Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn Hafnarfirði: Erna S. Kristinsdótt- ir kjörin formaður Arlegur jólafundur á mánudag ERNA S. Kristinsdóttir var kosin formaður Sjálfstæðiskvennafélags- ins Vorhoðinn í Ilafnarfirði á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var 12. Erna S. Kristinsdóttir október sl. Erna S. Mathiesen sem verið hefur formaður félagsins gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Jóla- fundur Vorboðans verður haldinn mánudaginn 7. des. sl. Er hann orð- inn fastur þáttur í starfi félagsins. Stjórn félagsins skipa nú, auk Ernu S. Kristinsdóttur: Elín Sig- urðardóttir varaformaður, Sigríð- ur Ólafsdóttir gjaldkeri og Val- gerður Sigurðardóttir ritari. Með- stjórnendur eru Sólveig Eyjólfs- dóttir, Margrét Pétursdóttir, Þóra Magnúsdóttir, Ásdís Valdimars- dóttir og Ásta Michaelsdóttir. Gestur aðalfundarins var Matthías Á. Mathiesen alþingis- maður og ræddi hann stjórnmála- viðhorfin. Jólafundurinn verður haldinn á mánudag eins og fyrr segir í veit- ingahúsinu Gafl-Inn og hefst hann kl. 20.30. Á dagskrá verður samleikur á þverflautu og hljóm- borð, flytjendur Gunnar Gunn- arsson og Kjartan Magnússon. Þá verður tízkusýning módelsamtak- anna ’79, stjórnandi Unnur Arn- grímsdóttir. Þá verða að venju kaffiveitingar, happdrætti og flutt jólahugvekja. Jólafundir félagsins hafa ætíð verið vel sóttir. Laugarásbíó: Bandarfska myndin „Hangar 18“ frumsýnd í DAG verður frumsýnd bandaríska bíómyndin „Hangar 18“, eða Flugskýli 18. Lcikstjóri myndarinnar er James L. ('onway, en með aðal- hlutverk fara Darren McGavin, Ko- bert Vaughan og Gary Collins. Fram- leiðandi er Charles E. Sellier jr. INNLENT Myndin, sem gerð er eftir met- sölubók eftir þá Robert Wev- ekerka og Charles E. Sellier jr., greinir frá því þegar FFH eða fljúgandi furðuhlutur rekst á gervitungl, sem verið er að koma fyrir í geimnum, og hrapar til jarðar. Starfsmannastjóri Hvíta hússins í Washington (Robert Vaughan) fær vitneskju urti þetta slys og hann fyrirskipar þegar al- gera leynd um það. Brak furðu- hlutarins er flutt í Flugskýli 18 í einhverri herstöð Bandaríkja- manna, en svo illa vill til að geim- farar tveir sáu þegar hluturinn rakst á gervitunglið og þeir ein- setja sér að fin.na út hvað í honum er og hvers vegna öll þessi leynd sé yfir slysinu. Finnlandsvinafélagið efn- ir til fullveldishátíðar SUNNUDAGINN 6. desember kl. 20.30 mun Finnlandsvinaféfagið Suomi efna til fullvcldishátíðar á þjóðhátíðardegi Finna í Norræna húsinu. Sveinn Einarsson, þjóðleikhús- stjóri, mun flytja ræðu, fimm manna hópur finnskra og sænskra listamanna („Sá sjunger Finland") leikur og syngur nokkur lög, og les ljóð eftir finnska listamenn, skólahljómsveit Kópavogs mun leika nokkur lög, auk þess sem Tapani Brotherus, sendifulltrúi frá finnska sendiráðinu í Osló, mun flytja ávarp. Að lokinni dagskrá verður bor- inn fram finnskur réttur (Karjal- an Piirakka) í veitingasai hússins. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér gesti. Patricio Fucntes og Björn Tunbáck, starfsmenn mannréttindanefndar El Salvador. E1 Salvador: Limlestingar og morð á börnum daglegt brauð Mannréttindancfndin í El Salva- dor, CDHES, hefur safnað gögnum um fjöldamorðin sem áttu sér stað í Morazan í El Salvador 17. mars sl. Hún hefur sýnt fram á að meðal þeirra sem misstu lífið voru a.m.k. 27 börn. Þau voru á aldrinum 2ja daga til 12 ára. Veiðihnífum var stungið milli læra drengjanna, stúlkum var nauðgað og þær pínd- ar til dauða en yngsta barnið lést af völdum sterkrar sýru sem brenndi húðina svo illa að beina- grindin ein var eftir. Nefndin telur kvalræði og hörmungar þjóðarinnar hafa aukist mjög á síðustu mánuðum og nefnir herlið herforingja- stjórnarinnar og hryðjuverka- menn öfgasinnaðra hægrimanna sérstaklega í því sambandi. Hún hefur nú hafið herferð til hjálp- ar flóttamannabörnunum í E1 Salvador sem eru mörg hundruð þúsund talsins. Þau hafa flutt ein eða í fylgd með foreldrum eða ættingjum til stórborganna og leitað á náðir kirkjunnar eða flúið land og leitað hælis í ná- grannalöndum E1 Salvador. Börnin flýja bardaga og ofbeld- isverk herliða ríkisstjórnarinnar og andstæðinga hennar. Fulltrúi nefndarinnar á Norð- urlöndum, Patricio Fuentes, er um þessar mundir staddur hér á landi. Hann hefur aðsetur í Sví- þjóð en aðalskrifstofa nefndar- innar er í Mexíkó. Hún hefur einnig skrifstofur á Spáni og í Equador. Nefndin starfar að því að safna gögnum um morð og hryðjuverk í E1 Salvador. Hún grefur upp lík til að nafngreina þau, sjá hvernig farið hefur ver- ið með þau og hverjir hafa fram- ið verknaðinn. Nefndin reynir einnig að hjálpa flóttamönnum í höfuðborginni. Nú starfa 14 manns á hennar vegum í San Salvador. „Stjórnvöld segja að herlið þeirra berjist aðeins gegn af- brotamönnum og kommúnistum en hvernig geta 3000 börn, sem við höfum grafið upp, verið af- brotamenn eða kommúnistar?" sagði Fuentes. Hann hefur myndir af mjög illa leiknum fórnardýrum sem sanna að her- lið stjórnvalda stóðu að baki hryðjuverkanna. Nefndin vinnur að því að dreifa upplýsingum um hörmungarnar í E1 Salvador um allan heim og reynir að stuðla að því að þeim ljúki. Háskólaborgarar í E1 Salva- dor stofnuðu mannréttinda- nefndina í San Salvador árið 1978. Fram að byltingunni 1979 starfaði hún sem milliliður milli stjórnvalda og almennings og veitti föngum og aðstandendum þeirra m.a. lögfræði- og efna- hagsaðstoð. Eftir byltinguna varð nefndin að starfa neðan- jarðar þar sem herstjórnin taldi kommúnista standa að henni og hana bera út lygar um ástandið í landinu. Þrisvar var reynt að sprengja hús nefndarinnar í höf- uðborginni og að lokum tókst að gjöreyðileggja það. Nefndin fékk samastað hjá erkibiskupi lands- ins en varð að flytja þaðan eftir húsleit lögreglunnar. Gögn nefndarinnar voru hins vegar öll erlendis svo lögreglan fann ekki það sem hún leitaði að. Ritari alþjóðadeildar rnann- réttindanefndarinnar var myrt- ur einn daginn og gjaldkeri hennar tveimur dögum síðar. Nefndin hefur sannanir fyrir því að herlið herstjórnarinnar hafi staðið að morðunum. Yfirmaður nefndarinnar hefur ferðast um allan heim til að kynna starf- semi hennar en aldrei þegið boð kommúnistaríkja. Nefndin starfar með velferð almennings í E1 Salvador í huga en ekki út- breiðslu kommúnismans og vill ekki gefa stjórnvöldum tækifæri til að benda á einhver tengsl milli hennar og kommúnista- ríkja. Fuentes segir að ofbeldi í landinu hafi aukist mjög síðan Bandaríkjastjórn sendi fyrst hermálaráðgjafa til E1 Salvador 10. janúar sl. Þá hafi t.d. sýran sem notuð.var á litla barnið sem minnst var á í upphafi fyrst bor- ist til landsins. Hann sagði að nefndin væri ekki á móti Banda- ríkjunum og henni bærist mikill stuðningur þaðan en sagði að nefndin berðist gegn afskiptum erlendra þjóða af innanríkismál- um í E1 Salvador og hún væri því andvíg utanríkisstefnu Banda- ríkjastjórnar sem hefur stutt herstjórnina í baráttu hennar gegn skæruliðum stjórnarand- stöðunnar. Ray Holland sýnir í Djúpinu Akureyri: Omar Stefánsson sýn- ir í Rauða húsinu LAUGARDAGINN 5. desember kl. 16.00 opnar Ómar Stefánsson einka- sýningu í Rauða húsinu á Akureyri. Þetta er önnur einkasýning Ómars, en hann hefur tekið þátt í fjölmörg- um samsýningum. Sýningin er sölu- sýning og eru myndirnar yfir þrjátíu talsins. Aðstoðarmaður er Björn Roth. Tónleikar KAMMERMÚSÍK-klúbburinn verð- ur með aðra tónleika starfsársins 1981 —’82 að Kjarvalsstöðum sunnu- daginn 6. des. og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá eru verk eftir Franz Schubert og Ludwig van Beet- hoven. Kandaríkjamaðurinn Ray Holland sýnir nú verk sín í Gallerí Djúpinu og stendur sýningin til fimmtudags- ins 17. des. og er opin daglega frá kl. 11.00 til 23.00. Ray Holland kennir desemberiinn sem gestakennari í málunardeild Myndlista- og hand- íðaskóla fslands. Ray útskrifaðist frá „The School of Visual Arts", í New York 1976. Að loknu skólanámi vann hann við kennslu í grafík-aðferðum og auk þess þrykkti hann grafíkmyndir fyrir ýmsa listamenn. í stuttu samtali við Mbl. sagði Ray, að hann hefði mikinn áhuga á að vinna á því sviði sem málverk og skúlptúr tengjast hvort öðru. Einnig hvernig litir geta skapað ímynd hreyfingar og innra afls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.