Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 22
INGUNN Benediktsdóttir heitir ein af glerlistamönnum okkar sem sýnir nú í La galerie du vitrail í Chartres í Frakklandi. Að sögn lista- mannsins voru tildrögin að sýningu hennar þau að hún var á ferð í Frakklandi og hitti þar Jacques Loire, einn virtasta glerlistamann franskra, og benti hann henni á eig- inkonu sína sem væri galleríeig- andi. Er þetta gallerí í borginni Chartres sem er glerlistamiðstöð Frakklands og helgast það m.a. af hinni frægu dómkirkju sem þar er. Chartres er rétt hjá París og því margir ferðamenn sem leggja leið sína þangað. Ingunn sýnir þarna fimmtán verk, allt steinda spegla. ,,Ég kaupi glerið í New York og sker það og blýlegg sjálf. Það er erfitt en skemmtilegt. — Listamenn vilja flestir gera þetta allt sjálfir í dag, manni líður vel þegar maður hefur árangurinn fyrir fram- an sig.“ Speglunum er ætlað að hanga uppi á vegg, ekki nauðsynlega í gluggum. DJASS eftir Vernharð Linnet * Islands djass og meiri djass Björn Thoroddsen: Björn Thoroddsen plús (Geimsteinn) Þá er þriðja skífa Bjössa Thor, gítaristans snjalla, komin út. Með honum leika Gammafélagar hans, Pórir Baldursson á hljómborð og Steingrímur Sigurdsson á tromm- ur. Svo er bassaleikari Mezzoforte,! Jóhann Asmundsson, í hópnum. Þetta er bræðingsskífa eins og fyrri skífur Björns, og nýtur glæst- ur gítarleikur hljómsveitarstjórans sín vel. Rokkuð sveiflan ræður ríkjum nema í ópusnum Höldum úfram. Það er mikil eldflaugasýn- ing en sveiflan kviknar ekki. Ég hef áður sagt að Björn eigi að halda sig við rokksveifluna — þar er hann bestur. Þeir er daglega fást við hina klassísku sveiflu eiga nógu erfitt með að láta ljósið kvikna svo hið sæla bros líði yfir sali — meirað segja amrískir! Dag- ar Basie eru liðnir og koma ekki aftur! Jóhann Ásmundsson er fauta bassaleikari og með honum kem- ur dálítill Mezzoblær á skífuna — enda drengurinn óaðskiljanlegur hluti þess hljóms. Bassahljómur- inn er fagur í Söngi sœlkerans og einleikskafli hans í Djúpstœdum úgreiningi er hann samdi með Bjössa hnoss. Ég hef þó mest gaman af hráasta blúsnum á þess- ari skífu. Gítarinn í Endurvakn- ingu og rýþmablúsinn í Nútíma- verki hressa mig. Gott! Björn Thoroddsen heldur með sveit sína til Noregs í haust og mun leika þar um tíma — hvað síðar verður veit enginn en væntanlega vinnur hann vinsældir þar sem Mezzoforteunnendur búa. Ég hef fregnað af fjölmörgum Norður- landabúum sem Bjössi hefur heill- að með leik sínum og trúi því að hann eigi eftir að geta sér góðan orðstír í Norður-Evrópu með bræðingstónum. Sumarvertíd Þá er sumarið gengið í garð og flestir djassgeggjarar búa sig til ferðar á vit sveiflunnar. Margir fara á Jazzhútidina íKaupmanna- höfn, aðrir halda á Nordursjúvar- hútíðina í Haag en sumir fara bara í Heita pottinn. Þar er sveiflað öll sunnudagskvöld og stundum á mánudögum. Þetta er hin mesta upplyfting fyrir djasslíf landsins og ekki að efa að hljóðfæraleikarar aukast að þroska við pottleikinn. Ekki eru það heldur lítil tíðindi að Léttsveit Ríkisútvarpsins hefur umbreyst í Stórsveit. Félögum fjölgað og nafnsullinu er sveitin bar var skolað niður með kampa- víninu í vígsluhátíð Útvarpsins. Það var hin ágætasta veisla enda Stórsveitin í stuði. Það var mikill djass á skjánum á þjóðhátíðardag- inn. Þjóðhátíðarsveifla Ríkissjón- varpsins var leidd af öryggi gæða- píanistans Guömundar Ingólfs- sonar, og eins og þegar leika þarf fyrir alla landsmenn var slegið á hinar þjóðlegri nótur. Steingríms- son burstaði nettlega og Pórður Högnason sló bassann — tónninn var mjög góður hjá dreng og minnti hann okkur marga, er muna liðna tíð, á Aðalstein Brynj- ólfsson bassaleikara frá Vest- mannaeyjum er hér djassaði mik- ið áður en hann fluttist til Dana- veldis. Bjössi Thor og Stefón Stef- únsson komu í heimsókn svo og söngvarar. Óþarfi var að nefna djass í viðtölum við söngvarana og kynningum. Þeir reru ekki á þau mið utan Oktavía Stefúnsdóttir, sem var langt frá sínu besta. Aðrir söngvarar sungu létt lög með sveiflu og það alveg Ijómandi. En ef á að fara að rugla því saman við djass má kalla allar hljóðritanir Hauks Morthens og fleiri ágætra íslenskra dægurlagasöngvara djass. En þakkir séu sjónvarpinu fyrir ágæta þjóðhátíðarsveiflu og mættu íslenskir djassmenn sjást oftar á skjánum. TONLIST eftir Sigurð Þór Guðjónsson Músík í Hallgrímskirkju Meðan Hallgrímskirkja var i smíðum létu þeir, er að byggingu hennar stóðu, mjög í veðri vaka að nú væri að rísa veglegt musteri guði til dýrðar, þar sem hægt yrði að flytja meistaraverk trúarlegrar tónlistar. Loks var kirkjan vígð hálfköruð og verður það væntan- lega næstu áratugi samkvæmt ís- lenskri venju. Svo var farið að fremja músík í helgidómnum. Þá brá mönnum í brún og margir trúðu ekki sinum eigin eyrum. Hljómburður hins mikla guðshúss reyndist fyrir neðan allar hellur. Kirkjan er einhver versti hljóm- leikasalur sem vitað er um í ger- vallri guðs kristni. Um daginn lék Manuela Wiesler þar á flautuna sína. En hún er heilög vera þegar hún er að spila. Tónleikar hennar eru yfirleitt meiri helgistund en fullur árgangur af messugjörðum venjulegra íslenskra pokapresta. En nú breyttist dýrðin hennar Manuelu í grimman harmleik. Manuela í þessu rokna kirkju- bákni, með eina flautu í höndum og svo alla sálina sína og snilldina, var reyndar alvarleg áminning til hrokafullra manna um það, að guð' er ekki í umbúðunum, forminu, stærðinni. „Musteri guðs eru hjörtun, sem trúa, þó hafi þau ei yfir höfði þak." Hallgrímskirkja er fyrir neðan allt velsæmi hvað hljómburð snertir. Það er bein móðgun að bjóða snillingum að leika þar. Ekki kemur annað til mála en að tónleikahald verði stöðvað undir eins í kirkjunni. Og hvað á þá að gera við hana? Ég er auðvitað fylgjandi algjöru trúfrelsi. Það er sjálfsagt að hver maður fái að gera það sem honum sýnist í iðkun trúar sinnar, svo fremi að hann skaði ekki aðra, jafnvel gera sig að fífli og varpa skynseminni fyrir róða, ef hann telur hag sínum betur borgið án hennar. Það er ekki hægt annað en dást að öðru eins trúarþreki. En ég styð einnig frelsi trúleysingja til að trúa engu og boða afneitun sína opinberlega ef þeir óska. Nú má enginn halda að ég sé trúlaus og á móti guði. Ekkert er fjær sanni. Ég er einmitt mikið með guði og styð hann til allra góðra verka. Eg vil endilega að sem flest- ir finni guð og höndli hans frið sem er gjörsamlega óskiljanlegur. Hins vegar hef ég dálitla skoðun á trúarbrögðunum og stofnunum þeirra svo sem kristinni kirkju í okkar heimshluta. En nú er víst best að segja ekk i meira. Á ég ekki að skrifa um tón list? Er það viðeig- andi að einn músíkkrítiker taki upp á þeim skolla að predika trú yfir söngelsku fólki? Mér finnst það hálfóviðeigandi. En nú er ég svo langt kominn með það, að mig dauðlangar til að gefa skít í viðeig- andið. Já, ég held ég kýli bara á það og gerist svolítið óviðeigandi. Ég ætla að láta fjúka álit mitt á trúarbrögðum og kirkju, úr því ég er neyddur með lögum til að lifa í kristnu samfélagi og til þess er ætl- ast eins og ekkert sé, að ég fjalli um hljómleika trúarlegra safnaða og stofnana. Viðhorf mín til þess- ara mála eru að vtsu ekki frumleg fyrir fimmaura. Búdda boðaði þau fyrir 2.500 árum. Og á okkar tím- um hefur Krishnamurti lagt fólki sömu heilræði. Ég er sem sé sann- færður um, alveg á sarna hátt og sumir eru sannfærðir um hand- leiðslu guðs og vélabrögð satans, að sambandið við guð eða æðri mátt eða alvaldið eða allifið, eða hvað menn vilja kalla það, sé svo persónuleg reynsla að það sé út í hött að stofna um hana skipulögð trúarbrögð og reisa yfir hana moskur og musteri. Bein og milli- liðalaus tengsl einstaklings við guð eru það sem gildir. Trúar- brögð, kristin eða múslemsk eða hundheiðin, eru að minni hyggju veggur og hindrun milli guðs og manns. Kristin kirkja er merk stofnun og hefur ýmsu góðu komið til leið- ar gegnum aldirnar. Því neita ég ekki. En því miður gerir hún fólki erfiðara fyrir með að finna guð. Eins og kunnugt er vill það ekki svo lítið vefjast fyrir bestu mönn- um. Trúarbrogðin og kirkjan eru helsti þrándur í götu. Ég fæ því eigi þeim þanka varist, hver mig þó sárlega hryggir, að kirkjan sem stofnun sé af hinu illu uppsprottin., Langsennilegast finnst mér, að mjög ígrunduðu máli, að hún sé ein lævís tálsnara hins forna fjanda, hver sérdeilis frábærlegan talent hefur frómar og hrekklaus- ar sálir að narra og gabba. Og svo ég nú slútti mitt auvirðilega hjal með einni konklúsjón, þá er hún á þennan máta smart útreiknuð: Kirkjan er ein þvergirðing milli guðs og manns. Allar kirkjur, utan þær konsertkirkjur, þar fyrir ætti til grunna að rífa. Kirkja Hallgríms á holti skólavörðu er ei nein konsertkirkja. Þar út á er það mín bljúga bæn, fram borin af hjartans auðmýkt og lítillæti fyrir guðs gæskuríka augliti, að kirkja sú hin mikla verði snarlega mjög við jörðu jöfnuð. KRISTIN Ómarsdóttir, sú hin sama og gerði verðlaunaeinþátt- unginn Draumar d hvolfi sem sýnd- ur var á Litla sviðinu, setti nýlega ljóðabók á markað. Bókin heitir / húsinu okkar er þoka og skiptist að sögn höfundar í fimm hluta, þar af ljóðaleik og ljóðabálk, og eru í bók- inni bæði löng ljóð og örstutt. Bókin er myndskreytt og hönnuð af Lars EmilÁrnasyni. Aðspurð hvort henni léti betur að yrkja ljóð eða skrifa leikrit sagðist hún vera að prófa sig áfram. „Það fer eftir þeim hugsun- um sem ráða á hverjum tíma hvert formið verður. Leikhúsið er náttúru- lega heillandi. — Ljóðin í þessari bók eru eitthvert kall til ástarinnar og einmanaleikans. Þarna eru bæði prósaljóð og svo nokkur pínulítil. Ljóðaleikurinn er milli þess að vera leikrit og ljóð, sett upp eins og leikrit en í bundnu máli. Bókin er heit og það eru í henni tilfinningar. Það má. Leikritið var svo kalt. Fólk á helst að lesa hana í sólbaði, bæði útlit og innihald eru litrík." Höfundur gefur bókina sjálfur út. Hún er til sölu í Múli og menningu svo og í Bóksölu stúdenta. I HAFNAR-ga/terfi hinu ný- stofnaða sýna nú þrír nýútskrifaðir listamenn úr skúlptúrdeild Mynd- lista- og handtðaskóla íslands. Það eru þau Daníel Porkell Magnússon, Guðrún G. Gröndal og Sonný Por- björnsdóttir. Að sögn Daníels er þarna um blandaða sýningu að ræða; tré- og járnverk, myndir og Ijósmyndir. Guðrún vinnur verk sín í járn en hin tvö í tré. Að auki sýnir Daníel myndir og „redúseraðar" ljósmyndir, ljósmyndir sem málað hefur verið ofan í. Á sýningunni eru 13 verk, öll til sölu. Daníel sagði að fátt væri sammerkt með verkum þeirra þriggja annað en efnið sem þau eru unnin úr. Þær Guðrún og Sonný stefna á nám í útlöndum næstu árin, trúlega í Þýskalandi, en Daníel ætlar að reyna að hafa í sig og á hér heima fyrst um sinn með myndlistariðkun: ,,Maður verður að vera þolinmóður í 40 ár og svo fer þetta að koma!“ Hafnar-gallerí er til húsa í Hafnar- stræti 4, á hæðinni fyrir ofan bóka- búð Snæbjarnar, og forsvarsmenn þær Anna Einarsdóttir og Elsa Stef- únsdóttir. Sýning þeirra þremenn- inga stendur til laugardagsins 27. júní. SAGNIR, órsrit sagnfrœðinema við Húskóla íslands, 8. árgangur, er nýkomið út. Meginefni blaðsins er frá 17. og 18. öld og kennir að venju margra grasa. Dr. Gísli Gunnarsson skrifar grein um Einokunarverslun- ina í tilefni þess að 200 ár eru liðin síðan hún var formlega lögð af. Að öðru leyti er efni blaðsins skrifað af 3. árs nemum á BA-stigi og má nefna grein um Móðuharðindin, Vest- mannaeyjar, breiðfirskar sjókonur, Magnús Stephensen og Einveldis- skuldbindinguna. Óhemju vinna var lögð í myndskreytingu bókar- innar, að sögn aðstandenda, bæði var erfitt að ná í stundum ævagaml- ar myndir og eins að prenta þær svo vel færi. Reynt er að hafa blaðið létt og aðgengilegt — ekki verið að vísa í þekkingu sem fólk hefur ekki, — án þess nokkuð sé verið að einfalda hluti. Eins og fyrr segir eru þetta þriðja árs nemar og greinarnar unnar upp úr námskeiðsritgerðum nemenda. Þetta er sýnishorn eða þverskurður af því sem fólk á BA-stigi fæst við. Að auki er í blaðinu umsögn um sjö- unda árgang Sagna sem Loftur Gutt- ormsson tók saman. GERÐUR Pólmadóttir í Flónni vill ólm koma ungum myndlistar- mönnum á framfæri. Hún hefur undanfarið leitast við að ná sam- bandi við unga listamenn og boðið þeim upp á að hafa myndir sínar til sýnis og í umboðssölu í versluninni á Vesturgötu. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.