Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DBSEMBER 1981 Kirkjudagur Árbæjarsafnaðar Hinn árlegi kirkjudagur Árbæj- arsafnaðar verður hálídlegur hald- inn sunnudaginn G. desember (2 sd. í adventu) í Safnaðarheimili Ár bæjarsóknar og hátíóasal Árbæjar- skóla. Hátíöahöld kirkjudags í að- ventubyrjun hafa frá upphafi vega safnaðarins verið árviss viðburður í safnaðarlífinu og safnaðarfólk jafnan fjölmennt á dagskrárliði kirkjudagsins. Er það einlæg von okkar allra, er að þessum degi stöndum, að svo verði einnig að þessu sinni. Á aðventunni búum við okkur undir jólin, trúarhátíðina æðstu, er með svo áhrifaríkum hætti flyt- ur boðskapinn fagnaðarríka um föðurást Guðs á barnahjörð. Að- ventuhátíðin um síðustu helgi, sem var ákaflega fjölsótt, sýnir svo eigi verður um villst, að fólk vill auk hins ytra jólaundirbún- ings einnig og ekki síður búa huga sinn undir komu hátíðar lífs og Ijóss. Til þess er tækifæri á kirkjudegi. En jafnframt hefur kirkjudagurinn í Arbæjarsöfnuði ævinlega verið mikill fjáröflun- ardagur og menn þannig stutt stofnunina öldnu, kirkjuna, sem er okkur kristnum móðir og mikil- vægastan boðskap hefur að flytja mönnum í hverfulleikans heimi. Nú stendur fyrir dyrum að hefjast að vori handa um að reisa kirkju- skipið sjálft og gera það fokhelt á næsta sumri. Þarf því söfnuðurinn mjög á fjárstuðningi safnaðar- manna að halda, því að hér verður um kostnaðarsama framkvæmd að ræða. Heitið er því á safnað- armenn, yngri sem eldri að ljá því málefni virkan stuðning og hefja þá liðveislu þegar á sunnudaginn kemur með því að fjölmenn á dagskrárliði kirkjudagsins og rétta þannig fram örvandi hjálp- arhönd til styrktar uppbyggingar- og safnaðarstarfinu. Dagskrá kirkjudagsins verður á þessa leið: „Kl. 10.30 árdegis: Barnasam- koma í safnaðarheimili Árbæjar- sóknar. í lok hennar verður kvikmyndasýning. Foreldrar eru Detta er bókin scm getur skiptir máli er ekki á hvað breytt tilveru okkar. við trúuríi, heldur hvernig við I henni er boðskapur til lifum sem menn meðal man- mannkynsins frá yfirskilvit- na, hvort við séum færir um legum heimi. að bera virðingu hver fyrir Hún vísar* okkur auðvclda öðrum og fyrirgcfa. leið að bættu lífi og veitir Lesið |)CSsa bók og dæmið okkur fnð a jorðu. sjáif Hún eT tij j bóka. GANGIÐ AÐ LJÓSINU á verslunum á dönsjtu og en- erindi til allrá. I’að sem sku. S ZEROWATT ÞVOTTAVÉLAR OG ÞURRKARAR ítalskar úrvalsvélar, sem unniö hafa sér stóran markaðshlut hér á landi sökum góðrar endingar, einstakra þvottaeiginleika og hagstæðs verðs. Þvottavél LT-955 Tekur 5 kg. af þvotti. Sparnaðarkerfi (3 kg.) 9 þvottakerfi. 4 skolkerfi. 1 þeytikerfi (500 sn ). Hámarks orkuþörf 2300 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 48,5 cm. Þurrkari ES-205 Tekur 5 kg. af þvotti. 10 mismunandi kerti. Belgur úr ryðfríu stáli. Hámarks orkuþörf 2400 w. Hæð 85 cm. Breidd 60 cm. Dýpt 52 cm. Véladeild Sambandsins Ármula 3 Reykiavik Simi38900 Aðventuhátíð í Kópavogskirkju boðnir velkomnir með börnum sínum og þá ekki síður afar og ömmur barnanna. Kl. 2: Guðsþjónusta fyrir alla fjölskylduna í Safnaðarheimili Árbæjarsóknar. Frú Ingveldur Hjaltested syngur stólvers í mess- unni og kirkjukór sóknarinnar syngur undir stjórn Christinu Cortes. Sérstaklega er vænst þátttöku fermingarbarna næsta árs og foreldra þeirra í messunni. Kl. 3—6 kaffisala á vegum kirkju- nefndar Kvenfélags Árbæjar- sóknar í hátíðarsal Árbæjarskóla. Hafa kvenfélagskonur og aðrar safnaðarkonur bakað veislukökur af mikilli rausn fyrir hvern kirkjudag og enginn efast um, að enn sem fyrr munu borð svigna í Árbæjarskóla undan gómsætum kökum þeirra safnaðarkvenna. Auk kaffisölunnar efnir kirkju- nefndin til glæsilegs skyndi- happdrættis með fjölmörgum góð- um og gagnlegum vinningum. Þar á meðal má nefna stóra ljósa kommóðu, sem Bræðrafélag safn- aðarins hefur gefið sem aðalvinn- ing í happdrættinu. Árbæingar og Selásbúar. Eign- umst sameiginlega hátíð. Búum hugi okkar og hjörtu undir komu jólanna með mikilli þátttöku í kirkjuhátíð safnaðarins í aðventu- byrjun. Verið öll hjartanlega vel- komin á samkomur kirkjudagsins á sunnudaginn kemur. Guðmundur Þorsteinsson, sóknarprestur. Sunnudaginn 6. desember, hinn annan í aðventu, efnir Kársnessöfn- uður til árlegrar aðventuhátíðar í Kópavogskirkju kl. 20.30. Að venju hefur verið vandað til efnisskrárinnar. Organisti kirkj- unnar Guðmundur Gilsson leikur og stjórnar söng kirkjukórsins. Þá munu þeir John Speight söngvari og Símon Ivarsson gítarleikari flytja austurrísk jólalög. Tveir meðlimir sóknarinnar munu sjá um boðun orðsins. Stefán M. Gunnarsson form. sóknarnefndar flytur ávarp og Tómas Árnason ráðherra flytur hugvekju kvölds- ins. Þá verður mikill almennur söngur, ritningalestur og bæn- argjörð. Undanfarin ár hafa aðventu- kvöld safnaðarins alltaf verið vel sótt og vonum við að svo verði enn. Annan sunnudag í aðventu er fólk þegar farið að hugsa til hins ytri undirbúnings jólanna, en þá má andlegi undirbúningurinn heldur ekki gleymast. Allar hátíðir hljóta að verða innihaldslausar þeim sem ekki muna tilefni þeirra. Að- ventukvöldin eru því haldin til þess að vekja fólk til umhugsunar um hið sanna innihald jólanna. Fjölmennum því á aðventuhátíð- ina nk. sunnudagskvöld. Árni Pálsson _ r Fyrirspurn til fiskifélags Is- lands frá siglingamálastjóra í Morgunbiaðinu 27. nóvember 1981 segir í frétt frá Fiskiþingi, að þar hafi verið samþykkt „að lýsa yfir óánægju yfir hvað mörg góð mál, sem varða öryggi sjómanna, virðast stranda hjá Siglingamálastofnun og Vita- og Hafnamálastofnun, og segir að slík mál hafi oft verið þar í geymslu svo árum skiptir". Þá er sagt frá því í þessari frétt í Morgunblaðinu, „að það telji, að Siglingamálastofnunin eigi að vera hvetjandi stofnun um örygg- ismál en ekki eins og verið hefur, að tillögur um öryggismál sjó- manna, sem komið hafi fram hjá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi eins og útgerðarmönnum og sjó- mönnum, hafi ekki fengið þá með- ferð hjá Siglingamálastofnun, sem vænta hefði mátt, og er því skorað á siglingamálastjóra að breyta starfsháttum stofnunarinnar til betri vegar“. Enginn rökstuðningur fylgir þessari frétt frá Fiskiþingi. Hinsvegar kannast siglingamála- stjóri ekki við, að sú staðhæfing geti verið á rökum reist, að Sigl- ingamálastofnun hafi ekki verið hvetjandi í sambandi við aukið ör- yggi sjófarenda. Stofnunin hefur sjálf gert ýmsar tilraunir og gert margar tillögur um breyttar regl- ur til aukins öryggis á sjó. Til að hægt sé að meta hvað Fiskiþing á við með gagnrýni sinni á störf Siglingamálastofnunar ríkisins, vil ég fara þess á leit, að Fiskifélag íslands geri málefna- lega nánari grein fyrir þeim atrið- um, sem þessi ályktun væntanlega er sögð vera byggð á. Gagnrýni sem þessi, án nokkurs rökstuðn- ings í frétt frá Fiskiþingi, og án nokkuria tiltekinna árásaratriða á störf Siglingamálastofnunar ríkisins, er ekki hægt að skoða sem málefnalega umfjöllun. Óverðskulduð tortryggni í garð Siglingamálastofnunar ríkisins til birtingar í fjölmiðlum, er síst til þess fallin að stuðla að auknu ör- yggi á sjó, ef sá hefur verið til- gangur þessarar ályktunar. Reykjavík, 2. desember 1981. Hjálmar R. Bárðarson. Aðventukvöld Borðapantanir í síma 22321 — 22322. Enn einu sinni hófum við í heiðri gamlan og góðan jólasið að Hótel Loftleiðum og efnum til Aðventukvölds í Blómasal sunnudagskvöldið 6. desember n.k. Fagurlega unnar blómaskreytingar frá Stefáns- blómum munu prýða salinn og Víkingaskipið verður skreytt fallegum listmunum frá Rosenthal. Um kvöldið verður dregið um tvœr jólagjafir úr skipinu! Ingveldur Hjaltested óperusöngkona syngur jóla- lög, sem allir kunna, við undirleik Guðna Þ. Guðmundssonar píanóleikara. Að ventumatseðill: FyUtur Avocado. Hreindýrasteik Baden Baden m/Waldorfsalati. Hrísgrjónabúðingur. Módelsamtökin verða með sérstaka sýningu á jólafatnaði á alla fjölskylduna. Kynmr: Sigríður Ragna Sigurðardóttir. Allir Aðventukvöldsgestir fá ókeypis happdrœtt- ismiða við innganginn. Matur er framreiddur frá kl. 19.00 en skemmtunin hefst kl. 20.00. Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.