Morgunblaðið - 05.12.1981, Síða 17

Morgunblaðið - 05.12.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐID^LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 17 Gauksegg í þrastarhreiðri eftir Pétur Péturssoon þul Samninganefndir verkalýðsfé- laga hafa nýverið undirritað samninga við samtök vinnukaup- enda. Það vakti athygli hve lítil- látir og nægjusamir forvígismenn reyndust er sest var að samninga- borði. Fyrir þá er kunnu að lesa milli línanna á nefndum samningi mátti greina fingraför tvímenn- inganna Kjartans Ólafssonar' Þjóðviljaritstjóra og Þorsteins Pálssonar framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins. Kjartan ritstjóri hafði af tölvísi sinni og sóknarhug komist að þeirri niðurstöðu að „þjóðarbúið" þyldi 2% launhækkun. Birti hann vísdóm sinn í forystugrein Þjóð- viljans á liðnu sumri. Naumast hafði Kjartan kveðið upp kjara- dóm sinn en Þorsteinn Pálsson tók undir orð hans og lýsti fylgi sínu. Sé rakið lengra má sjá hagspeki aðstoðarráðherrans, Þrastar Ólafssonar, er sett hefir fram kenningu um „róttækt jafnvægi" í félagsmálum. Nú liðu fram tímar og rösklega 6% gengislækkun kom til fram- kvæmda. Niðurstaða er lýðum ljós. Samið er um 3,25% kaup„hækkun“. Hvernig hægt er að túlka það sem kauphækkun er raunar torvelt að skilja þar sem vísitölubætur voru skertar um 7% hinn 1. marz og ofaná þá skerð- ingu gengislækkun. Nú standa yfir samningar opin- berra starfsmanna. Ragnar Arn- alds heimsótti BSRB í húsakynn- um samtakanna í gær (föstudag). Þar flutti hann boðskap sinn um „róttækt jafnvægi" Þrastar að- stoðarráðherra. Kvað hann ríkis- sjóð vel aflögufæran til kaup- hækkunar og væri það eigi af þeim ástæðum að eigi væri gert ráð fyrir launahækkun. Hinsvegar yrði að halda jafnvægi og við það yrði staðið. Þá varð ráðherranum tíðrætt um versnandi viðskiptakjör og reyndi að rökstyðja nauðsyn þess að Ólafsvísitala tæki gildi á ný. Þeim er þekkja til í sundurleit- um samtökum Alþýðubandalags- ins kemur eigi á óvart þótt „ráð- herrasósíalismi" þeirra félaga sé beiskur á bragði þótt þeim forvígismönnum sé það auðvelt að éta ofan í sig öll stóryrðin um „samningana í gildi". Fyrr á árum deildu félagar Kommúnistaflokksins mjög um það hvort sósíaldemókratar væru „höfuðstoð borgarastéttarinnar" innan þjóðfélagsins. Voru þeir reknir úr flokknum er ekki vildu fallast á þá kenningu. Nú kemur í ljós að vinnukaupendur og for- svarsmenn borgarastéttarinnar á Islandi eru mjög ánægðir með nýgerða kjarasamninga. Enda skyldi enginn lá þeim það. Ritstjóri Þjóðviljans stígur í vænginn við forvígismann Vinnu- veitendasambandsins. Síðan para þeir sig. Arangurinn er gauksegg Vinnuveitendasambandsins í þrastarhreiðri Fjármálaráðuneyt- isins. Og forvígismenn ASÍ og annarra launamannasamtaka fallast á að liggja á egginu og unga því með þeim árangri sem alþjóð þekkir. Hver var að tala um „höfuðstoð borgarastéttarinnar"? Kór Kennara- háskólans heldur tónleika KÓR Kennaraháskóla Islands heldur fyrstu opinberu tónleika sína í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 6. desember kl. 16.00, og aðra í Háteigskirkju þriðjudag- inn 8. desember kl. 20.30. Á efnisskránni eru jólalög frá ýmsum löndum, m.a. eftir Jan Pi- eters Sweelinch, Bach, Mozart, Di- etrich Buxtehude, Britten o.fl. Stjórnandi kórsins er Herdís H. Oddsdóttir og er þetta þriðja starfsár kórsins. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Allir í fullu fjori i á pið % dag I kl. 1 1 !FDDB! DAini Tepprlrnd Grensásvegi 13, slmar 83577 — 83430 Frá Artek, Finnlandi. Hönnun Alvar Aalto. Stólar af ýmsum gerðum ásamt fleiri nytjahlutum í miklu úrvali. ALVAR AALTO artek AOGÖIS»tóAS83»WMF.«i S«sk88ií'rnessof»BSi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.