Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 16
45 mínútur. Þá fengum viö 2 brauðsneið- ar og súpuna sem varla var skepnum bjóðandi. Aður en við lögðum af stað á morgnana fengum við oft ekkert nema hálfan lítra af gervikaffi og var það lítil undirstaða, enda sortnaði manni oft fyrir augum við skurðgröftin. Þegar haldið var til og frá vinnu vorum við reknir áfram eins og hverjar aðrar skepnur. Mér var fljótlega ráðlegt af eldri föngum að láta mig hverfa inn í hópinn, vera ekki í ystu röð og hvorki fremst né aftast. Fram og til baka urðum við að ganga í takt — ,,marchéra“ á þýska vísu. A meðan skræktu þeir í síbylju: „eins- zwei, eins-zwei, eins-zwei.“ SS-mennirnir sem ráku okkur áfram voru miklir hrott- ar. Þegar þeim misiíkaði eitthvað við göngulag eða svipbrigði einhvers okkar var bara rokið til og viðkomandi sparkað- ur niður. Það var enginn sem bað þá að aldri sem var orðinn svo horaður og máttfarinn að hann gat ekki lengur mat- ast hjálparlaust. Þessi maður hafði verið lagður í rúm nokkrum vikum áður vegna verkjar í sitjandanum. Enginn hafði sinnt honum þar sem hann lá og fór verkurinn stöðugt versnandi. „Þegar svo komið var með hann til okkar var allur sitjandinn ein leðja og húðin í kring græn á lit. Lykt- in var óbæriieg. Maðurinn var þarna að rotna lifandi. Sem betur fer lifði hann að- eins í þrjá daga.“ Enn lögðust sjúkdómar á Leif. „I nóv- ember 1943 fékk ég brjósthimnubólgu og var lagður í sal með nokkrum tugum berklaveikra sjúklinga. Við hliðina á mér lá 16 ára gamall rússneskur drengur. Hann var svo illa á sig kominn að ég varð að mata hann. Einn morguninn var drengurinn dáinn. Þeir krufu líkið og ég frétti að þá hefðu komið í ljós 8 mismun- „Hegnmgarleikffimin var ein- hver albesta skemmtun sem Þjóðverjarnir gátu hugsað Úr svefnskála í Sachsen- hausen. skorsteinum lagði mikinn reyk og lyktin bar greinileg merki þess sem brennt var. Þetta ástand gerði okkur mjög skelkaða og truflaði svefn okkar. Víglínan nálgað- ist óðum með vaxandi sprengjugný. Við óttuðumst að lífi okkar væri senn lokið." Norðmennirnir í búðunum höfðu að vísu haft spurnir af áætlun Bernadottes og sænska Rauða krossins, en óvíst var hvort hún næði fram í tæka tíð. Það var því mikil gleðistund þegar hvítu vagnarn- ir renndu upp að hliðinu í Sachsenhaus- en. Frá búðunum var ekið með fangana til Neuengamme-búðanna, um 20 km fyr- ir utan Hamborg. í Neuengamme urðu Leifur og félagar hans að dúsa í heilan mánuð áður en hægt var að flytja þá heim. Sú ráðstöfun Svía að skilja þá eftir eina í Neuengamme olli þeim miklum vonbrigðum. „Aðkoman í þessum fangabúðum var hrikaleg," segir Leifur. „Dýnurnar á rúm- unum voru gegnblautar af saur og í einu horninu var haugur þar sem þeir mátt- förnustu höfðu gengið örna sinna. Til þess að fá meiri matarskammt höfðu fangarnir haldið dauðsföllum leyndum og lágu lík sumstaðar í rúmum. Inn á milli lágu menn sem að vísu drógu andann en voru miklu nær dauða en lífi. Nokkrir dóu í höndunum á okkur þegar við reyndum að bera þá milli skála. Þessir sparka. Þá einfaldlega langaði til þess. Einna verstir voru unglingarnir, 15—16 ára piltar út Hitlers-æskunni, sem settir voru okkur til höfuðs síðustu mánuði stríðsins." HREINLÆTISREGLUR ÞVERBROTNAR Leifur virðist ekki eiga létt með aö rekja einstaka atburði. Hann fer fram í eldhús og sækir okkur kaffisopa Ég spyr hann um aðbúnað í Sachsenhausen. „Fyrir það fyrsta var óþrifnaðurinn óskaplegur. Abreiðurnar sem við sváfum með höfðu til dæmis ekki verið þvegnar í 10 ár eða frá því búðirnar voru reistar. A nóttunni var maður alveg hreint að kafna úr svitalykt og fýlunni af þeim sem magaveikir voru. En meðal þeirra sjúk- dóma sem þarna geisuðu var veiki sem kölluð var „Scheiserei". Ég tók þessa veiki eins og fleiri en slapp vel. Þeir sem andi sjúkdómar í hinum ýmsu líffærum." Leifur rekur fleiri dæmi um ástandið í Sachsenhausen, m.a. af mönnum sem vógu innan við 40 kíló og voru nær dauða en lífi — lifandi beinagrindur. HENGINGAR I Sachsenhausen var dauðarefsingum óspart beitt. „Menn voru hengdir á með- an liðskönnun fór fram á kvöldin. Gálg- inn var þannig útbúinn að hægt var að hengja þar tvo í einu. Stundum þótti ekki nóg að hengja menn og voru þeir þá borða. Umhyggjan fyrir náunganum var ekki meiri í þá daga. Kannski varð það okkur til lífs hvað tilfin ningalífið var orð- ið skaddað. Við vorum eins og skepnur, lifðum eins og skepnur og hlýddum eins og skepnur. Við vorum smátt og smátt að glata allri mannlegri reisn." Áni AÐ DREKKJA 45 ÞÚSUND FÖNGUM Við Leifur hvílum okkur nú aðeins á viðtalinu og hann sýnir mér fjörutíu ára gamlar blaðaúrklippur. Þar er m.a. greint „Við vorum eiits og slcepnur, liffðum eins og skepnur og hlýddum eins og skepnur## frá áformum þýskra stjórnvalda um enda- lok fanganna í Sachsenhausen, en þeim hafði fjölgað mjög og voru orðnir 45 þús- und veturinn 1944—45. Nasistar voru nú í óða önn að afmá öll vafasöm ummerki og meðal þeirra áforma sem voru uppi var nákvæm áætlun um að safna saman öllum föngunum í Sachsenhausen og sigla með þá á prömmum um Eystrasalt og út á Norðursjó. Þar átti síðan að sökkva prömmunum — drekkja 45 þús- und mönnum. Enginn fangi skyldi verða til frásagnar um lífið í Sachsenhausen. „Skilin milli lífs og dauða virtust offt undir þvi komin hvort menn hefðu trú á því að þetta tæki einhvern endi## verst fóru út úr þessu fengu mjög háan hita ogstöðugan niðurgang. Sumir Iéttust um 15 kíló af þessari veiki. Menn voru af ýmsum ástæðum mjög móttækilegir fyrir sjúkdómum. Grund- vallarreglur hreinlætis voru allar meira og minna þverbrotnar. Við vorum illa haldnir af næringarskorti og vosbúð. Við þessar aðstæður fengu menn alla mögu- lega sjúkdóma. Skæðustu sjúkdómarnir reyndust þeim ofraun sem veikbyggðast- ir voru. Þeir hreinlega dóu.“ Sjálfur fékk Leifur að kenna á ýmsum sjúkdómum. Hann fékk m.a. Ijót útbrot, einhverskonar kýli, sem breiddust út um allan líkamann. Sár duttu á hann í andliti og greru seint. Sumarið 1943 fékk hann heiftarlega bólgu í annan fóttinn, svo heiftarlega að hann var rúmfastur í marg- ar vikur. A meðan hann var frá vinnu var matarskammturinn minnkaður við hann. Nú fékk hann ekkert brauð með súpunni og horaðist enn meira. Þótt Leifur yrði nú af brauðinu var hánn ánægður með skiptin. Nú fékk hann svolitla hvíld frá sandmokstrinum. LIFANDI BEINAGRINDUR Meðan Leifur var að jafna sig í fætinum var hann látinn vinna í sjúkrasölum búð- anna. Þar sá hann margt ljótt og varð stundum að bera lík látinna samfanga. Hann segir mér sögu af manni á miðjum Mynd úr fangabúðum nasista. hýddir fyrst. Ég man eftir því að einu sinni slitnaði snaran og sá sem hengja átti féll á jörðina. SS-mennirnir vildu koma honum aftur í gálgann, en hann var svo máttfarinn að hann gat ekki risið á fætur. Einn SS-mannanna dró þá upp byssu og skaut hann á staðnum þar sem hann lá. Og Pólverja man ég eftir sem urðu á mis- tök í vinnunni. Hann sofnaði óvart við stjórn færibands. Ekkert var gert í málinu og hann hélt að það væri gleymt og graf- ið. En einn daginn birtast þeir svo og hengja hann á vinnustaðnum." Hvernig varð ykkur við að þurfa að fylgjast með þessum viðbjóði? „Fyrst í stað þótti mönnum þetta auð- vitað skelfilegt. En einhvern veginn virt- ist maður aðlagast hverju sem er. Ástand- ið var farið að deyfa okkar mannlegu til- finningar. Því miður verð ég að játa að þetta var hætt aö koma við mann. Maður var vanur að sjá þetta og hafði aðeins eitt takmark; komast inn í skála og fá að Veturinn 1945 fór stjórnleysið hins veg- ar ört vaxandi og áætlanir gengu úr skorðum. í þessu upplausnarástandi tókst Bernadotte greifa, einum helsta for- vígismanni sænska Rauða krossins, að ná persónulegu samkomulagi við Himmler, æðsta yfirmann SS, um frelsun allra Norðurlandabúa úr fangabúðum nasista. í mars og apríl 1945 voru sendir hvítmál- aðir Rauða kross-vagnar inn í Þýskaland til að sækja fangana, sem að yfirgnæf- andi meirihluta voru norskir andspyrnu- menn. Síðustu dagana sem Leifur dvaldi í Sachsenhausen voru hersveitir Rússa óð- um að nálgast búðirnar. SS-mennirnir voru orðnir verulega hræddir. Nú hófust þeir handa við að drepa öll óþægilegustu vitnin, þá sem verst voru á sig komnir og stríðsfanga sem ekki áttu að vera þarna í haldi, heldur í sérstökum fangabúðum. ÞEIR DÓU í HÖNDUM OKKAR „Þessa daga voru menn ýmist skotnir eða drepnir með sprautum. Úr brennslu- vesalingar hafa varla verið þyngri en svona 30—40 kíló. HEIM í GEGNUM SPRENGJUREGN BANDAMANNA Þarna í Neuengamme hittum við Norð- menn sem nýkomnir voru úr flestum fangabúðum Þýskalands. Frásagnir þeirra voru skelfilegar. Hræðilegastur var vitnisburður þeirra sem komu frá Natzweiler í Elsass. Þeir voru sumir hverj- ir alveg búnir að vera. Ég man sérstak- lega eftir einum sem verið hafði góður skíðamaður, Einar Andersen hét hann. Nú var hann orðinn að hreinum aum- ingja. Heyrnin var nærri horfin og lung- un gerónýt. Einar, sem misst hafði for- eldra sína ungur, átti þá ósk eina að komast heim til frænkunnar sem ól hann upp. Þar vildi hann fá að deyja. Einar var 24 ára gamall.“ 20. apríl 1945 var haldið af stað með fangana til Danmerkur. Ferðin var hættu- leg því sprengjuregn Bandamanna var mikið. Bandamenn höfðu varað Svía við að aka að nóttu tii, því þá væri erfitt að gera greinarmun á hinum hvítmáluðu vögnum og herflutningum Þjóðverja. En áhættan var tekin og það kostaði sitt. Loftárás var gerð á bílalestina og bíllinn sem Leifur var í brann til kaldra kola. „Það var enginn sem bað þá að sparka" 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.