Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 24.06.1987, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Áslaug Ásgeirsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Garðar Sverrisson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánssori Sigriður H. Gunnarsdóttir, Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471), Guðrún Geirsdóttir. Afgreiðsia: Bryndís Hilmarsdóttir. Sendingar: Ástríður Helga. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sími 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Fangi nasista Helgarpósturinn birtir í dag áhrifamikiö viðtal við íslending sem í tvö og hálft ár var fangi nasista, fyrst í Noregi og síðan í Sachsenhausen-búðunum alræmdu. Enda þótt meira en fjörutíu ár séu liðin frá því að heimsstyrjöldinni síðari lauk hafa stríðsglæpir Þjóðverja verið mikið til umfjöllunar erlendis síðasta árið. Klaus Barbie, böðullinn frá Lyon, hefur verið helsta fréttaefni franskra fjölmiðla í fjölda mánaða. í Jerúsalem hafa farið fram rétt- arhöld yfir John Demjanuk, Úkraínumanni sem átti viðurnefnið Ivan grimmi. Banda- ríkjamenn framseldu nýlega Eistlending, Karl Linnas að nafni, til Sovétríkjanna. Þar bíður hans líklega það eitt að vera tekinn af lífi fyrir stríðsglæpi. Og síðast en ekki síst varð mikill hvellur á alþjóðavettvangi þeg- ar í Ijós kom að Kurt Waldheim, forseti Aust- urríkis, hafði lánast að breiða þagnarhulu yfir tortryggilegan feril sinn í stríðinu. Þetta minnir okkur á að þegar allt kemur til alls er tími nasismans og þúsundárarík- isins ekki svo ýkja fjarlægur. Samt spyrja menn æ oftar: Af hverju að rifja upp alla þessa hörmungasögu? Af hverju að hundelta gamalt fólk og lasið fyr- irglæpi sem löngu ætti að hafa fyrnst yfir? I Þýskalandi hefur þessi umræða verið sérstaklega áleitin síðustu tvö árin. Þar er spurt: Hver er sekur, hver er ekki sekur og að hvaða marki? Er sekt eingöngu bundin við einstaklinga, ákveðna hópa, eða er hægt að tala um þjóðarsekt? Er hægt að tala um sekt þeirra sem voru ungir að ár- um eða ekki einu sinni fæddir í stríðinu? Tekur sektin enda þegar síðasti ódæðis- maðurinn er kominn í gröfina? Einn þeirra sem hafa leitað svara við þessum spurningum er Richard von Weiz- sácker, forseti Vestur-Þýskalands. Það hefur hann gert á þann hátt að mörgum löndum hans hefur mislíkað, þar á meðal sjálfum Kohl kanslara. Weizsácker svarar þessum spurningum bæði játandi og neitandi; þegar útrýming- aræði nasismans er annars vegar eru ekki til neinar einfaldar formúlur. í frægri ræðu sem hann hélt 8. maí 1985, þegar fjörutíu ár voru liðin frá því að friður komst á í Evrópu, sagði Weizsácker meðal annars: „Enginn getur ætlast til þess að Þjóð- verjar skrýðist pislarklæðum vegna þess eins að þeir eru Þjóðverjar. En frá feðrum okkar höfum við hlotið þunga arfleifð. Við öll, jafnt ungir sem gamlir, verðum aö taka fortíðinni eins og hún er. Við lifum afleið- ingar hennar, hún skuldbindur okkur öll. Unga kynslóðin og þeir sem eldri eru verða og geta hjálpast að við að skilja hvers vegna það er mikilvægt að halda minningunni vakandi. Hver sá sem lokar augunum andspænis fortíðinni er blindur á samtíðina. Hver sá sem skellir skollaeyr- um við þeim grimmdarverkum sem voru framin er vís til að gangast mannvonsk- unni á hönd." Þegar borið er saman við þær hörmung- ar sem dundu yfir flestar Evrópuþjóðir í stríðinu má með nokkrum rétti segja að fyrir íslendinga hafi heimsstyrjöldin síðari vart verið meira en afstraksjón á landa- korti. Margir íslendingar urðu meira að segja ríkir á heimsstyrjöldinni, meðan meðbræður þeirra í Evrópu týndu öllu og líka lífinu. Það þýðir samt ekki að þessir atburðir varði okkur eitthvað minna en annað fólk. Leifur Muller fékk að kynnast mann- drápsmaskínu þriðja ríkisins af eigin raun. Eins og kemur fram í viðtalinu var heim- þráin hans pólitíski glæpur. Leifur segist ekki hafa átt auðvelt með að rifja upp þessa atburði, en — „okkur sem lifðum ber skylda til að segja ykkur unga fólkinu frá því sem þarna gerðist." Viltu ferðast fara í frí? Hafðu samband við BSI Hring- og tímamiðar hvað er nú það? Já það er von að þú spyrjir, en þetta er alveg ótrúlega ódýr ferðamáti. Hugsið ykkur: Hringmiði á aðeins kr. 4.800.- og þú getur ferðast á eins löngum tíma og þú vilt allan „hringinn". ÓTRÚLEGT. Og tímamiðarnir! Ein vika á aöeins kr. 5.800.- fyrir ótakmarkaðan akstur með sérleyfisbifreiðum. (Tvær vikur á 7.500, þrjár vikur á 9.600 og fjórar vikur á 10.800.) En þetta kostar ekki meira en kr. 386 á dag fyrir 4ja vikna ferðalag. ÓTRÚLEGT. Já HRINGMIÐI og TÍMAMIÐI eru svo sannarlega lykillinn að ódýru og skemmtilegu ferðalagi um ísland. Og fyrir þá sem leigja vilja HÓPFERÐABÍLA bjóða BSÍ-HÓPFERÐABÍLAR upp á margar stærðir bíla til fjallaferða, sem taka frá 12 upp í 60 manns. I bílaflota okkar eru lúxusinn- réttaðir bílar með myndbandstæki og sjónvarpi og öllu þar á milli. Láttu okkur gera tilboð sem þú getur ekki hafnað. fúT OG SUÐUR \ BSÍ Hópferðabílar Umferðarmiðslöðinni Reykjavík Simar22300 - 25035 ®S1 Ferðaskrifstofa BSÍ Umferðarmiðstððinni Reykjavlk Sfmi 22300 Eitt af þeim málum er Dag- blaðið hefur tekið upp á arma sína að undanförnu er deilur skólanefnd- ar Reykjanesskóla og skólastjór- ans, Skarphéðins Olafssonar. Ástæðan fyrir áhuga blaðsins er ef til vill sú að kennarinn er flúði skól- ann í vetur og gaf Sverri Her- mannssyni, menntamálaráðherra, skýrslu um málið er einmitt blaða- maður á Dagblaðinu, Kjartan G. Kjartansson. Annars er það ekki beint friðarstóll sem Skarphéðinn situr nú á. Hann tók við af Krist- mundi Guðmundssyni fyrir nokkrum árum, en Kristmundur hrökklaðist einmitt frá í kjölfar deilna við menn ur sveitinni... LAUSNIR Á SKÁKÞRAUTUM 59 Tuxen Eftir 1. Df4 er svartur í leikþröng þótt hann eigi um átta leiki að velja, hvítur mátar alltaf í næsta leik. Sem dæmi má nefna: 1 - c6 2 Be3, 1 - c5 2 Da4, 1 - Kc6 2 Be4 og 1 - Ka6 2 Bc8. 60 Tuxen 1 Da4 Kxd6 2 De8 Kd5 3 Dd7 mát. 1 - Ke6 2 Re4 Kd5 3 Rc7 mát. Mátin eru ljómandi falleg. FISHER .. jmni nEYKJAVIK. SIMI 622555 SJÓWVARPSBÚÐIH HlE m ýlega var stofnað sameign- arfélagið „Eignamatið“ og eins og nafnið gefur til kynna er tilgangur- inn sá að bjóða upp á fasteignamat og fasteignaráðgjöf. Stofnendur fyr- irtækisins eru öllum hnútum kunn- ugir á fasteignamarkaðinum, hvor á sinn hátt, en þetta eru þeir Stefán Ingólfsson, verkfræðingur og fyrr- um deildarstjóri hjá Fasteignamati ríkisins, og svo Ragnar Tómas- son, lögfræðingur og fasteignasali hjá Húsakaupum í Borgartúni. Ætla þeir félagar að bjóða upp á al- hliða þjónustu, meta gangverð eigna, einkum þó atvinnuhúsnæðis, meta leigu og kostnað og veita ráð- gjöf. Ekki er vitað annað en að þetta sé fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar, þ.e. sem sérhæfir sig í eignamati... Egill Helgason ritstjórnar- fulltrúi á HP Egill Helgason blaðamaður hefur tekið við stöðu ritstjórnarfulltrúa hér á Helgarpóstinum og mun hann gegna því starfi næstu mánuðina í fjarveru ritstjóra. Egill hefur starfað við blaðamennsku um sex ára skeið; fyrst á Helgarblaði Tímans, því næst á Helgarpóstinum, þá á NT og í fyrrasumar starfaði hann í ann- að sinn á ritstjórn Helgarpóstsins. Auk þess hefur hann fengist við lausamennsku fyrir ýmis blöð og tímarit. Síðasta árið hefur Egill dvalið við framhaldsnám i Paris, þar sem hann var styrkþegi Evrópubandalagsins, frönsku stjórnarinnar og franskra iðnfyrirtækja. Helgarpósturinn væntir góðs af starfi Egils Helgasonar sem rit- stjórnarfulltrúa. 10 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.