Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 20
Dagbókin hennar Dúllu Kæra dagbók. Eg er búin að vera uppi í sveit í nokkra daga. Fólkið, sem ég passa hjá, bauð mér með sér í sumarbú- stað rétt hjá Laugarvatni. Það var miklu auðveldara að passa Hildi litlu í sveitinni en í Vesturbænum, því þarna voru ekki bílar á hundrað kílómetra hraða um það bil að keyra yfir greyið mörgum sinnum á dag. Að vísu datt hún í lækinn og skar sig á gaddavír, svo það þurfti að sauma hana saman. En það var ekkert mik- ið mál. Eg veiddi garminn upp.úr ánni á sömu sekúndu og hún hvarf fram af brúninni og hún var örugg- lega aldrei í neinni lífshættu. Blotn- aði bara og þurfti að skipta um föt. Síðan kvefaðist hún svolítið. En mamma hennar varð ofsalega stressuð. Ég varð nú hræddari, þegar barn- ið skar sig á gaddavírsgirðingunni. .Hún var að flýja undan öðrum stóra bróðurnum, sem var að kasta sandi á hana úr sandkassanum. Það fór víst eitthvað í augun á henni og hún hentist bara beint á girðinguna. Allt í einu var litla krúttið bara orðið útatað í blóði og háöskrandi og hjartað í mér stoppaði. Ég get svarið það. Þetta reddaðist hins vegar alveg, því hjónin í næst-næsta húsi eru bæði læknar og svo er nú pabbi hennar Hildar tannlæknir og ekkert óvanur að sjá blóð. Sem betur fer voru læknahjónin- &Lí RUTUR & BILAR HF. Coaches & Cars Súðarvogur7 - 104 Reykjavlk Útvegum alls konar tæki til ferðalaga fyrir einstaklinga og fyrirtæki, svo sem rútur, litla ferðabíla o.s.frv. Útvegum einnig leiðsögufólk, aðstoðum við skipulagningu ferða, leigjum fjalla- skála og gerum tilboð yður að kostnaðarlausu. Því ekki að hafa samband. Það gæti borgað sig. f 68-88*68 NB. Við útvegum einnig limosinebifreiðar sem henta vel við ýmis hátíðleg tækifæri, svo sem brúðkaup, afmæli o.s.frv. d Faranqursgrindur f Burðarbogar 0 ð 0 % í o í í n Margar mismunandi stærðir og gerðir. frá Mí -flcLp-CL á Ítalíu Festingar fyrir reiðhjól. ' Bogar og grindur fyrir rennulausa bila. Stórkostlegt úrval nýkomið. Sérstakar festingar fyrir rennulausa bila. Bílavörubú6in FJÖÐRIN Skeifunni 2 82944 Heildsala illmlini heima og saumuðu sárin eins og að drekka vatn. Pabbi Hildar gat mest lítið hjálpað til, því hann var víst bú- inn að drekka einum of mikið af ein- hverjum verðlaunakokkteil, sem hann var að prófa. Hann gat þess vegna ekki heldur keyrt bílinn út að læknabústaðnum. Hildur vildi bara leyfa mömmu sinni að halda á sér, svo ÉG keyrði stóra sjálfskipta bíl- inn. ÉG! Og það var nú lítið mál, maður. Ég er viss um að ég næ bíl- prófi eins og skot, þegar að því kemur. Það var bara verst að missa af feg- urðarsamkeppninni í sjónvarpinu seinna um kvöldið. Við ,,unga fólk- ið" (mér finnst þetta svo væmið orðalag, sérstaklega þar sem strák- arnir eru miklu yngri en ég og bara krakkar...) vorum send snemma upp að sofa, vegna þess að hjónin þurftu að tala saman. Ég heyrði nú ekki betur en það væri rifrildi frekar en samtal. Hún er greinilega ofboðs- leg gribba, þessi kona. Mátti maður- inn ekki hafa það huggulegt og fá sér kokkteil í sveitinni? Ekki gat hann vitað að Hildur myndi fá sand í augun og æða á gaddavírsgirð- ingu, ég meina það. Strákarnir tveir voru svo horfnir næsta morgun. Það þurfti að kalla út hjálparsveit og leita að þeim allan daginn. Þá komu þeir sjálfir heim í bústað, eftir að hafa bara verið í sumarbústað rétt fijá. Þeir brutust eiginlega inn í hann og voru svo að dunda sér þar við ýmislegt. Popp- uðu, skoðuðu helling af andrésblöð- um sem þeir fundu, borðuðu yfir sig af kexi og djúsi og sofnuð svo eftir allt saman. Og á meðan vorum við að drepast úr hræðslu og gáfum óteljandi hjálparsveitarskátum kaffi. Þegar strákakvikindin voru mætt á svæðið pökkuðum við niður og fórum í bæinn. Guð hvað ég vona að þau bjóði mér einhvern tímann aft- ur. Þetta var svo rosalega gaman. Eitthvað annað en þessi orlofshús, sem pabbi og mamma draga mann alltaf í, og þessar eilífu grillveislur hans föður míns. Mamma mía... Bless, Dúlla. NÚ FER AD HITNA í KOUJNUM Það er tilhlökkunarefni að byrja grillveislurnar aftur. Góður matur, fjör og útivera. Þig vantar kannski hitt og þetta í grillið: kol, vökva, áhöld, bakka eða jafnvel sjálft grillið. Leitaðu ekki langt yfir skammt. Á næstu Essostöð finnur þú allt sem þarf. . . nema grillmatinn! Grillkol 2,3 kg Grillkol 4,5 kg Grillvökvi 0,51 Grillvökvi 1,01 Grill 225 kr. 434 kr. 75 kr. 120 kr. frá 2076 kr. Grilláhöld og grillbakkar I úrvali. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.