Morgunblaðið - 05.12.1981, Page 22

Morgunblaðið - 05.12.1981, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Uggur í Reagan út af líbýskri aftökusveit V\ a.shint;lon, 4. dcsember. Al*. RONALI) Reagan Banda- ríkjaforseti sagðist í dag hafa þungar áhyggjur vegna þess orðróms um að líbýsk aftöku- Móðir fyrsta glasa- barnsins á von á tvíburum l/ondon, 4. deNember. AIV FRÚ LESLEY Brown er ól fyrsta glasaharnið á von á sér öðru sinni, og er jafn- vel talið líklegt að hún beri tvíbura undir belti. Að söKn brezku fréttastof- unnar Press Association á frú Brown von á sér í júlí, eða um svipað leyti og Louise Brown, fyrsta glasabarnið, verður fjögurra ára, en hún fæddist 25. júlí 1978. Fréttastofan sagði að Leslie Brown væri fullkomlega heil- brigð og væri í engu frábrugð- in börnum sem verða til við venjulegan getnað. Alls hafa 18 glasabörn fæðst í Bret- landi, Astralíu og í Indlandi frá því Leslie Brown fæddist, og eru 60 börn í vændum á Bretlandseyjum. sveit sé komin til Bandaríkj- anna í þeim tilgangi að aflífa hann og ýmsa háttsetta emb- ættismenn. f Forsetinn fyrirskipaði í dag öflugan öryggisvörð um þrjá nánustu aðstoðarmenn sína, og fregnir frá Hvíta húsinu herma að öryggisvörður Reagans, sem efldur hefur verið síðustu vik- urnar, verði styrktur enn frekar á næstunni. Sagði forsetinn fjölmiðla hafa staðið vel í hlutverki sínu með^ því að ljóstra upp um ferðir Líb- ýumannanna. Sagðist forsetinn ekki hafa reynt að ná tali af Gaddafy Líbýuleiðtoga vegna þessa máls, en talið er að hann hafi sjálfur fyrirskipað för af- tökusveitarinnar til Bandaríkj- anna. B-1 smíduð \Vashinglon. 4. dcst*mb<T. Al*. ÖLDUNGADEILD Bandaríkja- þings bjargaði í dag áætlunum Reagans forseta um MX-eldflaug- ar og samþykkti smíði B-1 sprengjuflugvélarinnar, en hvort tveggja var hluti af frumvarpi um útgjöld til hermála er gerir ráð fyrir 208,5 milljarða dollara út- gjöldum. , Mordingi Schleyers dæmdur DusM-ldorf. 4. desember. Al*. STEFAN Wisniewski, félagi í Baader-Meinhof hryðju- verkahópnum, var í dag dæmdur í lífstídarfangelsi fyrir aðild sína að morðinu á iðnjöfrinum Hans-Martin Schleyer og fjórum sam- starfsmönnum hans árið 1977. Wisniewski var handtekinn vorið 1978 og reyndist aldrei samvinnuþýður við rannsókn málsins og við yfirheyrslur neit- aði hann jafnan um allar upp- lýsingar. Hann lét öllum illum látum í dómsalnum í dag og greip oft fram í fvrir dómurum. Jólasveinar slást í London Dmdon, 4. dcHember. AIV l'EGAR gamli jólasveinninn og ungi jólasveinninn uppgötvuðu að þeir a-tluðu sér báðir sama blett- inn á Kingsway varð lítið um kær- leika eða bræðralag þeirra á milli. Jólasveinarnir ákváðu að út- kljá deiluna um söluhornið með handalögmálum. Og meðan forviða mæður og börn þeirra horfðu á tóku jóla- sveinarnir að slá til hvors ann- ars og um síðir veltust þeir í fangbrögðum á gangstéttinni. Lögregluþjón bar þar að skjótt og gekk hann á milli jóla- sveinanna sem voru orðnir held- ur óhrjálegir útlits. Voru þeir teknir á næstu lögreglustöð og sektaðir um 50 sterlingspund hvor. Tókust þeir í hendur og ákváðu að sættast heilum sátt- um er þeir yfirgáfu stöðina. Talsverður aldursmunur var á jólasveinunum, annar 24 ára leikfangasali og hinn 64 ára sælgætissali, og þóttust báðir eiga sama blettinn í milljóna- borginni. Nokkrir unglinganna sem létu lífið í Qutab Minar turninum í Indlandi á fostudag. l’eir tróðust undir þegar ótti greip um sig þegar rafmagnið fór af turninum. Al’-símam.vml. 45 deyja í troðningi Nýju Dclhí, 4. dcscmbcr. Al*. FJÖRUTÍU og fimm menn fórust og rúmlega tuttugu slösuðust er skelfing greip um sig meðal ferða- manna er staddir voru inn í hinurn sögufræga CJulab Minar steinturni er skyndilega varð rafmagnslaust. Fólkið tróðst niður stiga turnsins með þeim afleiðingum að fjölmargir tróðust undir og hröpuðu niður stigana. Að minnsta kosti 27 hinna látnu voru börn. Óljóst er í rauninni hvað olli þessu alvarlega slysi. Fyrst var frá því skýrt að turninn hefði skyndilega orðið rafmagnslaus og fólkið þá rokið til stigans og troðist niður. Aðrir sögðu hræðslu fyrst hafa gripið um sig í rafmagnslausum turninum er einhver viðstaddur hrópaði að turninn væri að hrynja. Samstarf við íslend- inga kemur ekki í stað- inn fyrir aðild að EBE - segir í blaði stjórnarandstöðuflokksins á Grænlandi, Atassut Julianchaab, 4. dcscmb«‘r, frá llcnrik l.und, frcUaritara Mbl. STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKKURINN Atassut, sem Lars Chemnitz fyrrum landsráðsformaður veitir for stöðu, hefur gefið út blað sem helgað er Efnahagsbanda- lagi Evrópu, en í blaðinu er áréttuð sú skoðun flokksins, að aðild að Efnahagsbandalaginu (EBE) sé Græn- lendingum fyrir beztu. Og nú nýlega lætur blað flokksins samband Islands og Grænlands til sín taka í grein sem ber fyrirsögnina: Greinin fer hér á eftir: „Sjávarútvegsráðherra Islands var nýlega í heimsókn hjá okkur og hann fór fögrum orðum um sam- vinnu íslendinga og Grænlendinga. Allir tóku boðskap hans vel. Aður en hann hélt heim á leið sagði hann það mundi reynast íslendingum áuðveldara að semja í Nuuk en í Brussel. Og við óttumst að það sé rétt! „Ísland/Grænland — samstarf eða samkeppni“. Grein- in hefur komið róti á hugi hóps Grænlendinga og vakið reiði meðal þeirra sem telja hér vera á ferðinni lævísan og ósannan áróður þar sem reynt væri að gera velviljað nágrannaríki tortryggið. Og á hinn bóginn hefur hún vakið menn til umhugsunar um hvort nágrannaríkið sé jafn trúverðugt og af er látið og hvort það muni reynast Grænlendingum áreiðanlegt í samstarfi. íslendingar stunda umfangsmik- inn útflutning sjávarafurða. Þeir veiða fjórum sinnum meiri þorsk en við. Langstærstur hluti útflutn- ingstekna Islendinga fæst fyrir sjávarafurðir. Af þessum sökum kemur samstarf við íslendinga ekki í staðinn fyrir aðild að Efnahags- bandalaginu. Mörg vandamál yrðu samfara samstarfi við íslendinga. Keppinautur: 1. Sem útflytjendur sjávaraf- urða geta íslendingar ekki hjálpað okkur að selja okkar eigin sjávar- afurðir. 2. I beinni samkeppni við íslend- inga getum við selt sjávarafurðir til ríkja Efnahagsbandalagsins og einnig til Bandaríkjanna, þar sem Kanadamenn hafa styrkt stöðu sína verulega og ógna jafnvel út- flutningi íslendinga þangað. 3. Mikil vandamál hafa komið upp við skiptingu sameiginlegra fiskveiða íslendinga og Grænlend- inga undan austurströnd Græn- lands. Hér er um að ræða karfa, þorsk, rækju og loðnu, á svæðum sem við höfum yfirleitt ekki sótt mikið á. Það hafa átt sér stað við- ræður um veiðar á þessum slóðum og hafa þá fulltrúar Efnahags- bandalagsins komið fram fyrir VILHJALMUR HJALMARSSON Raupað úr ráóuneyti INNANDYRA "Á HVERFISGÖTU 6 í FJÖGUR ÁR 0G FJÓRA DAGA ~ Þetta er fyrsta bók höfundarins. Hún er ný- stárleg, því enginn íslenskur ráðherra hefir áður sett saman bók um ráðuneytið sitt. Vilhjálmur kemur víða við og ræðir m.a. stöðuveitingar, írafár á Alþingi, námsmanna- hasa og kalda stríðið um peningana. Gamansemi Vilhjálms gægist víða fram. Og oft er seilst eftir svipmyndum utan dyra þótt Hverfisgata 6 sé þungamiðja bókarinnar. Frásögnin er opinská en laus við alla beiskju. 180 myndir eru í bókinni. Verð kr. 320.00 ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510 Grænlands hönd. Enginn árangur hefur orðið af þessum viðræðum sökum þrákelkni íslendinga, sem hafa haldið fast og þvermóðskulega á rétti sínum. Islendingar stóðu fast á því að aflaskipting ætti að miðast við veiðar þjóðanna og hlutföllin ákveðin á þeim grund- velli, en ekki með tilliti til stærðar efnahagslög landanna. Þannig buðu íslendingar Grænlendingum aðeins 17% af karfakvótanum á meðan samningamenn Efnahags- bandalagsins kröfðust helmings aflans, en þau 50% myndu fyrr en síðar kom í hlut grænlenzkra sjó- manna. Þetta gátu íslendingar alls ekki fallizt á. Hið sama er uppi á teningnum með tilliti til rækju-, þorsk- og loðnuveiða. Réttlát lausn þessara mála er því aðeins möguleg að Efnahagsbandalagið fái beitt þrýstingi á íslendinga og tryggi okkur þannig þann hlut sem við eigum kröfu til. Það eru engar líkur á að við fáum sanngjarna hlutdeild í fiskveiðunum við austurströndina ef við stöndum utan við Efna- hagsbandalagið. Einir sér getum við ekki beitt Islendinga þrýstingi. Af þessum sökum kjósa íslend- ingar heldur að semja í Nuuk en í Brussel! Islendingar reikna með að það- verði léttara og sjálfum sér til ábata, að semja beint við Græn- lendinga!“ Með greininni var birt mynd af skreið og var texti með myndinni á þessa leið: „Á Islandi úldna sjavar- afurðir þar sem þær eru óseljanleg- ar. Með aðild að EBE höfum við öryggan markað fyrir afurðir okkar."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.