Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 5. DESEMBER 1981 37 Þórunn Fjóla Páls- dóttir — Minning Þann 28. nóvember sl. lést á Landspítalanum Þórunn Fjóla Pálsdóttir, Ásabraut 3, Sandgerði. Hún var fædd 7. febrúar, 1916, í Hólshúsi í Miðneshreppi. Foreldr- ar hennar voru Páll Pálsson, bóndi þar og kona hans, Helga Pálsdótt- ir. í Hólshúsi ólst hún upp ásamt fjórum systkinum. Á næsta bæ bjuggu á sama tíma Sigríður Pálsdóttir, systir Páls bónda og maður hennar, Einar Jónsson ásamt stórum barnahópi. Var mikill samgangur á milli bæjanna og náin vinátta og tryggð milli systkinahópanna, sem hélst alla tíð. Þetta fólk var söngvint með afbrigðum og hefur kirkjukór Hvalsneskirkju jafnan notið krafta þess. Fjóla fór ung að vinna fyrir sér, fyrst í vist á Kirkjubóli í Mið- neshreppi en síðan í Reykjavík. Þá var hún ráðskona við báta í Sand- gerði á tveim vertíðum. Veturinn 1935—36 kom á vertíð suður til Sandgerðis ungur maður frá Siglufirði, Maron Björnsson að nafni. Felldu þau Fjóla hugi sam- an og sumarið 1936 stofnuðu þau heimili á Siglufirði. Á Siglufirði fæddust börn þeirra, fimm talsins og eru þau þessi, talin í aldursröð: Þórir Sævar, lögreglumaður, býr í Sandgerði, kvæntur Elsu Krist- jánsdóttur, Björn Guðmar, kaup- maður, býr í Sandgerði, kvæntur Lydiu Egilsdóttur, Viggó Hólmar, verkamaður, býr í Hafnarfirði, kvæntur Erlu Sveinbjörnsdóttur, Helgi Brynjar, byggingaeftirlits- maður, býr í Njarðvíkum, kvæntur Þórunni Haraldsdóttur. Margrét Dóróthea, deildar- stjóri, býr á Vopnafirdi, gift Magnúsi Jónassyni. Aður hafði Fjóla átt son, Pál Grétar Lárusson, sem ólst upp hjá móðurforeldrum sínum. Hann er sjómaður, býr í Reykjavík, kvænt- ur Stellu Einarsdóttur. Fyrstu árin á Siglufirði voru síldarár og atvinna næg; þá var staðurinn gullkista landsins. En þegar fór að líða á 5. áratuginn brást síldin og atvinnulíf staðar- ins, sem byggst hafði upp á síldar- vinnslunni, var óviðbúið að mæta hruninu. Fólk neyddist til að selja hús sín fyrir lítið verð og leita annað eftir atvinnu. Þau Fjóla og Maron voru í þeim hópi. Árið 1950 fluttu þau til Sandgerðis. Þá höfðu foreldrar og systkini Fjólu byggt sér hús í Sandgerði, sem hét að Lágafelli. Það mátti með sanni segja, að í því húsi væru margar vistarverur, því að þar fengu Fjóla og Maron inni með barnahópinn sinn. Árið 1961 fluttu þau síðan í eigið húsnæði að Ásabraut 3, tví- býlishús sem þau byggðu ásamt Þóri syni sínum. Á síðustu árunum á Siglufirði kenndi Fjóla fyrst þess sjúkdóms sem fylgdi henni upp frá því. Um tíu árum seinna bættist við sá sjúkdómur, sem að lokum dró hana til dauða. Má því segja að í rúm þrjátíu ár hafi hún aldrei gengið heil til skógar. Með þá staðreynd í huga er það með ólík- indum, hversu mikið hún vann, bæði heimili sínu og hugðarefn- um. Ósérhlífnari manneskju hef ég aldrei þekkt. Hún setti samviskusemi og skyldurækni ofar öllu öðru. Kirkjustarfið var henni mjög hugleikið og Hvalsneskirkja var henni kær. Um margra ára skeið sá hún um, ásamt öðrum konum, að skreyta kirkjuna fyrir hátíðar og hafa umsjón með fermingar- búnaði. Ég hef áður minnst á þátt- töku hennar i kirkjukórnum og í safnaðarnefnd var hún í 27 ár. Kvenfélagið Hvöt fékk einnig að njóta starfskrafta hennar og áhuga, en í það gekk hún skömmu eftir að hún fluttist að norðan. Ég minnist skyldurækni hennar við að baka og búa út hluti á basar fyrir kvenfélagið síðustu árin, þegar hún mátti helst ekkert gera, samkvæmt fyrirmælum lækna. En hún gat ekki til þess hugsað, að hennar hlutur lægi eftir. Fjóla var hógvær kona og prúð og bauð af sér góðan þokka. Þrátt fyrir hæglátt fas var hún föst fyrir, hafði ákveðnar skoðanir hvort heldur var á þjóðmálum eða öðru ef eftir var leitað, en tróð þeim ekki upp á aðra. Eiginmaður hennar var alla sína starfsævi verkamaður. Formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Mið- neshrepps var hann um áratuga skeið. Hún þekkti því bæði af eigin raun og gegnum störf manns síns, kjör og baráttu verkafólks. Mál- staður þess og allra sem minna máttu sín átti samúð hennar. Einnig var hún einlægur her- námsandstæðingur. Það var því í fullu samræmi við skoðanir henn- ar, að hún var einn af stofnfélög- um Alþýðubandalagsfélags Mið- neshrepps, þegar það var stofnað sumarið 1978. Þar, eins og alls staðar annars staðar sem hún lagði málefnum lið, gekk hún heils hugar til starfa og sótti fundi ef heilsan mögulega leyfði. Þótt hér hafi lítillega verið sagt frá fórnfúsu starfi Fjólu að hugð- armálum sínum, er þó ótalið það sem ætíð stóð hjarta hennar næst, en það var fjölskyldan og heimilið. Mér er ljóst að ég get ekki gert þessu efni nein tæmandi skil, þar sem kynni mín af henni ná aðeins til síðustu átta ára. Þó var margt sem vakti athygli mína á sérstök- um mannkostum þessarar ágætu konu. Þegar frá eru taldar sjúkra- húslegur, var ekki margt sem minnti á að þar færi manneskja, sem ætti við alvarlegan sjúkdóm að stríða. Hún lagði metnað sinn í að rækja störf sín eins og best varð á kosið og vera ekki öðrum til byrði. Aldrei heyrði ég hana mæla æðruorð og veikindi sín ræddi hún ekki að fyrra bragði. Þegar vinir og vandamenn komu í heimsókn mætti þeim hlýtt cg glaðlegt við- mót; hún var alltaf fremur veit- andi en þiggjandi, alltaf reiðubúin að hjálpa þrátt fyrir litla krafta. Það var gaman að ræða við hana, því að hún var greind og athugul, las mikið og fylgdist vel með. Það er dýrmætt að hafa fengið að kynnast svo heilsteyptri og sannri manneskju og eiga með henni samleið um stund. Megi minningin um ástríka eiginkonu, móður, ömmu og systur lifa með ástvinum hennar og sefa söknuð þeirra. „hí íleir kosli sem framlidinn hafði, því meiri er mbwirinn. Sárt er að sakna. Sæll er að deyja. Ljúft er mætra að minnast." Elsa Kristjánsdóttir Rafverktakar athugið Höfum til sölu litaðar Ijósaperur 32 wolt, 5 wött E 27, hentugar til notkunar í kirkjugörðum. Árvirkinn Selfossi, sími 99-1160. Gösta Berlings saga eftir Selmu Lagerlöf, kom fyrst út 1891 og hlaut heimsfrægð og var strax þýdd á fjolda tungumála og er nú fyrir löngu klassisk og gefin út í nýjum og nýjum útgáfum víða um heim. Selma Lagerlöf fékk Nóbelsverðlaunin árið 1909, fyrst kvenna. íslenska þýðingin er gerð af Haraldi Sigurðssyni fyrrum bókaverði og kom út 1940. Henni var frábærlega vel tekið, enda seldist hún upp á skömmum tíma. Bókina prýða 16 litmyndir úr sög- unni eftir Anton Pieck. Hrannarek eftir Bergsvein Skúlason, hefur að geyma ýmsa þætti frá Breiðafirði og er þar að finna margvís- legan þjóðlegan fróðleik. Geymdar stundir, frásagnir af Austurlandi. Ármann Halldórsson hefur valið efnið og búið til prentunar. Þetta eru þættir frá liðinni tíð eftir ýmsa höfunda og er þeim það eitt sameiginlegt að gerast á Austurlandi. Fróðleg og skemmtileg bók. Víkurútgáfan Jólageit Kr. 249 Tulip frá Kr. 68 Isabella Kr. 180 Nú er fólk farið að hugsa til jólanna. Hvað er fallegra en fallegt Ijós í fallegum stjaka? Sjáðu kertastjakana frá Kosta Boda. Listrænt og fágað handbragð. Viðurkennd gæðavara úr hreinum og tærum kristal. Verðug gjöf til þeirra sem þér þykir vænt um. Klingjandi kristall. Polar frá Kr. 177 KOSTA BODA Kristalrós ^frá Kr. 62 Snjóbolti frá Kr. 79 Bankastræti 10 Sólrós frá Kr. 96 Tulip frá Kr. 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.