Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 21
21 — MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 3 «, » k ’ *' V * — _ I tilefni af ummælum Alberts Guðmundssonar: Þáttur manna eftir Árna Sigfússon, formann Heimdallar FUS Tveir ungir os skeleggir máls- svarar sjálfstæðisstefnunnar hafa nú tekið við forystutaumum í Sjálfstæðisflokknum. Friðrik Sophusson hefur verið kjörinn varaformaður hans og flokksmenn staðfestu það traust í nýafstöðnu prófkjöri, sem borgarstjórnar- flokkurinn hafði sýnt Davíð Oddssyni, er hann var kjörinn formaður hans. Þessir tveir menn eiga það m.a. sameiginlegt að þá er ekki hægt að flokka með sanni í þær fylkingar sem andstæðingar okkar í stjórn- málum hafa verið hvað ótrauðast- ir við. Þeir hafa verið málssvarar sjálfstæðisstefnunnar og gefa flokkadráttum langt nef. En þótt áróðursbragð andstæðinganna hafi ekki heppnast á þessum mönnum, er ekki þar með sagt að slíkt hafi lítið verið reynt. Ýmsum félögum okkar hættir nefnilega við að taka upp Þjóðviljaáróður- inn og dreifa honum áfram innan okkar raða. Róstursamar yfirlýs- ingar í fjölmiðlum gera flokki okkar lítið gagn, sérstaklega þeg- ar bræðravíg eru stunduð. Sjálfstæðisfólk, sem ekki vill láta merkja sig í raðir þessa eða hins er í þann veginn að fá sig fullsatt á slíku hátterni og finnst nóg komið þegar enn er haldið áfram á sömu braut eftir að borg- arstjórnarprófkjörið er yfirstaðið. Þáttur ungra sjálfstæðismanna Þeir sem slíkt athæfi stunda og dæma hópa fólks sem stuðnings- menn eða andstæðinga, ættu að gera sér grein fyrir því að þeir væru ekki í sínum trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn ef ekki væri hinn breiði hópur flokksmanna sem kýs þá án þess að hafa skipað þeim í flokka, með eða móti. Þann- ig veitti t.d. lang stærstur hluti sjálfstæðismanna í nýafstöðnu prófkjöri bæði þeim Davíð Oddssyni og Albert Guðmunds- syni atkvæði sitt. í prófkjörsbaráttunni lögðu ungir sjálfstæðismenn fram sinn skerf til þess að veita ferskum anda inn í hana og hindra að öfl óeiningar og sundrungar næðu inn í baráttuna. Við boðuðum til fund- ar með fulltrúum flokksins í borg- arráði þeim Albert og Davíð. Á þeim fundi var það ekki verk ungra manna að draga fram kosti ungra sjálfstæðis- f prófkjörsbaráttunni annars og lesti hins, það vita þeir er fundinn sátu. Við stóðum einnig að kynningarfundi með öllum frambjóðendum, ásamt öðrum fé- lögum í Reykjavík og við gáfum út bækling þar sem við kynntum m.a. frambjóðendur úr röðum ungra sjálfstæðismanna. Öll var þessi vinna framkvæmd án þess að kastað væri rýrð á nokkurn fram- bjóðanda. Á baksíðu umrædds bæklings var bent á að fyrrver- andi borgarstjórar, þeir Bjarni Benediktsson, Gunnar Thorodd- sen, Geir Hallgrímsson og Birgir ísjeifur hafi allir verið á aldrinum 32—36 ára er þeir tóku við emb- ætti borgarstjóra. Þá var bent á, til þess að mæta óréttmætri gagn- rýni um að Davíð Oddsson, for- „Hér er þörf á að leið- rétta ýmislegt, en fyrst og fremst vona ég að Al- bert Guðmundsson geri sér grein fyrir því að ung- ir sjálfstæðismenn, sem aðrir flokksmenn studdu hann í borgarstjórnar- prófkjörinu. lím það þarf ekki að efast því að öðr- um kosti hefði Albert ekki fengið svo ágæta kosningu sem raun ber vitni.“ vaxnir, ef við stæðum ekki heils- hugar að baki kjörnum formanni borgarstjórnarflokksins úr okkar röðum og verðum hann ekki gegn óréttmætum fullyrðingum um vanhæfni hans. Notuðum hvergi ummæli Alberts En hvað á Albert Guðmundsson við er hann gefur í skyn að sér þyki einkennilegt að við notum mynd af Gunnari Thoroddsen, Davíð Oddssyni til framdráttar? Líklega hefur honum þótt ábend- ing okkar góð, en varla ætlast hann til þess að þótt við værum ekki sáttir við þann aðdraganda er stjórnarmyndun Gunnars hafði, B|aml Banadiktaaon varð borgaretjóri i Beykja- vik 8. október 1940. aðeins 32 ára að aldrl. Gunnar Thoroddaan varö 36 ára gamall borgarstjóri I Reykjavík, 4. febrúar 1947. Geir Hallgrimason var 33 ára er hann tók við embaetti borgarstjóra 19. nóvember 1959 Birglr lalelfur Gunnaraaon varð borgarst jóri i Reykjavlk 1. desember 1972.34ára að aldri Lhgir borgarstjórar i Reykjavik Árið 1978 misstu sjálfstæðismenn meirihlutann I borgar- stjórn Reykjavfkur. Á næsta ári, i mai 1982, verða borgarstjórnarkosningar I Reykjavík. Við sjálfstæðismenn verðum að kappkosta að vinna borgina aftur og forðast pær deilur sem sundrað hafa flokknum á Alþingi íslendinga. Til þess mikilvæga verkefnis var borgarstjórnarflokkur sjálfstæöismanna einhuga um að velja ungan mann. Davið Oddsson, sem starfað hefur I borgarstjórn slðast liðin 8 ár Ef litið er á hinn unga hóp borgarstjóra kemur I Ijós, að Davlö Oddsson verður næst elstur þessara manna ef hann hlýtur kosningu næstavor. .... Það hefur veriö gæfa sjáltstæðismanna I Reyk|avlk að hafa framsýni og hugrekki til pess að fylkja sér undir merki unara forystumanna i borgarmálum Reykjavfkur Heimdallur maður borgarstjórnarflokksins, væri of ungur í það starf, að hann væri einmitt á þeim aldri sem allir þessir mikilhæfu menn höfðu ver- ið á er þeim var treyst til forystu- starfa. Á baksíðunni var einnig ítrekað að sjálfstæðismenn mættu ekki leiða þá sundrungu er ríkti í flokknum á Alþingi inn í borgar- stjórn og til þess verkefnis að leiða borgina út úr ógöngunum hafi borgarstjórnarflokkurinn einhuga valið Davíð Oddsson. Allt eru þetta hlutir, sem allir sjálf- stæðismenn ættu að geta tekið undir. Athugasemdir Alberts Það var því óneitanlega sárt að lesa ummæli Alberts Guðmunds- sonar í Morgunblaðinu, miðviku- dag eftir prófkjör, þar sem hann gaf í skyn að við, ungir sjálfstæð- ismenn, hefðum birt ummæli eftir sér, en slitin úr samhengi, frá því hann kvaddi Birgi ísleif sem for- mann borgarstjórnarflokksins. Hann gefur í skyn að með slíkum ráðum hafi okkur jafnvel tekist að færa Davíð í efsta sætið í próf- kjörinu. Þá þótti honum enn frem- ur skjóta skökku við að ungir sjálfstæðismenn birtu mynd af Gunnari Thoroddsen, Davíð Oddssyni til framdráttar. Hér er þörf á að leiðrétta ýmis- legt, en fyrst og fremst vona ég að Albert Guðmundsson geri sér grein fyrir því að ungir sjálfstæð- ismenn, sem aðrir flokksmenn, studdu hann í borgarstjórnar- prófkjörinu. Um það þarf ekki að efast því að öðrum kosti hefði Al- bert ekki fengið svo ágæta kosn- ingu sem raun ber vitni. Við vær- um hins vegar ekki starfi okkar hvað þá afkvæmið, að við vildum stunda sögufölsun og gleyma því að Gunnar starfaði um árabil sem borgarstjóri við hinn ágætasta orðstý. Ungir sjálfstæðismenn meta Gunnar Thoroddsen mikils, hann hefur starfað lengi fyrir flokk okkar og flestir óskuðum við að hin síðari störf hans hefðu ver- ið með öðrum hætti. Ekki get ég túlkað orð Alberts Guðmundsson- ar á annan hátt en svo að við ung- ir sjálfstæðismenn höfum notað ummæli hans í heimildarleysi. Hér hlýtur að vera einhver mis- skilningur á ferðinni. Ungir sjálfstæðismenn notuðu hvergi ummæli Alberts í þessari próf- kjörsbaráttu. Hér hlýtur Albert að misminna. Þótt aðrir en ungir sjálfstæð- ismenn hafi orðið til þess að minna á ræðustúf er Albert flutti við það tilefni er Birgir ísleifur lét Árni Sigfússon. af störfum sem formaður borgar- stjórnarflokksins og Davíð tók við, þá get ég á engan hatt séð það réttmætt að gefa í skyn eða bera slíkt á okkur í fjölmiðlum. Hins vegar sé ég ekki að umræddur ræðustúfur geti verið orsök þess að Albert hélt sínu sæti í þessu prófkjöri. En hvaða ummæli á Al- bert við, sem tengjast ungum sjálfstæðismönnum, hvar og hvenær voru þau viðhöfð í nafni okkar samtaka? Styrkur okkar byggist á samstöðunni I sama blaðr og Albert lætur í ljós óánægju sína með „öfl“ innan flokksins, er berjist gegn sér og miklast af því að hafa nú jafn- sterkt afl í sínum röðum, skrifar efnilegur maður úr röðum okkar ungra sjálfstæðismanna. Hann hafði hellt sér út í umrætt próf- kjör, fullur af áhuga með ferskar hugmyndir. Hann hafði hins vegar ekki ráð á að hafa í baráttunni launaða starfsmenn, fjölmarga skrifstofusíma og annað sem virð- ist þurfa til þess að tryggja mönnum kosningu í dag. Hann hafði aðeins skoðanir sínar að vopni í þessari prófkjörsbaráttu, og hann lagði til atlögu í ræðu og riti. En hann hlaut ekki brautar- gengi. Hann hlaut hvorki 3. eða 11. sætið. Það mætti því ætla að slíkur maður teldi ýmsa hafa svikið sig og léti stóryrði fjúka um klíkur, eða peninga. En hljóðið er allt annað, það hefur vonina og fersk- leikann í sér. Hann bendir aðeins sjálfstæðismönnum á að styrkur flokks okkar í hálfa öld hefur byggst á samstöðunni, að sjálf- stæðismenn verða að snúa bökum saman, því í vor er það samstaðan sem dugar til sigurs. Látum því af bræðravígunum, tökumst í hendur því með öðrum hætti munu Reykvíkingar ekki veita okkur brautargengi. Tökum heilshugar undir óskir Alberts Guðmundssonar, að fólk standi einhuga að baki lista sjálfstæð- ismanna í vor. Jakob Jónsson: SKUGGSJÁ FRÁ SÓLARUPPRÁS TIL SÓLARLAGS Bók, sem þú lest í einni lotu! Þessi bók sameinar á sérstæöan hátt skemmtun og alvöru. Sá lesandi er vandfundinn, sem ekki les hana í einni lotu, ýmist hugsi og veltandi vöngum, eöa meö bros á vör, — jafnvel kunna sumir aö hlæja dátt yfir hinum stór- fyndnu sögum af samferöamönnum séra Jakobs. Stutt lýsing hans á atburöi eöa smámynd af persónu gefur oft betri hugmynd um lífsferil en langar lýsingar. BÓKABÚO OUVERS STEINS SF Jón Auöuns: TIL HÆRRI HEIMA f > SKUGGSJÁ q Fögur bók og heillandi. JÓN AUÐUNS Bókin hefur aö geyma 42 hugvekjur, úr- val úr sunnudagshugvekjum séra Jóns, sem birtust í Morgunblaðinu. Þaö voru ekki allir sammála honum í túlkun hans á sannindum kristindómsins, en flestir voru sammála um snilld hans í fram- setningu sjónarmiöa sinna, ritleikni hans og fagurt mál. Það er mannbætandi að lesa þessar fögru hugvekjur og hugleiða í ró efni þeirra og niöurstöður höfundarins. BÓKABÚD OLIVERS STEINS SF I — —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.