Morgunblaðið - 05.12.1981, Side 23

Morgunblaðið - 05.12.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 23 Meðal gamalla granna Ný bók eftir Braga Sigurjónsson MEÐAL gamalla granna heitir nýút- komin bók eftir Braga Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismann og ráðherra. — í þessum minningabrotum lýsir Bragi og segir frá mönnum og adstæð- um þeirra í Reykdælahreppi á árunum 1910—1925. Fjöldi fólks kemur við sögu, bædi ábúendur og afkomendur þeirra. I inngangsorðum bókarinnar segir Bragi svo: „Á Einarsstöðum fæddist ég 9.11. 1910, fluttist með foreldrum og systkinum mínum í Litlutungu 1913 og var þar síðan heimilisfastur fram á árið 1938, þótt námsvetur væri ég nokkra fjarvistum við dal- inn. Eftirfarandi lýsingar og frásagnir um menn og aðstæður þeirra í Reykdælahreppi eru þó fyrst og fremst bundnar árunum 1910—1925, þó að það sé ekki alfarið. Þessi tíma- mörk, hvað 1925 snertir, eru miðuð við byggingu og upphaf Héraðsskól- ans á Laugum, því að með tilkomu hans má orða það svo, að þá gangi raunar gamali tími fyrir horn í Reykjadal, en nýr tími stígi fram á hlaðið, þó að fá tímamörk sé hægt að draga svo skörp, að þau grípi ekki Ný skáldsaga eftir Snjólaugu frá Skáldalæk Bókaútgáfan Örn og Örlygnr hef- ur sent frá sér skáldsöguna „Sumar- blóm í Paradís", eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. Nokkrar bækur hafa áður komið frá hendi Snjóiaugar. A bókarkápu segir svo um sögu- þráðinn: „Ennþá eru til saklausar sveita- stúlkur, sem láta glepjast í glaumi borgarinnar. Það sannaðist á Lenu, sem kom þangað til að læra hjúkrun. Þegar hún svo stóð á göt- unni, búin að glata húsnæðinu, elskhuganum, bílnum og jafnvel náminu út úr höndunum á sér, var úr vöndu að ráða. Lóa kemur inn í líf hennar sem frelsandi engill og drífur hana burt úr eymdinni, út í eyðieyju, ásamt fleira fólki. Þar dvelja þau eitt sumar og Lena matreiðir af hjartans lyst ofan í ferðafólk. Halli og Dóra reka Paradísina þetta sumar, báðir glæsimenni á Snjólaug Bragadóttir besta aldri. Maja, fegurðardís úr Kópavogi kemur við sögu, ástir lifna og deyja og aftur kemur haust. Lena sér fram á að þurfa að fara aftur til borgarinnar og standa í nákvæmlega sömu spor- um og um vorið — og þó ...“ Bók um sauð- kindina eftir dr. Stefán Aðalsteinsson BJALLAN hefur sent frá sér bók um sauðkindina og segir í frétt útgáfunnar, að í henni sé dreginn saman á einn stað, úr ýmsum átt- um, margháttaður fróðleikur um íslensku sauðkindina og rakið sé hvernig íslendingar notuðu hana sem húsdýr til að geta lifað í land- inu. Höfundur bókarinnar „Sauð- kindin, landið og þjóðin" er dr. Stefán Aðalsteinsson búfjárfræð- ingur. Hann er fæddur og uppal- inn að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og að loknu háskólanámi í bú- fjárrækt hóf hann störf við sauðfjárrannsóknir og hefur unn- ið að þeim í áratugi. Þá segir í frétt útgáfunnar, að fjallað sé um hinar fjölbreyttu nytjar af fénu, sem séu m.a. mjólk, ostur, skyr, smjör, kjöt og mör, ull og skinn. Þjóðin háfi búið með sauðkindinni í 1100 ár og þekking manna á henni hafi fyrir löngu orðið náin og menn hafi kunnað furðu glögg skil á hvernig átti að nýta og varðveita afurðir hennar. Kvikmyndasýning hjá Germaníu Félagið Germanía efnir nk. laugardag kl. 5.00 til kvikmynda- sýningar í Tjarnarbæ. Sýnd verð- ur myndin „Flammende herzen", sem fjallar um vandann við að lifa í sveit og stórborg segir í frétt frá Germaníu. Ný skáldsaga eftir Gudmund Halldórsson frá Bergsstödum Bragi Sigurjónsson um margt allmjög hver inn á annars svið.. .“ Síðar í inngangsorðum sínum seg- ir Bragi: „... í huga mínum voru íbú- ar Reykdælahrepps í uppvexti mín- um svo athyglisverðir menn, sumir hverjir og mér svo geðfelldir sam- fylgdarmenn, að ég hef freistast til að sýna lit á að gjalda þeim ekki þögnina eina að launum...“ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út skáldsöguna Jörva- gleði eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum, en síðasta skáldsaga hans á undan þessari var „Þar sem bændurnir brugga í friði“ en hún kom út árið 1978. I frétt frá útgefanda segir: „í hinni nýju bok sinni, Jörvagleði, fjaiiar Guðmundur um umbrota- tíma í íslensku sveitalífi og þau nýju viðhorf sem skapast þegar stóriðja og stórvirkjanir koma til umræðu og álita. Þessi mál eru nú mjög ofarlega á baugi á íslandi, og synist sitt hverjum, rétt eins og söguhetjunum í bók Guðmundar. Hið daglega líf söguhetjanna gengur þó slétt og fellt fyrir sig, uns að því kemur að undirbúa þarf félagsheimilið fyrir „peningahelg- ina“ miklu, en þá hefst sannkölluð jörvagleði, er samkomugestir slá tjöldum við félagsheimilið, en slíkar samkomur eru alkunnar hérlendis, einkum í tengslum við Guðmundur Halldórsson. helstu fríhelgi sumarsins. Lýsing Guðmundar á jörvagleði nútímans er í senn hnittin og raunsönn, og munu sjálfsagt margir sjá sjálfa sig í sögupersónunum." Bókin Jörvagleði er sett og um- brotin hjá Leturvali sf., filmuunn- in hjá Formi sf., prentuð hjá Prenttækni hf. og bundin hjá Arn- arfelli hf. Káputeikning er eftir Pétur Halldórsson. Ódýru furusófasettin komm aftur • Opið til kl. 4 í dag. Húsgagnasýning sunnudag kl. 2—5. Gísli Kristjánsson: SEXTÁN KONUR Hér er rakinn ferill og framtak sextán kvenna í nútímahlutverkum. Starfsvett- vangur kvenna er alltaf að stækka. Á æ fleiri sviöum, sem áður voru talin sér- svið karla, hafa konur haslað sér völl. Hér segja frá menntun sinni og störfum: Veðurfræðingur, rithöfundur, læknir, loftskeytamaður, deildarstjóri í ráðu- neyti, safnvörður, alþingismaður, fiski- fræðingur, Ijósmóðir, jaröfræðingur, íþróttakennari, oddviti, garöyrkjukandi- dat, félagsráðgjafi og arkitekt. Frásagn- ir þeirra geisla af starfsáhuga og lífs- gleði og fjölbreytni efnis er einstök. Benedikt Gröndal: RIT I 3. Sígilt og skemmtilegt safnrit. Benedikt Gröndal er meðal afkasta- mestu rithöfunda íslenskra aö fomu og nýju og eínna fjölhæfastur og fyndnast- ur þeirra allra. Þetta fyrsta bindi rita hans hefur að geyma kvæði, leikrit og sögur, m.a. er hér „Sagan af Heljarslóö- arorrustu“ og „Þórðar saga Geirmunds- sonar“, báðar bráðfyndnar og stór- skemmtilegar. i síðari bindum þessa safns verða blaðagreinar hans og rit- gerðir og sjálfsævisagan Dægradvöl. SKUGGSJA BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE SKUGGSJÁ BÓKABÚO OUVERS STEINS SE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.