Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 198U/<' 27 Sjötugur: Sigfús Bergmann Valdimarsson Sigfús er fæddur í Húnaþingi 5. desember árið 1911. Þar sleit hann barnsskónum og ólst þar upp. Ættir hans standa um Húna- vatnssýslur. Ungur léttir hann heimadrag- anum, og ræðst sem háseti til sjós. Var hann við síldveiðar norðan- lands og önnur sjóstörf er til féllu. A þessum árum fer hann á kristiíega samkomu í norska sjó- mannaheimilinu á Siglufirði. Þar var þá starfandi meðal annarra Jóhannes Sigurðsson trúboði og prentari. Samviska hans vaknaði, og hann fékk sting í hjartað og spyr trúboðana hvað sér beri að gjöra. Fyrir iðrun og afturhvarf frelsast Sigfús. Hann endurfæðist og verður nýr maður. Syndalíf er sem tekið burt frá honum. Hann kemst í samband við höfund lífs- ins, og fer nú að ganga í takt við vilja Guðs og orð hans. Ut frá því fer hann norðan úr landi suður til Vestmannaeyja og lætur skíra sig í vatni eins og Jesú var skírður. Skeði þetta í Betel- söfnuðinum í Eyjum. Sifgús tók svo þátt í fyrsta Biblíuskóla Hvítasunnumanna hérlendis, sem haldinn var í Eyjum árið 1935. Sigfús var áfram heimilisfastur á Blönduósi, en var á annan áratug sjómaður á bátum frá Eyjum. Man ég hann á Ingólfi, Leo og svo um árabil á Víkingi með Gísla Jónssyni, og síðar Óskari syni hans. Sigfús var mjög góður og ósérhlífinn iiðsmaður og stóð í öllu við skyldur sínar. Að öðrum þræði urðu Eyjaár Sigfúsar svo mörg, þar sem Betelsöfnuðurinn var annars vegar. Trú Sigfúsar var einlæg, og Jesú Kristur var honum æðstur og mestur. Trú sína setti Sigfús ekki undir mæliker. Sýndi hann í verki trú sína og áhuga, með því að fara út um landið og vitna fyrir fólki, og selja kristilegar bókmenntir. I einni slíkri ferð, er hann gekk inn Isafjarðardjúpið, varð hann því láni aðnjótandi að hitta konuefni sitt Guðbjörgu. Meiri eða betri „sölulaun" en Guðbjörgu eiginkonu sína gat Sig- fús ekki hlotið, er staðið hefur honum við hlið sem styrkasta stoð við útbreiðslu fagnaðarerindisins. Heimili þeirra hefur staðið á Isa- firði hátt í fjóra áratugi. Fullyrði ég að enginn ísfirðing- ur hefir betur borið hróður Isa- fjarðar um víða veröld, heldur en Sigfús. A ég þar við hið stórkost- lega sjómannatrúboð, sem hann hefur rekið með Hvítasunnusöfn- uðunum um tugi ára. Um hver jól dreifir hann hundruðum jóla- pakka sem systrafélög Hvíta- sunnusafnaðanna útbúa hvert haust. Sigfús sér svo um dreifingu þeirra til íslenskra og erlendra sjófarenda. Oft eru það einu jóla- gjafirnar sem þeir fá. Það er sagt um kærleikann að hann sé góðvilj- aður. Þegar að austantjalds-skip koma á ísafjörð og sjómönnum þeirra er meinað að þiggja fagnað- arerindið og kristilegt lesmál, þá stendur Sigfús á íslensku yfir- ráðasvæði við skipshlið og leikur af snældum gegnum hátalarakerfi sitt. Þannig verður Guðs orð ekki fjötrað. Eitt sinn vann Sigfús við útskip- un á frosnum fiski, sem fór austur fyrir tald. Dreifði hann í plastpok- um Guðsorði á máli þarlendra í farminn. Þegar austur var komið og farminum skipað í land, þá varð alvarlegt fjaðrafok yfir þvi að lífsins brauð Nýja testamentis- ins var þar með. Það var of mikið fyrir það herveldi er þar ríkir að taka við brauði lífsins án þess að segýa nokkuð. Aðurnefnd dæmi lýsa nokkuð hugdjörfum lærisveini Jesú Krists, sem Sigfús er. Lögmál tím- ans segir að nótin verði að dragast í land. En meðan stætt er: Haltu áfram vinur og bróðir. Brátt verð- ur sagt: „Yfir litlu varstu trúr, yf- ir mikið mun ég setja þig.“ Hjartanlegustu hamingjuóskir og þakklæti fyrir samstöðu og vinsemd tiðinna ára. Einar J. Gíslason Bridqe Arnór Ragnarsson Bridgefélag Hornafjarðar 3ja kvölda hraðsveitakeppni BH lauk sl. fimmtudag. Röðin var þessi. íweit Jóns G. Gunnarssonar 1445 Sveit Kolbeins Þorgeirssonar 1368 S ’eit Árna Stefánssonar 1326 Sveit Svövu Gunnarsdóttur 1257 Sveit Skeggja Ragnarssonarl246 Sveit Skúla Isleifssonar 1134 I sveit Jóns Gunnars eru auk hans Eiríkur Guðmundsson, Jón II. Pálsson, Jón Guðmundsson og Ingi Már Aðalsteinsson. Næstu 3 fimmtudagskvöld verð- ur 3ja kvölda tvímenningur. Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Mánudaginn 30. nóvember lauk Hraðsveitakeppni félagsins (5 kvöld, 11 sveitir). Sigurvegari var sveit Sigurðar Kristjánsson- ar. I sveit Sigurðar voru auk hans Hermann Ólafsson, Gísli Benjamínsson og Jóhannes Sig- valdason. Staða efstu sveita: (4. Sigurður Kristjánsson 2880 Ágústa Jónsdóttir 2824 Gunnlaugur Þorsteinsson 2813 Viðar Guðmundsson 2790 Ragnar Þorsteinsson 2784 Haukur Zophaníusson 2714 Mánudaginn 7. desember hefst jólatvímenningur (2ja kvölda). Spilað er í Domus Medica og hefst keppnin kl. 19.30. Bridgedeild Sjálfsbjargar Mánudaginn 30. nóvember lauk hraðsveitarkeppni deildar- innar með glæsilegum sigri sveitar Jóhanns P. Sveinssonar sem hlaut 1948 stig. Með honum voru í sveitinni Theódór A. Jónsson, Atli ísaksson, Þórður G. Möller, Sigurður Björnsson og Lýður Hjálmarsson. Röð næstu sveita: Rut Pálsdóttir 1851 Gísli Guðmundsson 1799 Sigurrós Sigurjónsdóttir 1762 Meðalskor 1728 Að öllu forfallalausu hefst að- alsveitakeppni deildarinnar 11. janúar 1982 og verður byrjað að spila kl. 19.30 að venju. Bridgefélag Hafnarfjarðar Síðastliðinn mánudag lauk Rúbertukeppninni. Spilaðar voru tíu umferðir eftir Monrad- kerfi. Sigurvegarar urðu gam- alreyndir rúbertukappar, þeir Sævar Magnússon og Hörður Þórarinsson. Staða og stig efstu manna: Sævar Magnússon — Hörður Þórarinsson 46 Böðvar Magnússon — Stígur Herlufssen 31 Árni Már Björnsson — Heimir Tryggvason 30 Ólafur Valgeirsson — Lárus Hermannsson 17 Jón Sigurðsson — Sævaldur Jónsson 15 Kristófer Magnússon — Björn Eysteinsson 12 Næstkomandi mánudag verð- ur spilað við Bridgefélag kvenna. Spilamennska fer fram í Domus Medica og hefst stundvíslega klukkan hálf átta. Gestapo í Þrándheimi Hörpuútgáfan gef- ur út nýja bók eftir Asbjörn Öksendal HÖRPllfTGÁFAN á Akranesi hefur gefid út bókina „Gestapo í Þránd- heimi" eftir norska rithöfundinn As- björn Öksendal, en bókin „Þegar neyðin er stærst“ kom út hér fyrir síðustu jól. Þýðandi er Skúli Jensen. Bókin er 204 blaðsíður að stærð og prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. í umsögn útgáfunnar segir m.a.: Bókin segir frá lífshættulegum flóttaferðum í stórhríðum og vetr- arstormum um hálendi Noregs og Svíþjóðar. Þar er barist við grimm náttúruöfl. Einnig kvislinga og Gestapo, sem alls staðar liggja í launsátri tilbúnir að svíkja og myrða. „Persónum er lýst af slíkri ná- kvæmni og innlifun að okkur finnst við gjörþekkja þær. Bókin Gestapo í Þrándheimi er að öllu leyti sam- bærileg við bækurnar Eftirlýstur af Gestapo og Þegar neyðin er stærst." Stórglæsilegt úrval af roccocosófasettum og stólum waiiisa&iiiawi Í W > ’ón I ílí’fÉ! i -l ■ 'iifíriiSiiii i JHir u 3 - svr,>. 11 ■ | ■Elg ■ ■. BK Rf ■ Ml fl 1 ■ ■■ -'-P Wm ^ í» l i irsti Il | HKI Ilfll - v.va I flHH flBB ■ i MLiumSu O | v /// ■'• W'TT" ■ Ný sending Opiö í da kl. 10-5 Otrúlega hagstætt verð El ]\Æ " húsgögn Langholtsvegi 111, Reykjavík, símar 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.