Morgunblaðið - 05.12.1981, Side 5

Morgunblaðið - 05.12.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 5 Athugasemd frá Birnu Þórdardóttur ÓSKA eftir, að Morgunblaðið birti eftirfarandi athugasemd í tilefni fréttar blaðsins af umræðum í borg- arstjórn 3. des. '81, um ráðningu fulltrúa í húsnæðisdeild Félagsmála- stofnunar. í frásögn blaðsins segir: „Albert Guðmundsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði, að greidd væru laun sam- kvæmt 12. launaflokki í starfið. Hins vegar hefði það komið fram, að Birna Þórðardóttir vildi fá laun samkvæmt 17. launaflokki, um- sækjandinn væri þegar farinn að gera launakröfur." Trúlega er borgarfulltrúinn að vitna í frásögn Gunnars Þorláks- sonar, húsnæðisfulltrúa Reykja- víkurborgar, af viðtali hans við mig. Alltént hefur borgarfulltrú- inn ekki rætt við mig. I umræddu viðtali sagði ég Gunnari Þorlákssyni, að ég hefði illa efni á lægri launum en ég hef í dag. Hinsvegar sagðist ég gera mér grein fyrir, að starf yrði ekki flutt til um launaflokka nema að undangengnum breytingum á við- komandi starfi. Hvort slíkt væri fyrirhugað um starf fulltrúa í hús- næðisdeild vissi ég ekki. Að þessum upplýsingum gefn- um, kvaðst ég ekki draga umsókn mína um umrætt starf til baka, sem húsnæðisfulltrúinn reyndi að fá mig til að gera. Aðrar athugasemdir óska ég ekki eftir að gera á þessum vett- vangi. Með þökk fyrir birtingu. Birna Þórðardóttir Reyrhúsgögn Qpið í dag til kl, 4. Húsgagnasýning sunnudag kl. 2—5 rBíásfeó Símar: 86080 og 86244 ar Húsgögn Ármúli 8 Nú verða „fískidagarniru hátíðisdagar 220 GÓMSÆTIR SJÁVARRÉTTIR — NÝ BÓK KOMIN ÚT í langan aldur hefur sá hugsunarháttur ríkt meðal Islendinga, að fiskur sé aðeins til þess að sjóða eða steikja, og lítil fjöl* breytni hefur verið í matargerð hvað fisk- og sjávarrétti varðar. En nú á síðustu árum hefur orðið á þessu breyting, og fólk hefur komist að raun um að fiskur er herramanns- matur, sé hann rétt meðhöndlaður og mat- reiddur. Að auki vita allir að fiskur er mjög næringarrík fæða og ekki fitandi, jafnvel feitasti fiskur. Ekki hefur til þessa verið fáanleg íslensk bók með uppskriftum úr fisk- og sjávarréttum, en nú er ný- komin bók er ber heitið 220 GÓMSÆTIR SJÁVAR- RÉTTIR, eftir Kristínu Gestsdóttur. Bætir þessi bók úr brýnni þörf og verð- ur kærkomin hverju ís- lensku heimili og mun vafalaust gera fiskdagana á heimilinu að hátíðisdögum, ef fylgt er leiðsögn bókar- innar, en Kristín Gests- dóttir hefur prófað alla réttina í eigin eldhúsi og þreifað sig áfram. í for- mála sínum að bókinni seg- ir Kristín m.a. að það sé ekki mikið um dýra og vandasama rétti í bókinni. Markmið hennar sé að hvetja fólk til að borða fleiri tegundir af fiski og matreiða hann á fjölbreytt- Kápa hókarinnar: 220 Gómsætir sjávaréttir ari hátt. Þá segir Kristín einnig að algengt sé að fólk gengi út úr fiskbúðum og segir að þar „sé ekkert til“ ef hin hefðbundna ýsa er ekki á boðstólunum, þótt margar aðrar tegundir séu fáanlegar. Góð ráð um meðferð á fiski Auk uppskriftanna eru fjölmörg góð ráð um með- ferð á fiski að finna í bók- inni, og bendir t.d. Kristín á aðferðir til þess að kanna hvort fiskur sé nýr þegar hann er keyptur, hvernig á að sjóða og steikja fisk, og einnig eru góð ráð um notk- un á reykgrilli og útigrilli, en Kristín segir að mjög auðvelt sé að matreiða fisk á útigrilli og greinir frá því hvernig það sé best gert. Margar fisktegundir Margar fisktegundir eru oftast á boðstólunum í ís- lenskum fiskbúðum, en í bókinni 220 GÓMSÆTIR SJÁVARRÉTTIR eru uppskriftir úr síld, ýsu, þorski, saltfiski, hrognum, rauðsprettu, heilagfiski, smálúðu, grálúðu, steinbíti, skötusel, karfa, hrognkels- um, kavíar, silungi, laxi, rækjum, humar, hörpu- diski, kræklingi, loðnu, ál, kæstri skötu, ferskri skötu, ufsa,.löngu, smokkfiski og Opna úr bókinni sem gefur hugmynd um uppsetningu hennar hafkóngi. Auk þess eru í bókinni fjölmargar upp- skriftir af auðveldum sós- um, brauðum og öðru með- læti sem nýnæmi er að. Mikið mynd- skreytt bók Bókin 220 GÓMSÆTIR SJÁVARRÉTTIR er mynd- skreytt af eiginmanni Kristínar, Sigurði Þor- kelssyni, og eru teikningar hans í samræmi við efni bókarinnar, auk þess sem hann sýnir fjölmarga skemmtilega hnúta, sem notaðir eru af sjómönnum en koma þó öllum að not- um. Kristín Gestsdóttir AUGLYSING-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.