og fæðisgjald, verkfæra- og fatagjald, helgidagaálag og að lokum mætingarskyldugjald. Heimildir HP í röðum eldri málara segja, að unga kynslóðin hafi komið „mætingarskyldugjaldinu" inn í samninga í óþökk þeirra sem eldri eru. Spyrja má hvort von sé á sér- stöku hvíldargjaldi inn í samninga málara í næstu samningum. . . Fjölbreytt dagskrá fyrir börn og fullorðna Dansleikir á föstudags- og laugardagskvöld. Stórhljómsveitin Popprós (Bendix) skemmtir. Mótið sett kl. 22.00 þann 26. júní. Styrktarfélag Staðarfells 6 metra útigrill. - Mætum öll með tjaldið og góða skapið. Sætaferðir frá Rauða- húsinu kl. 18.00 á fóstu dag og kl. 10.00 á laugardag. Ferðir frá: Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri á föstudag. ■ regnast hefur að starfsmenn skattstofa landsins séu órólegir vegna óvissu um framkvæmd nýja staðgreiðslukerfisins og skatt- lausa ársins. Meðal ákvæða um skattleysið er að það gidir ekki nema menn hafi verið skráðir í land- inu í 6 mánuði ársins eða meira og gilda þá reyndar brot úr mánuði og gæti tíminn því verið um 4'á mán- uður. Eins og ákvæði laganna eru að óbreyttu ættu fjölmargir íslendingar erlendis sem hingað koma að vinna í skemmri tíma en þetta það á hættu að þurfa að borga hvort tveggja á næsta ári, skatt af tekjum þessa árs og staðgreiðslu skatta næsta árs, þ.e. tvöfalt. Þetta bitnar auðvitað á þeim sem síst skyldi, t.d. efnalitlum náms- mönnum sem heim koma í vinnu um nokkurra mánaða skeið, en skrá sig ekki í landið, nema þá í fáeina mánuði og njóta þá ekki skattleysis- ins. Og enginn hefur varað íslend- inga erlendis við, þ.e. hvatt þá til að huga að skráningunni til að nýta sér skattleysið og forðast tvísköttun. HP frétti af náunga sem nýkominn er til landsins og leitaði ráðgjafar á Skatt- stofu Reykjavíkur. Þar fékk hann þau svör hjá pirruðum fulltrúa að hann vissi sjálfur ekki í raun hvað fyrirspyrjandi ætti að gera og fengi engin svör hjá skattstjóra, hvað þá að línur væru lagðar af ráðherrum eða öðrum embættismönnum . . . l byggingablaði er fylgdi Helgar- póstinum fyrir tveimur vikum var greint frá dularfullum hlutum er eiga sér stað í skipulagsmálum Grjótaþorpsins. Þar var meðal annars sagt frá því að til stæði að selja Mjóstræti 2, en samkvæmt skipulagi er heimilt að rífa það hús. Það hefur nú verið auglýst til sölu. . . , /\M UTSYFOl Fagurs útsýnis get- ur ökumaður ekki notið öðruvisi en að stöðva bílinn þar sem hann stofnarekki öðrum vegfarendum í hættu (eða tefur aðra umferð). jJUMFERÐAR FISHER BORGARTUNI 16 Reykjavík. sími 622555 SJÓNVARPSBÚDIK 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.