Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 41
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 41 „Ég er Leonardo Da Vinci tuttugustu aldar“ „Ég er Leonardo da Vinci tut- tugustu aldar," segir Gregoric Sciltian, natúralisti í málaralist- inni, rússneskur að uppruna en býr í Róm, er er ekki að skafa utan af hlutunum: „Picasso var einungis mesta bisness-ævintýrið í listaheimin- um og ekkert annað. Málaralist- in náði hámarki niðurlægingar- innar með kommunum hans Klee og litlu ferningunum hans' Modrian og öllu hinu abstrakt- inu. Síðasta orðið átti svo lista- maðurinn sem sýndi fulla fötu af eigin saur á sýningu í nú- tímalistasafninu í Róm.“ Sciltian er frægur af portr- ett-myndum sínum, svo og kyrralífsmyndum og táknmynd- um. Eitt af síðustu verkum hans er stóra myndin sem hér birtist og heitir „The Eternal Illusion" — Hin eilífa blekking. Hún er 2,65x3,15 metrar í fullri stærð og hefur verið metin á 240 þúsund dollara. Velþekktur ítalskur gagnrýnandi, Ugo Ojetti að nafni, hefur lýst því yfir að portrett-myndir Sciltians séu með bestu portrett-myndum þessarar aldar. - segir Gregoric Sciltian í stuttu spjalli Þegar Sciltian var ungur mað- ur átti hann í miklu basli og varð að vinna hin ólíklegustu störf til að framfleyta sér, því það leit náttúrulega enginn við myndum hans. Þetta var uppúr 1920 í Parísarborg: „Ég barðist af mik- illi seiglu gegn Babelsturni mód- ernistanna", segir Sciltian: „Markmið málarans er að upp- hefja fegurð hins sýnilega heims og ég einsetti mér ungur að helga líf mitt þessu markmiði. Hið eina og skilyrðislausa hlut- verk málaralistarinnar hefur verið og mun alltaf vera, að sýna Jslekkinguna í raunveruleikan- um.“ Sciltian minnist sögunnar af Titian, s enm hann málaði mynd af páfa einum, sem var svo lík manninum, að fólk hélt þar stæði páfinn sjálfur holdi klæddur og kraup á kné í lotn- ingu sinni. „Þetta voru bestu meðmælin sem listamaðurinn gat fengið,“ segir Sciltian. Hann lofar mjög hina banda- rísku raunsæismenn í málara- listinni, William Harnett og Edward Hopper, og bætir við, að Iistamaðurinn verði að finna og opinbera þá fegurð sem hin venjulegu augu greina ekki: „Konan sem sat fyrir sem Mona Lisa gekk um götur Florens án þess nokkur maður veitti fegurð hennar eftirtekt, enginn áleit hana fagra, en Leonardo upp- götvaði hina leyndu fegurð sálar hennar. Þetta kraftaverk er aðeins hægt að þakka hinu einstaka næmi listamannsins og tækni- legri snilld hans — honum er gefin sú gáfa að skynja kjarna hlutanna, sem hinn venjulegi maður skynjar ekki. Og sá er einmitt munurinn á ljósmyndum og málverkunum mínum“, segir Gregorio Sciltian. Klukkan 2 til 4 í dag mun JÓN SIGURBJÖRNSSON leikari lesa úr eftirtöldum bókum: Raupað úr ráðuneyti, eftir VILHJÁLM HJÁLMARSSON Lengivænti vonin, æviminningar EINARS KRISTJÁNSSONAR Horft til liðinna stunda eftir ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON frá EIÐUM Höfundar verða í versluninni á sama tíma og árita bækurnar. EYMUNDSSON Austurstræti 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.