Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5, PESEMBER 1981 Njósnað og drep- ið fyrir Churchill Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson SENDIBOÐI CHURCHILLS cftir Brian Garfield í samvinnu við „Kristófer Creighton". Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Iðunn 1981. Sendiboði Churchills er reyfari um meira en lítið kyndugt sam- band Winstons Churchills og pilts nokkurs sem í sögunni er kallaður Kristófer Creighton. Höfundur- inn, Brian Garfield, skrifar í formála að söguhetjan (þ.e.a.s. pilturinn) sé raunverulegur maður á sextugsaldri, en hann heitir ekki Kristófer Creighton. Að sögn Garfields er bókin byggð á „stórfurðulegri" ævi, en er að öðru leyti skáldsaga og styðst þess vegna við skáldaleyfi. Það færist nú í vöxt að skrifaðar séu skáldsögur með frægum mönnum sem persónum. Sumir kjósa Hitler, aðrir Churchill. Sendiboði Churchills er dæmigerð skáldsaga í æsistíl þar sem styrj- aldarárin og ýmsir sögulegir at- burðir eru notaðir til að gera efnið trúverðugt. Heimsstyrjöldin síð- ari býður sífellt upp á efni handa skáldsagnahöfundum og ýmsar nýlegar uppgötvanir spilla ekki fyrir. Mestu skiptir þó að hug- myndaflugið sé í lagi. Það væri Winston Churchill drepleiðinleg saga sem einungis fengist við sagnfræðilegu hliðarn- ar. Brian Garfield er engin lið- leskja í reyfarahirðinni. Að minnsta kosti tekst honum að gera Sendiboða Churchills spenn- andi sögu. Auðvitað hefði þetta allt getað gerst. Hvað gerist ekki í stríði? Churchill sem fyrir tilviljun rekst á hinn unga Kristófer felur honum vandasöm njósnaverkefni í framandi löndum, svo mikilvæg á köflum að þau hafa áhrif á fram- vindu stríðsins. Til þess að Kristó- fer geti unnið fyrir föðurlandið sem væntir þess að hver maður geri skyldu sína er hann þjálfaður til að mæta hættum, þola pynt- ingar og ekki síst drepa fólk. Hann verður snjall morðingi og er m.a. skipað að myrða ástkonu sína á götu í London. Það gerir hann með köldu blóði fyrir England. Móðir hans minnir hann á að það er stríð og ekki má láta samviskuna hafa of mikil áhrif. Sama gerir maður- inn með viskíglasið og vindilinn. Konur eru fúsar til að leggjast með sveininum og hann vex með hverjum degi. Afreksmaðurinn Kristófer verður sólginn í að þóknast kaldrifjuðum stjórnmála- mönnum og herfræðingum. í rauninni er hann skáti sem nær lengra en félagarnir: „Berlín hugsaði hann. Hann fann til eftir- væntingar. Hvað heldurðu að marg ir enskir strákar á þínum aldri fái somu Uekifæri og þú á því herrans ári nítján hundruð fjörutíu og tvö?“ Manngæska Churchills er nú ekki frá því að vera yfirdrifin á köflum og eins er um' tár göfug- mennisins og hörkutólsins. En sé þessi bók lesin að mestu án gagn- rýni í garð Breta má hafa af henni dægradvöl. Hún er að minnsta kosti við hæfi þeirra sem unna stríðssögum. Þýðing Álfheiðar Kjartansdótt- ur spillir á engan hátt sögunni og er ánægjulegt að geta fullyrt slíkt þegar um bók af þessu tagi er að ræða. Skyldi Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Fríða Á. Sigurðardóttir. Sólin og skugginn, skáldsaga. ÍJtg. Skuggsjá 1981. Fríða Á. ‘Sigurðardóttir sýnir töluvert hugrekki með því að senda frá sér sína fyrstu skáld- sögu ári eftir að smásagnasafn hennar kom út og fékk sérdeilis góða dóma. Þar af íeiðir, að kröfur til þessarar nýju bókar verða meiri en ella. Sögusviðið er sjúkrahús-kol- krabbinn. Aðalsögupersónan Sig- rún hefur þjáðst af einhverjum óljósum sjúkdómi um langa hríð, hún er yfirliðagjörn, máttleysi gerir vart við sig í öðrum fæti, hún þetta hafa verið hysterí hefur horazt niður úr öllu valdi og hún er hrædd við þetta. Hún á eiginmanninn Magga og þrjú börn, hefur fengizt við kennslu, en undir lokin er það orðið henni ofviða og hún fer sem sagt á sjúkrahúsið þar sem hún gengst undir umfangsmiklar rannsóknir. Auk læknanna, sem eru flestir kaldir og fordómafullir, kynnist hún samsjúklingum sínum. Þar er oft fjarska vel sagt frá. Sigrún er nú rannsökuð hátt og lágt, en það kemur fyrir ekki, læknirinn Karl kemst að þeirri niðurstöðu, að hún sé hysterísk — hvorki meira né minna. Hún ætti að fara heim, herða sig upp, lifa lífinu eins og manneskja og kannski fara aftur að vinna, þótt ljóst sé að hún hafi gefizt upp við það áður. Og af hverju skyldi hún vera hysterísk? Kannski vegna þess að hjónaband- ið hefur einhvern tíma verið í vit- leysu og kannski var framhjáhald af hálfu beggja. Bók Fríðu hefur marga kosti. Hún er ákaflega vel skrifuð, höf- undur hefur frábært vald á máli og skrifar eðlileg samtöl, prýði- legar eru lýsingar hennar á van- líðan Sigrúnar og þó sérstaklega á samskiptum sjúklinganna inn- byrðis. Mér fannst hins vegar afstaða læknanna ótrúleg og gamaldags, mikið á ég erfitt með að trúa því að læknar séu haldnir fordómum gagnvart sálrænum kvillum. Og seinna kemur í ljós að Karl yfir- læknir telur ekki þörf á að hún leiti til geðlæknis. Hún á bara að lækna sig sjálf, í mesta lagi fara til andalæknis (!). Annað atriði fannst mér ekki sannfærandi og það er gaspur Karls um sjúkleika Sigrúnar að því er virðist við pét- ur og pál, ég hef staðið í þeirri meiningu, að læknar hefðu trún- aðarskyldu gagnvart sjúklingum sínum. Aðalbrotalömin í sögunni finnst mér þó kenningin um að sjúkleik- ann megi rekja til erfiðleika í hjónabandinu. Mér er spurn, ætli flest hjónabönd lendi ekki fyrr eða síðar í einhverjum krísum án þess að fólkið þurfi að vera stórveikt eða hysterískt (orðið sem notað er). Að vísu er íað að því ofur gætilega að einhvern tíma hafi eitthvað borið út af, og einu sinni er sagt frá því þegar Maggi kemur fullur heim og er vondur og orð- ljótur. En ekki svo að það dugi til þess að koma af stað þessum ósköpum sem hrjá Sigrúnu. Þessar lausnir verkuðu svo á mig að höfundur hefði lent í vand- ræðum, þegar að því kom að fara að binda saman þræði og ekki fundið bermilegri lausnir. Hvað sem líður annmörkum er þetta þó að mörgu leyti góð bók, eins og áður segir er aðal hennar fallegt mál og léttur og fyrirhafn- arlaus stíll. Fríða er óvenjulega vel ritfær og með henni trúi ég að höfundur hafi fengið góðan sess á rithöfundabekk okkar. Frá heimahögum Bókmenntir Erlendur Jónsson Bragi Nigurjónsson: MEÐAL GAM- ALLA GRANNA. 127 bls. Skjald- borg. Akureyri, 1981. »Víst er það umdeilanlegt,« seg- ir Bragi Sigurjónsson, »hver minningabrot eru verð þess að vera skráð og enn umdeilanlegra, hvort skráning tekst, svo að betur sé en ekki.« Höfundur gerir þá grein fyrir bók sinni að hér séu á ferðinni »minningabrot«. Það er réttnefni. En óvenjulegar eru þessar endur- minningar að einu leyti: Höfundur er ekki sjálfur miðdepill frásagn- arinnar heldur sveitin hans. Þetta er gagngerð og skipuleg sveitar- lýsing, hver bær, hvert heimili og hver fulltíða einstaklingur í heilli sveit nefndur með nafni, hvort sem höfundur hafði af þeim meiri eða minni kynni, og flestum lýst nokkuð náið, bæði að útliti og inn- ræti; einnig vikið að efnahag og búskaparháttum, auk þess sem getið er um þátttöku í sveitarmál- um. Það er Reykdælahreppur í Suður-Þingeyjarsýslu sem hér er brugðið fyrir sjónir. Segir höfund- ur að lýsingar sínar og frásagnir séu »fyrst og fremst bundnar ár- unum 1910—1925, þó að það sé ekki alfarið. Þessi tímamörk, hvað 1925 snertir, eru miðuð við bygg- ingu og upphaf'héraðsskólans á Laugum, því að með tilkomu hans má orða það svo, að þá gangi raun- ar gamall tími fyrir horn í Reykjadal, en nýr tími stígi fram á hlaöið, þó að fá tímamörk sé hægt að draga svo skörp, að þau grípi ekki um margt allmjög hver inn á annars svið.« Faðir Braga var Sigurjón Frið- jónsson skáld og bóndi á Litlu- laugum. Var hann aðfluttur úr næstu sveit. En Bragi kveðst vera borinn og barnfæddur Reykdæl- ingur. Kynni þau, sem hann hafði af sveitungum sínum, voru misnáin eins og gengur. En þeir, sem heima áttu í sama sveitarfélagi, hlutu að eiga svo margvísleg sam- skipti, að naumast fór hjá að allir þekktu alla, ef ekki persónulega, Bragi Sigurjónsson þá að minnsta kosti í sjón og af spurn. Bragi Sigurjónsson kveðst telja að sveitungar sínir á uppvaxtarár- unum hafi verið »svo athyglis- verðir menn, sumir hverjir, og mér svo geðfelldir samfylgdar- menn, að ég hefi freistast til að sýna lit á að gjalda þeim ekki þögnina eina að launum.« Og hlýlega minnist hann þess- ara gömlu granna sem nú munu margir fallnir í valinn. Þó segir hann á þeim bæði kost og löst og er í rauninni furðu hreinskilinn. En því aðeins er mark takandi á mannlýsingu að hún sé eitthvað meira en lofið tómt. Fyrir sjónum þess, sem þekkir ekki til, eru þess- ar lýsingar bæði athyglisverðar og læsilegar. Varla er þó gerandi ráð fyrir að þær veki almennan áhuga langt utan heimahaga höfundar. En vel hefur Bragi Sigurjónsson hér með goldið sveitungum sínum samvistirnar og uppeldisáhrifin. Allmargar myndir eru í bókinni af gömlum Reykdælingum og auka þær gildi þessarar skipulegu og að mörgu leyti nákvæmu sveit- arlýsingar. Nú gefst tækifæri tíl a eiga sólríka jóla- og nýárshátió á Kanarieyjum Ukkur hefir tekist að fá íbúöir og hótel á þessum eftirsóttasta tíma ársins, þegar allir vilja komast í sólskinsparadísina og glaóværöina á Kanaríeyj- um, þegar reikna má meö kulda á noróurslóöum og margir frídagar gera þaö aö verkum aö ekki þarf aó eyöa nema sex vinnudögum í nærri hálfsmánaóarferö, — og losna viö rándýrt jólahald heima, sem kostar kannski nærri jafnmikiö og feröin fyrir fjölskylduna. Hægt er aö velja um dvöl í ibúöum, eöa á hóteli meö morgunmat og kvöldmat. Glæsileg aöstaöa til sólbaöa og sunds og fjölbreytt skemmt- jóla-og núársferö aríeqja Brottför 21. desember, 13 dagar Verö frá kr. 5.900 Flugferöir analíf íslensk jolahátíö og áramótafagnaöur, og hægt aö velja um fjölda skemmti- og skoóunarferóa um fagurt og fjölbreytt landslag, borgir og byggöir. Boeing-þota Arnarflugs flýgur beint til Kanaríeyja á aöeins fimm tímum. Þegar hafa á annaö hundraö manns pantaö. en flugvélin tekur 150, svo fáeinir komast meö til viöbótar. Til þess að greiöa fyrir afgreióslu vegna jólaferöarinnar höfum vió opió í laugardaginn kl. 10—16 Eftir helgina veróa síóustu sætin seld og einnig óstaófestar pantanir. tar. eióslu vegna pióá A "V _ pp AÍrtQllt* Miöbæjarmarkaðinum, 2. hæö, Aöalstræti 9. Sími 10661.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.