Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1'ðSl 33 Reyndar voru sum elstu systk- inanna farin eða um það leyti að yfirgefa æskuheimilið, en þau yngstu enn á barnsaldri. Enda var það svo, að kunn- ingsskapur okkar hófst gegnum yngstu syni beggja heimilanna, þeir urðu heimagangar hvor hjá öðrum og fannst mér stundum ég eiga þá báða. Margar góðar og skemmtilegar minningar eru frá þeim árum, sem við höfum oft rifjað upp og brosað að. Börn þeirra hjóna voru ellefu, fimm dætur og sex synir. Einn þeirra, Gunnar, lést á undan móð- urinni, en hún dó 1977. Var hann skipstjóri í Hf. og hin mesta afla- kló. Það var ekki lítill dugnaður að koma upp öllum börnum sínum og eins vel til manns og raun varð á. Eða er nokkur meiri gæfa í þessu lífi en að sjá sinn stóra og gjörvu- lega afkomendahóp eins og þeirra Salóme og Hermanns. Af þeim tíu systkinanna sem lifa þau, eru tvö búsett á Isafirði, tvær systur á Húsavík en hin sex í Reykjavík. Allan sinn búskap á Isafirði bjuggu þau hjón í húsi sínu að Mjógötu 3. Þangað lá leiðin er komið var vestur, eftir að ég flutt- ist suður og alltaf tekið með opnum örmum af þeim báðum. Hjónaband þeirra var til fyrir- myndar, alltaf sama hlýjan í hvors annars garð. Og það var ekki síður góður heimilisbragur í því húsi. Uppi bjó Halldór skipstjóri, sonur þeirra, ásamt sinni einstöku konu Katrínu og sjö börnum, hvert öðru efnilegra og svo vel alin upp að ég dáðist að hversu kurteis og elskuleg þau voru við afa sinn og ömmu. Ég hef minnst á það áður, að þar var ekki tij þetta margumtal- aða kynslóðabil. Allir söknuðu Salóme mjög er hún lést, en þó mest eiginmaður- inn. Bjó hann fyrst í íbúð þeirra hjóna, fluttist síðar að Hrafnistu og nú flytur hann heim til hennar. Það var eitthvað sérstakt við Hermann. Bara að hitta hann úti- við eða inni, birti yfir. Brosið hans og „glimtið" í augunum yljaði svo að ekki gleymist. Nú er við kveðjum þennan heið- ursmann, þakka ég honum alla velvildina við mig og mína fjöl- skyldu og þá sérstaklega góð- mennsku þeirra hjóna við yngsta son okkar, sem býr í Svíþjóð. Kærar þakkir fyrir allt og allt. Öllum hans börnum og fjöl- skyldum þeirra sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. J.B.I. Hermann Hermannsson frá Svalbarði í Ögurvík lézt í Borg- arspítalanum í Reykjavík fimmtu- dagsmorguninn 26. nóv. 1981, 88 ára að aldri. Hermann var fæddur á Kross- nesi í Arneshreppi í Strandasýslu 17. maí 1893. Foreldrar hans voru Hermann Þórðarson fæddur 16. júní 1845, dáinn 17. október 1915, bóndi á Krossnesi í Víkursveit (Arneshreppi) á Ströndum og síð- ast í Hagakoti í Ögursveit við Djúp og kona hans Guðrún Bjarnadóttir dáin 1933. Hermann Þórðarson var sonur Þórðar Her- mannssonar bónda á Melum í Vík- ursveit Þórðarsonar bónda á Mel- um og konu hans Venedíu Jóhann- esdóttur frá Horni. Heimildir um þessar ættir er að finna í Stranda- mannabók Jóns Guðnasonar. Guðrún Bjarnadóttir var systir Friðriks Bjarnasonar í Lágadal inn af Langadalsströnd og Ólafs Bjarnasonar á Berjadalsá á Snæfjallaströnd. Foreldrar þeirra systkina voru Elísabet Ólafsdótt- ir, Bjarnasonar bónda á Rauða- mýri og Arngerðareyri 1835 og Bjarni Jónsson, Sigurðssonar. Ólafur Bjarnason var bróðir Arnfríðar konu Magnúsar Þórð- arsonar bónda á Arngerðareyri. Á Magnúsi hefst sifjaskrá Einars Þorteinssonar skipstjóra frá Eyri í Skötufirði, sem Baldvin Einars- son forstjóri lét taka saman. Með- al barna þeirra Magnúsar og Arn- fríðar var Einar Magnússon bóndi á Garðsstöðum faðir Ásgerðar Einarsdóttur langömmu minnar á Borg í Skötufirði og Jóns Einars- sonar bónda á Garðsstöðum, föður Jóns Auðuns alþingismanns. Bjarni faðir Ólafs og Arnfríðar var Bjarnason bónda á Arngerðar- eyri Torfasonar prests Bjarnason- ar, Gunnlaugssonar prests Snorrasonar. Kona séra Gunn- laugs var Kristín Gísladóttir prests í Vatnsfirði Einarssonar skálds í Eydölum Sigurðssonar. Kona Bjarna Gunnlaugssonar var Margrét Torfadóttir prests á Kirkjubóli í Langadal Snæ- björnssonar og er það Kirkjubóls- ætt úr Langadal. Kona Torfa prests Bjarnasonar var Guðrún Þórðardóttir systir Sellátra- bræðra sem annálaðir voru fyrir hreysti. Bjarni Jónsson faðir þeirra Friðriks í Lágadal, Ólafs á Berja- dalsá og Guðrúnar móður Her- manns var á Rauðamýri 1850 nýkvæntur með ársgamalt barn, Ingibjörgu. Friðrik mun og fædd- ur í Kirkjubólssókn og elzt upp hjá afa og ömmu en Bjarni mun hafa fluzt suður í Múlasveit og þar fæddist Guðrún. Jón Sigurðsson faðir Bjarna var aðkominn í Kirkjubólssókn, vinnumaður á Laugabóli um 1801, síðar bóndi á Kleifarkoti í ísafirði. Móðir Bjarna var Ingibjörg Þor- móðsdóttir bónda í Lágadal 1801 Þormóðssonar bónda í Lágadal Ólafssonar bónda í Lágadal Þor- steinssonar. Þorsteinn var Guðmundsson og bjó í Skjaldfannardal, líklega á Laugalandi, dáinn fyrir 1703, en Ólöf ekkja hans býr þá á Lauga- landi. Hún var dóttir síra Tómas- ar Þórðarsonar á Snæfjöllum og fyrri konu hans Margrétar Gísla- dóttur prests í Vatnsfirði Einars- sonar skálds í Eydölum. Frá þessum ættum má rekja margar hliðargreinar aftur og til þeirra rekja ættir sínar fjöldi manna við Djúp fyrr og síðar. Ættartalning þessi er tekin eftir heimildum frá Guðmundi Guðna Guðmundssyni rithöfundi. Hermann Hermannsson ólst upp með foreldrum sínum og flutt- ist með þeim frá Ströndum að Djúpi 8 ára að aldri. Þau bjuggu inn á Langadalsströnd í nokkur ár og var Hermann fermdur í Naut- eyrarkirkju, fluttu síðar að Þernu- vík í Hagakot í Ögursveit og bjuggu foreldrar hans þar til ævi- loka. Hermann ólst upp við fjölþætt störf á sjó og landi eins og þau tíðkuðust þá við Isafjarðardjúp, „... byrjaði snemma að róa á smá- kænum, eins snemma og ég man eftir mér að heita má. Ég fór líka snemma til róðra í Bolungarvík, en þá orðinn fullgildur til verka, því að Inndjúpsbændur mönnuðu vel skip sín til róðra í Víkinni," segir hann í viðtali við sjómanna- dagsblaðið 1970. Fram yfir tvítugt er Hermann í skipsrúmi hjá öðr- um og reri þá bæði vor og haust en var heima eða í kaupavinnu á sumrum. Á yngri árum fór hann einnig á vetrarvertíð á stærri útilegubáta. Veturinn 1916 til 1917 var Her- mann við nám í búnaðarskólanum á Hólum og á heimleið um sumar- ið var hann í kaupavinnu á Lækja- móti. Minntist hann þessarar ferðar með ánægju æ síðan og hafði hún aukið honum þekkingu og víðsýni. Fulltíða maður var Hermann hár vexti miðað við sína samtíð, þreklega vaxinn enda stæltur við árina. Hann var fríður sýnum og hinn föngulegasti mað- ur, glaðlyndur að jafnaði, gáska- fullur og skemmtinn á góðum stundum, orðheppinn og hrókur alls fagnaðar. Hann var hlýlegur í viðmóti og viðræðugóður. Her- mann fór ungur í kaupavinnu í Ögur, einnig reri hann nokkrar vertíðir með Hirti Sæmundssyni á Ogra, sex manna fari sem Ögurbú- ið átti. Þá ólst upp í Ögri fríð og fönguleg stúlka Salóme Rannveig Gunnarsdóttir. Hún var dóttir Gunnars bónda á Eyri við Skötu- fjörð Sigurðssonar og Önnu Krist- ínar Haraldsdóttur. Móður sína missti Salóme 4ra ára gömul. Fað- ir hennar brá þá búi og gerðist SJÁ næstu síðu NOVN iknxh.n u H\NÁrn NORKMtA INMMSMNV Memfe fornrtt PÖNTUNARSEÐILL VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI □ íslendingabók □ Eyfirðinga sögur kr. 244,55.- Landnámsbók kr. 270,45,- □ Ljósvetninga saga kr. 244,55.- □ Egilssaga kr. 244,60.- □ Austfirðinga sögur kr. 244,55,- Skalla Grímssonar □ Brennu-Njáls saga kr. 270,50,- □ Borgfirðinga sögur kr. 244,55.- □ Kjalnesinga saga kr. 244,55,- □ Eyrbyggja saga kr. 244,55.- □ Heimskringla I kr. 270,50.- □ Laxdæla saga kr. 244,55,- □ Heimskringla II kr. 270,50,- □ Vestfirðinga sögur kr. 244,55,- □ Heimskringla III kr. 270,50.- □ Grettis saga kr. 244,55.- □ Orkneyinga saga kr. 270,50,- □ Vatnsdæla saga kr. 244,55.- Ég undirritaður/uð óska eftir að fá eftirtalin fornrit send í póstkröfu: Nafn: Heimilsfang: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík, sími 18880. Kikiriíjaiöir njósncnar vel smuiðccr skammbyssui Asbjorn 0ksendal GAVIN FRANCIS CLIFFORD Hann hlaut aó deyja Bókin segir frá lífshættulegum flóttaferöum í stórhrídum og vetrarstormum um hálendi Nor- egs og Sviþjóðar. Þar er barist viö grimm nátt- úruöfl. Einnig kvislinga og Gestapo, sem alls staöar liggja í launsátri titoúnir aö svíkja og myrða. „Persónum er lýst af slíkri nákvaBmni og innlif- un að okkur finnst viö gjörþekkja þær Gestapo í Þrándheimi er aö öllu leyti sambeerileg viö baakumar Eftiirlýstur af Gestapo og Þegar neyöin er stærst." - Arbeidarbladet „Sönn frásögn af baráttu norskra föðurlands- vina viö kvislinga og Gestapo í Noregi.‘‘ - Aftenposten. ....lifandi lýsing á hrikalegum sannleika.“ - Vaart land ____viö stöndum bókstaflega á öndinni." - Morgenbladet Ný bók eftir enska metsöluhöfundinn Gavin Lyall. Njósnanetið kom fyrst út í Bretlandi haustiö 1980 Þetta er nútíma njósnasaga Breska leyniþjónustan, CIA-njósnarar og KGM-menn eru á fullri ferð. Umsagnir um bókina: „Frábær njósnasaga.1' - The Times „Ein af þeim allra bestu.‘ - Daily Telegraph „Hjá Lyall er allt áfullri ferð." - Punch. „Höfundurinn kann þá list að halda lesandan- urri í spennu “ - Daily Telegraph. „Kaldrifjaðir njósnarar vel smuröar skammbyssur.“ - Evening Standard. ..... Tveir þjóövaröliöar birtust skyndilega i Ijósgeislanum meö riffla um axlir . Loader fann stingandi verk í brjóstinu ... Skot sundr- aöi framrúðunni. Hendur hans hrukku af stýr- inu. Bíllinn rann út af veginum. Loader var klesstur milli stýrisins og hurðarinnar. Höfuðiö hókk aftur, augun voru opin, varimar hreyföust ekki... „Enginn höfundur lýsir eins vel og Clifford samspili haturs og ótta, samúö og mannlegum tilfinningum . . . Mögnuö spennubók ... Stór- kostleg " - London Spectator. Efniö tekur mann heljartökum.“ - The Scots- man. „Hraði og spenna frá fyrstu til síðustu blað- síðu.“ - The Times Literary Suppiement. HÖRPUÚTGÁFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.