Morgunblaðið - 05.12.1981, Page 15

Morgunblaðið - 05.12.1981, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 15 Silfur í Norr- æna húsinu Myndlíst Valtýr Pétursson Nú eru danskir silfurmunir á göngum Norræna hússins. Það eru verk gullsmiðsins John Rim- ers, sem hér eru á ferð, og mun Reykjavík vera fyrsti staður sem þessi sýning gistir, en síðan mun hún vera á dagskrá í Gautaborg, Osló, Stokkhólmi og Kaup- mannahöfn. Þetta er ekki mikil sýning að vöxtum, en þeim mun eftirtektarverðari og vandaðri í alla staði. Nafn þessarar sýningar er „Sölv og Sagakvad", og gefur það til kynna, að hér er farið í smiðju til gamalla bókmennta, og auðvitað eru það íslendinga- sögur, sem eru kjarni málsins. Þarna eru öskjur, vasar, skál- ar, fat og skúlptúr, allt formað af mikilli kunnáttu og ræktuðum smekk. Allir þessir hlutir eru með áletruðum tilvitnunum í Grettis sögu, Kormáks sögu, og Gunnlaugs sögu ormstungu, Laxdælu, Eglu, og þá held ég, að flest sé talið. Þessir hlutir eru formaðir nokkuð í anda sagn- anna, eftir því sem mér fannst. En ekki get ég útskýrt það nán- ar, nema hvað mér fannst þetta fara sérlega vel saman, hlutur og áletrun. Það er eitthvað merki- legt, sem tengir þetta allt í eina heild, sem maður verður hissa á, að framleitt skuli í nútímanum. Samt er tilfinning John Rimers fyrir formi af okkar tíma og margt nútímalegt viö þessi verk. Nú kann ég ekki að dæma um fagvinnu á þessum hlutum, en segja mætti mér, að hér væri af- ar fær fagmaður á ferð. Danir hafa ætíð verið í fremstu línu, hvað silfur- og gullsmíðar varð- ar, en við skulum heldur ekki gleyma, að hér áður og fyrr voru smíðaðir þeir gripir hér á landi, þegar þjóðin hafði vart til hnífs og skeiðar, sem eru eftirsóttir um víða veröld sem merkilegir gripir. Og ef ég veit rétt, er nokkuð af eldra silfri í eigu Dana, sem aukið hefur hróður okkar í Evrópu. í dag eigum við einnig marga ágæta listamenn á þessu sviði, og ekki efast ég um, að þeir kunni að meta vinnu- brögð John Rimers. Þessi sýning John Rimers er mikið augnayndi, og hún fylgir fast á eftir annarri sýningu á þessum stað, sem ég reit hér um í blaðinu fyrir nokkrum dögum. Ég minnist á þetta, vegna þess að mér finnst upplagt að not- færa sér anddyri og ganga í Nor- ræna húsinu, eins og gert hefur verið, fyrir litlar sýningar, en vandaðar. Ég vona sannarlega að hér verði framhald á, og ég er víst búinn þegar að bera þá ósk fram áður. Þessar sýningar láta að vísu ekki mikið yfir sér, en ég fullyrði, að þær hafa mikla þýð- ingu fyrir okkur hér á landi, og sannleikurinn er sá, að ekki þarf stöðugt að vera með stórar og erfiðar sýningar til að koma fólki í samband við hámenningu í listum. í Djúpinu Listamaður frá New York- borg er hér á ferð með verk sín, og sýning hans er nokkuð ný- stárleg fyrir okkur hér í sveit og sannast sagna man ég ekki eftir að hafa séð nokkuð í þá veru, að minni á verk Roy Hollands. Hann er hér sem gestakennari við málunardeild Myndlista- og handíðaskóla Islands, en hann lauk námi frá „The School of Visual Arts“ í New York-borg fyrir fimm árum. Hann tók þá fyrir að læra pappírsgerð, og þau verk, er hann sýnir að sinni, eru gerð á handunninn pappír, sem listamaðurinn hefur sjálfur gert. Síðan málar hann á pappírinn með olíulitum og setur upp í myndverk, sem eru þrívíð í eðli sínu. Sem sagt: Blanda af skúlp- túr og málverki. Þessi verk eru einföld og sterk í byggingu. Hol- land fer sínar eigin leiðir í því að koma hug sínum á framfæri. Hann mótar pappírinn í sam- ræmi við útlínur formsins og setur síðan á vegg aðgreind form, er mynda sérstæðar heild- ir. Litirnir eru tærir, formið hvergi öfgakennt, og einmitt þess vegna verða áhrifin bæði heillandi og sannfærandi. Þessi verk fara einnig mjög vel á veggjum Djúpsins og heildar- svipur á sýningu Roy Hollands er því bæði persónulegur og ákveðinn. Mér er sagt það, að þessi sýn- ing muni vera sú seinasta, sem haldin er í Gallerí Djúpinu, ef þetta er rétt, verð ég að játa, að ég mun sakna þessa staðar. Þar hafa verið allskonar hlutir á ferð, bæði góðir og miður góðir, en það hefur verið visst and- rúmsloft yfir starfseminni í kjallaranum hjá Ellingsen, eins og mín kynslóð kallar staðinn. Suðurgata 7 er fyrir bí og Muse- um of Living Art, er orðið að Museum of Killing Art. Því mið- ur, og ef fólk á nú að sjá á eftir Djúpinu, já, þá er óneitanlega orðið þrengra um listina en góðu hófi gegnir. Það var bæði skemmtilegt og fróðlegt að sjá þessa sýningu, sem Roy Holland hefur sett upp í Gallerí Djúpinu. Það mætti segja mér, að slík verk ættu eftir að hafa sín áhrif hér í norð- vestur horni Evrópu. Þetta eru að mínum dómi frumleg verk, sem sannarlega eiga erindi til okkar. Það er alltaf skemmtilegt að sjá eitthvað nýtt, sem ekki er skrípaleikur, en byggir á því, sem liðið er og endurnýjar það, er áður var þekkt. Þetta er mikið sagt, en það á við um verk Roy Hollands. Hafi hann þökk fyrir þessa sýningu. Við heygarðshornið Þaö er ávallt stórviöburöur þegar ný bók eftir HALLDOR LAXNESS kemur út SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Opið í dag 111 kl./|.00 "T á báðum I dag stöðum. kVílIia kokkarnir " og gefa að smakka T T .Lamba Hamborgara AÐEINS c—x. [j Lukkupokar,j Sg Jólasokkar. - ■ L**" — lp\ajuo>D lllsorts hefur opnaö á báðum stöðum. Troðfullt af jólasælgæti AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.