Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 9 Kirkjudagur Seljasóknar á morgun KIRKJUDAGUR Seljasóknar verður haldinn á morgun, sunnudag, en nú hafa verið gerðar nokkrar breytingar á sal þeim í Ölduselsskóla þar sem guðsþjónustur hafa farið fram og verð- ur í tilefni af því hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Svo sem aðra sunnudaga koma börnin saman í sunnudagaskólum sóknarinnar kl. 11 f.h., sem eru í Ölduselsskóla og við Seljabraut 54. Við hátíðarguðsþjónustuna kl. 14 prédikar sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup og sóknarpresturinn, sr. Valgeir Astráðsson, þjónar fyrir altari. Kirkjukór sóknarinnar syng- ur og verður altarisganga, en það er í fyrsta sinn sem það er á þessum messustað. Um kvöldið er síðan samkoma í Ölduselsskóla þar sem hr. Pétur Sigurgeirsson biskup flytur ávarp. Af öðrum dagskrárliðum má nefna einsöng Jóhönnu Möller, kirkjukórs- ins og sönghópsins Remus, flutt verður samlestrardagskrá Jóns Hjartarsonar um Þovald viðförla, sem samin er í tilefni 1000 ára af- mælis kristniboðs í landinu og sam- koman endar með hugleiðingu Gísla Árnasonar, formanns sóknarnefnd- ar. Séra Valgeir Ástráðsson sókn- arprestur tjáði Mbl. að sóknin væri nú 1 '/2 árs gömul, en sjálfur hefði hann starfað þar í ríflega eitt ár. Nýlega er sóknin búin að festa kaup á húsnæði í Tindaseli 3 þar sem eru skrifstofur og í ráði er að innrétta þar lítinn fundarsal. Kirkjubygging er í undirbúningi og hefur Sverrir Norðfjörð arkitekt verið ráðinn til að teikna. DJÚPIÐ Spennusagan DJÚPID er ettir Peter Benchley, sama höfund og hinar frægu metsölubækur Ókindin og Eyjan, en geröar hafa veriö kvikmyndir eftir öll- um þessum sögum og þær not- iö gífurlegra vinsælda. Senni- lega er DJÚPIÐ besta bók Pet- ers Benchley — hún er mögnuö ótrúlegri spennu frá fyrstu til síöustu blaösíöu. Þaö fer fram kappphlaup upp á iíf og dauöa og inn í það fléttast ýmis óvænt atvik. A ÖRN&ÖRLYGUR VT Siðumútan, simi 84866 Philips örbylgjuofnar eru fyrir þá sem þurfa að fylgjast með tímanum Bökuö epll Imín ffmín Frönsk zmín t_j 1mín Kebab í rauninni er sama hvernig tíma þínum er varið - Philips Microwave kemur þér þægilega á óvart. Sumir nota hann vegna þess aö þeir nenna ekki aö eyöa löngum tíma í matreiðslu. Aðrir matreiða máltíðir vikunnar á laugardögum og frysta þær til geymslu. Philips sér síðan um góöan mat á nokkrum mínútum, þegar best hentar. Þæglndi: Enginn upphitunartími, fljótleg matreiðsla, minni rafmagnseyðsla. Stelkur med/rare Hraðl: Þfðir rúmlega 3 punda gaddferöinn kjúkling á 20 mínútum. Bakar stóra kartöflu á 5 mínútum. Nærlng: Heldur fullu næringargildi fæðunnar, sem tapar hvorki bragði né lit. Hrelnsun: Aðeins maturinn sjóöhitnar, slettur eða bitar sjóða ekki áfram - og eldamennskan hefur ekki áhrif á eldhúshitann. Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. KYNNING I SÆTUNI 8 í DAG FRÁ KL. 14—16 Einar Árnason yfirmatreiöslumaöur í Nausti matreiöir gómsæta rétti úr hráefni frá Goöa í PHILIPS örbylgjuofninum. Einstakt tækifæri til þess aö kynnast möguleikum örbylgjuofnsins. Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins DREGIÐ í KVÖLD Afgreiðslan í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1, er opin í dag til kl. 19.00. Sími 82900 GREIÐSLA SÓTT HEIM EF ÓSKAÐ ER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.