Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 32
MtíaeUNfikAP.IÐ. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 32 Hermann Hermanns- son - Minningarorð Fæddur 17. maí 1893. Dáinn 2G. nóvember 1981. Hermann Hermannsson frá Ög- urvík andaðist á Bonjarspítalan- um í Reykjavík 26. nóvember sl. á 89. aldursári. Jarðarför hans verð- ur nerð frá ísafjarðarkirkju í dan. Hann var fæddur á Krossnesi í Árneshreppi í Strandasýslu, 17. maí 1893. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Bjarnadóttir, ætt- uð úr Múlasveit í A-Barða- strandarsýslu, ojí Hermann Þórð- arson, af Melaætt í Trékyllisvík. Hermann var ynKstur í fjölmenn- um systkinahópi og fluttist hann með foreldrum sínum að Djúpi 8 ára að aldri. Bjungu foreldrar hans á ýmsum stöðum við Djúp, cn síðast bjujífíu þeir í Hafíakoti í Offurhreppi. Hermann stundaði öll alf?enf< störf til sveita í uppvexti sínum en unfíur að árum gerðist hann sjó- maður of; stundaði sjóróðra frá Djúpi lengst af ævi sinnar. Fyrst var hann á árabátum, síðar á sefílskipum að vetrum og lá oft undir jökli, en á heimamiðum á litlum bátum á sumrum. Hann eignaðist fyrst fjórróið far, skektu, sem kölluð var Sæunn. Því næst sexæring, Óla Snarfara, en 1930 keypti hann þriggja tonna trillu, er hann nefndi Hermóð, og stundaði sjóróðra á þeim bát allt til ársins 1956. Sá bátur er enn við lýði, endurbyggður í sinni gömlu mynd, og er nú eign sona hans. Hermóður reyndist hið mesta happaskip, frábært sjóskip, enda með falslaginu sem frægt var við Djúp og kennt við hinn kunna bátasmið, h’al Falsson í Bolung- arvík. Hermann kvæntist hinn 21. dcs- ember 1918 Salome Rannveigu Gunnarsdóttur frá Eyri í Skötu- firði, en hún var tekin í fóstur af Þuríði Ólafsdóttur í Ógri, 7 ára gömul. Salome var fædd 24. apríl 1895 og andaðist á Isafirði 20. nóv- ember 1977. Hermann og Salome áttu heimili í Ögri fyrstu sjö hjúskaparár sín og þar fæddust fjögur börn þeirra. Árið 1925 byggðu þau býljð Svalbarð í Ög- urvík og þar höfðu þau nokkrar landn.vtjar og uppsétur en aðal- atvinna Hermanns voru fiskveiðar og fiskverkun. Að Svalbarði bjuggu þau til ársins 1945, en þá fluttu þau til Isafjarðar. Þeim fæddust sjö börn á Svalbarði. Ög- ur hefur löngum verið stórbýli allt frá landnámsöld, en einkum var . vegur þess mikill á miðöld sögu okkar. Þar bjuggu jafnan miklir höfðingjar og voru taldir með auð- ugustu mönnum landsins og er trúlegt aö sjávarafli hafi að veru- legu leyti stutt að auðævum þeirra. A síðasta hluta 19. aldar bjó þar Jakob Rósinkransson frá Æðey, hinn mikilhæfasti maður. Hann reisti eftir miðja síðustu öld í Ögri stærsta íbúðarhús, sem til þess tíma hafði verið byggt í sveit á Islandi. Það hús stendur enn. I Ogri hafa síðan búið afkomendur Jakobs Rósinkranssonar. Fyrir um það bil hálfri öld var reistur vandaður læknisbústaður í Ógur- vík, og þar sátu læknar Djúp- manna um all langt árabil. í Ögur- nesi var ákjósanleg veiðistöð þeg- ar kom fram á síðari hluta 19. ald- ar. Fjn upp úr aldamótum fer að verða þar föst byggð og fram á 5. áratug þessarar aldar. Það var mannmargt á þessum árum í Og- urvíkinni og þar bjuggu og störf- uðu harðir og dugmiklir karlar, sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Þeir töluðu enga tæpi- tungu og voru hver öðrum sjálf- stæðari í lífi og starfi. Breyttir þjóðfélagshættir gerðu það að verkum, að þessar fjölskyldur fluttu burtu frá þessum stað og þær fluttu margar til Isafjarðar, sumar héldu áfram leiðina suður. I Ogurvíkinni ólu þau Hermann og Salome upp sinn stóra barna- hóp. Þar lærðist þeim börnum í æsku að vinna allt sem til féll og stunduðu fiskveiðarnar með föður sínum meðal annars. Það var á margan hátt góður skóli enda hafa þau öll sýnt það, síðar í lífinu, að þau fengu góðan skóla þegar á heimili foreldra sinna. Til Isafjarðar flytja þau á árinu 1945 og kaupa húsið Mjógötu 3, ásamt hjónunum Guðfinnu Andr- ésdóttur og Pálma Gíslasyni, sem fluttu úr Ögurvíkinni um líkt leyti. Nokkru áður en þau flytja til Isafjarðar hafði ég, sem þessar línur rita, keypt hús við Hafnar- stræti 14, bakhlið þess snýr að Mjógötunni, og því var eðlilegt að kynni tækjust með okkur hjónum og þessu fólki. Okkar nábýli, sem stóð áratugi, var með þeim ágæt- um, að þar bar aldrei skugga á. Hermann Hermannsson var meðalmaður á hæð, röskur í hreyfingum, skapmikill, átti til að vera nokkuð óvæginn, þegar sá gállinn var á honum, en inni fyrir bjó heilsteyptur drengskaparmað- ur, sem alltaf vildi hafa það sem var réttast og sannast. Hann var ákveðinn í skoðunum, og lét ekki af sannfæringu sinni við hvern sem var að skipta, ef honum bauð svo við að horfa. Hann var dugn- aðarmaður að hverju sem hann gekk. Eftir að hann hætti sjó- mennsku vann hann almenna verkamannavinnu, en síðustu ára- tugina vann hann aðallega við fiskvinnslu í hraðfrystihúsum og lét aldrei deigan síga, fyrr en hann hætti að vinna 83 ára að aldri. Hann hafði jafnan verið heilsu- hraustur og hætti ekki að vinna, fyrr en kraftar voru farnir að þverra. Síðustu árin eftir lát konu sinnar var hann hjá Halldóri syni sínum og Katrínu konu hans, þangað til hann flutti suður á Hrafnistu fyrir um það bil 2 árum. Hann veiktist í septemberlok, fékk heilablæðingu og lá hann rænulít- ill þar til hann var allur. Hermann var með aldrinum mildur, sem bezt lýsti sér í um- gengni hans og ástúö við barna- börn sín. I einkalífi var hann mik- ill gæfumaður að eignast Salome f.vrir lífsförunaut, sem var falleg og einkar vel gerð kona, til líkama og sálar. Kona sem sópaði að, skapmikil og mild í senn. Þegar hún dó frá honum missti hann einnig hamingjuna og löngunina til að lifa lífinu. Hann þráði endurfundi við hana. I blíðu og stríðu báru þau gagnkvæma virð- ingu hvort fyrir öðru með órjúf- andi tryggð og vináttu. Sem hjón voru þau hamingjusöm í fyllstu merkingu þess orðs. Þau eignuðust 11 mannvænleg börn sem öll kom- ust til manndóms og þroska og bera foreldrum sínum fagurt vitni. Barnabörnin eru 43 og barnabarnabörnin 32. Afkomend- ur þeirra eru því 86 og 85 þeirra á lífi. Það mun varla finnast svo mannmörg fjölskylda, sem átt hefur öðru eins láni að fagna. Ég kom til þeirra hjóna skömmu eftir lát elzta sonar þeirra, sumarið 1977. Þá var þeim brugðið báðum, og þó sérstaklega henni. Þetta var fyrsta og eina sorgin í missi af- komenda þeirra. Það var þung sorg og kom til þeirra snöggt og óvænt. Börn Hermanns og Salome eru í aldursröð: Anna, gift Ásgeiri Sigurðssyni, járnsmíðameistara á Isafirði. Þau eiga 3 börn. Þuríður, gift Arnviði Ævari Björnssyni, pípulagningarmeistara á Húsavík. Þau eiga 4 börn. Gunnar, skip- stjóri í Hafnarfirði, látinn 8. júní 1977, kvæntur Kristínu Önundar- dóttur, og áttu þau 5 börn. En Gunnar hafði eignazt son áður en hann kvæntist. Þórður, skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík, kvamtur Vigdísi Birgisdóttur, og eiga þau 4 börn. Sigríður, verka- kona í Reykjavík, áður gift Erlingi Magnússyni verzlunarmanni, og eiga þau 1 son. Karitas, gift Steingrími Birgissyni, húsgagna- smíðameistara á Húsavík og eiga þau 2 syni. Sverrir, alþingismaður og forstjóri í Reykjavík, kvæntur Grétu L. Kristjánsdóttur, og eiga þau 5 börn. Gísli Jón, skipstjóri og framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Jónínu Einarsdóttur, og eiga þau 3 börn. Halldór, skip- stjóri og útgerðarmaður á Isafirði, kvæntur Katrínu Gísladóttur, og eiga þau 7 börn. Guðrún Dóra, gift Þóri Þórissyni, löggæzlumanni í Reykjavík, og eiga þau 4 börn, og Birgir, skipstjóri og ritstjórnar- fulltrúi Reykjavík, kvæntur Öldu Sigtryggsdóttur, og eiga þau 4 börn. Þreyttur, aldraður maður hefur fengið hvíld, eins og hann þráði, eftir mikið, árangursríkt og göf- ugt lífsstarf. Við Kristín þökkum honum og konu hans fyrir góð og traust kynni, vináttu og hlýju í okkar garð öll nábýlisárin við Mjógötuna. Sannarlega söknum við þeirra beggja. Við sendum börnum þeirra, tengdabornum, og afkomendum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Það er gott og lær- dómsríkt að kynnast góðu fólki, eins og þau voru bæði, Hermann og Salome, og geyma í hugum okkar hlýjar og bjartar minningar um þau. Við óskum honum bless- unar Guðs í nýjum heimkynnum og vitum að þar hefur verið tekið vel á móti honum. Matthías Bjarnason Þá er Hermann á Barði látinn eftir langa og gifturíka æfi. Kynni okkar Hermanns hófust, þegar ég á árinu 1938 fluttist í Ögur og tók við héraðslæknis- störfum þar. Ekki löngu áður hafði aðsetur læknis er þjóna skyldi 5 hreppum Djúpsins ein- mitt verið flutt þangað vegna þess að þar voru búsettir nokkrir sjó- menn. Það kom fljótt í ljós, að Her- mann var einn af öruggustu ferju- mönnum um Djúpið fyrir læknis- vitjanir í hinu víðlenda og annars veglausa héraði, sem var sund- urskorið af ótal fjörðum og víkum. Þar var sjóleiðin enn alfaravegur eins og verið hafði frá alda öðli á mílli blómlegra og fjölmennra byggðarlaga eins og enn var á 4. og 5. áratugnum. Þegar kallað var eftir lækni símleiðis á nóttu eða degi var ekki spurt um veður né sjólag. Læknirinn ræsti út Her- mann á Barði sem bjó í næsta nágrenni. Það stóð ekki á svarinu, og það var ekki lengi gert að bregða sér í sjógallan. Síðan var haldið til sjávar og báturinn, sem var yfirbyggð, þung en lítil trilla, var bakaður með hjálp búkka og hlunna af kambi í sjó fram. Ekki var tími til að sækja háseta á aðra bæi, en lækn- irinn umsvifalaust skráður að- stoðarkokkur og skipað að halda sig í lúkarnum og hafa heitt á könnunni, ef skipstjóra gæfist tóm til að fá sér sopa. En skipstjórinn var einnig vél- stjóri og stýrimaður. Hans fasti staður var vélarhúsið, sem hann stóð hálfur upp úr með hönd á stjórnveli. Hann var fríður maður sýnum, Ijós á brún og brá með mjúkar hrukkur í enni, dálítið pír- eygður af að rýna í veðrið, með hlýlegan glampa í augum. Á höfði hafði hann slétta skinnhúfu, sem glampaði á af sælöðrinu. Þetta var formaðurinn Hermann Her- mannsson. Hann sá nú um að halda stefnunni, en hlustaði jafn- framt eftir vélarhljóði og hafði nákvæmar gætur á sjólagi og skýjafari. Það gat verið margra tíma stím framundan. Með slíkri aðgæslu komst Hermann á Barði allra sinna ferða hvernig sem viðraði, án tafa og án áfalla. Oft var Djúpið spegilslétt, án minnstu vindgáru, en á skammri stund skipast veður í lofti að vetri til. Blindbylur og særok, sem byrgði fyrir alla útsýn, þótti ekki tiltökumál á þeim slóðum, en hið kolsvarta flauelsmjúka myrkur skammdegis í logni og kyrru þröngra fjarða, þar sem saman rann hauður og haf við himininn, var mér ráðgáta hvernig ratað yrði. Ég minnist slíkrar næturferðar inn Skötufjörð, þar sem ég þá og þegar átti von á að heyra skraphljóð frá skeri eða landstein- um við kjöl. En þá sagði Hermann af sinni venjulegu hógværð: „Ætli við lón- um ekki hér og sjáum hvað setur.“ Og viti menn; brátt heyrðist skvamp er báti var hrundið frá landi og árar skullu í sjó. Það skeikaði ekki hársbreidd frá réttri siglingaleið þrátt fyrir allt. Þetta ber mannviti og vísindum, sem í hag koma, en ekki verða lærð á bók, fagurt vitni. Þetta er aðals- merki íslenskra sjómanna, þar sem saman fer varkárni, vakandi athygli og áræði. Þar var Her- mann í hópi hinna bestu. Þannig var hann. Hermann lifði langa æfi í far- sælu hjónabandi þar til fyrir fáum árum er hann missti hina mikil- hæfu eiginkonu sína, Salome Gunnarsdóttur, sem alið hafði honum 11 mannvænleg börn og komið til manns í þröngum en kærleiksríkum ranni. Hin miklu aflaskip, sem Gunnar heitinn Her- mannsson stýrði fyrrum, og nú Ögri og Vigri bera vitni mann- dómi og dugnaði margra afkom- enda Hermanns, svo aðeins fátt eitt sé talið hér, en aðrir munu fjalla um það frekar. Hermann á Barði stendur mér, sem oft var í ferð með honum, fyrir hugskotssjónum, sem hinn öruggi sjósóknari og ferjumaður, þar sem hann stendur eins og gró- inn við bát sinn í vélarhúsi við fiskirí og ferjustörf ferðamanna og dragandi björg í bú til að fram- fleyta sinni stóru fjölskyldu í Ög- urvíkinni og það á erfiðum kreppuárum. Hann var alltaf reiðubúinn, hvernig sem á stóð til að flytja tiltæka læknishjálp með líkn, öll- um þurfandi við Isafjarðardjúp og stundum í Jökulfjörðu. Þess vegna eiga margir Hermanni þökk að gjalda og munu hugsa hlýlega til hans. Blessuð sé minning hans. Að lokum vottum við hjónin börnum, barnabörnum og vensla- mönnum Hermanns okkar dýpstu samúð. Baldur Johnsen Hér verður ævisaga Hermanns Hermannssonar ekki sögð. Til- gangurinn með þessum línum er aðeins að minnast hans og þakka honum ógleymanleg kynni, þótt ég sem yngsti meðlimur fjölskyld- unnar í Odda, nyti þeirra því mið- ur of stuttan tíma, þá voru það þau ár, sem móta hvað mest manninn og það tel ég mína gæfu. Það er mannbætandi að kynnast og verða fyrir áhrifum frá fólki eins og Hermanni Hermannssyni, hann auðgaði það mannlíf, sem í kringum hann var lifað og heppni mín var að vera lítið peð í því sam- félagi. Hermann var snar þáttur tilver- unnar í ögurvík og óaðskiljanlegur hluti af okkar daglega lífi, heimil- isfólksins í Odda. Það eru ljúfar minningar um þennan tíma, sem koma fram í hugann, þegar hugs- að er til Hermanns á Barði. Þeir Þórður í Odda og Hermann stund- uðu útgerð í Djúpinu hvor á sínum bát, en höfðu samvinnu með fisk- flutninga til Súðavíkur og ísa- fjarðar. þetta var á þeim árum, þegar nægur fiskur var í Djúpinu. Tilveran í Odda og á Barði byggð- ist á sjómennsku feðra okkar. Það var mikið líf og athafnasemi í kringum þá báða og ellefu börn Hermanns og við fimm í Odda urðum þátttakendur í þroskandi athafnalífi svo fjótt sem aldur leyfði. Þegar litið er til baka á vit upprunans eru bernskuárin í Ög- urvík, þar sem aldrei var dauður tími, engum leiddist, það ljúfasta sem í hugann kemur. Andrúms- loftið í Ögurvík, en Hermann átti sinn stóra hlut í mótun þess, ein- kenndist af eljusemi, þrautseigju og jákvæðu lífsviðhorfi, en betra vegarnesi út í lífið er vandfundið. Persónur, sem ómeðvitað gefa svo ríkulega af innri auðlegð eru mikils virði fyrir umhverfi sitt, en þannig var einmitt Hermann. Þessi bernskuheimur okkar á Barði og í Odda er liðin tíð, en svo ómetanlegur í minningunni. Hús- ráðendur á báðum heimilum mörkuðu stefnuna og fórst það svo vel að aldrei bar skugga á sam- skiptin. í starfi og leik liðu árin í Ögurvík í ánægjulegu nábýli við Hermann og fjölskyldu hans, þetta var heimur sem við þessar tvær fjölskyldur áttum fyrir okkur, en hvarf um leið og flutt var til Isafjarðar. Þetta var ekki lokaður heimur í neinum skiln- ingi, en að sjálfsögðu mótandi áhrif hans sterkust hjá okkur, sem ólumst upp við athafnalíf sjó- mennskunnar á Barði og í Odda. Enginn verður mikill af sjálfum sér, þar kemur meira til og svo var einnig um Hermann. Hann eign- aðist konu, sem hann dáði og virti og var það gagnkvæmt. Salóme kona Hermanns var jafningi hans. Þau áttu saman ellefu börn og þarf engin orð um það hvaða hlut- verki hún skilaði í velferð fjöl- skyldunnar. Þau studdu hvort annað að sameiginlegu markmiði að koma ellefu börnum til manns, enda bera þau foreldrum sínum og uppeldi fagurt vitni, öll dugandi fólk og fyrir ofan meðallag í verk- um, sem þau taka að sér. Það er augljóst að Hermann og Salóme gátu litið stolt yfir lífsstaf sitt, það kostaði mikla vinnu og fyrir- höfn að sjá fjölskyldunni farborða á þessum árum, en þau höfðu bæði vitsmuni og gæfu til þess að standa skynsamlega að því verk- efni. Þau stóðu föstum fótum í til- verunni, tóku engin stór stökk, en fóru fetið, sem reynst hefur væn- leg leið, ef móta á unga þjóðfélgs- þegna til manndóms. Mér verður títt hugsað til and- rúmsloftsins, sem ríkti í Ögurvík, þegar Hermann og Salóme á Barði voru upp á sitt bezta og Þórður og Kristín í Odda, foreldrar mínir. Þetta fólk mótaði okkar daglega líf fyrst og fremst, þeirra fordæmi voru óskráð lög. Það þurfti ekki langar ræður um boð og bönn, við krakkarnir skynjuðum hvar mörk- in voru. Við vorum frjáls í bezta skilningi þess orðs, en vissum samt af þeirri staðreynd, að vinna og gott skap gátu leitt til farsæld- ar, ef við bærum gæfu til þess að nema af foreldrum okkar. Aldrei man ég eftir Hermanni þungum á brún, hann hafði glettn- isviprur í augnakrókunum, sem gáfu til kynna hans góða skop- skyn. En hann gat líka látið í sér heyra, ef eitthvert verk átti að vinna, hann vissi nefnilega að vinnan var lykillinn að lífsafkom- unni, ef maður bjargaði sér ekki sjálfur, kom enginn með neitt á silfurfati. Það var lífsskoðun, sem í heiðri var höfð í Ögurvík, að mannleg reisn fælist í því að standa á eigin fótum, það var lífshamingjan sjálf. Þórunn Þórðardóttir frá Odda. Okkar ágæti granni í tugi ára á Isafirði, Hermann Hermannsson, hefur lagt upp í sína hinstu för eftir langa og starfsama æfi. Þau hjónin, hann og hans góða kona Salóme R. Gunnarsdóttir, fluttust frá Ögurvík til ísafjarðar, árið 1945, með sinn stóra og efni- lega barnahóp. Var það góður fengur að fá þau í nágrennið og þá ekki síður að kynnast þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.