Morgunblaðið - 05.12.1981, Síða 44

Morgunblaðið - 05.12.1981, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Ast er... ... sameiyinleg mib- næturstund, sem aldrei yleymist. TM Reg U S Pal all nghls reserved c 1976 Los Angeles Times Syndicale Gflur verið að það sé landsleikur í höllinni í dag? Með morgnnkaffinu —' '■'■9 l>akka þér fyrir. Án þinnar hjálpar hefði ég aldrci komist á rétta hillu! 'SC' HÖGNI HREKKVISI 5= MH KýJ 49 BlM Sm 5'l31 JJÁlFftl ■ ■ Hreina fslensku og ómengað andrúmsloft J.G., nemandi í Kcnnaraháskóla Islands, skrifar: „Ágæti Velvakandi! Ég má til með að kvarta yfir málfátækt kennara minna í ís- lensku máli. Oft hafa mér leiðst slettur þeirra í sambland við okkar ástkæra, ylhýra mál, en út yfir allan þjófabálk tók fimmtu- dagsmorguninn 14. nóv. Þá fór fram í skólanum fyrirlestur og kvikmyndasýning um efnið „Kvikmynd og saga“. Síðan fóru fram umræður um innihald kvikmyndarinnar og var einn kennaranna iðnastur við að koma fram fyrirspurnum til fyrirlesar- arns. Ég ætla ekki að tíunda ein- stök orð eða orðasambönd í máli hans, en erlenda málskrúðið sem hann skeytti svo listavel við ís- lenskuna var hreint ofboðslegt. Ég held, að kennarar okkar verðandi kennara ættu í verki að sýna meiri ábyrgð í meðferð tungunnar, og vera þannig æskileg fyrirmynd. Þá vil ég kvarta yfir þeim ann- ars ágætu nemendum skólans sem reykja. Tillitssemin við þá sem pleppa vilja undan reykinga- stybbunni er ekki til. Alls staðar er reykt, á göngunum, í matsaln- um, í setustofunni og jafnvel í sjálfum kennslustofunum. Heilsa þeirra sem ekki reykja getur ekki talist eitthvert einkamál reyk- ingamannanna. Vinsamlegast takið ykkur til og reykið í anddyri eða utan dyra.“ Hann veit allt á himni og jörðu Jónsi skrifar: HlustaA og horft á Kréttaspegil 24.11. 19SI Víst er Svavar vizkusnar í veröldinni. Svnisl vinna á sama grunni og Salómón í hihlíunni. Kkkerl hik og engin töf er í hans svörum. Ilann veit allt á himni og jörðu hálfu hetur en aðrir gjörðu. \ erðlmlgunnar vítiselda vill hann slökkva, S<>ðlahankans syndir hanna svo og nýjar leiðir kanna. Kf nienn skilja og vinna vel er vandinn |leystur, fála k þjóð úr skuldafjötrum frelsuð, en áfram húin lölrum. Þessir hringdu . . . Meira í orði en á borði Ellilífeyrisþegi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Nú segjast allir vilja vera góð- ir við gamla fólkið, en oft finnst mér það nú vera meira í orði en á borði. I einu orðinu erum við hvött til þess að búa sem lengst í okkar húsum, í hinu orðinu eru lagðir á okkur svo þungir fasteignaskattar að við borð liggur að við verðum að selja ofan af okkur. Þá er mikið talað um það, hversu heilsusamlegt það sé öldruðu fólki, ef það geti unnið eitt- hvað, þó ekki sé nema hluta úr degi. En ef það gerir svo, er því refsað með skerðingu líf- eyris eða annarra réttinda, svo sem niðurfellingar símagjalda o.fl. Margir hafa bent á, að það sé aðeins sanngirniskrafa, að ekki sé verið að leggja skatta á ellilífeyri, ekknabætur og aðra slíka tekjustofna sem aldrei eru nú svo sem verulegir að vöxtum, enda séu njótendur slíkra tekna áreiðanlega búnir að ljúka „herskyldu" í þeim efnum. En þarna eru orðin lát- in nægja og svo ekki meir. Við erum nú ekki öll út úr heimin- um, þó að við séum orðin öldr- uð, og við skynjum vel tví- skinnungsháttinn í þessu öllu saman. Hvað sjálfa mig varð- ar má geta þers, að ég er enn að myndast við að vinna úti fjóra tíma á dag, orðin 76 ára gömul. Það er ekki að orð- lengja bað, að ég er auðvitað umtalsverður skattgreiðandi til ríkis og bæjar, og ekki þýð- ir fyrir mig að orða niðurfell- ingu símagjalda eða nokkuð í þá áttina. Þá vill svo til að lóð- in í kringum húsið mitt er all- stór, þó að húsið sé lítið. Og ég fæ líka að finna fyrir því í fasteignagjöldunum á hverju ári. Já, svona er þetta. Á sama tíma fá ráðherrarnir launa- uppbót. vegna vísitölu, sem nemur ellilaununum mínum — þannig að þessi stirfni við okkur, gamla fólkið, stafar nú ekki af peningaleysi. Væn örugglega sprung- inn af sköpunargleði llr. Klinkur skrifar: ,Velvakandi og aðrir! I bréfi sem birtist hann 28. nóv. er Ub 40 óspar á fullyrðingar að venju. Hann segir m.a., að Bubbi hefði meiri seðla á milli handa sinna væri hann ennþá sjómaður/farandverka- maður. Ekki ætla ég að fara að deila um kjaramál að þessu sinni, en það tel ég víst að Bubbi hefði ekki efni á að kaupa sér 4—5 plötur í viku (þetta kom fram í viðtali sem Vikan átti við hann fyrir allnokkru), ef hann þyrfti að lifa á verkamanna- kaupi einu saman. En hvað um það. Bubbi má kaupa sér eins margar plötur og hann vill fyrir mér. Ég nefndi aðeins lítið dæmi, máli mínu til stuðnings. Auðvitað hafa Steinar hf. grætt á tá og fingri á Plágunni, söluhæstu plötu ársins — slíkt er ekkert vafa- mál, annars væri fyrirtækið farið á hausinn fyrir löngu, ef þeir gæfu bara út plötur með tapi. En gjald- þrot er það síðasta sem gæti komið fyrir Steina einmitt núna, því þeir hreinlega eiga íslenska markaðinn um þessar mundir. Ekki vildi ég vera í Bubba sporum, því þá væri ég alveg örugglega sprunginn af sköp- unargleði og listþörf þar eð ég hef enga Steina til þess að gefa út plöt- ur með mér. Má það vel vera að Bubbi hafi þróað tónlist sína meira en nokkur annar íslenskur poppari sl. ár, eflaust vegna þcss að hann hefur tekið sér minni tíma en meira plast. T.d. hljómar „Geislavirkir" ekki sem neitt sérlega vönduð skífa í mínum eyrum. En Ub 40 gefur ef- laust lítið fyrir mín eyru. Ekki var það ég sem byrjaði á því að tala um færiband í sambandi við iðnaðarrokk heldur var það Ub 40 og má þar segja, að hann hafi fallið í sína eigin gildru. En ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að hlutirnir gengju hraðar með færibandið í gangi. Ég hef aldrei haldið því fram, að Plágan væri kópía af ísbjarnar- blúsinum, en ég held, að ég geti hins vegar fullyrt að Utangarðsmenn hafi verið kópía af Utangarðs- mönnum þetta rúma ár sem þeir störfuðu, og afkvæmin þrjú (Rækju- reggae/Geislavirkir/45 rpm) sýndu aðeins það og sönnuðu, sem nokkrir ágætir menn úti í bæ höfðu þegar haldið fram, að hljómsveitin hafi verið stöðnuð í tónlistarflutningi sínum og ekki virtist þeim fara mik- ið fram sem hljóðfæraleikurum. f sambandi við tónlist þeirra er hún það sem Ub 40 myndi vafalaust kalla steingelt iðnaðarrokk hjá öðr- um, aðrir mundu kalla hana óvand- að kraftmikið iðnaðarrokk (ögn jákvæðari) og sumir segja jafnvel léleg stæling á Clash, en restin (neytendurnir — markaðurinn — Kiss-aðdáendurnir) segja „algjört æði“, blindaðir af ágætis sviðs- framkomu grúppunnar, lítt pælandi í gæðunum á bak við leðurjakkana og tjöskuðu gallabuxurnar (pönk- ímyndin). Þó svo að Bubbi búi yfir svona gífurlegri sköpunargleði, efast ég nú einhvernveginn um að það sé ástæð- an fyrir þessu gífurlega skífubruðli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.