Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 25 Lltgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakið. Avextir Tímaritstjórans Ritstjóri Tímans heldur áfram að tína ávexti af afrekstré ríkis- stjórnarinnar í ieiðara blaðs síns sl. föstudag. Niðurstaða hans í lok uppskerunnar er einkar athyglisverð: „Þörf er fyrir áframhald- andi niðurtalningu, sem nái til skatta, vaxta, afurðaverðs og verð- bóta.“ • Hvern veg hafa skattar verið taldir niður á valdatíma núverandi ríkisstjórnar, sem hefur verið hugmyndaríkari og frekari til skatt- heimtunnar en nokkur önnur? Er ekki nýr skattur í burðarlið, sem kemur ofan á verð orku, sem fer um stofnlínur? Er ekki ný hækkun söluskatts á athugunarstigi? • Hvern veg hafa vextir, eða fjármagnskostnaður, verið taldir niður á valdatíma stjórnarinnar? • Hefur ekki afurðaverð haldið sína hækkunarleið, þrátt fyrir niðurgreiðslur á vísitöluvörur, sem sóttar eru með margvíslegri skattheimtu á neytendur vörunnar, er þannig borga niður verðbæt- ur á eigin laun? • Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki beitt þeim vopnum til niður- talningar verðlags, sem hún hefur í höndum, lækkun tolla, vöru- gjalds eða söluskatts? Hafa þessir verðþættir ríkisvaldsins í al- mennu vöruverði máske farið fram úr öðrum þáttum verðbólgu- skriðsins? Ritstjóri Tímans stendur á öndinni, leiðara eftir leiðara, yfir verðhjöðnun og verðbólguhemlum meintrar niðurtalningar. Heimil- in í landinu, sem þessa dagana eru í nánari tengslum við verðþróun- ina en í annan tíma ársins, vegna komandi Jólahátíðar, verða hins- vegar lítið vör við niðurtalninguna. Það er helst að hún segi til sín í kaupmætti launa, skerðingu nýkrónunnar og áliti ríkisstjórnarinn- ar. Benzín er afgerandi kostnaðarþáttur í útgjöldum flestra heimila í landinu. Verð þess er að 56 hundraðshlutum skattheimta ríkisvalds- ins. Hver hefur verið niðurtalning ríkisstjórnarinnar á eigin verð- þáttum þessa útgjaldaþáttar? Ríkið hefur einkasölu á tóbaki og áfengi, sem eru umdeildar vörur, en verðiagning þeirra er alfarið í höndum fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins. Verð þeirra hefur hækkað um 82% á síðustu 12 mánuðum á sama tíma og launahækk- un verkafólks, í krónum talin, hefur verið innan við 42%. Þessi tvö dæmi eru nefnd vegna þess, að þau eru mestpart verk ríkisstjórnar- innar, en hún hefur að sjálfsögðu áhrif á alla verðþróun með tollum, vörugjaldi og söluskatti. Það er eftirtektarvert að forystumenn BSRB telja kaupmátt launa hafa minkað um 20% frá 1977, síðasta heila ári þeirrar ríkisstjórnar, sem Svavar, Ragnar og Hjörleifur kölluðu „kaupránsstjórn"! Og ritstjóri Tímans má ekki vatni halda yfir árangri niðurtalningarinnar! Niðurstaða Tímaritstjótans er „áframhaldandi niðurtalning". Hann nefnir sérstaklega verðbætur — og mun þar eiga við verðbæt- ur á vinnulaun. Formaður Alþýðubandalagsins, sem stóð að afnámi viðskiptakjaraviðmiðunar verðbóta, meðan viðskiptakjör gátu þýtt hækkun þeirra, en afturkomu slíkrar viðmiðunar, þegar niðurstað- an var gagnstæð, segir hinsvegar i Þjóðviljanum 3. desember sl., að ekki megi hrófla frekar við forsendum kjarasamninga, þar með töldum verðbótareglum. Hér mætast stálinn stinn, strákurinn og kerlingin, í málefnalegri mótsögn. Formaður Alþýðubandalagsins heldur því einnig fram, að fella eigi niður olíugjald, sem tekið er af aflaverðmæti til að mæta áhrifum mikillar verðhækkunar olíu fyrir útgerðina. Núverandi ríkisstjórn hækkaði þetta gjald úr 2% í 7,5%! Framsóknarmenn virðast heldur betur á annarri skoðun, enda telja þeir afnám olíu- gjaldsins verðbólguhvata við núverandi aðstæður. Forsvarsmenn fiskvinnslunnar telja afnám olíugjaldsins einfaldlega þýða þeim mun hærra fiskverð. Hér skal enginn dómur lagður á þetta gjald, sem verið hefur þyrnir í augum sjómanna. Þessi tvö dæmi eru nefnd, þ.e. annarsvegar ágreiningur um verðbætur á laun og hins- vegar um afnám olíugjalds, sem sýnishorn af því ósamkomulagi, sem nú fer vaxandi í ríkisstjórninni — í kjölfar lélegs stjórnar- árangur, bæði varðandi verðþróun og rekstrarstöðu helztu atvinnu- vega þjóðarbúsins. Ritstjóri Tímans er nánast eini íslendingurinn, sem virðist trúa því staðfastlega, að ríkisstjórnin sé á þröskuldi þess að ná verð- þróun hér á landi niður á sama þróunarstig og í helztu viðskipta- löndum okkar, en því marki skyldi náð 1982. Hann bregst og hinn versti við þegar rekstrarstaða atvinnuvega okkar er gerð að umtals- efni eða stöðnun þjóðártekna, sem lífskjör okkar grundvallast á. Hann flaggar enn í leiðurum með „stöðugu gengi“ og „niðurtaln- ingu“! Dag eftir dag reynir hann að bera ljós í hrip inn í myrkur stjórnarsamstarfsins. Slík þrákelkni er út af fyrir sig lofsverð — og ekki síður hitt að vekja bros á vör í skammdeginu. Starfsfólk Tryggingamiðstöðvarinnar ásamt stjórnarformanni. Frá vinstri: Guðfinnur Einarsson, Ásgerður Halldórsdóttir, Birna Sigurðardóttir, Gísli Olafson, Áslaug Jóhannsdóttir, Klara Þórhallsdóttir, Helga Hafsteinsdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir, Gísli Jón Magnússon, Helga Ólafsdóttir, Ágústa Harðardóttir, Hörður Felixson, Hafdís Guðmundsdóttir, Þráinn Viggósson, Ástrós Guðmundsdóttir, Gísli Guðlaugsson, Kolbrún Gísladóttir, Ingimar Sigurðsson, Edda Kristfinnsdóttir, Sonja Georgsdóttir, Sigurður Einarsson, Gunnar Felixson, Haukur Jónsson og Guðmundur Pétursson, en á myndina vantar Sigurð Ingibergsson, Árna Ásgeirsson og Maríu Kristjánsdóttur. Ljósmyndir Mbl. Kaj»nar Axelsson. 25 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar: Yfir 70% af tryggingum fyrir- tækisins tengdar sjávarútvegi Frá afhendingu gjafar Tryggingamiðstöðvarinnar til SVFÍ í húsi félagsins á Granda í gær. Stjórnarmenn SVFÍ og Tryggingamiðstöðvarinnar, frá vinstri: Hörður Friðbertsson, Baldur Jónsson, Sigurður Einarsson, Ingólfur Þórðar son, Guðfinnur Einarsson, Hörður Felixson, Jón Ingvarsson, Hannes Haf- stein, Egill Júlíusson, Haraldur Sturlaugsson, Gísli Olafson, Gunnar Felix- son, Haraldur Gíslason og Haraldur Henrysson, varaforseti SVFI. Gísli Olafsson, forstjóri, Guðfinnur Einarsson, stjórnarformaður, og Gunnar Felixson, aðstoð- arforstjóri. Mesta tjón sem Tryggingamiðstöðin hefur orðið fyrir er þegar flutningaskipið Mávur strandaði fyrir botni Vopnafjarðar í haust. Hér er Mávur í brotsjóunnum og verið er að bjarga síðasta skipverjanum í land, en björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði bjargaði áhöfn skipsins. I.jósm. (iunnar ÁsgoirsNon. Tryggingamiðstöðin hélt upp á 25 ára afmæli sitt í gær og í tilefni dagsins afhenti stjórn fé- lagsins Slysavarnafélagi Islands að gjöf kr. 100 þúsund við at- höfn í húsi SVFÍ á Grandagarði. Gísli Olafson, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar, afhenti Haraldi Henryssyni, varaforseta SVFÍ, gjöf fyrirtækisins og kvað fjárhæðina viðurkenningarvott til SVFÍ fyrir mikil og gifturík björgunarstörf slysavarnafólks um allt land, en gjafaféð er til frjálsrar ráðstöfunar SVFÍ til slysavarna og björgunar úr sjáv- arháska. Haraldur Henrysson þakkaði hina höfðinglegu gjöf og kvað SVFÍ og Trygginga- miðstöðina eiga sameiginlegt markmið í öryggismálum þótt á sitt hvorum vettvangi væri unn- ið. Tryggingamiðstöðin er í hópi þriggja stærstu trygg- ingafélaga landsins, en stærst er Samvinnutryggingar af þeim sjö tryggingafélögum sem eru með almennar trygg- ingar á sinni könnu. Tryggingar í sambandi við skip og farm skipa eru stærsti þátturinn í starfi Trygg- ingamiðstöðvarinnar eða um 65%, en alls eru tryggingar tengdar sjávarútvegi yfir 70% af tryggingum félagsins. Tryggingamiðstöðin tryggir t.d. um 45% af öllum fiski- skipum landsmanna sem eru yfir 100 tonn að stærð, en minni bátar hafa sem kunn- ugt er skyldutryggingu hjá bátaáby rgðarfélögu m. Endurtryggingar Trygg- ingamiðstöðvarinnar eru mest á London-markaði, en einnig í Japan og Bandaríkjunum, en hér innanlands endurtryggja tryggingafélögin einnig í rík- um mæli hjá hvert öðru þar sem áhættudreifing trygg- inganna er þungamiðja í ör- yggi rekstursins. A blaðamannafundi hjá Tryggingamiðstöðinni í gær kom það fram að hæsta tjón sem Tryggingamiðstöðin hef- ur greitt út varð á þessu ári er vöruflutningaskipið Mávurinn strandaði og eyðilagðist með saltfiskfarm. Farmurinn var tryggður hjá Tryggingamið- stöðinni og greiddi félagið 20 milljónir kr. (2000 millj. g.kr.) i bætur innan mánaðar frá því að farmurinn var dæmdur ónýtur. Á blaðamannafundin- um kvað Gísli verðbólguna skapa mikil vandræði í rekstri félagsins eins og í öllum at- vinnurekstri á íslandi og nefndi sem dæmi að ekknalíf- eyrir sem félagið greiddi árið 1973 vegna skips sem fórst nam þá 1,2 millj. kr., en nú væri upphæðin komin í 13 millj. g.kr. Upphaflegt hlutafé var g.kr. 962.000 en fyrstu stjórn fé- lagsins skipuðu Elías Þor- steinsson, forstjóri, Keflavík, formaður (lést 1965), Einar Sigurðsson, útgerðarmaður, (lést 1977), Jón Gíslason, út- gerðarmaður, (lést 1964), Olafur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri, (lést 1975) og Sigurður Ágústsson, alþingis- maður, (lést 1976). Félagið rekur alhliða vá- tryggingastarfsemi nema líf- tryggingar, sem dótturfélag þess Líftryggingamiðstöðin hf. annast, en samkvæmt lög- um má ekki reka líftryggingar með öðrum tegundum vá- trygginga. Líftryggingamið- stöðin hf. var stofnuð 22. maí 1971 og varð því tíu ára fyrr á þessu ári. Fyrsta starfsár Trygg- ingamiðstöðvarinnar hf. árið 1957, voru bókfærð iðgjöld fé- lagsins g.kr. 4 milljónir en það samsvaraði U.S.$ 251 þúsund. Síðasta rekstrarár, 1980, voru bókfærð iðgjöld g.kr. 5.521 milljón en það samsvarar um U.S. $ 11.500.000 miðað við meðalgengi ársins. Eigin áhættuiðgjöld félags- 'ins 1980' voru g.kr. 1.825,7 milljónir. Eigin trygginga- sjóðir í árslok g.kr. 3.825,5 milljónir. Tekju- og eignar- skattar ársins 1980 námu g.kr. 111.817.495, aðstöðugjald g.kr. 86.196.695, launaskattur og at- vinnurekendagjöld g.kr. 7.934.976 eða samtals beinir skattar tæpar g.kr. 206 millj- ónir vegna rekstrar ársins 1980. Eigið fé félagsins í árslok 1980 nam g.kr. 727.729.843 þar af útistandandi hlutafé g.kr 291.012.000. í júní 1981 var hlutafé tvöfaldað með útgáfu jöfnunarhlutabréfa, en það breytir að sjálfsögðu ekki eig- infjárstöðunni. Félagið rekur starfsemi sína í eigin húsnæði í Aðal- stræti 6. Umboðsmenn eru víða um land. Umboðsskrif- stofur eru á Akureyri og Blönduósi en auk þess er Bátaábyrgðarfélag Vest- mannaeyja með umboð fyrir félagið í ákveðnum trygg- ingagreinum. Stjórn félagsins skipa Guð- finnur Einarsson, forstjóri, formaður, Haraldur Sturl- augsson, forstjóri, varafor- maður, Jón Ingvarsson, for- stjóri, Sigurður Einarsson, forstjóri og Haraldur Gísla- son, forstjóri, og í varastjórn eru Jóakim Pálsson, forstjóri, Ólafur B. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri og Svavar B. Magnússon, framkvæmda- stjóri. Gísli Ólafson hefur verið forstjóri félagsins frá stofnun. Gunnar Felixson er aðstoðar- forstjóri og Hörður Felixson skrifstofustjóri. Fastir starfsmenn eru alls 27. - á.j. Bjartara framund- an hjá norskum nótaveiðiskipum Osló, 3. dcsombcr, frá Jan Krik-Laurc, frcltaritara Mbl. NORSKIR nótaveiðisjómenn vona að nú séu bjartari tímar framundan og byggja þeir þessa bjartsýni á spám fiskifræðinga um betra ástand loðnu- stofnsins í Barentshafi og loforðum um takmarkaða síldveiði í hringnót. Ahugi útgerðarmanna hefur greinilega aukist á því að kaupa hringnótabáta, en smíðakostnaður er hins vegar það mikill að ekki er útlit fyrir að slík skip verði byggð fyrir Norðmenn á næstu árum. Þess í stað reyna menn að komast vfir eldri nótaskip, en mörg und- anfarin ár hafa norsk stjórnvöld styrkt úreldingu og eyðileggingu slíkra skipa. Þrátt fyrir bjartsýnina eru enn of mörg nótaveiðiskip í Noregi. 200 slík skip eru á skrá, en þeir kvótar sem nú eru leyfðir eru ekki meiri en svo að 75 skip gætu auð- veldlega veitt leyfilegan afla. Kreppa þessa hluta flotans byrj- aði árið 1978, minnkandi afli, mik- il útgjaldaaukning, sérstaklega hærra olíuverð, og litlar verð- hækkanir á hráefni, hafa verið helztu orsakir þessa ástands. Loðnustofninn í Barentshafi: Virðist gefa U/2 milljón tonn á ári að meðaltali EKKI ERU mörg ár síðan loðnuveiðar voru leyfðar í Barentshafi án þess að sérstakur kvóti væri settur á hvert skip. Að því kom, að afli minnkaði mjög og óttuðust ýmsir algjört hrun loðnustofnsins. Var þá gripið til þess ráðs að takmarka verulega loðnuveiðar í Barentshafi og hefur árangurinn verið sá, að fengist hefur um 1500 þúsund tonna ársafli að meðaltali, en Norðmenn og Rússar skipta þessum afla á milli sín. Morgunblaðið spjallaði í vik- unni við Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing, um loðnustofninn í Barentshafi og framkvæmd veiða þar. Sagði Hjálmar að ekkert samband væri á milli norska og íslenzka loðnustofnsins svo vitað væri. Loðnan í Barentshafinu verður t.d. einu ári eldri og hefur fleifi hryggjarliði en sú íslenzka. Hjálmar sagði að aukin bjartsýni loðnusjómanna í Noregi kæmi sér á óvart því við mælingar í haust hefði nokkru minna fundist en menn hefðu átt von á. — Fyrir nokkrum árum veiddu sjómenn í Barentshafinu mælda stofnstærð nánast alveg upp og útkoman varð mjög lélegur ár- gangur, svo lélegur að hans gætti nánast ekkert í veiðinni þegar að því átti að koma, sagði Hjálmar. — Þá var brugðist við á þann hátt, að hafrannsóknastofnanirnar í Bergen og Murmansk náðu sam- komulagi um að stærð stofnsins skyldi mæld að haustlagi. Síðan yrði tekin frá ákveðin tonnatala til hrygningar, gert ráð fyrir ákveðnum afföllum frá náttúr- unnar hendi og mismuninn yrði síðan leyft að veiða. — Á þeim tíma þegar veiðarnar fóru úr böndunum var aflinn kom- inn langleiðina upp í þrjár millj- ónir tonna á ári. Ef aflalínurit eru hins vegar skoðuð 10—15 ár aftur í tímann þá virðist stofninn í Bar- entshafi geta gefið af sér um 1 '/2 milljón tonna að meðaltali á ári og sá hefur aflinn nokkurn veginn verið síðustu árin, sagði Hjálmar VTlhjámsson. Bókauppbod Klausturhóla: 200 númer boð- in upp í dag BOKAUPPBOÐ verður haldið hjá versluninni Klausturhólum í Reykjavík í dag, og hefst það klukkan 14 miðdegis. Alls eru 200 númer á uppboðsskránni að þessu sinni, þar af margar bækur og rit sem ekki sjást oft á bókamarkaði hérlendis né erlendis. Meðal rita á uppboðinu í dag má nefna bók Magnúsar Steph- ensen, Kort Beskrivelse over den nye Vuleans Ildsprudning, sem gefin var út í Kaupmannahöfn árið 1785. Einnig má nefna Bisk- upasögur Jóns prófasts Hall- dórssonar í Hítardal, útgefnar í Reykjavík 1903 til 1915, I —II. Kvæðakver Laxness frá 1930 er einnig á uppboðinu, Hvítir hrafnar Þórbergs Þórðarsonar frá 1922, Þjóðtrú og þjóðsagnir eftir Odd Björnsson frá 1908, Þjóðsögur og munnmæli Jóns Þorkelssonar, útgefið í Reykja- vík 1899, íslenzkir sagnaþættir Brynjólfs frá Minna-Núpi, út- gefnir á Eyrarbakka 1911 til 1913, og margt fleira mætti nefna af uppboðinu. Blöð og tímarit eru allmörg að þessu sinni, svo sem ljósprentaðar út- gáfur af Fjölni og Ármanni á Alþingi, Tónlistin 1. til 5. ár- gangur, Húnvetningur frá 1857, Frón 1. til 3. árgangur o.fl. Grjót í Ár- túnsbrekku - vitni vantar ÞANN 21. nóv. sl. kom maður á lögreglustöðina á Draghálsi í Reykjavík, og tilkynnti að hann hefði orðið vitni að því, að stór steinn hefði fallið af vörubifreið neðst í Ártúnsbrekku. Þar sem lögreglunni láðist að taka nafn mannsins niður, er hann vinsam- legast beðinn að hafa samband við lléðinn Skúlason hjá umferðar- deild lögreglunnar, í síma 10200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.