Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 39 Minning: Sigurjóna Ólafsdótt- ir Vestmannaeyjum Fædd 23. aprfl 1916 Dáin 24. nóvember 1981 í dag kveðjum við frá Landa- kirkju Sigurjónu Ólafsdóttur, er varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík, Stigahlíð 35, 24. nóv. sl. Jóna, eins og hún var jafnan kölluð, fæddist í Vestmannaeyjum 23. apríl 1916, dóttir hjónanna, Sigurjónu Sigurjónsdóttur frá Ytri-Njarðvík, og hins kunna afla- manns og sjsóknara úr Mýrdaln- um, Ólafs Ingileifssonar, er lengst bjó hér á Víðivöllum og í Heið- arbæ. Tveggja ára gömul missti Jóna móður sína úr spönsku veikinni, þessari ógnvekjandi drepsótt, sem herjaði á íslendinga 1918. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Tóku sæmdarhjónin Kristín Ögmundsdóttir frá Ytri-Njarðvík og Árni Jónsson, útvegsbóndi, ættaður úr Mýrdal, er um áratuga skeið bjuggu í Görðum, Jónu að sér og ólu upp ásamt tveimur öðr- um fósturbörnum, ínu Friðriks- dóttur og Hauk L. Johnsen. Garðahjónin Kristín og Árni eru alltaf efst í huga Eyjabúa, þegar góðra manna er getið. Sá kærleikur og fórnarlund sem þar ríkti er eftirbreytnisverður. Á þeim árum var búið þröngt, en hjartarúmið var stórt á þeim bæ og öllu og öllum sýnd alúð, án þess að spyrja um laun eða tekjur, sem mölur og ryð auðveidlega granda. Ljúflyndi og nærgætni, sem jafnan einkenndu Jónu, var dýr- mætasta veganestið, er hún hlaut í vöggugjöf. Árið 1941 giftist Jóna æskuvini sínum, eftirlifandi eiginmanni Birni Guðmundssyni, sem undan- farna áratugi hefur verið umsvifa- mikill í atvinnurekstri og félags- málum eyjanna, í kaupsýslu, út- gerð og fiskvinnslustarfsemi. Þau hófu búskap á Ásaveg 5, byggðu síðan á Faxastíg 1 og hjuggu þar í nokkur ár, en lengst af í Birkihlíð 17, þar sem byggt var af miklum stórhug og búið af reisn. Börn þeirra hjóna voru: Kristín, ljósmóðir, gift Óiafi G. Sigurðs- syni, lögg. endurskoðenda. Eiga þau tvo syni, Sigurð og Björn. Ás- laug, fóstra. Þær búa í Reykjavík. Guðmundur, lögfræðingur, giftur Önnu Sigurðardóttur. Eiga þau son, Björn. Guðmundur er nú full- trúi bæjarfógeta á ísafirði og bú- settur þar. Starfsvettvangur Jónu, eins og bestu kvenna þjóðarinnar var heimilið, þar sem mestu afrekin hafa verið og verða unnin við ala og fóstra upp kynslóðirnar og hlúa að heimilinum, því lífsakkeri, sem hamingja landsins barna og vel- ferð byggist á. Eins og aðrir Eyjabúar urðu Jóna og Björn að yfirgefa heimili sitt í jarðeldunum 1973. Lengi vel var ekki séð, hvort hús þeirra yrði endurbyggt, en það stóð einmitt á því svæði, sem næst var mestu eyðileggingunni. Það varð þó úr að upp var byggt að nýju, og höfðu þau hjónin lokið því fyrir nokkru. Vegna starfa Björns í Reykjavík áttu þau heimili á báðum stöðum síðustu árin, og bjuggu vel þar sem saman fór höfðingsskapur og smekkvísi. Það var Jónu eðlislægt að hugsa afburðavel um heimilið. Hún var mikilhæf húsmóðir sem hafði yndi af að láta fjölskylduna njóta verka sinna og hafa ástvinina hjá sér, þegar tækifæri gáfust, og fengum við vinir hennar einnig að njóta þess. Nú er skarð fyrir skildi, þegar styrkasta stoðin, sem unni ástvin- um sínum og heimili ofar öllu, svo óvænt er kölluð á brott. Ávallt erum við minnt á fall- valtleik lífsins — en trúum að lífið sé sterkara en hel. Á skilnaðarstundu leitar hugur- inn með samúð til ástvina Jónu, sem mest hafa misst. Framundan er hátíð friðar og ljóss. Allir, sem þess eiga kost leita þá heim. Megi góður Guð vera með Jónu í þeim heimkynnum, sem hennar bíða og gefa ástvinum öllum von og trúarstyrk. Jóhann Friðflnnsson Kynni okkar Jónu hófust í kjöl- far sameiginlegrar dvalar Björns Guðmundssonar, eiginmanns hennar og undirritaðs við nám vestanhafs á árinu 1946. Það er til marks um fórnfýsi Jónu og ósér- plægni að hún- hvatti mann sinn mjög til dvalarinnar vestra, þótt hún gengi þá með barn þeirra í fjarveru hans. Hún vissi að Björn hafði mikinn áhuga fyrir náminu og vildi ekki að hann færi á mis við það sín vegna. Á heimili þeirra hjóna í Vest- mannaeyjum hafði ég síðar þá ánægju að gista hjá þeim oftar en einu sinni og kynntist þá Jónu ná- ið. Jóna var miklum mannkostum búin. Hún var frábær húsmóðir og báru fögur heimili þeirra hjóna, fyrst í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík, því ljóst vitni. Þar fór saman smekkvísi, reglusemi og menningarlegt yfirbragð. Jónu var afar annt um uppeldi barna sinna, og hafði vakandi auga með þeim alla tíð. Myndarleg börn þeirra hjóna bera góðu uppeldi og ríkri ástúðlegri umönnun órækt vitni, því ekkert verður til af sjálfu sér. Gestrisni Jónu var slík að orð fór af. Hún tók af alúð og um- hyggju á móti öllum, háum sem lágum, og hafði sérstakt yndi af því að hafa fólk í kringum sig. Ekkert var til sparað svo gestum liði vel, og í návist þeirra hjóna leið öllum vel, því hjartahlýjan og ástúðin var slík að þar skyggði ekkert á. Jóna var glæsileg kona og bauð af sér góðan þokka. Hún var hjartfólgin öllum þeim sem kynnt- ust henni vel. Hún var ekki allra við fyrstu kynni, en því tryggari og traustari sem kynni urðu nán- ari. Jóna var trúkona og hún hafði ákveðnar skoðanir á þeim málum, sem hún flíkaði ekki og gerði held- ur enga tilraun til að koma slíkum skoðunum yfir á aðra. Mikill harmur er kveðinn að eft- irlifandi ættingjum Jónu, sem svo snögglega hefur verið á braut köll- uð og án alls fyrirvara. En þannig er nú lífið og lögmálum þess fær enginn breytt. Kona mín og ég vottum Birni og börnum þeirra, svo og öðrum ætt- ingjum innilega samúð okkar. Sigurður Helgason Dregiö hefur verið í 6. bekkjar happdrætti Verslunarskóla íslands Vinningsnúmer: 1. 803 2. 3535 3. 1500 4. 888 5. 4436 6. 3403 7. 3413 8. 989 9. 4433 10. 1497 11. 3534 Vinninga má vitja í síma 75935. Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumboð á íslandi. Atlas hf ARMULA 7 SÍMI 26755 HAMRABORG 3, KÓPAVOGI, SÍMI 42011 líninu Faum nokkra af þessum glæsilegu hornsófum ffyrir jól Mál: 215X215 ca. Aktaaöi Cotton Cleam bóm- ullarefni sem má þvo. OPID TIL KL. 4 í DAG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.