Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 12
12 - MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Halldóra Bjamadótt- ir — Minningarorð kirkjugarðinum á Akureyri, send- um við hjónin hinztu kveðjur og þakkir að kistu hennar. Við mun- um ætíð minnast hinnar göfugu góðu konu, sem unni kirkjunni, landi sínu og þjóð af heilum huga og helgaði Guði og ættjörðinni krafta sína. Guð blessi minningu Halldóru Bjarnadóttur. Pétur Sigurgeirsson „Verkefnin eru mörg og marg- vísleg. Þau eru þess verð, að fyrir þau sé unnið af lífi og sál. Island allt“ Þetta voru orð Halldóru Bjarna- dóttur, er hún skrifaði 86 ára að aldri í formála að ævisögu sinni er Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skrá- setti. Ekki voru þetta orðin tóm, því alla hennar löngu og gifturíku starfsævi urðu orðin lífi gædd, nærð af hugsjónum og baráttu- gleði hennar. Þrautseig tókst hún á við verkefnin þar til þau voru af hendi leyst með sóma. Fjölmörgum konum og körlum um landið allt, er því nú efst í huga þakklæti fyrir framtakssemi hennar og því sem hún gat til leið- ar komið. Aldrei kynntist ég henni sjálf. Þó var hún góður vinur foreldra minna og mun hafa verið tíður gestur á heimili þeirra á þeim ár- um er ég var að heiman farin. En ég man vel hve þau mátu hana mikils og þótti vænt um hana. Ég heyrði því oft um hana talað, sér- staklega þar sem þau áttu svo marga sameiginlega vini. Blessuð Ragnheiður Björnsson, eins og Halldóra nefnir hana í bréfum sínum, kemur mér fyrst í hug, og bræður hennar voru nánir og tryggir vinir um langt skeið og áttu svo mörg sameiginleg áhuga- mál. Þá má nefna fjölskylduna á Háteigi, en húsmóðirin, frú Ragnhildur Pjetursdóttir var fyrsti formaður Kvenfélagasam- bands íslands og var þá Halldóra kosin í varastjórn. Á níræðisafmæli sínu 14. októ- ber 1963 flutti hún eftirfarandi ávarp sem ég fékk hjá Guðnýju Halldórsdóttur á Háteigi og leyfi til að birta. „Þá er nú tími til kominn að þakka fyrir sig hjer á þessum stað og þessum tíma, fyrst og fremst Guði sínum fyrir alla vernd og varðveislu um langa ævi, líf og heilsu og daglegt brauð. Góðum mönnum á jeg líka margt að þakka. Góða foreldra, gott æsku- heimili, fyrir bænir og blessunar- óskir elskaðar móður, sem allt lagði í sölurnar fyrir mig. Við vor- um samvistum til daganna enda, innanlands og utan. Þá ber að þakka, að hafa átt kost á að sjá mikinn hluta okkar fagra lands og mörg önnur fögur lönd, kynnast fjölda af góðu fólki, sem hefur borið mann á höndum sjer. Hver fær talið það allt. Þessu heimili hjer á Háteigi, á ég einnig mikið að þakka, ástúð og vináttu áratugum saman. Hjer átti ég heima í 11 ár. Húsfreyjan hjer, höfðingskonan, listakonan, Ragnhildur Pjetursdóttir, vinkona mín, bauð mér til sín, þegar jeg missti móður mína 1924. Hjer naut ég vináttu og umhyggju þeirra góðu hjóna, Halldórs og Ragnhildar og dætranna þriggja, sem hafa æ síðan verið vinir mín- ir. Háteigur var stórt heimili í þann tíð, mikill heyskapur, 10 kýr í fjósi, garðyrkja, svo spunnið og ofið og lesnar sögur á kvöldvökum. Jeg ferðaðist mikið á þessum ár- um, innanlands og utan. Þegar jeg breytti um 1935, eftir 11 ára veru hjer, flutti mig um set, til skiftis í fjórðungunum, í því skyni, að ná betur til fólksins, víðsvegar um landið, þá sömdum við um það vinkonurnar, og bundum fastmæl- um, að jeg gisti árlega einn mánuð á Háteigi, og hefur það ákvæði verið trúlega haldið fram á þenn- an dag eða nær 30 ár. Þetta er nú orðin nokkurskonar æfisaga. Það er ákaflega gaman að vera orðin þetta gamall og halda lífi og heilsu, muna og minnast margs í okkar þjóðlífi í 70—80 ár. Að hafa þæft undir fót- unum vaðmásbót, þegar á lá, hafa mjólkað 70 ær í kvíum með ann- arri stúlku eitt sumarið, hafa far- ið í laugarnar hjerna og borið þvottinn á bakinu, fram og aftur, kastað upp úr mógröf. Jeg óska ykkur öllum að njóta góðrar heilsu og verða níræð. Þið takið ekki allt þetta fyrir, sem jeg gat um. Þá eitthvað gott og gagn- legt fyrir okkar ástkæra land. Eig- ið starfsþrek, starfsvilja og starfs- gleði. Það þarf svo margt að gera, nóg verkefni fyrir góða menn. Svo óska jeg Guðs blessunar fyrir öll heimili okkar ástkæra lands, einnig mitt góða heimili á Norðurlandi og fyrir skólana sem nú eru að byrja. Við þurfum að stunda mikið fyrirbæn hvert fyrir öðru, það er blessunarríkt. Já, nú erum við samankomin hjer á mínum gamla, góða Há- teigi, sem mjer hefur alla tíð þótt svo vænt um. Halldór, vinur minn, var svo vænn, að lofa mjer að safna hjer saman ættingjum og vinum þenn- an dag, þakka honum kærlega og hans góða fólki umstang og til- kostnað. Jeg þakka ykkur líka, góðu gest- ir, kærlega fyrir komuna og alla virðingu mjer auðsýnda á þessum tímamótum. Lifið heil.“ Vinkona mín sagði mér, er við fréttum um lát Halldóru, að hún hefði þekkt hana vel. Á unglings- árum sínum var hún eitt sumar í starfi í Prentsmiðju Odds Björns- sonar. Þangað kom Halldóra iðu- lega til að láta undirbúa rit sitt Hlín til prentunar. Ekki leið á löngu þar til þær voru orðnar vel kunnugar og Halldóra bauð henni heim í kotið sitt, eins og hún kall- aði það. Innan skamms var unga stúlkan farin að lesa með henni prófarkir og raða greinunum í tímaritið með Halldóru. Dag nokkurn kvaðst Halldóra vilja kosta hana á lýðháskóla í Svíþjóð, en unga stúlkan var hlé- dræg og afþakkaði, þar sem hún hafði verið alin upp við það, að hún ætti að reyna að vera sjálf- bjarga og aldrei öðrum til byrði. Þótti Halldóru þetta miður og kvaðst aðallega hafa viljað þetta sjálfrar síns vegna, hún hefði haft svo gaman af því. Sjálf var Hall- dóra alla ævi efnalítil, en hafði alltaf mikinn áhuga á unga fólk- inu og framtíðinni. Þáttur hennar í skólamálum og fræðslustarfi í okkar landi er jafn áhugaverður nú, sem áður fyrr, sérstaklega fyrir þá er við þessi störf fást. Fimm ára farkennsla efldi menntaþrá hennar. Hún fór til Noregs og eftir 3ja ára nám lauk hún kennaraprófi í Osló 1899. Heimkomin varð hún stunda- kennari við Barnaskóla Reykja- víkur. Tók þá upp nýjar kennslu- aðferðir, börnin tóku framförum og skólastjórinn var ánægður. Sótti hún um fasta stöðu og 500 kr. árslaun, en fékk hvorugt og sagði starfi sínu við skólann lausu. Næstu 8 árin var hún kennari við barnaskóla í Moss í Noregi og fékk þar 900 kr. árslaun. í afmælisgrein Ragnhildar Pjet- ursdóttir í Morgunblaðinu 14. okt. 1943, er Halldóra varð sjötug seg- ir: „Jafnframt barnakennslunni og til að auka tekjur sínar fór hún í fríum sínum fyrirlestrarferðir. Talaði hún þá oftast um Island og íslensku þjóðina. Á þessum árum hefir hún eflaust verið önnur þekktast íslenska konan í Noregi. — Hin var Ólafía Jóhannsdóttir. Halldóra þráði að fá að fara heim til íslands og kenna íslensku börnunum. 1908 fjekk hún þá ósk sína uppfyllta. Varð hún þá skóla- stjóri við barnaskólann á Akur- eyri. Hafði hún nú ekki aðeins kenn- aramenntun, heldur einnig margra ára kennarareynslu. Enda hafði hún mikil áhrif á barna- fræðsluna, kennsluna, umgengni barnanna í skólanum o.s.frv. Á öllum umbótum í skólamálum hafði hún hina mætustu menn með sér, eins og Guðlaug bæjar- fógeta Guðmundsson, séra Geir Sæmundsson og Stefán skóla- meistara. En breytingunum og umbótun- um fylgja oft andstöður og svo var hér. Það voru margir á Akureyri, sem ekki þoldu þessa nýbreytni Halldóru í skólamálum. Hún sagði því af sér skólastjórastarfinu fyrr en skyldi. Mun bæjarstjórnin þá hafa veitt henni styrk til að koma á hagnýtum saumanámskeiðum fyrir bæinn og stjórnaði hún þeim um nokkur ár.“ í skólastjóratíð hennar á Akur- eyri voru vikulega haldnir 4—5 tíma kvöldfundir kennara. Einnig voru foreldrafundir og náið sam- starf við heimilin. Fróðlegt er að lesa um árvekni hennar og fram- sýni og alla þá alúð er lögð var í skólastarfið. Næstu 4 árin var hún áfram á Akureyri. Var þá í bæjarstjórn, skólanefnd o.fl. og sagði sjálf að notalegt hefði verið að finna vin- semd bæjarbúa í sinn garð. Eftir að hún flutti til Reykja- víkur sagðist hún aðallega hafa helgað starf sitt heimilisiðnaðin- um, félagsmálum kvenna, ásamt Hlín. I hinni gagnmerku bók, fyrrver- andi formanns Kvenfélagasam- bands íslands, Margar hlýjar hendur, segir frú Sigríður Thor- lacius í kaflanum Héraðssambönd og störf þeirra: „Ekki verður þó þessi kafli bók- arinnar hafinn án þess, að flytja einni konu sérstakar þakkir. Það er Halldóra Bjarnadóttir. Þeir sem lesa bókina munu brátt sjá, að hennar nafn er tengt stofnun svo fjölmargra félaga og sam- banda, að furðu gegnir. Hefur hún komið við sögu í öllum landshlut- um, verið óþreytandi að hvetja konur til samstarfs, til verndunar heimilisiðnaði og hverskonar um- bóta.“ Mér telst til að Halldóra Bjarnadóttir hafi verið hvatamað- ur að stofnun 7 héraðssambanda og stuðlað að stofnun a.m.k. 16 kvenfélaga víðsvegar um landið. Hvarvetna þar sem leið hennar lá var hún kærkomin leiðbeinandi og vakti áhuga á þeim málum er hún barðist fyrir og voru henni hjart- fólgin. Kvenfélagasamband Islands minnist Halldóru með þakklæti fyrir öll hennar miklu störf í þágu sambandsins. Hún blés lífi í starfsemi þeirra félaga er hún stofnaði og veitti nýjum straum- um framfara og umbóta í starf- andi eldri félög. Líf hennar og starf sanna hversu miklu einstakir hæfileikar og vilji til góðra verka fá áorkað bæði fyrir samtíð og framtíð. María Pétursdóttir form. Kvenf.samb. íslands. Nokkur orð að lokum Nú hefur Halldóra loks fengið langþráða ósk sína uppfyllta — að deyja. — Þegar hún varð 100 ára kom þessi ósk greinilega fram. „Ég hef lokið lífsverki mínu, gengið frá öllum mínum málum, skrifað öll- um, sem ég þekki og kvatt þá. Nú vil ég fara.“ — Hún var svo viss um að nú gæti þetta skeð, að hennar vilja, að hún kvaddi hjúkr- unarliðið, að kvöldi hvers dags. — Við vildum auðvitað ekki missa hana á þessum forsendum, svo eitthvað varð að gera. Við sögðum henni frá konunni á Snæfellsnesi, Maríu Andrésdóttur, sem dáin var fyrir 8 árum (1965), 106 ára. Ef Halldóra vildi nú lifa í 7 ár í við- bót, yrði hún 107 ára og þar með elsta kerling, sem nokkurn tíma hefði lifað á Islandi. — „Þú getur ennþá lesið og skrifað, þó þú hafir ekki mikla fótaferð, svo þér ætti ekki að þurfa að leiðast. Þú getur hinsvegar varla sinnt frekar þín- um stóru áhugamálum öðruvísi en gegnum sambönd þau, er þú hefur skapað við þá, sem tekið hafa við af þér. — Þú hefur brúað bilið milli hinnar gömlu bænda- menningar og hins nýja tíma. Þetta er mikilsverð „brú“, ómet- anlegt framlag. — Hin mörgu kvenfélög og heimilisiðnaðarfélög, sem voru mörg á landinu, en nú sameinuð í eitt félag, bera nokkurt vitni um þetta." — Fleira var tal- að, en Halldóra sagði á þessa leið: „Ég veit nú ekki hvort ég get þetta, Stefán minn, en ég skal reyna. Ég hef a.m.k. aldrei verið veik af neinu, sva ekki ætti slíkt að stytta líf mitt. — En Guð ræð- ur.“ — Björninn var unninn, áætl- un gerð til 7 ára. Halldóra upp- fyllti hana með sóma, varð rúm- lega 108 ára. Engin veikindi þjáðu hana, en að lokum eru kraftar fullnotaðir og lífsljósið slokknar. Ég ætla mér ekki að rekja ævi- feril Halldóru og hennar gífurlegu afreksverk. Sé að ég hef skrifað töluvert um slíkt á 80, 90 og 100 ára afmælum og annað þess á milli. Til þess er einnig ævisaga hennar skrifuð, ef menn vilja rifja upp. - En ég byrjaði þessar Iínur mín- ar til þess að gefa ofurlítið dæmi um manneskjuna, að enduðu slíku dagsverki, horfandi til baka yfir heila öld. — Ekki vil ég halda því fram, að áðurnefnd áætlun hafi lengt líf Halldóru um 8 ár. Þar voru aðeins Halldóra og Almættið að verki og svo auðvitað hið vin- samlega og góða lækna- og hjúkr- unarlið Héraðshælisins á Blöndu- ósi, sem annaðist hana af slíkri umhyggju og á miklar þakkir skildar frá frændum og vinum Halldóru. Ég vil fara 30—35 ár aftur í tímann og sýna aðra hlið á Hall- dóru, þar sem hún gerði áætlun fyrir mig, sem orðið hefur talsvert stór og ánægjulegur þáttur í mínu lífi, en líka nokkuð erfiður. — Landsíminn til mín norðan úr landi, Halldóra: „Ég er hérna á aðalfundi Heim- ilisiðnaðarfélags Norðurlands. Við erum nýbúnar að samþykkja þig inn í félagið. Þú ert ævifélagi góði minn.“ „En Halldóra, ég hef ekki óskað eftir að ganga í neitt slíkt félag." — „Það er alveg sama, góði minn, þú ert ágætur í þetta. Við höfum nefnilega líka kosið þig fulltrúa okkar í stjórn Sambands ísl. heimilisiðnaðarfélaga." — (Þá voru nokkur smærri félög úti á landi með sameiginlegri stjórn í Reykjavík, er hét svo.) Ég varð meira og meira hissa, dálítið reið- ur, fannst þetta yfirgangur nokk- ur. Hún gæti ekki meðhöndlað mig eins og einhverja fasteign, þó frænka mín væri. Þjark nokkurt. (Hún fór að heyra illa!!) Að lokum gafst ég upp. — Þetta gerði e.t.v. ekki svo mikið til. — Svo komu afleiðingarnar. — Ég mætti í stjórn Samb. ísl. heimilisiðnaðar- félaga. Þar sátu fyrir Matthías Þórðarson fornminjavörður, Ragnhildur Pétursdóttir í Háteigi og Olöf Björnsdóttir, ekkja Péturs Halldórssonar, borgarstjóra. Ágætisfólk, sem ég hafði mikla ánægju af að kynnast svo og því starfi sem fram fór á þessum vettvangi. — Þetta var til að sýna aðra hlið á Halldóru, hlið starfs- ins, forystunnar, umsvifanna, — þ.e. sjá aðeins eitt, sína braut að lausn áhugamála sinna, hvað sennilega líka var nauðsynlegt, ef ekki átti að missa kjarkinn. Hún úthlutaði verkefnum, sbr. áður nefnt dæmi og etv. dálítið harka- lega og ákveðið, og vali hennar urðu menn að hlýða. Ég varð þannig nokkurs konar „húskarl" Halldóru í þessum heimilisiðnað- arbúskap. Var með henni á slíkum þingum á Norðurlöndum og sá um sýningar okkar þar. — Var sam- starfsmaður um bók hennar „Vefnaður“ (kom út 1966), sem nú er fyrir nokkrum árum úppseld, en hvenær sem er tilbúin til endurprentunar og það væri við hæfi að gera slíkt nú að lokum þessa langa og merkilega lífsfer- ils. — Svo kom starf mitt í Heimilis- iðnaðarfélagi Islands eftir arki- tekt-nám mitt í Khöfn og heim- komu 1961. — Það hefur verið ánægjulegt starf með mörgu dug- legu og áhugasömu fólki, félagið eflst, verslanir fyrir löngu komn- ar. Námskeið rekin frá 1967, heita nú Heimilisiðnaðarskóli íslands, þannig að unnið hefur verið í anda Halldóru og góður árangur náðst. — Þar með er ekki sagt að áður- nefnt val Halldóru á mér inn í þessi viðfangsefni hafi verið það rétta og uppfyllt hennar óskir. Halldóru fannst kannski aldrei nóg að gert í málum heimilisiðn- aðar. Ég vil Ijúka þessum línum með nokkrum orðum úr skrifum mín- um á níræðisafmæli hennar. — Eflaust má deila um störf Hall- dóru og starfshætti en ekki um árangur langrar ævi. Ljóst er, að hún hefur verið tengiliður milli tveggja alda. Hún hefur reynt að brúa bilið milli gamallar bænda- menningar og nýrra atvinnu- og lifnaðarhátta í landinu, það er byltingar þeirrar til vélamennsku og þéttbýlis sem orðið hefur á hennar ævi, þannig að ekki rofn- aði samband okkar við það besta í fortíðinni, til dæmis hinn stór- merka, verklega menningararf ís- lendinga, heimilisiðnaðinn. — Þetta skildi Ilalldóra öðrum fyrr og betur og varði til þess langri ævi, að sem fæst skyldi glatast á þessu umbrotaskeiði af þjóðlegum verðmætum. — Stefán Jónsson, arkitekt. Kveðja frá Heimilis- iðnaðarfélagi íslands Halldóra Bjarnadóttir var fædd 14. okt. 1873 að Ási í Vatnsdal. Hún var mikil félagshyggjukona og starfaði að félagsmálum svo lengi sem heilsan leyfði. Eitt af mörgum áhugamálum hennar var að viðhalda heimilisiðnaði í ísl. þjóðlífi. í þrjátíu ár starfaði hún sem heimilisiðnaðarráðunautur, ferðaðist þá um allt land, stuðlaði að stofnun kvenfélaga og hafði mótandi áhrif á starfsvið þeirra. Hún gaf út ársritið Hlín í meira en hálfa öld og ritaði þar ótrauð um öll sín áhugamál, svo sem heimilisiðnað, hjúkrunarmál, hreinlætismál, garðrækt, uppeld- ismál, réttindamál kvenna og margt fleira. I ævisögu sinni segir Halldóra: „Heimilisiðnaðurinn má ekki kafna í nýjungum og erlendu hismi. Hann var og er menntandi og göfgandi, öruggasta tækið til að vernda þjóðlega erfð og byggja fyrir framtíðina." Er óhætt að segja að hún lifði sjálf eftir þess- ari hugsjón. Engin ein manneskja hefur gert meira fyrir viðgang og eflingu heimilisiðnaðar á Islandi. Auk ráðunautastarfsins vann hún mikið við kennslu á sviði heimilis- iðnaðar, stofnaði meðal annars tó- vinnuskólann að Svalbarði í Eyja- firði, sem starfaði í 10 ár. Hún forðaði frá glötun fágætum mun- um og merkum heimildum, annað- ist útgáfu bóka um heimilisiðnað, síðast stóra og fallega bók um vefnað 1966: Vefnaður á ísl. heim- ilum á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. I sambandi við Alþingishátíðina 1930 var skipuð sérstök nefnd til að koma upp og stjorna landssýn- ingu heimilisiðnaðarfélaganna. Halldóra Bjarnadóttir var kosin formaður sýningarnefndar. Var það jafnan svo, að þegar mikið reyndi á í þessum efnum var hún í forsvari. Hún átti frumkvæðið að því að Heimilisiðnaðarfélag ís- lands gekk í Norræna hemilisiðn- aðarsambandið og var fulltrúi ís- lands og fyrirlesari á mörgum þingum þess, sá þá einnig um sýn- ingardeild og margháttaða kynn- ingu á ísl. heimilisiðnaði. Heimilisiðnaðarfélag íslands gerði Halldóru að heiðursfélaga í nóv. 1951. Félagið og öll þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við Halldóru fyrir hennar merku ævistörf. Blessuð sé minning hennar. Stjórn Heimilisiðnar félags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.