Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 13
lÍEinn umsvifamesti kaupsýslu- maöur landsins er Ármann Reyn- isson í Ávöxtun. Fram til þessa het- ur hann einkum fengist við ávöxt- unarviðskipti, en skv. heimildum HP mun hann vera á góðri leið með að hasla sér völl á nýju sviði. Hafa Ármann og erlendir samstarfsmenn hans kannað möguleika á útflutn- ingi, m.a. til Marokkó. í ráði er að flytja út vikur og vikursteina, sem notaðir eru til iðnframleiðslu þar í landi. En Ármann og félagar hafa einnig í huga útflutning á fisk- vinnslutækjum, sem fróðir menn telja að mikill markaður sé fyrir í þessu fjarlæga landi. Er Ármann þegar í góðu sambandi við umsvifa- mikla kaupsýslumenn í Marokkó.. . l nnan þingflokks Alþýðuflokks- ins er ríkjandi nokkur óvissa um ráðherraembætti, ef til þess kemur BÍLALEiGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:.............93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ....97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRent Borðapantanir í síma 11340. að flokkurinn lendi í ríkisstjórn. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Yfirleitt er gert ráð fyrir að ráðherr- ar verði úr Reykjavík enda erfitt að ganga framhjá þingmönnunum Jóni Baldvin, Jóni Sig. og Jó- hönnu Sigurðardóttur. Einn landsbyggðarþingmaður hefur hins vegar látið í veðri vaka, að hann geri tilkall til ráðherradóms. Það er Karvel Pálmason, sem sækir það fast að verða sjávarútvegsráð- herra eða heilbrigðisráðherra. Tíminn leiðir í Ijós hvort Karvel verður að ósk sinni. . . að getur stundum verið flaustursgangur í löggjafanum og þá sérstaklega þegar hann er að sam- þykkja skattaálögur. Þannig virðast þingmenn hafa gleymt að lesa síð- asta frumvarpið um sérstaka skatt- inn á verslunarhúsnæði. Þetta frum- varp er lagt fram á hverju ári, þar sem ríkisstjórnin hefur hingað til ekki viljað leggja hann á til eilífðar. Það er því alltaf lagt fram óbreytt, utan hvað dagsetningum er breytt. Það gleymdist hins vegar síðast, en frumvarpið rann hins vegar í gegn- •um þingið, án athugasemda. Garð- ar Valdimarsson, ríkisskattstjóri, rak hins vegar augun í þetta og þótti ekki gott. Hann reyndi þó að draga úr vitleysunni með því að hætta að prenta lögin á bakhlið eyðublað- anna sem þeir sem greiða skattinn fylla út. Þess í stað lætur hann prenta lögin, en sleppir þeim hlut- um þar sem dagsetningar koma fyr- ir og kallar útdrátt úr lögunum. Þetta kallast víst á máli fagmanna „létt fölsun" .. . l næstsíðasta Helgarpósti slæddist inn villa í samtali við Björgvin Pálsson, Ijósmyndara. Þar stóð að hann væri eini Islendingurinn sem stundaði gumbichromat-ljósmynd- un. Það er ekki rétt. Til dæmis hefur Magnús Kjartansson, myndlistar- maður, unnið með þessa tækni. Magnús hefur einnig kennt hana í Myndlista- og handíðaskólan- um. Hóf þá kennslu árið 1980. Magnús sýndi sömuleiðis myndir unnar með þessari tækni á sýningu árið 1982. . . l ðulega þurfa íslenskir laxveiði- áhugamenn að berjast við útlend- inga um að komast að þegar bestu laxveiðiárnar eru annars vegar. Nú höfum við frétt að mikil ólga sé meðal veiðimanna vegna þess hversu mörgum íslendingum var synjað um veiðileyfi í Hofsá í Vopnafirði. Hyggja einhverjir að- standenda á aðgerðir og talið full- víst að séra Sigfús J. Árnason verði ekki formaður Veiðifélags Hofsár oftar. Síðast náði hann kjöri á aðeins einu atkvæði. .. v eiðimenn geta m.a. lesið um sportið sitt í tímaritunum Sport- veiðiblaðinu og Á veiðum, en hið síðarnefnda gefur Frjálst framtak út. Þarna á milli ríkir vitaskuld sam- keppni mikil. Nýjasta eintaki Sport- veiðiblaðsins hefur verið mjög vel tekið og Ijóst að það sló Á veiðum við. En bráðum kemur nýtt eintak af Á veiðum út og þar á bæ búið að skipta um ritstjóra, Steinar J. Lúð- víksson mættur á vettvang. Veiði- menn bíða spenntir eftir útkom- unni. . . ÚTLEIGA Á RYKMOTTUM ÞJÓNUSTA í SÉRFLOKKI fyrir verslanir, fyrirtæki, stofnanir og húsfélög. Rykmotturnar, sem FÖNN leigir út, eru hreint ótrúlegar. Vegna sérstakra eiginleika mottunnar hreinsar hún um 85% óhreininda undan skósólum þeirra sem yfir hana ganga. Skipt er um motturnar reglu- lega þannig að „enginn kemst vaðandi inn á skítugum skónurnl 11. Þar sem mottan er fyrir hendi hefur vinna og kostnaður við hreingerningu innandyra lækkað stórkostlega. Hægt er að velja um stærðir og liti. Hinar gífurlegu vinsældir rykmottunnar sanna ágæti hennar. Skeifunni 11 Símar: 82220, 82221 og-34045 Fannhvítt frá FÖNN p HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.