Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 30
MOR&UNBtAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 30 Minning: Haraldur Guömunds- son Neskaupstað Fæddur 30. júlí 1922. . Dáinn 29. nóvember 1981. Það fer ekki hjá því að það kem- ur ónotalega við mann að fregna lát góðs vinar og félaga, jafnvel þótt maður sé kominn á þann ald- ur, þegar búast má við ýmsu. Það er eins og menn kveðji allt of fljótt, eigi of margt verkið óunnið. Jafnvel þó að mörg góð störf hafi verið af hendi leyst um ævidagana eins og á við um Harald vin okkar, sem nú er lagður upp í hina hinstu för. Fyrsta minning mín um Harald Guðmundsson er tengd hljóðfæra- leik. Hann var víst ekki nema 11 eða 12 ára gamall þegar ég sá og heyrði hann spila á banjó á skemmtunum, sem haldnar voru í skúrbyggingum, geymslum og jafnvel úti undir berum himni í Reykjavík þeirra daga. Alla tíð frá barnsaldri var tónlistin hinn rauði þráður í lífi Haraldar. Þessi leikni strákur bætti bæjarbörnunum þann skort sem þá var á skemmt- unum. Þá áttu börn sjaldnast 50 aura fyrir bíóferð, og þá var bara að bjarga sér sjálfur, og þar var Haraldur ekki lítill fengur sem skemmtikraftur, þegar hann lék af fingrum fram, sóló eða undir- leik. Eitt var það þó sem gat reynst hinum ungu hljóðfæraleik- urum erfiður keppinautur, en það var slökkviliðið. Ef í því heyrðist, hlupu allir út að elta, áhorfendur og skemmtikraftar, hljóðfæraleik- arar og ieikarar og leikkonur klædd sem prinsessur, álfkonur eða konungar sveipuð gluggatjöld- um eða rúmteppum. En eftir stendur samt ljóslifandi minning- in um unga banjóleikarann. Síðar áttu leiðir okkar eftir að liggja saman aftur, þá aftur í sambandi við tónlistina. Þá hafði Ilalli gengist fyrir stofnun Mand- ólínhljómsveitar Reykjavíkur. Var hann stjórnandi hennar og helsta driffjöður í starfseminni þann tíma sem hljómsveitin starfaði. Þegar þetta gerðist var Halli fyrir nokkru kvæntur sinni ágætu konu, Lilju Grétu Þórarinsdóttur og tókst strax mikil vinátta með fjöl- skyldum okkar, því maðurinn minn lék með Mandólínhljóm- sveitinni, auk þess sem stutt var á milli heimila okkar. Ótaldar eru þær stundirnar, sem var eytt í sameiningu á heimilum beggja við æfingar og ýmsa vinnu fyrir hljómsveitina. Árið 1949 fluttust þau Halli og Gréta til Vestmannaeyja, en það- an eftir nokkur ár til Reykjavíkur. Því næst lá leiðin til Neskaupstað- ar og þar bjuggu þau hjón ásamt börnum sínum hátt á þriðja tug ára og veit ég að Halli var þar eins og annars staðar mikils metinn af öllum, sem maður, sem góður fag- maður í prentiðnaði og ekki síst sem frábær tónlistarmaður og kennari. Að tónlistinni, sínu mesta hugðarefni, starfaði Har- aldur af sínum alkunna dugnaði og snilld. Síðari árin stjórnaði hann Tónlistarskólanum í Nes- kaupstað og stuðlaði þar með að tónlistaruppeldi austfirskrar æsku. Þykist ég þess fullviss að undan hans handarjaðri hafi sprottið margur efnismaðurinn á tónlistarsviðinu. Ekki var það ætlun mín að skrifa nema ævisögu Haraldar Guðmundssonar, heldur aðeins smákveðju með þakklæti til hans. Samvistirnar við hann og fjöl- skyldu hans voru að sönnu fáar og stopular um langt skeið vegna fjarlægðarinnar okkar á milli. En minningarnar leita á hugann ein af annarri, hver annarri skemmti- legri, þökk sé Halla. Ég vil svo að lokum senda mínar bestu samúðarkveðjur til barna, tengdabarna og barnabarna Har- aldar, að ógleymdri Grétu eigin- konu hans. Þau hafa staðið hlið við hlið í 40 ár og vel það. Oft reyndi mjög á Grétu þegar löng tímabil veikinda eiginmannsins stóðu yfir. Þá stóð hún sterk og traust honum við hlið. Ég veit að það verður tekið vel á móti vini okkar Haraldi handan við móðuna miklu og hef ég þá sérstaklega í huga einn vin hans sem á undan er farinn. — Nú syngur þig heim f heilaga ró vid hugljúfan hreim in hljóðklökkva ló. Sjá, liTröðull Ijós er lidinn ad sæ, — og döggvasl hver rós og rökkvar í b«! (Guðm. (luðmundsson) Anna Sigurðardóttir Er ég frétti lát Haraldar Guð- mundssonar kennara á Neskaup- stað komu í huga svo margar minningar liðinna ára, minningar um sannan listamann, sem gat leikið á flest hljóðfæri, og sem þrátt fyrir brauðstritið gaf sér ávalt tíma til að þjóna listagyðj- unni af trúmennsku. Ég minnist einnig ógleyman- legra samverustunda er liðu við hljóðfæraslátt, rabb um lífið og tilveruna og oft leið tíminn svo fljótt að ekki tók að leggja sig, heima heldur halda beint í vinn- una. Það eru meira en 35 ár síðan við' Haraldur hittumst fyrst. Ég var að burðast við að læra fiðluleik hjá þolinmóðum og elskulegum kennara, Sigurði H. Briem, og eitt sinn kom Haraldur heim til mín, sagði að Sigurður hefði bent sér á mig og fyrst ég kynni á fiðlu, væri ekkert mál að læra á mandólín. Ég aftók þetta með öllu, en nokkrum kaffibollum og mörgum klukku- tímum síðar var ég orðinn með- limur í Mandólínhljómsveit Reykjavíkur sem Haraldur hafði þá nýstofnað og var drjúgur að afla meðlima. í hljómsveitinni var Haraldur allt í öllu, áhuginn ódrepandi dugnaðurinn eftir því, hann smal- aði fólkinu saman, skipulagði fé- lagsstarfsemina og útsetti mest allt sem hljómsveitin lék. Á daginn vann hann við iðn sína, prentverkið, en að loknum oft löngum vinnudegi vann hann að hugðarefni sínu, hljómlistinni. Hann stjórnaði mandólínhljóm- sveitinni, lék með hljómsveit Björns R. Einarssonar er þá lék í gamla Listamannaskálanum og auk þess stjórnaði hann um tíma Lúðrasveit Verkalýðsins. Það seg- ir sig sjálft _að svo langur vinnu- tími og svo margþætt hugðarefni reyndu mjög á þolgæði konu hans Lilju Grétu Þórarinsdóttur, en hún stóð við hlið hans sem klettur, hún skildi ást hans á tónlistinni. Ég held að það sé séríslenskt fyrirbrigði að menn leggi slíka gíf- urlega vinnu á sig að loknum venjulegum vinnudegi. Ég veit dæmi þess að menn aki tugi og jafnvel hundruð kílómetra til að syngja með kór, eða að fiskvinnu- fólk, að lokinni 14—16 tíma törn, bregði sér á leikæfingu er svo stendur fram eftir nóttu. Þetta virðist svo ríkt í þjóðarsálinni, að ekkert virðist geta stöðvað þetta fólk. Mandólínhljómsveit Reykjavík- ur starfaði með blóma um sex ára skeið, og sá tími er hjá okkur flestum sem störfuðum með Har- aldi ógleymanlegur tími, tími mik- illar vinnu, næturnar urðu aldrei nógu langar til að verkefnunum yrðu gerð nógu góð skil og þar skiftust á hljómleikahald, ferðir út á land ennfremur var leikið á skemmtunum, kabarettum o.fl. Haraldur fékk svo gott tilboð frá Vestmannaeyjum um vinnu og kennslu að hann gat ekki neitað því og flutti með fjölskylduna þangað, en dagar hljómsveitarinn- ar urðu ekki fleiri, þegar driffjöðr- ina vantaði, eldmóð og áhuga stjórnandans. Er Haraldur kom til Eyja biðu hans þar mörg verkefni, vinna á daginn, og tónlistin allan annan tíma, en þá barst honum tilboð frá Neskaupstað um að taka við rekstri prentsmiðju staðarins og flutti hann þangað eftir þriggja ára dvöl í Eyjum og dvaldi þar til æfiloka. Eins og í Eyjum hóf Haraldur brátt að kenna á ýmis hljóðfæri m.a. trompet, og ásláttarhljóðfær- in og er tónlistaskóli var stofnað- ur á Neskaupstað var Haraldur ráðinn þar kennari. Hann og Gréta undu hag sínum vel á Nes- kaupstað og er hann sótti okkur heim einu sinni eða tvisvar á ári var margt að gerast og hann átti svo margt ógert og hann mátti ekki vera að heiman nema stutt, til að ljúka nauðsynlegum erind- um. Páll H. Pálsson fyrv. formaður hljómsveitarinnar bauð þá jafnan til mikils fagnaðar og var Harald- ur og kona hans þar jafnan hrókar alls fagnaðar og var jafnan minnst gamalla daga, þegar menn voru yngri og starfsþrekið meira og allt virtist mögulegt að fram- kvæma. Það er þungbært er leiðir skilja, en þá ber að þakka ógleymanlega samfylgd á langri leið. Við minnumst eldhuga sem dáði tónlist og vann í þágu hennar alla æfi tilbúinn að miðla öðrum af þeim nægtarbrunni þekkingar er hann hafði viðað að sér á langri æfi. Grétu og fjölskyldunni sendi ég kveðju okkar hjónanna, og veit ég að ég mæli fyrir munn allra okkar er vorum í Mandólínhljómsveit- inni að minningin um Harald Guðmundsson mun lifa áfram í huga okkar sem hlutum þá gæfu að kynnast honum. Tage Ammendrup Auðbjörg Jakobsdótt- ir - Minningarorð Fædd 2. október 1917 Dáin 24. nóvember 1981 Húsmóðirin að Hólsvegi 11 á Eskifirði brá ekki af vana sínum í haust og gróðursetti laukana sína, eitt af mörgum verkum, sem ævinlega voru unnin á heimilinu á þessum árstíma. Veturinn hafði gengið snemma í garð og hún varð að moka snjó ofan af blómareitun- um meðfram gangstígnum. Hver laukur var síðan settur niður af alúð og nákvæmni. Engan grunaði þá, að hún ætti ekki eftir að njóta þess að sjá fyrstu grænu blöðin gægjast upp úr krapanum að vori og ummyndast smám saman í breiður af rauðum túlípönum. Auðbjörg Jakobsdóttir fæddist á Norðfirði 2. október 1917, dóttir hjónanna Sólveigar Ásmundsdótt- ur og Jakobs Jakobssonar skip- stjóra. Sólveig var Austfirðingur, fædd í Vaðlavík, en fluttist ung með foreldrum sínum til Norð- fjarðar. Jakob var Húnvetningur, fæddur á Illugastöðum á Vatns- nesi. Á unglingsárum lá leið hans fyrst til Reykjavíkur, þar sem hann stundaði sjósókn og gekk í Stýrimannaskólann og síðan aust- ur til Norðfjarðar. Börn Sólveigar og Jakobs urðu fimm, elzt Þórunn, þá Ásmundur, sem er látinn, Guðmundur, sem dó nokkurra daga gamall, Auðbjörg var næstyngst og Jakob yngstur. Þau reistu sér hús á Norðfirði, Strönd, og bjuggu þar allan sinn búskap að undanskildum fyrstu árunum. Húsið stóð að heita má í flæðarmálinu, og húsið, sjóhúsið, bryggjan og happafleytan hún Auðbjörg, allt myndaði þetta eina heild, sem var í senn heimili og vinnustaður. Allir, sem vettlingi gátu valdið hjálpuðu til. Þegar börnin stálpuðust, fóru þau að stokka upp línu og beita. Dreng- irnir fóru á sjó með föður sínum, þegar þeir eltust, og stúlkurnar unnu ýmist við fiskverkun eða í eldhúsinu hjá móður sinni, og svo þurfti náttúrlega að sinna kusun- um tveimur og heyja handa þeim. Allir hjálpuðust að af ósérhlífni og samvizkusemi. Allur fiskur, sem Jakob dró úr sjó, var verkaður heima af sömu natni og Auðbjörg sýndi mörgum árum síðar, þegar hún gróðursetti haustlaukana sína. Heimilisbragurinn á Strönd var eins og bezt verður á kosið. Sólveig var glaðlynd kona, sköruleg hús- freyja og ástrík móðir. Á Strönd féll aldrei styggðaryrði og var þó oft annasamt og þröng á þingi. Margir sóttust eftir skipsrúmi hjá Jakobi. Aflasæld hans var kunn um alla Austfirði og hann reynd- ist öllum vel, sem hjá honum unnu. Margir þeirra voru aðkomu- menn og bjuggu á heimilinu, en aðrir komu til Jakobs til þess að fá tilsögn hjá honum í sjómanrta- fræðum. I litla eldhúsinu á Strönd þurfti því oft margt að sýsla, eftir að eldri systirin, Þórunn, var gift og farin að heiman var Auðbjörg hjálparhella móður sinnar. Húsráðendur á Strönd máttu ekkert aumt sjá en voru þess utan afskiptalausir um hagi náungans. Sólveig hélt ævinlega sinni ein- lægu þarnatrú og Jakob gerði sjó- ferðabæn sína í hljóði, en skipti sér ekki af því, hvort skipverjar fóru að dæmi hans. Þessa eigin- leika foreldra sinna hafði Auð- björg í ríkum mæli. Um margra ára skeið réri Jakob á vetrarvertíð frá Hornafirði. Eina vertíðina fór Auðbjörg, þá 17 vetra, bráðþroska og gjörvileg, með foreldrum sínum til Horna- fjarðar til þess að gæta litla bróð- ur síns. Þar voru margir aðkomu- menn, meðal þeirra ungur Esk- firðingur, Jóhann Klausen. Hann og Auðbjörg bundust tryggða- böndum og ákváðu að búa sér heimili á Éskifirði. Haustið 1943 höfðu þau reist sér hús, sem þau nefndu Tindastól, við Hólsveg 11, og 2. október, á afmælisdegi Auð- bjargar, giftu þau sig. Mörgu var ólokið í húsinu og lóðin ófrágeng- in, og þau einsettu sér að ljúka öllu í hjáverkum á 25 árum. Upp frá því var frístundum ýmist varið til þess að smíða og rækta eða þá að bregða sér í ferðalög og njóta íslenzkrar náttúru. Heimilið og garðurinn báru vott um samheldni hjónanna. Jóhann hlóð stall eftir stall í garðinum, Auðbjörg gróð- ursetti, og hríslurnar hennar urðu beinvaxnar og laufmiklar. Ekki gekk matjurtaræktunin verr. Kartöflurnar þeirra neituðu að taka tillit til kaldrar og rysjóttrar veðráttu og spruttu eins og þær ættu heima í suðrænum reit. Auð- björg var ákaflega gestrisin og það var glatt á hjalla, þegar gesti bar að garði, stundum langt að. Ef von var á einhverjum, varð henni tíðreikað út að stofuglugganum, þar til hún taldi sig bera kennsl á bíl, sem ók niður brekkuna við fjörðinn sunnanverðan. Og þegar gestirnir óku í hlað, stóð hún í hliðinu og fagnaði þeim. Þegar vel viðraði Voru gestirnir drifnir út í undurfagran lund í garðinum og gátu þar notið útsýnisins um leið og þeir gæddu sér á höfðinglegum veitingum. Meðan Auðbjörg var í foreldra- húsum, vann þún oftast hjá for- eldrum sínum við heimilisstörf eða fiskvinnslu, en eftir að frysti- húsi var komið upp í Neskaupstað vann hún þar öðru hverju. Hún lék handbolta af kappi með stöllum sínum í íþróttafélaginu Þrótti og var í kvennadeild Slysavarnafé- lags íslands. Áhugann á að fyrir- byggja slys og óhöpp átti hún ekki langt að sækja. 1934 fór hún til Laugarvatns og sótti þar nám- skeið í matreiðslu og íþróttum, og minntist þess tíma ævinlega með mikilli ánægju. Eftir að Auðbjörg settist að á Eskifirði, átti heimilið hug hennar allan. Jóhann átti netaverkstæði aðeins steinsnar frá húsinu þeirra og um skeið hafði hann umsjón með bátasmíði í Noregi og Dan- mörku. Þangað fylgdi Auðbjörg hpnum og kunni vel að meta tæki- færið til þess að skoða sig dálítið um. Síðar skruppu þau oft í ferða- lög til útlanda, meðal annars til þess að heimsækja föðurfólk Jó- hanns í Noregi, og hvar sem þau voru, höfðu þau mikla ánægju af að skoða náttúruna og njóta henn- ar. Eftir að Jóhann var orðinn bæjarstjóri á Eskifirði, lá leiðin oft til Reykjavíkur i ýmsum er- indagjörðum og um leið voru það kærkomin tækifæri fyrir þau bæði til þess að heilsa upp á skyld- menni og kunningja. Auðbjörg Jakobsdóttir var fríð- leikskona; í meðallagi há, grann- vaxin og dökk á brún og brá. Hún bar ættarmót beggja stofna, sem að henni stóðu. Hún var háttprúð og smekkvís, hlédræg og seintekin, en trygglyndið því meira. Hún naut sín þetur í fámenni en fjöl- menni, gladdist á góðri stund og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Nú er tómlegt á Hólsvegi 11. En handaverkin hennar Auðbjargar sjást þar alls staðar, og þeir, sem lengi þekktu hana, eiga um hana ljúfar minningar, og líka hinir, sem auðnaðist aðeins í fáein ár að sjá hana rækta garðinn sinn á hljóðlátan hátt. Margrét Jónsdóttir Bögga frænka er og verður allt- af stórt nafn í hugum okkar systk- inanna. Þegar við vorum lítil hitt- um við hana ekki oft, enda var þá mun erfiðara um samgöngur milli Reykjavíkur og Eskifjarðar en nú. Stóru gómsætu berin og yndislegu smákökurnar og pakkarnir á jól- unum minntu þó rækilega á hana. Sumarferðirnar til Eskifjarðar urðu tíðari með árunum og nutum við þá einstakrar gestrisni Böggu og Jóhanns. Bögga gat talað og hlegið með okkur eins og jafn- aldri. En hún reyndist okkur einn- ig vel á erfiðum tímuum, ekki síst við fráfall móður okkar. í okkar augum var Bögga stoð og stytta vina sinna og eiginmanns. Við vonum að sá styrkur sem hún gaf, nýtist nú þegar mest á reynir. Sólveig, Oddur og Auðbjörg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.