Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 25
D ^^^aglega birtist um þessar mundir í DV urmull af nauðungar- uppboðsauglýsingum, en þangað fara slíkar auglýsingar eftir að hafa áður birst þrisvar í Lögbirtinga- blaðinu, án þess að skuldirnar hafi verið gerðar upp. I DV birtast þessar auglýsingar tvisvar eða þrisvar eftir atvikum, „annað og síðara" eða „þriðja og síðasta" uppboð eftir því hversu þolinmæði kröfuhafa er mikil. I auglýsingaflóðinu í DV að undanförnu hefur mátt sjá fasteignir ýmissa öflugra einstaklinga auglýst- ar á uppboð og í sumum tilvikum hefur ekki mátt muna miklu að þær færu undir hamarinn. Þannig var uppboðum frestað á síðustu stundu nú í vikunni á fasteignunum Skild- inganesi 18, sem er í eigu Sigurðar Kárasonar og frúar hans, og Stiga- hlíð 86, sem Helgi Þór Jónsson og frú eiga. Sigurður er athafnamaður mikill, hefur meðal annars rekið Hótel Borg og ,,átti“ 180 milljón króna ávísunina í okurmálinu svo- kallaða. Helga Þór þekkja allir sem eiganda Hótel Arkar og einn aðal- eigenda i Arnarflugi, einn af spút- tímaleysi í umferðinni. Þaö ert ýtí sem situr undir stýri. B FararheiUf\ IT nikkum viðskiptalífsins. Þeir voru sem sagt hársbreidd frá því að missa húsin sín, en tókst á síðustu stundu að semja við kröfuhafana fjöl- mörgu. K l^^jötfjallið í landbúnaðinum vekur upp gremju hjá mörgum. Þótt „kvóti" sé i gangi er offramleiðslan með ólíkindum. í ljósi þessa er hún nokkuð skondin sanna sagan af Seyðisfirði sem við vorum að heyra. Náungi nokkur átti lamb og ákvað að láta lóga þvi í sláturhúsi kaupfélagsins og greiddi vitaskuld sláturkostnaðinn. En þegar í ljós kom að náunginn átti engan kvóta var honum umsvifalaust sendur reikningur fyrir kjötinu! Því ef þú átt ekki kvótann áttu ekki kjötið. Á Seyðisfirði er einnig að finna frí- stundabónda, sem hins vegar átti einhvern smákvóta, sem hann fékk uppgefinn hjá sama sláturhúsi. Síð- ar fékk hann aukalegan reikning upp á yfir 30 þúsund krónur á þeirri forsendu að því miður hefði kvótinn verið vitlaust reiknaður fyrir það árið, 1986, og upphæðin dregin af úttektinni í kaupfélaginu að sjálf- sögðu. En ekki var sagan öll við þetta. Skömmu síðar kom önnur til- kynning um að kvótinn hefði líka verið vitlaust reiknaður 1985 og fékk hann því annan reikning upp á svipaða fjárhæð! Sem kunnugt er spyrja margir bændur hvað verður um kjötið sem fer fram yfir kvóta og ætla að láta reyna á eignarhaldið fyrir dómstólum. Hinir óánægðu spyrja: Er Jón Helgason eini lög- gilti sauðaþjófurinn á íslandi? FISHER REYKJAVIK SÍMI 622555 SJðHVARPSBODIH Verslun fyrir alla aldurshópa Rkurliljon Hofnorstræti 106 S: 96-24261 nkureyri Nú hafa öll fynri SS-pylsumet verið slegin SLATURFELAG =1 S œ > SUÐURLANDS Áriö 1986 runnu fleiri SS pylsur Ijúflega niöur islenska hálsa en nokkru sinni fyrr. Oll fyrri met eru slegin og ef marka má vinsældir SS pylsunnar um þessar mundir mun núgildandi SS-pylsúmet eiga jafnfáa lífdaga fyrir höndum og hin fyrri. Betri meömæli eru vandfundin. HEIMSMYND Metsölutímarit HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.