Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Kjaradeilu sjó- manna vfsað til sáttasemjara KJARADEILU báta- og togarasjó- manna var á fimmtudag vísað til rík- SH tekur þátt í matvælasýn- ingu í Bahrain FRÁ ÞVÍ fyrir síóustu helgi hafa far ið fram hérlendis viórsður milli ís- lenzkra útflutningsfyrirtækja og full- trúa fyrirtækis í Saudi-Arabíu um hugsanlegan útflutning á matvælum héðan til landa á Arabíuskaganum. Nú mun vera ákveðið að Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna taki þátt í matvælasýningu í Bahrain í byrjun næsta árs, en áður hafði Búvörudeild Sambandsins ákveðið þátttöku í þessari sýningu. Þá hef- ur Búvörudeildin veitt fyrirtækinu umboð fyrir vörur í eitt ár. Auk tveggja fyrrnefndra aðila tekur Sölustofnun lagmetis þátt í við- ræðunum, sem verður fram hald- ið, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. issáttasemjara. Fyrsti fundurinn um sjómannasamningana verður á mið- vikudagsmorgun klukkan 10. Sjó- mannasamband íslands semur fyrir sjómenn við Félag botnvörpuskipa- eigenda vegna undirmanna á skut- togurum yfir 500 brúttólestum að stærð, en við Landsamband ís- lenzkra útvegsmanna fyrir sjómenn á minni skuttogurum og bátum. Til meðferðar hjá embætti rík- issáttasemjara eru einnig kjara- deilur mjólkurfræðinga og ASV við vinnuveitendur, en fundir hafa ekki verið boðaðir um þessa kjara- samninga. Þá átti kjaradeild BSRB og ríkisins að færast til sáttasemjara 1. desember, en ekki hefur þótt ástæða til afskipta sáttasemjara af því máli til þessa, þar sem aðilar hafa haldið fundi og rætt málin. £> INNLENT Hin æpandi þögn iðnaðarráðherra FÉLAG íslenskra iðnrekenda hélt almennan félagsfund um stöðuna og horfur í íslenzkum iðnaði í gærdag og var boðið til hans auk félagsmanna, áhuga- mönnum um iðnaðarmálefni, svo og alþingismönnum og ráð- herrum. I lokaorðum sínum á fund- inum sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Fé- iags íslenzkra iðnrekenda, m.a. að eitt af því sem hefði vakið sérstaka athygli við þennan fund, væri hin æpandi þögn iðnaðarráðherra, sem ekki hefði séð ástæðu til að sitja hann og fræðast um stöðu hinna einstöku greina íslenzks iðnaðar. Kaldasta haust þessarar aldar í höfuðborginni NÝLIÐIÐ haust var það kaldasta, sem mælzt hefur í Reykjavík á þess- ari öld samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk á Veðurfarsdeild Veður stofunnar í gær, en þar eru október og nóvember taldir haust. Hiti í Reykjavík mældist -0,4 gráður að meðaltali, en meðalhiti í Reykjavik þennan mánuð er 2,6 gráðu hiti, þannig að hitastig í þessum mánuði var þremur gráð- um undir meðallagi. Urkoma í Reykjavík mældist 38 millimetrar, sem er helmingi minna en meðal- talið. 31 sólarstund mældist í höf- uðborginni, en það er nálægt með- allagi. Á Akureyri var meðalhitinn í mánuðinum -1,6 gráða, sem er 2,9 gráðum undir meðallagi. Urkoma mældist 52 millimetrar, sem er um meðallag. Átta sólarstundir mældust í höfuðborg Norðurlands í nóvember, sem er 6 stundum færra en í meðal-nóvember. Yfir landið var hitastigið 2,5—3 gráðum undir meðallagi áranna 1931—1960, en hins vegar aðeins einni gráðu minna en áranna 1971—1980, en nóvember þessi ár var mun kaldari heldur en fyrr- nefnt tímabil, sem Veðurstofan miðar við í viðmiðun sinni. Ljósm.: Kristján Kinarsson. Frá afhendingu taugagreinisins nýja á Grensásdeild Borgarspítalans í gær. Bandalag kvenna í Reykjavík: Gaf Borgarspítalanum taugagreini að verðmæti 2 milljónir króna BANDALAG kvenna í Reykja- vík afhenti í gær Endurhæf- ingardeild Borgarspítalans að gjöf taugagreini, og er hér um að ræða stærstu gjöf sem Borgar- spítalanum hefur borist. Er verðmæti gjafarinnar lauslega áætlað tvær milljónir nýkróna, eða tvö hundruð milljónir gam- alla króna. Taugagreinirinn er fyrsta tæki sinnar tegundar hérlendis, og mun tilkoma þess auka verulega batahorfur og endurhæfingarmöguleika fjölda fólks. Á síðastliðnu vori fór fram landssöfnun meðal kvenfélaga á landinu í tilefni árs fatlaðra. Safnaðist þá mikið fé, sem rann til þessara tækjakaupa. Ríkið gerir BSRB gagntilboð byggt á ASÍ samkomulaginu: Höftium ekki samningi til skemmri tíma, en viljum viðræður um fleiri atriði - segir Haraldur Steinþórsson, framkvæmdastjóri BSRB „VIÐ HÖFNUM ekki samningi til skemmri tíma, en við viljum fá við- ræður um fleiri atriði í kröfugerð okkar, en fram koma í gagntilboði fjármálaráðherra, og slíkt er jafnvel hægt að gera samhliða," sagði Har aldur Steinþórsson, framkvæmda- stjóri BSRB ■ samtali við Morgun- blaðið í gær. Á fundi samninganefndar ríkis- ins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í gærmorgun gerði fjármálaráðherra bandalaginu til- boð um framlengingu núgildandi samnings eða nýjan aðalkjara- samning. Verði um nýjan samning að ræða, skal hann byggður á ASI-samkomulaginu, sem gert var á dögunum, með 3,25% launa- hækkun 1. janúar næstkomandi með gildistíma til 15. maí á næsta ári. Haraldur Steinþórsson sagöi, að þetta gagntilboð hefði verið lagt fram í gærmorgun og málin hefðu síðan verið rædd. „Fjármálaráð- herra flutti þarna ræðu og þar kom fram, að það væri ekki það, að ríkissjóður gæti ekki greitt hærra kaup, heldur gæti hann Stórfelld brot á höfundarréttar- útvarps- og fjarskiptalögunum - segir í niðurstöðu myndbandanefndar um leigu og dreifingu myndbandaefnis NIÐURSTAÐA myndbandanefndarinnar, sem menntamálaráðherra skipaði til að kanna notkun og lögmæti myndbanda hérlendis, er sú, að hér eigi sér nú stað stórfelld brot á höfundarrétti, bæði með upptöku á myndbönd, leigu og dreifingu efnis af myndböndum um myndbandakerfi. Einnig kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að undanfarið hafi átt sér stað brot á útvarps- og fjarskiptalögum í stórum stíl. Nefndin skilaði ráðherra skýrslu í fyrradag. Nefndinni var einnig falið að at- eigenda, Hjálmtýr Heiðdal frá Fé- huga hvernig heppilegast væri að haga myndbandanotkun til fram- búðar þannig að virtir verði hags- munir rétthafa og notenda, segir m.a. í skipunarbréfi hennar. Gaukur Jörundsson prófessor var skipaður formaður hennar, en aðr- ir nefndarmenn eru: Birgir Sig- urðsson frá Rithöfundasambandi íslands, Fylkir Þórisson frá Ríkis- útvarpinu, Gísli Alfreðsson frá Félagi ísl. leikara, Grétar Hjart- arson frá Félagi kvikmyndahúsa- lagi kvikmyndagerðarmanna, Jón Hermannsson frá Sambandi ísl. kvikmyndaframleiðenda, Jón Magnússon frá Neytendasamtök- unum, Ólafur Haraldsson frá Verslunarráði íslands og Sigurður Reynir Pétursson frá STEF. Þá störfuðu Knútur Hallsson og Erl- ingur Bertelsson í menntamála- ráðuneytinu einnig með nefndinni. í heildarniðurstöðum nefndar- innar segir að brot þessi séu óvið- unandi jafnvel þótt búast megi við breytingum á útvarps- og fjar- skiptalögum í átt til frálsræðis ýmissa aðila til útvarpsreksturs. Við bætist stórfelld brot á höfund- arrétti bæði við upptöku efnis á myndbönd og ráðstöfun mynd- banda, en þó sérstaklega með út- sendingu efnis af myndböndum um sjónvarpskerfi. Brýn ástæða sé til að greiða götu höfunda við að ná rétti sínum. Hraða verði starfi að endurskoðun laga á þessu sviði, m.a. endurskoðun útvarps- laga og fjarskiptalaga með tilliti til breyttrar tækni og viðhorfa og gengur nefndin út frá því að slak- að verði á einkarétti Ríkisútvarps- ins á útvarpi og að öðrum aðilum verði heimilað að annast útvarp. Þá er lögð áhersla á að flýta við- hlítandi. ráðstöfunum til að bæta hið fyrsta úr því ófremdarástandi, sem nú ríki. í byrjun síðasta mánaðar lét nefndin kanna útbreiðslu mynd- bandakerfa og segir að á höfuð- borgarsvæðinu séu nú í notkun 55—70 kerfi og í mörgum kaup- stöðum og bæjum séu 6—100 íbúð- ir tengdar slíku kerfi. Þá er bent á að ekki sé áhugi á samtengingu þar sem mikið sé um tæki í einka- eign, t.d. í Grindavík þar sem um 70% heimila séu talin eiga mynd- segulbandstæki og í Siglufirði þar sem til eru um 100 tæki. Þá segir að leigusölur myndbanda hafi margs konar efni á boðstólum, yf- irgnæfandi meirihluti þess séu gamlar og nýjar kvikmyndir og skemmtiefni, dæmi séu um efni, sem kvikmyndahúsum er óheimilt að sýna börnum undir vissum aldri og ekki séu óþekktar löglaus- ar klám- og ofbeldismyndir. ekki gefið fordæmi með því að greiða hærri laun,“ sagði Harald- ur Steinþórsson. Síðdegis í gær var haldinn fund- ur í samninganefnd BSRB og gerð samhljóða ályktun um stöðu samningamála og gagntilboð ríkisins. Þar segir: „Samninga- nefnd BSRB leggur áherzlu á gerð aðalkjarasamnings til lengri eða skemmri tíma og verði viðræðum hraðað. Samningaviðræður þurfa að fjalla um einstaka þætti í kröfugerð bandalagsins og einnig viðhorf ríkisstjórnarinnar til þeirra ýmsu atriða, sem BSRB hefur sett fram. Samhliða breyt- ingum á kjarasamningum felur samninganefndin viðræðunefnd af sinni hálfu að ræða við fulltrúa fjármálaráðherra um það hvernig haga skuli samningagerð. Stefnt verði að því, að könnun viðræðu- nefndar liggi fyrir eigi síðar en um miðja næstu viku. Takist ekki samkomulag um það verði óskað milligöngu ríkissáttasemjara", segir í ályktuninni. Dregið í kvöld DREGIÐ verður í hausthapp- drætti Sjálfstæðisflokksins í kvöld og eru því síðustu forvöð að fá sér miða í dag. Skrifstofa happdrættisins verður opin fram að kvöldmat, sími 82900. Þeir sem óska geta látið sækja til sín grciðslu happdrættismiðanna. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.