Morgunblaðið - 05.12.1981, Page 1

Morgunblaðið - 05.12.1981, Page 1
48SÍÐUR OGLESBÓK 267. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Prcntsmiðja Morgunblaðsins. Haig vitnar til Rkr-sáttmálans ('afllries, St. Lucia, 4. desember. Al*. ALEXANDER HAIG, utanríkisrád- herra Bandaríkjanna, iýsti því yfir í dag að Kandaríkin væru reiðubúin að taka þátt í því með öðrum að „gera það sem er nauðsynlegt til að koma í veg fvrir að nokkurt land í Mið- Ameríku verði stökkpallur hermdar verka og ófriðar í heimshlutanum". Hann vitnaði í Rio-varnarsátt- mála Ameríkuríkja frá 1947 og sagði á þingi Samtaka Ameríku- ríkja (OAS) að það ætti að ræða hvernig koma ætti í veg fyrir inn- flutning þungra árásarvopna til Mið-Ameríku. Hann tók fram að hann ætti við ásakanir Reagan- stjórnarinnar um að Kúba og Nicar- agua eigi að miklu leyti sökina á ólgunni í Mið-Ameríku. Háttsettur embættismaður sagði að það væri ekki ætlun Haigs nú að biðja þing OAS að beita Rio-sátt- málanum, sem segir að árás á eitt Ameríkuríki verði skoðuð sem árás á þá öll — hann hefði vitnað í anda en ekki bókstaf sáttmálans — en ummæli hans væru fyrsta skrefið í þá átt. Diplómatar segja að ræða Haigs hafi verið endurskoðuð í ljósi heitra umræðna hans og utanríkisráðherra Nicaragua, Miguel D’Escoto Brockmans, sem Haig kvað ekki hafa viljað lofa því að Nicaragua- stjórn hætti íhlutun í E1 Salvador. Sakharov-hjónin flutt í sjúkrahús Moskvu, 4. desember. AP. SOVÉSK yfirvöld fluttu Andrei Sakh- arov nóbelsverðlaunahafa og konu hans Yelena Bonner á sjúkrahús í dag samkvæmt frétt í Izvestia, málgagni stjórnarinnar. I»au hafa verið í hungur verkfalli síðan 22. nóvember. Blaðið sagði að hjónin hefðu verið flutt á sjúkrahúsið til að koma í veg fyrir „erfiðleika í sambandi við heilsu þeirra". Sakharov er hjartveikur og sagði í skeyti sem hann sendi til Moskvu í síðustu viku að heilsu hans hefði hrakað síðan sveltið hófst. Hjónin eru í hungurverkfalli til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda að neita tengdadóttur þeirra, Lizu Alexeyeva, um brottfararleyfi frá Sovétríkjunum. „Þeir hljóta að mata þau gegn vilja þeirra," sagði Alexeyeva sem býr í Moskvu. „Það getur verið stórhættulegt og ég óttast um líf þeirra." Hún sagðist ætla að reyná að komast til Gorky þar sem Sakharov hefur verið í út- legð síðan í jánúar 1980. Vinum fjölskyldunnar hefur tvisvar verið neitað um leyfi til að heimsækja Gorky í þessari viku. Izvestia tiltók hvorki hvenær Sakh- arov hjónin voru lögð inn á sjúkra- hús né undir hvaða meðferð þau eru þar. Ekkert hefur heyrst frá hjón- unum síðan á þriðjudag en þá fékk Alexeyeva skeyti frá þeim. Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna eftir að hann dró nafn sitt til baka úr framboði til fram- kvæmdastjóra fyrir næsta kjörtímabil sem hefst 1. janúar. Ekki er fullljóst hvort Waldheim hefur endanlega tekið ákvörðun um að sækjast ekki eftir embættinu í þriðja sinn en hann er fyrsti framkvæmdastjóri stofnunarinnar sem hefur gert það. Jeane Kirkpatrick sendiherra Banda- rikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum kemur á hæla Wald- heims á myndinni. Al’ símamynd. Danir fordæma fangelsun Ecevits Kaupmannahnfn, 4. desember. AP. DANSKA ríkisstjórnin fordæmdi í dag fangelsun Ecev- its fyrrum forsætisráðherra Tyrklands og sagði vest- ræn ríki beinlínis tilneydd til að hætta efnahagsaðstoð við herforingjastjórnina í landinu. I tilkynningu danskra yfirvalda sagði að fangels- unin væri gerð þrátt fyrir mikla andúð og mótmæli um heim allan, og bæri hún vott um aukna harðýðgi af hálfu yfirvalda í Tyrklandi. Framkvæmdastjórn Efnahagsbandalagsins lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af fangelsun Ecevits og tilkynnti að ekki yrði hvikað frá fyrri ákvörðun um að fresta ófyrirsjáanlega fyrirhugaðri efnahags- aðstoð við Tyrkland. n Bulent Ecevit með konu sinni Kahaan skömmu áður en hann yfirgaf heimili sitt og var fluttur í fjögurra mánaða fangeísi í Ankara fyrir að gagnrýna herstjórnina í Tyrk- landi. Samstaða setur pólsku stjórninni úrslitakosti Varsjá, 4. desember. AP. „HÆTTA á blóðsúthellingum hefur aukist og hinn þögli meirihluti bíður eftir áhrifaríkum aðgerðum pólskra stjórnvalda til að koma aftur á lög- um og reglu í landinu,” var haft eftir Tadeusz Grabski, háttsettum harð- línumanni í pólska kommúnista- flokknum í viðtali í dag. „Við vitum að vandinn er ekki leystur, að erftð- leikarnir hafa margfaldast og hætt- an sem steðjar að þjóðinni, þar á meðal á blóðsúthellingum, hefur ekki minnkað heldur aukist,” sagði Grabski. Heilsíðuviðtalið við Grabski er birt á sama tíma og samband Samstöðu og stjórnvalda hefur versnað til muna. Samstaða hót- aði á fimmtudag að fara í allsherj- arverkfall ef stjórnvöld reyndu að banna verkföll eftir að lögreglulið réðst inn í skóla brunavarnar- manna í Varsjá á miðvikudags- Umfangsmikil starfsemi KGB í Noregi: Fjórum sendiráðsmönn- um vísað af landi brott OnIó, 4. des4‘mber, frá Jan Erik Uurc, fréttaritara Mbl. Nll ERIJ ÞEIR orðnir fjórir, diplómatarnir við sovézka sendiráðið í Osló, sem norska leynilögreglan vill að vísað verði úr landi fyrir njósnir í Noregi, en samkvæmt norskum fjölmiðlum virðist einn af æðstu mönnum sendiráðsins, Leonid Markov, hafa stjórnað starf- semi KGB í Noregi. Það var í síðustu viku að blaðið Verdens Gang gerði njósna- hneykslið opinbert, en þá sagði blaðið frá því að Stanislav Tsjebot- ok fyrsti sendiráðsritari og starfs- maður sovézku verzlunarskrifstof- unnar í Osló hefðu orðið uppvísir að njósnum og hefði leynilögreglan krafist þess að þeim yrði vísað úr landi. Tsjebotok mun m.a. hafa orðið uppvís að því að hafa boðið norskum ríkisborgurum þóknun fyrir að skrifa lesendabréf til norskra blaða. í lesendabréfunum átti að setja fram ákveðnar full- yrðingar er vörðuðu kjarnorku- laust svæði-á Norðurlöndum. Fyrst eftir að málið kom upp var því m.a. haldið fram, að hér væri um samsæri leynilögreglunnar og nokkurra blaða að ræða er ætlað væri að koma höggi á norsku frið- arhreyfinguna. Opinberir embætt- ismenn þvertóku einnig fyrir að eitthvað væri hæft í orðróminum um meiriháttar njósnahneyksli. Norska sjónvarpið skýrði hins vegar frá því í gærkvöldi, að njósnamálið væri miklu um- fangsmeira en látið var í veðri vaka í fyrstu, og að ákveðið hefði verið að vísa fjórum sovézkum diplómötum úr landi vegna máls- ins. Verdens Gang segir frá því í dag, að Leonid Makarov sé í hópi dipl- ómatanna fjögurra sem vísað verð- ur úr landi. Markarov, segir blaðið, var helzti tengiliðurinn við norska njósnarann Gunnvor Galtung Haakvik, sem flett var ofan af fyrir nokkrum árum. Hún var í lykilstöðu í utanríkisráðuneytinu í Osló og hafði orðið Rússum úti um upplýsingar um norsk utanríkis- mál allt frá því árið 1945. Haakvik felldi hug til sovézks hermanns og píndu Rússar hana til að njósna fyrir sig ef hún vildi halda sambandi við hann eftir stríð. Uppljóstrunin um njósnastarf- semi Rússa í Noregi kemur á einkar óhentugum tíma fyrir norsk stjórnvöld, því nú er ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytisins í opinberri heimsókn í Moskvu. Með- al annars mun hann leggja grunn- inn að samningaviðræðum Rússa og Norðmanna um mörk efnahags- lögsögu í Barentshafi, en þær við- ræður hefjast seinna í þessum mánuði. Þegar Norðmenn hafa vís- að rússneskum njósnurum úr landi hafa Sovétmenn jafnan hefnt fyir það með því að óska eftir því að einn eða fleiri norskir sendiráðs- menn í Moskvu taki pjönkur sínar, og sagði starfsmaður í norska utanríkisráðuneytinu, að sendiráð- ið í Moskvu væri nú þegar of fálið- að og mættu Norðmenn ekki við því að þeim fækkaði. kvöld þar sem nemendur voru í verkfalli. Kröfur Samstöðu voru birtar á föstudag. Samtökin hóta að koma ekki til móts við stjórnvöld nema þau hætti meintri kúgun, sam- þykki ný lög um verkalýðsfélög, efnahagsumbaetur og lýðræðis- legri kosningar, endurbæti matar- eftirlit, komi á óháðri nefnd sem fylgist með efnahagsmálum og samþykki aðgang samtakanna að útvarpi og sjónvarpi. Kröfur sem þessar hafa verið ræddar en þær hafa aldrei fyrr verið settar fram sem úrslitakost- ir. Málgagn hersins sagði í dag að Samstaða myndi einangrast ef hún neitaði að koma til móts við stjórnvöld til að byggja upp þjóð- areiningu. Dagblaðið Trybuna Ludu fór einnig hörðum orðum um Samstöðu og sagði samtökin halda áfram að ógna stjórnvöldum með „verkfallsbyssunni". Talsmenn Samstöðu sögðu að um 100.000 nemendur í 71 af 91 háskóla í Póllandi væru enn í setu- verkföllum. Setuverkföll bænda í Lublin hófust á föstudag og frek- ari verkfallsaðgerða má vænta frá bændum á næstu dögum. Fréttaskýrendur sögðu að upp- slátturinn á viðtalinu við Grabski gæti bent til að hann hefði hug á frekari frama í flokknum. Hann hefur starfað mikið með Stefan Olszowski sem er harðlínumaður og á sæti í æðsta ráði flokksins. Á sínum tíma reyndi Grabski að ná embætti flokksleiðtoga af Stan- islaw Kania.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.