Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 34
34 MOÍtGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Minning - Hermann ísafirði, Halldór skipstjóri og út- gerðarmaður á ísafirði kvæntur Katrínu Gísladóttur, Guðrún Dóra gift Þóri Þórissyni vélstjóra og ynnstur Birfjir skipstjóri nú rit- stjórnarfulltrúi tímaritsins Ægis. Barnabörnin eru orðin mörg og barnabarnabörnin farin að koma. Nutu þau barngæzku afa síns eftir því sem hann gat komið í heim- sókn en það gerði hann við öll tækifæri. Konu sína Salóme missti Hermann haustið 1977 nokkrum mánuðum eftir lát Gunnars sonar þeirra. Var þá mikill harmur að honum kveðinn. Fagnar hann nú heimkomu til lát- inna ástvina. Nú eru látnir allir húsráðendur sem voru í Ögurvík, Ögurnesi og Garðstaðagrundum á árunum fyrir stríðið, nema foreldrar mínir Kristín og Þórður í Odda komin fast að áttræðu. Þau biðja fyrir kveðjur til þeirra systkina frá Svalbarði með þakklæti fyrir órofa vináttu og tryggð, sem þau hafa notið frá þeim eins og for- eldrum þeirra, Hermanni og Sal- óme. Helgi G. Þórðarson l-a kkar lífdaga sól, lönií er ordin mín ferd, fauk í faranda skjól, fcj»inn hvíldinni verð. Já, feginn hvíldinni verð. Þessi orð komu mér í hug er ég frétti að tengdafaðir minn, Hermann Her- mannsson, hefði látist að morgni 26. nóvember sl., og langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Hann var fæddur á Krossnesi á Ströndum hinn 17. maí árið 1893. Voru foreldrar hans hjónin Guð- rún Bjarnadóttir og Hermann Þórðarson. Var Guðrún ættuð úr Múlasveit við Breiðafjörð en Her- mann var Strandamaður að ætt. Hermann ólst upp með foreldrum sínum, en er hann var 8 ára flytj- ast þau að Djúpi og áttu heima þar síðan, síðast í Hagakoti í skjóli Halldórs sonar síns. Hermann byrjaði snemma að vinna fyrir sér, var hann við sjó- róðra á ýmsum stöðum í Djúpinu, m.a. í Bolungarvík. Síðan réðst hann vinnumaður í Ögur til Þuríð- ar Ólafsdóttur. Mun hugur hans á þessum árum hafa hneigst til búskapar, því veturinn 1916—17 fer hann til búnaðarnáms að Hól- um. Ekki átti þó fyrir honum að liggja að verða bóndi, bæði var nú að jarðnæði lá ekki á lausu á þess- um árum, og eins hitt, að sjórinn átti áreiðanlega meir hug hans en landbúnaður. Enda fór það svo að hann snéri sér eingöngu að sjón- um. Þó hafði hann alltaf er stund- ir liðu nokkrar skepnur til heimil- isnota. Það varð Hermanni mikið gæfu- spor er hann réðst í Ögur. Þar kynntist hann konu þeirri er átti eftir að verða lífsförunautur hans í nær 59 ár. Hinn 21. des. 1918 kvæntist hann Salóme Rannveigu Gunnarsdóttur Sigurðssonar frá Eyri í Skötufirði, hafði hún alist upp í Ögri frá 7 ára aldri. Þau Salóme og Hermann settu saman bú og bjuggu fyrstu 7 árin á háa- loftinu í Ögurhúsinu og má nærri geta hversu erfitt það hefur verið henni að vera þar, því þá höfðu þeim fæðst 4 börn. En árið 1925 fær Hermann 1 hektara lands nið- ur í Ögurvíkinni og þar reisti hann sér íbúðarhús og kallaði það Svalbarð. A árum sínum í Ögri réri Hermann á skipi Ögurbúsins er hét „Ögri“, var formaður á skip- inu Hjörtur Sæmundsson, en hann var þá búsettur í Ögri. Heyrði ég, er þetta rita, Hjört löngu síðar segja að Hermann hefði verið með mestu ræðurum er hann hefði þekkt og fáum tjóað við hann að etja ef honum hljóp kapp í kinn. Hermann var með hærri mönnum á vöxt og þrekinn að sama skapi. Hann var talinn á yngri árum sín- um afrenndur að afli, en fór mjög dult með það. Ekki unndi Hermann því lengi að sækja atvinnu sína til annarra, og fljótlega eftir að hann gifti sig keypti hann litla skektu og kallaði „Sæunni", henni réri hann til að byrja með en svo keypti hann fimmmannafar „Óla Snarfara" og honum réri hann margar vertíðar. Báða þessa báta átti Hermann ' alla tíð þar til hann fluttist úr Ög- urvíkinni. Þeim Svalbarðshjónum varð 11 barna auðið og eru 10 þeirra á lífi, en elsti sonur þeirra, Gunnar, lést um aldur fram fyrir 4 árum og varð það þeim mikið áfall sem vonlegt var, og um sama leyti kenndi Hermann þess sjúkdóms er smátt og smátt lamaði þrek hans. Börnin eru þessi talin í aldursröð: Kristín Anna, gift Asgeiri Sig- urðssyni frá Bæjum, búa á ísafirði og eiga 4 börn. Þuríður, gift Arn- viði Björnssyni frá Húsavík, búa á Húsavík og eiga 4 börn. Gunnar Haraldur skipstjóri, látinn eins og áður segir. Var kvæntur Kristínu Önundardóttur frá Neskaupstað. Þau bjuggu í Garðabæ og áttu 5 börn, en auk þess átti Gunnar son áður en hann giftist. Þórður Guð- mundur skipstjóri, kvæntur Vig- dísi Birgisdóttur frá Húsavík, búa í Reykjavík og eiga 4 börn. Sigríð- ur Ragna, býr í Reykjavík, á 1 son. Var gift Erlingi Magnússyni, þau slitu samvistum. Karitas Kristín, gift Steingrími Birgissyni frá Húsavík, búa á Húsavík og eiga 2 syni. Sverrir alþm., kvæntur Grétu Lind Kristjánsdóttur frá ísafirði, búa í Reykjavík og eiga 5 börn. Gísli Jón framkv.stj., kvænt- ur Jónínu Einarsdóttur frá ísa- firði, búa í Reykjavík og eiga 3 börn. Halldór skipstjóri, kvæntur ráðsmaður að Bessastöðum hjá Skúla Thoroddsen alþingismanni. Salóme dvaldist með föður sínum að Bessastöðum í eitt ár, en for þá í Ögur í fóstur hjá Þuríði Ólafs- dóttur, sem þá er orðin ekkja í annað sinn. Þær ástæður liggja hér vafalaust að baki, að báðar ömmur Salóme þær Salóme Hall- dórsdóttir móðir Önnu Kristínar og Kristín Halldórsdóttir móðir Gunnars Sigurðssonar voru systur Hafliða Halldórssonar fyrri manns Þuríðar í Ögri. Bræður þeirra voru þá einnig Jón Hall- dórsson bóndi á Laugabóli og Gunnar Halldórsson bóndi og al- þingismaður í Skálavík. Hermann og Salóme fella hugi , saman og gengu í hjónaband 21. desember 1918. Fyrstu 7 hjúskap- arárin eru þau húshjón í Ögri, sem kallað var, þ.e. þau höfðu sína íbúð í rislofti í Ögurhúsinu. Hermann hafði þó sinn eiginn atvinnuveg við sjóróðra. Árið 1925 byggðu þau sér lítið timburhús í Ögurvík nokkuð fyrir utan túnið í Ögri og kölluðu Svalbarð. Þar fengu þau að girða svolítinn túnblett, komu sér upp 30 ám og einni kú. Hermann eignaðist fyrsta bát- inn skektuna „Sæunni" haustið 1917, þá eignaðist hann sex manna far „Ola Snarfara“ 1919 og tæp- lega 3ja lesta vélbát „Hermóð" ár- ið 1930. Til fiskjar var róið í Djúpið vor og haust og stundum frá Bolung- arvík á vorin. Á sumrin var heyjað handa búfénaðinum. Hermann og Salóme eignuðust 11 börn. Fjögur þau elstu fæddust í Ögri. Það var því snemma þungt í heimili og varð því víða að leita fanga. Her- mann hafði þann metnað að sækja ekki til annarra en hjá sér og sín- um farborða sjálfur. Með harð- f.vlgi og dugnaði og samheldni þeirra hjóna tókst þeim að koma öllum sínum börnum vel til manns, og urðu þau öll þekkt dugnaðarfólk hvert á sínu sviði. Faðir minn byggði sér hús í Ög- urvík árið 1928 og kallaði Odda. Hann hafði mjög hinn sama útveg til sjávarins og Hermann. Varð með þeim mikil samvinna um margt það er útveginn varðaði. Sérstaklega var það mikilvægt þegar bjarga þurfti bátum undan sjó og einnig um fiskflutninga. Af þessari samvinnu óx vinátta sem entist æfilangt. Við systkinin í Odda og yngri systkinin á Barði urðum leikfélagar og er margs að minnast frá þeirri æskutíð og skal þó ekki rakið hér. h’yrst þegar ég man eftir mér var farið á sjóinn upp úr óttu á vorin og verkefnum dagsins lauk um miðaftansleyti. Þeir sem fóru á sjóinn gengu þá til náða fyrir Minning: Fædd ll.september 1934. Dáin 27. nóvember 1981. í dag verður jarðsungin frá Akraneskirkju Sigfríður Erla Sig- trvggsdóttir, sem lést á Landspít- alanum þann 27. nóvember. Hún var fædd 11. september 1934 og því aðeins 47 ára, þegar hún dó. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigfúsdóttir ættuð frá Neskaup- stað og Sigtryggur Bjarnason frá Bæjarstæði á Akranesi, en hann er nú látinn. Þau hjónin, Sigríður og Sigtryggur reistu sér hús að Suðurgötu 80, Akranesi og bjuggu þar allan sinn búskap, eða í rúm 50 ár. Þar óx Sigfríður eða Sissa, eins og hún var ávallt kölluð, upp ásamt Þorvaldi bróður sínum í nágrenni við afa og ömmur og fjölmennt frændalið. Eftir gagnfræðapróf vann hún verslunarstörf, lengst af hjá Kaupfélagi S-Borgfirðinga. Árið 1958 kynntist hún Matthí- asi Sveinssyni, bifreiðarstjóra frá náttmál. Við börnin tókum þátt í störfunum eftir því, sem okkur óx fiskur um hrygg. Á árunum fram undir 1940 var þó nokkur byggð kringum Ögurvík frá Garðstaða- grundum í Ögurnesi og^öfðu menn aðalframfæri sitt af sjósókn á smábátum í Djúpið. Á stríðsár- unum breyttust atvinnuhættir og fór þá þessi byggð að þynnast því erfiðara reyndist að manna smá- bátana. Þegar kom fram í stríðið reru þeir í Ögurvík með okkur krakkana um og yfir fermingu nær eingöngu. Árið 1945 fluttist Hermann til Isafjarðar og þaðan reri hann báti sínum vor og sumar með yngri sonum sínum þar til yngsti maður Birgir var floginn úr hreiðrinu. Árið 1956 seldi hann Hermóð og hafði þá ráðið sínum farkosti í nærfellt 40 ár. Hermann hafði háð harða lífsbaráttu og farið með sig- ur af hólmi. Hermann var hreinskiptinn maður en óáleitinn við aðra. Hann lét ógjarnan hlut sinn þegar hann taldi sig eiga rétt en aldrei heyrði ég honum brugðið um ósanngirni. Á Isafirði heyrði ég eftir honum haft, að hann léti ekki sér meiri menn troða sér um tær en annað mál væri um þá sem væru minni máttar. Hann var geðríkur maður, en stillti oftast vel skap sitt og var dagfarslega prúður og glaður. Hann brýndi stundum raustina við syni sína í daglegri önn, en aldrei mælti hann styggðaryrði til okkar systkina sem áttum þó oft þátt í ýmsum barnabrekum með börnum hans. Hann var mjög barngóður og oft mátti sjá hann með yngsta barnið á handleggnum þegar hann var að koma af sjó og gekk neðan við brekkuna að Sval- barði til málsverðar. Börn þeirra Hermanns og Sal- óme eru þessi; Anna Kristín, bú- sett á ísafirði gift Ásgeiri Sig- urðssyni vélsmið frá Bæjum, Þur- íður bæjarfulltrúi á Húsavík gift Arnviði Björnssyni pípulagn- ingamanni, Gunnar skipstjóri og útgerðarmaður á Eldborgu GK 13 kvæntur Kristínu Önundardóttur frá Neskaupstað, en hann lézt um aldur fram árið 1977, Þórður skip- stjóri og útgerðarmaður nú skrifstofustjóri í Ögurvik hf., kvæntur Vigdísi Birgisdóttur frá Húsavík, Sigríður búsett í Reykja- vík var gift Erlingi Magnússyni, Karitas gift Steingrími Birgissyni trésmíðameistara á Húsavík, Sverrir alþingismaður og forseti neðri deildar alþingis kvæntur Grétu Kristjánsdóttur klæðskera á ísafirði, Gísli Jón skipstjóri nú framkvæmdastjóri í Ögurvík hf., kvæntur Jónínu Einarsdóttur frá ísafirði, sem átti eftir að verða eiginmaður hennar. Þau hófu búskap á Isafirði, en að tveimur árum liðnum fluttu þau í risíbúð á Suðurgötu 80. Þau byggðu sér ein- býlishús við Bjarkagrund á Akra- nesi, en það átti ekki fyrir þeim að liggja að flytja í það, því að um líkt leyti tók Matthías ásamt öðr- um manni við sérleyfi á Mosfells- leið, og fluttu þau þá í Mosfells- sveit. Þar bjuggu þau um skeið í leiguhúsnæði, en festu síðan kaup á fokheldu húsi við Bjargartanga 1, sem þau breyttu í fallegt heimili og fluttu þangað 1976 og þar hafa þau búið síðan. Þau eignuðust tvo mannvæn- lega syni, Sigtrygg, f. 23.12. 1961 og Svein Eyjólf f. 20.6. 1971. Ég, sem þessar línur rita, kynntist Sissu fyrst fyrir 6 árum, þegar ég kom inn í fjölskylduna sem eiginkona bróður hennar. Ég tel mig hafa kynnst henni nokkuð vel, því að þrátt fyrir fjarlægð milli heimila okkar var talsverður samgangur. Hún dvaldi oft hjá foreldrum sínum á sumrin á með- an Matthías var í langferðum með ferðamenn. Sömuleiðis voru synir hennar hér mikið í sumarfríum, einkum Sigtryggur, og á hátíðum komu þau öll á gamlar slóðir og þá var oft glatt á hjalla á Suðurgöt- unni. Einnig var sjálfsagt að koma við í Mosfellssveitinni að lokinni Reykjavíkurferð, áður en lagt var í Hvalfjörðinn, ekki aðeins fyrir okkur heldur einnig fjölmarga frændur og vini, og allir voru vel- komnir, alltaf heitt á könnunni og öllum velkomið að gista, ef á þurfti að halda. Þegar Sigtryggur, faðir hennar dó, í apríl 1980, kom bezt í ljós hvern mann hún hafði að geyma. Gamli maðurinn var 81 árs, en svo hress og ern að skyndilegt fráfall hans kom okkur algerlega í opna skjöldu. Þá var hringt í Sissu og hún kom með fyrstu ferð. Þá varð allt auðveldara og við gátum horfst í augu við það, sem gerst hafði. En hver hefði trúað því þá, að þessi myndarlega fallega kona, sem virtist svo hraustleg, ætti að- eins um það bil hálft annað ár eft- ir ólifað, — að aðeins nokkrum mánuðum síðar ætti hún eftir að kenna sjúkdóms, sem drægi hana til dauða á einu ári. í desember 1980 var hún orðin mikið veik. Engan grunaði þó, hve alvarlegt þetta væri, fyrr en hún var skorin upp í janúar. Þá var sjúkdómurinn kominn á það hátt stig að lífi hennar varð ekki bjarg- að. Eftir þetta var þó allt gert, sem unnt var til að hjálpa henni. Þetta voru erfiðir mánuðir. Fram- an af árinu gat hún verið heima við og við, en með haustinu fór að draga af henni. Hún mátti þola þrjár aðgerðir í viðbót. En aldrei heyrðist hún kvarta. Alltaf var hún bjartsýn og frekar hughreysti hún aðra en að hún þyrfti sjálf á hughreystingu að halda. Þannig var hún til hins síðasta. Ég veit að hún vonaðist lengi eftir að fá Katrínu Gísladóttur frá ísafirði, búa á ísafirði og eiga 7 börn. Guð- rún Dóra, gift Þóri Þórissyni lög- reglumanni í Reykjavík, búa í Reykjavík og eiga 4 börn. Birgir skipstjóri, kvæntur Öldu Sig- tryggsdóttur frá ísafirði. Búa í Reykjavík og eiga 4 börn og eru barnabörnin þá orðin 44. Eins og áður sagði hafði Her- mann ávallt skepnur til heimilis- nota, hafði hann venjulega um 30 kindur og eina kú. Þurfti því að afla heyja víða því ekki dugði hey af 1 hektara. Því bjargaði Her- mann þannig að hann heyjaði norður á Snæfjallaströnd og víðar. Ekki lét Hermann líða langt stórræða milli, því árið 1930 festir hann kaup á 3V4 tonna trillu úti í Bolungarvík. Trillan var 2ja ára gömul en með lélegri vél sem hann þurfti fljótt að kasta og kaupa nýja. Bátinn skírði hann „Her- móð“ og reyndist hann slík happa- fleyta að orð er á gerandi. Aldrei hlekktist Hermanni á á Hermóði og var þó oft fast sótt bæði til fiskjar og ekki þá síður í læknis- ferðum. Læknirinn sat í Ögri og þurfti oft að flytja hann um Djúp- ið. Kom þar áreiðanlega til einstök sjóhæfni bátsins og styrk og örugg hönd er hélt um stjórnvölinn. Her- mann fékk orð sem afburða stjórnari meðan hann réri á ára- bátum. Árið 1945 fluttu þau Salóme og Hermann úr Ögurvíkinni til ísa- fjarðar. Keypti hann húsið Mjó- götu 3 og átti þar heima ætíð síð- an. Hermóð seldi hann er hann gat ekki lengur róið honum sjálf- ur, en mikil var gleði hans er synir hans allmörgum árum síðar keyptu Hermóð og létu smíða hann upp, og nú flýtur hann á sjó eins nýr og þegar Hermann fékk hann 1930. Árið 1977 lést Salóme kona Her- manns og fannst honum þá sem hann væri orðinn hálf vængstýfð- ur og fannst honum æviferðin orð- in nógu löng, enda fór nú þrekið óðum dvínandi. Síðastliðin 2 ár hefur hann dvalið á Hrafnistu og unað hag sínum allvel enda ávallt haft fótavist þar til nú fyrir tæp- um 2 mánuðum að hann fékk áfall sem leiddi til sjúkrahúsvistar sem hann átti ekki afturkvæmt frá. Að leiðarlokum þakka ég Her- manni tengdaföður mínum 40 ára ljúfa samfylgd, þakka honum fyrir mig og mína fjölskyldu og ég kveð hann með þessu stefi úr kvæði eft- ir Davíð Stefánsson, því mér finnst það lýsa vel lífsferli þeirra hjóna. I»eir njalda best sinn gamla arf si*m gladir vinna þrotlaust starf til vaxtar vorri þjód. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ásgeir Sigurðsson frest, fá lengur að fylgjast með Matthíasi og drengjunum, sem henni þótti svo vænt um, fá lengur að dvelja í nýja fallega húsinu þeirra, sem átti að verða framtíð- arheimili fjölskyldunnar, og síðast en ekki síst hefði hún viljað geta stutt móður sína lengur. Sigríður hefur dvalið hjá feðgunum í vetur og reynt að vera þeim til aðstoðar, en hún er lengi búin að vera sjúkl- ingur. Hún vildi líka geta verið nálægt dóttur sinni og heimsótt hana þegar hún hafði heilsu til. Sigtryggur, eldri sonurinn, sem varð stúdent í vor, hætti við að fara í framhaldsnám til að geta stutt móður sína og ömmu, og ekki má gleyma Matthíasi, sem reynd- ist konu sinni frábærlega vel og sat við sjúkrabeð hennar unz yfir lauk. Sigríður, móðir hennar hefur nú á u.þ.b. 18 mánuðum orðið fyrir þremur stórum áföllum, misst eig- inmanninn, kæra systur og nú einkadóttur, en Sigga mín, mundu hvað hún sagði við þig síðast: „Hafðu ekki áhyggjur, mamma mín, þetta fer allt vel, ég fer bráð- um að koma heim.“ Nú er hún komin heim. Hún er laus við sárs- aukann og þarf ekki lengur að liggja ósjálfbjarga og upp á aðra komin. Ég trúi því að hún hafi fengið góða heimkomu. Ingveldur Sverrisdóttk Sigfríður Erla Sigtryggsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.