Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 11 konurnar köstuðu ellibelKnum og urðu ungar aftur. Þarna hófust kynni, sem entust ævilangt. Hall- dóra var kjörin formaður sam- bandsins og bar það fyrir brjósti alla tíð. Fundarkonur héldu heim ríkari af gleði og framtíðarvonum, það var eins og nýr og sólríkur dagur væri að renna upp. A hverju ári hefur SNK haldið aðalfund þar sem fjallað hefur verið um heimilisiðnað, uppeld- ismál, heilbrigðismál og garðyrkju auk fleiri mála, sem sambandið hefur haft á prjónunum. Heimilisiðnaðurinn hefur alla tíð verið mikið áhugamál Hall- dóru. Var hún ein af stofnendum Heimilisiðnaðarfélags Islands 1913. Árið 1917 stofnar Halldóra „Hlín“, ársrit Sambands norð- lenskra kvenna. Var hún ritstjóri þess í 44 ár. Hlín hefur alla tíð verið prentuð í Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, en próf- arkalestur og útsendingar annað- ist Halldóra. Oddur Björnsson prentsmiðjustóri og Halldóra voru bæði Vatnsdælingar. Tókst með þeim góð samvinna og traust vin- átta frá fyrstu tíð. Hlín var í byrjun 80 bls. Eftir 10 ár stækkaði Hlín um helming en verðið var það sama, ein króna. I 20 ár hélst sama verð á Hlín, ýmis fylgirit fylgdu blaðinu, svo sem vefnaðarbók Sigrúnar P. Blöndal á Hallormsstað, handavinnublöð og myndablöð þarna svo eitthvað sé nefnt. Þá efndi Hlín í nokkur skipti til verðlauna sem of langt yrði upp að telja. Þær mæðgur, Björg og Hall- dóra, dvöldu á Akureyri í fjögur ár eftir að Halldóra sagði upp starfi við barnaskólann; samt var mikið að starfa. Halldóra kom af stað fjölda námskeiða í alls konar handa- vinnu og vefnaði, sá um ritstjórn Hlínar og var formaður Sambands norðlenskra kvenna. Halldóra var vakin og sofin í að safna alls kon- ar fróðleik um vefnað og gamlar hannyrðir, hún ferðaðist um land- ið þvert og endilangt, heimsótti alla hreppa landsins, safnaði mynstrum og ýmsum gömlum fróðleik, sem hún birti aftur í Hlín. Kom þessi fróðleikur að góð- um notum, þegar hún samdi bók- ina Vefnaður á íslenskum heimil- um á 19. öld og fyrri hluta 20. ald- ar sem út kom 1966. Þá má geta þess, að hún var áhugasöm um sýningar, vildi kynna það, sem gert var og vekja þannig áhuga fólks. Ár hvert var handavinnusýning í barnaskólan- um, meðan hún var þar, og að loknum námskeiðum var haldin sýning. Halldóra var ákaflega dugleg og viljasterk, hún hafði margt á prjónunum og áhugamál- in voru. óþrjótandi. Sumir lögðu henni til lasts, að hún heimtaði of mikið af öðrum fyrir lítið. Hvað átti hún að gera, með svo að segja tvær hendur tómar og ótalmargt kallaði að? Var nokkuð undarlegt þó hún leitaði stuðnings. Hún vann svo ótal mörg störfin án endurgjalds. Mér þótti það ávallt vegsauki, ef hún kallaði til mín. En eftir fjögurra ára þrotlaust starf en lítið í aðra hönd bauðst henni kennarastarf við Kvenna- skólann í Reykjavík, og því boði tók hún fegins hendi. Hún átti að kenna handavinnu og þar sá hún sér leik á borði. Nú gat hún náð til allra kennara landsins með þá námsgrein, sem hún mat svo mik- ils. Flutti nú Halldóra til Reykja- víkur með móður sína, en hún dó 8. febr. 1924. Saknaði hún móður sinnar mjög; voru þær mjög sam- rýndar og mikil og einlæg vinátta milli þeirra. Húsfreyjan í Háteigi, frú Ragnhildur Pétursdóttir vin- kona hennar, bauð Halldóru að koma til sín, eftir að hún var orðin ein. Þakkaði hún það góða boð og átti þar heimili í 11 ár. Húsbónd- inn, Halldór Þorsteinsson skip- stjóri, var mikill húsbóndi og sómamaður, reyndist hann Hall- dóru hið besta ekki síður en vin- kona hennar frú Ragnhildur og dæturnar þrjár urðu miklar vin- konur Halldóru. Nú fór fyrir al- vöru að losna um Halldóru, hún var á sífelldum ferðalögum utan lands og innan og sinnti sínum áhugamálum. Öruggt athvarf átti hún í Háteigi í fjölda ára, sem var henni ómetanlegt. Reyndist fjöl- skyldan í Háteigi Halldóru af- burða vel, og Halldóra unni því fólki. Á ferðum sínum um landið stofnaði hún mörg kvenfélög og kvennasambönd. Haustið 1923 var Kvennaskól- anum á Blönduósi breytt í hús- mæðraskóla. Þegar fréttir bárust um hinn nýja húsmæðraskóla, tóku kvenfélögin sig til, og hús- mæðraskólar risu víðs vegar á landinu. Tók Halldóra drjúgan þátt í því að koma þeim á fót. Hún var heimilismanneskja, hafði það á stefnuskrá kvenfélaganna að varðveita fornan arf heimilanna. Hún áleit heimilið sterkustu stoð þjóðfélagsins. Það verður að styðja eftir öllum mætti. Gamla heimilismenningin er grundvöllur þeirra, segir Halldóra. Halldóra ferðast um Norður- löndin og heldur sýningar á ís- lenskum heimifisiðnaði og er hvarvetna vel tekið. Jóanna Pat- ursson í Færeyjum óskar þess að Færeyingar eignist sem fyrst eina Halldóru eftir að hún hefur verið þar með sýningu og vorið 1937 liggur leiðin til Vesturheims í boði Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi og Kvennasambands- ins. Hvarvetna er Halldóru vel fagnað. Á sumrin er Halldóra oftast fyrir norðan og sér um út- gáfuna Hlín. Þá dvelur hún á Knarrarbergi hjá frænku sinni Guðrúnu Þ. Björnsdóttur frá Veðramóti og Sveini Birni Jóns- syni byggingarmeistara, manni hennar. Reyndust þau hjón henni ákaflega vel. Hún flytur aftur norður í Eyja- fjörð vorið 1940 og kaupir lítið býli í Glerárþorpi, sem hét Móland; átti hún þar heima í fimmtán ár. Árin, sem hún er á Mólandi, situr hún ekki aðgerðarlaus. Hún stofn- aði m.a. tóvinnuskóla á Svalbarði og fær Rannveigu H. Lindal sem kennara við skólann. Smávegis styrk fékk hún frá Alþingi til skól- ans, skólatími var 6 mánuðir. Nemendur komu úr öllum lands- fjórðungum. Eftir að skólinn hafði starfað í 9 ár á Svalbarði lagðist hann niður, þá var skólastjórinn kominn á níræðisaldur en kennar- inn 10 árum yngri. Skrifaði þá Halldóra Alþingi og mæltist til þess að Kvennaskólinn á Blönduósi fengi að njóta þess styrks, sem tóvinnuskólinn á Svalbarði hafði áður þegið, því um það leyti var áhugi á að kvenna- skólinn tæki upp tóvinnukennslu. Forstöðukona skólans hafði fengið leyfi skólanefndar til að kaupa áhöld sem til þurfti af tóvinnu- skólanum á Svalbarði. Styrkurinn fékkst þrautalaust og tóvinnudeild var starfrækt við skólann á Blönduósi í 12 ár, en var lögð niður 1967. í eina skemmtiférð fórum við saman, það var sumarið 1952. Iæiðin lá til Danmerkur, bjóst hún við að þetta yrði síðasta ferðin til Norðurlanda. Ég hef alla tíð verið fremur lítið fyrir ferðalög, en þeg- ar Halldóra var annars vegar gat ég ekki neitað. Þessi ferð var mjög ánægjuleg, og nú kynntist ég Hall- dóru á ferðalagi. Hún réði ferðinni og ég hlýddi. Kunningjafólk okkar frá Akureyri tók á móti okkur, Jósefína og Viggo öfjord klæðsk- erameistari í Tostrup. Indælishj- ón. Svo var ferðinni heitið til Ank- ershus, þar sem frú Magdalena Lauridsen hafði ráðið ríkjum í tugi ára. Hún var stórkostleg kona. Þar var húsmæðraskóli, húsmæðrakennaraskóli og alls- kyns námskeið í húsmæðrafræð- um voru þar starfrækt. Yfir dyrum húsmæðraskólans voru letruð stórum stöfum þessi orð: „Orden giver Respekt." Al- kunn eru þessi orð frú Lauridsen: Húsforelse er at bruge hvad du har, for at fá hvad du onsker. Fyrir rúmu ári ritaði fjármála- ráðherra Dana grein í Politiken og nefndi „Mor Magdas gode rád“, en svo var hún oft kölluð. Benti hann á, að þegar harðnaði á á dalnum, mættu menn gjarnan minnast þessara orða. Mor Magda var vissulega manneskja að skapi Halldóru Komið var við í fleiri skólum, m.a. á Jótlandi. — Margt þurfti að sjá, mörgu að kynnast. Hvarvetna í skólunum var Halldóra beðin að halda erindi um Island. Það var sjálfsagt og kl. 8 á morgnana var hún komin í fundarsal, klædd skautbúningi og flutti erindi með sóma. Þá var hún um áttrætt. Geri aðrir betur! Mikið dáðist ég að dugnaði hennar í þessari ferð. Ef eitthvað vantaði leitaði hún og fann. Hún skipti aldrei skapi, ró og æðruleysi var henni svo áskapað að undrum sætti. Hún lét sig aldrei skipta hvað fólk sagði. Nú er Móland selt, og Halldóra flytur að Blönduósi haustið 1955. Þá er verið að ljúka við byggingu Héraðshælisins á Blönduósi, og hún hefur tryggt sér samastað á ellideild hælisins. Ekki var flutt í hælið fyrr en um áramót. Ég var svo lánsöm að hafa Halldóru hjá mér í Kvennaskólanum, meðan hún beið eftir hælisvist. Hún átti það inni hjá skólanum, svo oft hafði hún lagt honum lið á ýmsa vegu: Verða þessir dagar mér ógleymanlegir. Það var eins og áð- ur lærdómsríkt og mannbætandi að vera í návist hennar. Læknis- hjónin frú Guðbjörg og Páll Kolka tóku henni vel og voru henni inn- an handar, enda hin mestu merkishjón, sem öllum vildu gott gera. Þá var ekki að spyrja að yf- irhjúkrunarkonunni, frú Önnu Reiners, sem hlynnti að öllum á þessu myndarheimili, sem væri hún móðir þeirra. Margir furðuðu sig á þessum nýja borgara, sem kominn var í þorpið. Haft var eftir póstmeistar- anum og símstjóranum, að annríki hefði stóraukist, eftir að Halldóra hafði sest þarna að. Póstur til þessarar konu, sem var á ní- ræðisaldri, var engu minni en til læknisins eða sýslumannsins. Hvonær, sem ég gat því við komið, heimsótti ég vinkonu mína í nýja bústaðinn, og litla dóttur- dóttir mín, sem með mér var, kall- aði Héraðshælið Halldóruhús — svo mikið fannst henni sópa að vinkonu okkar, að hún taldi ber- sýnilegt, að hún ætti húsið. Þetta var furðuleg kona. Þegar hún var spurð, hvort henni leidd- ist ekki að eiga ekki fjölskyldu og börn, svaraði hún: „Allir íslend- ingar eru synir mínir og dætur." Skömmu áður en veru minni á Blönduósi lauk, voru forráðamenn skólans svo elskulegir að hjálpa mér til að koma upp litlu heimilis- iðnaðarsafni, þar sem áhöld tó- vinnudeildar voru varðveitt. Ég vissi sem var, að sú deild legðist niður, þegar mín missti við. Hús- næði, sem áður hafði verið fjós og hlaða, var endurbyggt og gömlu mununum komið þar fyrir til sýn- is og lærdóms. Talsvert rými er í þessu húsi, þótt það láti lítið yfir sér. Þegar heilsu Halldóru tók að hraka og ellin að taka völdin, flutti Halldóra af ellideild hælis- ins á spítaladeild og þá þurfti að rýma til í herbergjum hennar. Þá ánafnaði hún litla safninu við Kvennaskólann öllum sínum inn- anstokksmunum og mæltist til, að þeim yrði þar komið fyrir til varð- veislu. Nefnist safnið Halldóru- stofa. Þeir sem ferðast um Blönduós, ekki síst vinir hennar, ættu að koma við í Halidórustofu og finna angan liðinna stunda. Halldóra fékk þegar mikinn áhuga á þessu litla safni, og undi því vel að vita, að hlutir hennar, sem hún hafði umgengist langa ævi, væru þar varðveittir. Síðustu ár mín á Blönduósi færði Halldóra nokkrum sinnum í tal við mig, að ég annaðist útför hennar, og margt fór á milli okkar í því sambandi. Sjálfsagt var að verða við þessari bón hennar. Ég spurði hana meðal annars, hvar hún óskaði eftir að vera jörðuð. Og hún svaraði: „Er ekki fyrirhafn- arminnst, að það verði hér á Blönduósi? Allt á að vera sem ein- faldast, engin blóm, bara blessað- ur íslenski fáninn yfir kistunni." Ég kvaddi Blönduós haustið 1967, en Halldóra lifði og starfaði áfram fyrir norðan. Áður en við skildumst, lét hún þess getið, að hún hefði nú falið vinum sínum við Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri að sjá um útförina, enda kysi hún nú að vera jarðsett á Akureyri; „þar væri líka svo margt skemmtilegt fólk í garðin- um“, og nenfdi fyrstan sr. Matthí- as. Það hefur staðið, því að í dag fer fram jarðarför hennar á Akur- eyri, þessarar merku konu, sem átti engan sinn líka. Ég er ákaflega þakklát lækn- ishjónunum á Blönduósi og öllu starfsfólki hælisins fyrir frábæra umhyggju henni til handa þann tíma, sem hún hefur notið umönn- unar þeirra. Þá gleðst ég yfir því og er Húnvetningum þakklát fyrir, hve vel þeir reyndust þess- um merkilega sýslunga sínum, þegar ellin færðist yfir og mest reyndi á. Stiklað hefur verið á stóru, því af mörgu er að taka. Guð launi Halldóru minni allar velgjörðir við mig og mína. Hulda Á. Stefánsdóttir „Þessu fylgdi hún fast fram.“ Post. 16,15. Þannig er lýst trúaráhuga fyrstu nafngreindu kristnu kon- unnar á evrópskri grund. Það var á dögum Páls postula. Hann var staddur í Litlu-Asíu. Þar fékk hann vitrun um að fara til Evrópu. í fyrstu borginni þar, Filippí, fann hann bænastað, þar sem nokkrar konur voru að biðjast fyrir. Þar var þessi kona, Lydía að nafni. Þess er sérstaklega getið, að hún gaf mikinn gaum að ræðu Páls og tók kristna trú. Lydía varð brenn- andi í anda, og fús af hjarta að helga sig þjónustu fyrir Krist. Þessu fylgdi hún fast fram. Mér kom frumherji kvenþjóðar hinna grísku safnaða í hug, er eg spurði lát Halldóru Bjarnadóttur. Hugsjónir sínar og trú bar hún uppi og framkvæmdi af þeim eld- lega áhuga, sem öllum er svo minnisstætt, er hana þekktu. Halldóra Bjarnadóttir var bú- sett í annarri sókn Akureyrar- prestakalls, er eg kom þar til starfa. Og það leið ekki á löngu, þar til eg varö var við hinn kirkju- lega áhuga hennar og kirkju- rækni. Hún var ein þeirra tryggu kirkjuvina, sem aldrei bregðast. Halldóra Bjarnadóttir var um margt stórmerk kona og kven- skörungur. Eitt með öðru er það, að hún skuli hafa náð 108 ára aldri, sem er hærri aldur en nokk- ur annar íslendingur hefur náð svo vitað sé. Davíð frá Fagraskógi segir á einum stað: Fari einn fyrir, fylgja hinir. Þ»ð má segja um Halldóru Bjarnadóttur, að hún fór fyrir í félags- og hugsjónamálum kvenna á Islandi og þó einkum á Norðurlandi. Hún gaf sig óskipta að þeim verkefnum, og lét sig hvergi vanta, þar sem hún áleit sig eiga að vera. Ritstörf voru stór þáttur í starfi hennar. Þegar rit hennar, Hlín, var í prentun, þá gekk hún sjálf á sínum íslenska búningi í prentsmiðjusalnum á milli prentara og setjara til þess að segja fyrir um umbrot ritsins, og fylgdi Hlín þannig eftir, uns ritið var fullbúið. Það sópaði að Halldóru Bjarna- dóttur, hvar sem hún var, því að hún var glæsileg kona í sjón og raun. Henni var það gefið að fá konur til starfa, eins og þegar herforinginn kveður saman lið sitt. Hún var stjórnsöm, og ákveð- in að hverju sem hún gekk. Óhætt er að segja hið sama og kemur fram í lýsingu á Lydíu: Drottinn opnaði hjarta hennar. Halldóra var kölluð til helgrar þjónustu. Hún var sannkölluð safnaðarsyst- ir — diakonissa — þó að ekki hlyti hún vígslu til þeirra verka. Það kom margoft í ljós, hve næman skilning hún hafði á safnaðarlífi og starfi. Það sýndi hún með þátt- töku sinni í guðsþjónustugjörð- inni. Halldóra Bjarnadóttir hafði mælt svo fyrir, að yfir sér skyldi sunginn sálmurinn: I fornöld á jörðu var frækorni sáð. Sálmur þessi einkennist af trúargleði og sigurvissu. Halldóra bar ennfrem- ur fram þá ósk, að allir viðstaddir útför sína ættu að syngja sálminn, og tók það fram, að sálmurinn yrði líflega sunginn og með góðum takti. Þetta lýsir Halldóru. Hún þekkti gildi hins almenna safnað- arsöngs. Henni var það jafnan áhugamál, að kirkjan ómaði öll af söng og trúargleði. Það. sýndi hún með þátttöku sinni meðan heilsan leyfði. Síðast sá eg Halldóru Bjarna- dóttur í vor sem leið, þar sem hún var rúmliggjandi í heilsuhælinu á Blönduósi. Mér verður minnisstæð koman að rúmi hennar. Það mátti aðeins greina, að hún vissi enn í þennan heim. Hún virtist hafa misst bæði heyrn, mál og róm. Hún var orðin talandi tákn um það, hvernig „vor ytri maður hrörnar“. Hin einu svipbrigði, sem merkj- anleg voru á andliti hennar, var brosið. Hún brosti. Það var hið eina, sem hún átti eftir til að gefa, og gaf á sinni einstöku ævibraut. Þegar Halldóra Bjarnadóttir er í dag lögð til hinztu hvíldar í SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.