Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 17
,,Ég hefði getað hugsað mér
einhverja framhaldsmennt-
un. En þeir stálu af mér þess-
um árum".
Tveir félagar hans biðu bana. Á leiðinni
til Danmerkur þurfti oft að stöðva bílana
og leita skjóls vegna sprengjuregns
Bandamanna.
Leifur segir að þegar bílalestin hafi
loksins ekið í gegnum dönsku borgirnar
hafi hvarvetna brotist úr mikil fagnaðar-
læti. Þann 1. maí 1945 var komið með
Norðmennina til Svíþjóðar. Að lokinni
læknisskoðun gat Leifur nú haldið heim
til íslands til foreldra sinna og systra. Þótt
Leifur væri nú orðinn frjáls maður var
hann ekki laus við fortíðina.
SJÚKLINGUR í 2 ÁR EFTIR
STRÍÐ
„Læknarnir höfðu sagt mér að lungun
í mér væru eins og í lambi. Samt var ég
eitthvað slappur. Um vorið 1946 gerist
það svo að ég fæ blóðspýju og er sendur
í sjúkrahús til Kaupmannahafnar. Þar
kemur í ljós að í mér höfðu leynst berklar
í heilt ár. Eftir 3 mánaða sjúkrahúslegu
var ég sendur til Noregs á heilsuhæli. Þar
þurfti ég að dvelja i heilt ár eða fram yfir
mitt sumar 1947. Læknarnir sögðu að til
þess að ég jafnaði mig yrði ég að halda
mönnum sem virtust hafa mikið þrek en
hrundu saman á örfáum mánuðum.
Hann segir að stundum hafi menn hrein-
lega gefist upp og ekki hafi verið óal-
gengt að menn sem voru við vinnu sína
tækju allt í einu á rás og hlypu beint á raf-
magnsgaddavírinn sem strengdur var
umhverfis búðirnar. Leifur segir mér líka
frá mönnum sem virtust mjög veikburða,
en tókst samt að lifa af.
,,Eg kynntist því þarna hvað viljinn til
að lifa og komast af skipti miklu máli.
Skilin milli lífs og dauða virtust oft undir
því komin hvort menn hefðu trúða á því
að þetta tæki einhvern endi. Til að lifa af
urðu menn að hafa þessa trú ásamt mik-
illi heppni. Eg hafði hvort tveggja og þess
vegna er ég hér í dag.“
— Heldur þú að þessi lífsreynsla hafi
breytt þér á einhvern hátt?
,,Ég var nú svo reynslulítill og ómót-
aður að það er erfitt að tala um breytingu
í þessu sambandi. Maður er jú að mótast
á þessum árum. í dag sé ég þessa atburði
í öðru ljósi en ég gerði framan af aldri. Ég
minnist þessarar reynslu með enn meiri
hryllingi en áður — sé betur hvað þetta
voru sjúklegar kringumstæður. Þetta var
svo mikil lífsreynsla að ég held að einn
mánuður hefði verið hverjum manni
meira en nóg til að meta það sem hann
hefur — heilsuna og frelsið. Maður í mín-
um sporum biður ekki um meira. Þau
vandamál sem ég mæti í lífinu hætta að
vera vandamál um leið og ég hugsa til
baka. Já, ég held ég líti svolítið öðruvísi
á lífið."
SVEFNTRUFLANIR
Ég spyr Leif hvort hann telji sig hafa
í Sachsenhausen. Meðal
eirra fyrirtækja sem tóku
. essa fanga á leigu voru:
Heinkel, Siemens, AEG og
Benz.
t
þýsku þá kemur stundum á mig og mér
finnst ég sjá SS-mann í þeim. Þeir hafa
hrósað mér fyrir góða þýsku og spurt
hvar ég hafi lært að tala málið þeirra. Ég
segist bara hafa lært hana í skóla.
Einu sinni spurðu þeir mig hvort ég
hefði áður heimsótt Þýskaland. Ég sagð-
ist að vísu hafa gert það, en ekki sjálfvilj-
ugur. Það sló óþægilegri þögn á mann-
skapinn og ég sá að framvegis yrði ég að
svara þessari spurningu neitandi.
ERFIÐASTA HUGSUNIN
Eftir þessa fangabúðavist fer ekki hjá
því að ég fái ákveðið viðhorf til Þjóð-
verja. Þetta voru jú Þjóðverjar sem fóru
svona með mig. Nasisminn hefði aldrei
náð svona langt nema af því að Þjóðverj-
um féll hann vel í geð. Með athöfnum sín-
um og athafnaleysi var þýska þjóðin til-
búin að taka þátt í nasismanum. Það væri
óeðlilegt ef þetta sæti ekki í mér. Samt
reyni ég alltaf að vera jákvæður og hugsa
sem mest um framtíðina. Maður má ekki
hugsa of mikið um það liðna."
Að lokum spyr ég Leif Muller hvað sé
erfiðast við þá fortíð sem við höfum verið
að rifja upp. Eftir nokkra þögn svarar
hann: ,,Sú hugsun sem mér hefur þótt
erfiðast að eiga við er sú tilhugsun að lík-
lega hefði ég getað komist undan þegar
þeir komu og sóttu mig á sínum tíma. En
hvernig gat ég vitað að þetta færi svona?"
1 la.lic'.KAM.
Þegar Leifur var kominn til
Sviþjóðar, orðinn frjóls
maður, fékk hann þetta
skeyti fró föður sínum, L.H.
Mulle
ler.
„Þegar Þjódverjar tala við
mig á þýsku kemur stundum
á mig oa mér finnst ég sjá SS-
mann i peim"
Samfangi úr Sachsenhausen.
Þessi maður stal sér til matar
og var hengdur.
mig frá vinnu enn eitt ár. Ég gat því ekki
byrjað að vinna fyrr en um haustið 1948
en þá var ég orðinn 28 ára og bestu árin
farin til spillis. Ég hefði getað hugsað mér
einhverja framhaldsmenntun. En þeir
stálu af mér þessum árum.“
Nú varst þú aðeins 22 ára gamall þegar
þessir atburðir dundu yfir. Hvaða áhrif
heldur þú að þessi ungi aldur hafi haft?
„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því.
Þeir sem eldri voru höfðu auðvitað lífs-
reynsluna umfram okkur, en þá skorti
það líkamlega þrek sem við yngri höfð-
um. Ég hefði ekki viljað vera orðinn
fimmtugur þarna í Sachsenhausen. En ég
hefði svo sannarlega kosið að vera eldri
beðið einhvern varanlegan skaða af vist-
inni hjá nasistum. Hann kveðst eiga erfitt
með að leggja mat á það. Þó segir hann
að undanfarin ár hafi svefntruflanir háð
sér. „Um fimmtugt fór ég að kenna veru-
lega á þessu. Þetta lýsir sér þannig að ég
vakna upp um miðja nótt — dauðþreyttur
og get ekki sofnað aftur. Sjálfur setti ég
þetta ekki í samband við fangabúðirnar,
en mér er sagt, meðal annars af sérfróð-
um erlendum læknum, að þetta sé dæmi-
gerð afleiðing þýsku fangabúðanna — að
þetta sé falinn eldur sem allt í einu brýst
út.
Á sínum tíma átti ég líka mjög erfitt
með að komast inn í atvinnulífið. Ég var
víst ekki einn um það. Norðmennirnir
sem voru með mér í Sachsenhausen áttu
margir erfitt með að aðlaga sig atvinnu-
lífinu og sumir komust aldrei í gang. Þess-
„Þeir haffa hrósað mér fyrir
góða þýsku oa spurt hvar ég
afi lært að tala málið þeirra.
Ég segist bara hafa lært hana
í skóla"
og lífsreyndari. Yngri hefði ég alls ekki
mátt vera. Ég man eftir norskum stúdent-
um sem voru svo mikil börn að þeir
skildu ekki hvað kringumstæður þeirra
voru alvarlegar. Þegar þeir komu voru
þeir sumir staðráðnir í að láta SS ekki
segja sér fyrir verkum og bjóða sér þetta
og hitt. Þeir fóru oft hræðilega út úr þess-
um mótþróa.“
ÞESS VEGNA ER ÉG HÉR
í DAG
Leifur segir mér sögur af sterklegum
ir menn hafa átt í erfiðleikum með taug-
arnar og áfengisvandamál eru miklu út-
breiddari hjá þeim en gengur og gerist.
Það er ekki alltaf sem þeir nánustu hafa
skilið þetta eða þær breytingar sem
verða á fólki við svona lagað. Mér hefur
ekki fundist norska ríkið gera nógu mikið
fyrir þessa menn. Þetta voru góðir og
efnilegir menn sem fórnuðu miklu fyrir
þjóð sína. Margir þeirra misstu starfs-
orkuna um miðjan aldur og sumir eru
hreinir utangarðsmenn í dag — halda
áfram að gjalda fyrir mótspyrnuna sem
þeir í blóma lífsins veittu nasismanum."
MEÐ ÞJÓÐVERJUM Á NÝ
Með hliðsjon af þessu telur Leifur sig
ekki geta kvartað. Þegar hann var orðinn
vinnufær haustið 1948 hóf hann störf á
nýjan leik. Árið 1951 kvæntist hann
Birnu Muller og eiga þau fimm uppkomin
börn. Lengst af hefur hann fengist við
innflutning en hefur nú látið af störfum.
Cthng Nf 3 4 ð 5 tft.h Nf 282 £££
' ‘ 1 * Vor Lelf \>
ln B» yk J a v 1 It /1 e 1 n ndVv
WohnKltl 0al0 $«r» „ Oobelagt. 44
Beruf Lontorlst Stu ung nor«.
16.00 Uhr
Grund Verdicnt der Snglr.ndof-Ahrt. IV 3 I SB. . Boyer
S*m«rk
ír Ztlltn Nf V" 1
23. JAN 1943 jf
Úr spjaldskrd Gestapo.
Nasistum tókst ekki að
brenna öll sönnunargögn.
Hér sjóum við Ijósrit af
spjaldi Leifs Muller þar sem
m.a. kemur fram að hann sé
lótinn laus úr fangelsinu ó
Mölleraaten og sendur til
Grini klukkan 10:30 þann 23.
janúar 1943. Fulltrúi SS í
Grini kvittar neðst í hægra
horninu.
Leifur Muller segir frá því að meðal
þeirra verkefna sem hann þurfti að sinna,
eftir að hann hóf störf, hafi verið að
sækja vörusýningar í Leipzig í Þýska-
landi. „Mér fannst óþægilegt að þurfa að
fara þetta," segir Leifur. Hann segir að sér
líði hálfilla í návist Þjóðverja og þyki þeir
frekir og fremur leiðinlegir. „Já, ég er
ekkert að sækjast eftir návist Þjóðverja.
Flestir þeirra höfða engan veginn til mín.
Þegar ég kom til Þýskalands eftir stríð
endurupplifði ég alla þessa þýsku ná-
kvæmni. Þegar Þjóðverjar tala við mig á
HELGARPÓSTURINN 17