Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 28
 SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR ÓÁNÆGÐIR MEÐ HÁAN TILKOSTNAÐ VIÐ RAF- VÆÐINGU OG „OKUR- TAXTÆ' RARIK. BERA ÞAÐ SAMAN VIÐ NIÐUR- GREIDDAN KOSTNAÐ VIÐ RAFVÆÐINGU SVEITABÝLA. RARIK í PÓKER eftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd Jim Smart Sumarbústaöaeigendur á Grímsnessvæðinu eru óánœgöir meö þaö verö sem þeim er gert aö borga til Rafmagnsveitna ríkisins, Rarik, viö aö rafvœöa sumarbústaöina. Telja þeir þátttöku sína ístofnkostnaöinum ofmikla og taxtann sem boöiö er upp á ofháan. Vilja þeir sjá annaöhvort lœgri stofnkostnaöarreikning eöa lægri taxta, sem meöal annars gœti komiö til meö tvískipt- ingu orkuverösins í sumartaxta og vetrartaxta. Þegar HP hafði samband við tals- menn sumarbústaðaeigenda í Nord- urkotslandi kom í ljós, að mönnum blöskraði kostnaðurinn á hvern bú- stað meðal hundraða bústaðaeig- enda og höfðu þá meðal annars í huga samanburð við kostnaðinn við rafvæðingu einstakra lögbýla, sem er, vegna þess sem þeir kalla „fram- sóknarmennsku", aðeins um helm- ingurinn af kostnaðinum hjá sumar- bústaðaeigendum. Sem þó eru í hundraðatali og á skipulögðum svæðum. Umrædd „framsóknar- mennska" felst í því að Orkusjódur niðurgreiðir rafvæðingu lögbýla (heilsárs sveitabýla) að mestu leyti. Telja sumarbústaðaeigendur að í tíð Sverris Hermannssonar sem iðnað- arráðherra hafi verið settar reglur til að auðvelda sumarbústaðaeig- endum rafvæðinguna og þá ekki síst haft í huga að nýta umframorkuna sem til staðar var. „FRAMSÓKNAR- MENNSKA" OG „OKURTAXTAR" „Við erum að tala um þétt sumar- 28 HELGARPÓSTURINN bústaðasvæði, lönd Nordurkots, Asgards, Miöengis og Öndverdar- ness. Þarna eru um þúsund sumar- bústaðalóðir. Samt er stofnkostnað- ur fyrir hvern bústað vel hærri en tíðkast við eitt einasta lögbýli og síð- an kostar annað eins þegar tenging fer fram. Þegar Sverrir Hermanns- son var iðnaðarráðherra átti að nýta umframorkuna, meðal annars með því að gefa sumarbústaðaeigendum kost á að rafvæðast með ódýrum og góðum kjörum. En nú er okkur gert að greiða allan stofnkostnað og tengigjald án þess að fá þriggja ára greiðslutímabil, eins og rætt var um. Við eigum að greiða þetta dýru verði, án þess að fá hið minnsta eignarhald, og eigum að auki að greiða óheyrilega háan taxta. Við teljum sanngjarnt að greiða hið sama og margir aðrir hafa greitt, þar sem stofnlögn hefur verið til staðar, eða um 60-65 þúsund krón- ur, en eigum að greiða alls um 136 þúsund. Þá teljum við sanngjarnt að taxtanum verði skipt í tvennt, sum- artaxta og vetrartaxta," sagði einn talsmaður sumarbústaðaeigenda í samtali við HP og fleiri tóku undir. Það var í haust sem leið að Rarik hélt fund með sumarbústaðaeig- endum í landi Norðurkots og lagði fram kostnaðaráætlun um rafvæð- ingu bústaðanna á svæðinu. í far- teskinu hafði Rarik umræddar regl- ur, sem munu á hinn bóginn vera innri reglur fyrirtækisins um útjöfn- un á stofnkostnaðinum við rafvæð- ingu bústaðanna. Aður hafði gilt, að þegar einn aðili bað um rafvæðingu borgaði hann stofnkostnaðinn. En þeir sem á eftir fylgdu losnuðu við þann kostnað og borguðu aðeins tengigjaldið. Þessar nýju útjöfnunar- reglur fela í sér eins konar pókerspil fyrir Rarik — og fy rir sumarbústaða- eigendurna sjálfa. RARIK: UTSPILIÐ ER ÞEIRRA Rarik segir: Að rafvæða 200 sum- arbústaði i landi Norðurkots kostar 10 milljónir króna. En aðeins 70 af 200 hafa sótt um þessa rafvæðingu, eða 35% af heildinni. Inni í þessu er 4 kílómetra háspennulína, fjöldi spennustöðva (u.þ.b. ein spennu- stöð á hverja 5 bústaði), jarðstrengir, mælar og fleira. Við tökum áhættu í okkar áætlun. Við miðum við að á endanum muni 70% taka þátt, eða 140 af þessum 200. Miðað við það er kostnaðurinn á bústað rúmlega 71 þúsund krónur. Dæmið er nánar sagt svona: Ef forsendur standast og 70% eða 140 bústaðir taka endanlega þátt í fyrir- tækinu munu áætlanir standast og peningar fást inn upp í 10 milljónirn- ar sem þetta kostar. Ef allir 200 taka þátt í fyrirtækinu koma inn 200 sinnum 71.000 krónur eða 14,2 milljónir króna og Rarik hefur grætt um 4,2 milljónir. Ef þátttakan er minni, t.d. aðeins 50%, þannig að aðeins 100 af 200 bústöðum rafvæð- ast, fær Rarik inn 7,1 milljón króna og tapar 2,9 milljónum. Ef enginn bústaður bætist við þessa 70 sem sótt hafa um tapar Rarik hins vegar 5 milljónum króna. Rarik hefur með öðrum orðum 'lagt fram sína kostnaðaráætlun, byggða á eigin forsendum, þar sem ákveðin áhætta er tekin í þá veru að sem flestir sumarbústaðaeigenda taki þátt í rafvæðingunni. Því fleiri því betra, svo fremi að meira en 70% eða 140 af 200 taki þátt. Rarik hefur sem sé sett upp „pókerfés" og bíður átekta. RAFVEITUSTJÓRINN: „VIÐ TÖKUM ÁHÆTTU" „Eg hef ekki heyrt þetta, að sum- arbústaðaeigendum finnist kostn- aðurinn of mikill, og þeir hafa ekki leitað beint til okkar,“ segir Sigurdur Rúnar Elíasson, rafveitustjóri Rarik á Seifossi. „Kostnaðurinn fer eftir svo mörgu og alltaf spurning um hver skuli borga. Orkusjóður hefur niðurgreitt rafvæðingu lögbýla, en vilja sumarbústaðaeigendur að skattborgarar greiði niður rafvæð- ingu bústaða þeirra? Þarna er með- al annars verið að leggja 4 kíló- metra háspennulínu og dýra raf- strengi með meiru. Það kostar minnst 53 þúsund krónur, bara að fá rafmagnið tengt við fyrirliggjandi spennustöð. Rarik á vissulega tæk- in, en sér síðan um alla þjónustu og viðhald þegar strengur bilar eða spennistöð í kerfinu. Allt er þetta dýrt og Rarik tekur áhættu," sagði Sigurður Rúnar. Til samanburðar má geta þess að kostnaðurinn við rafvæðingu eins lögbýlis er tæplega 279 þúsund krónur. í þessu eru 113.000 krónur fyrir 80 metra heimtaug og 165 þús- und fyrir 25 kilówattampera spennustöð. Orkusjóður veitir sam- kvæmt lögum lán til framkvæmda Rarik og annarra rafmagnsveitna, meðal annars til bænda og annarra atvinnuvega. Af þessum 279 þús- undum borgar Orkusjóður mest 214 þúsund krónur eða um þrjá fjórðu hluta kostnaðarins, en umsækjand- inn (bóndinn) um 65 þúsund krónur eða um fjórðung. Ef af einhverjum ástæðum kostnaðurinn verður meiri er umsækjandans að greiða hann, en slíkt „þak“ er nýlega kom- ið inn í reglurnar: Áður borgaði bóndinn aldrei meira en sem nemur þessum 65 þúsundum. VILJA TVÍSKIPTAN TAXTA Sumarbústaðaeigendurnir líta á þessi 65 þúsund á eitt stakt lögbýli og eru óánægðir með að kostnaður- inn við rafvæðingu hundraða bú- staða skuli vera tvöfalt meiri á hvern bústað, þegar ætla má að vegna fjöldans væri tilkostnaðurinn mun minni á hvern umsækjanda. Auk þess telja þeir „sumarbústaðataxta" Rarik vera „okurtaxta". Sumarbú- staðaeigendur fá að velja á milli þess að greiða 2,11 krónur á kíló- wattstund og 8.760 króna fastagjald eða 4,52 krónur á stundina og 2.190 króna fastagjald. Valið hlýtur að taka mið af notkuninni og liggja straumhvörfin um það bil við 3.400 kíówattstundir. En sumarbústaða- eigendur vilja hins vegar sumar- taxta og vetrartaxta, með lægra gjaldi að sumri til. Sigurður Rúnar rafveitustjóri segir hins vegar erfitt í framkvæmd að tvískipta taxtanum þannig. Að öðru leyti ítrekaði hann að mikill kostnaður fylgdi rafvæð- ingu, sem varla ætti að niðurgreiða þegar um tómstundir væri að ræða eins og að halda sumarhús. „Ég veit ekki hver á að borga þetta ef það eru ekki sumarbústaðaeigendurnir sjálfir," segir hann.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.