Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 + Móöir okkar, tengdamóðir og amrr.a, SIGRÍÐUR ÖNUNDARDÓTTIR, Víöigrund 8, Sauöárkróki, andaöist í Sjúkrahúsi Sauöárkróks 2. desember. María Sveinsdóttir, Þórarinn Sveinsson, Halldóra Pálsdóttir, Maria Þórarinsdóttir, Ingileifur Einarsson. Sigurbjörg Þórarinsdóttir, Þórarinn Jón Þórarinsson. + ELÍS BERGUR ÞORSTEINSSON frá Laxárdal, Álftamýri 12, Reykjavík, andaöist í Landakotsspítala miövikudaginn 2. desember. Guórún Benónísdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, GUDLAUGURJÓNSSON fyrrverandi lögregluþjónn, - Hátúni 10, andaöist i Landspítalanum, fimmtudaginn 3. desember. Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir. + Utför ÓLAFÍU ÓLFSDÓTTUR, Baldursgötu 7, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. desember kl. 13.30. Aöstandendur. Eiginmaöur minn og faöir, BENJAMÍN JÓNSSON, er andaðist 30. nóvember, veröur jarösunginn mánudaginn 7. desember frá Fossvogskirkju, kl. 3 e.h. Fyrir hönd fósturbarna, hálfsystkina, stjúpsystkina, tengdasonar og barnabarna hins látna, Jakobína Þóröardóttir, Guöbjörg Benjamínsdóttir. + Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför FANNEYJAR PÁLSDÓTTUR, Hafnarbraut 23, Hólmavík. Stefán Pálsson og börn. + Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför ÓLAFS GUNNLAUGSSONAR, Melteigi 10, Akranesi. Gyða Halldórsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför sonar okkar og bróöur, DAGS NABILS EOVARDSSONAR, Dalbraut 1, Hnífsdal. Ólafía K. Ólafsdóttir, Eövarð T. Jónsson, Knútur Eövarðsson, Eskil Daöi Eóvarösson, Ólafur Böövar Eóvarösson. + Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÞÓRARINS HELGASONAR rafverklaka, Ljósalandi 21. Þóra Rannveig Siguróardóttir, Sigrún Þórarinsdóftir, Ólafur Þór Kjartansson, Siguröur Þórarínsson, Helga Sigrtður Þórarinsdóttir, Edda Ólafsdóttír. Kristín Þorkelsdótt- ir - Minningarorð Fædd 19. júní 1894 Dáin 25. nóvember 1981 Nú er Stína frænka dáin og kom það engum á óvart, hún var orðin 87 ára og heilsan mjög hrakleg, hafði reyndar verið með ýmsu móti í meir en 30 ár. Hjá mér er hara til ein Stína frænka, og þó fleiri Kristínar séu í ættinni mun enginn bera frænkutitilinn nema hún. Ég man fyrst eftir Stínu einn óveðursaman apríldag árið 1950 en þann dag var jarðsett Þórdís Þorkelsdóttir systir Stínu og móð- uramma mín. Ég var þá á fimmta ári og skildi lítt hverju fram fór, enda mun dauðinn hafa verið sjaldgæft umræðuefni á mínu æskuheimili. Amma dó aðeins 58 ára og mér er minnistætt að allir voru mjög niðurdregnir. Ég var hins vegar baldinn og vildi ekki una því að sitja kyrr. Þá tók mig upp bróðir þeirra systra Helgi Þorkelsson klæðskeri og hafði hann góð áhrif á mig. Mér var nú orðið ljóst að ég mundi aldrei sjá ömmu aftur og fannst það mjög miskunnarlaus staðreynd. Þá leit ég aftur fyrir mig og sá þá sjón sem er mér svo minnisstæð sem gerst hafi í gær. Þar sat stórglæsi- leg miðaldra kona sem svo var lík ömmu að vart geta tvær mann- eskjur verið líkari. Þá ákvað ég með mér að þessi kona yrði fram- vegis amma mín. Og þetta hefur svo sannarlega ekki breyzt ég lít enn svo á að Stína frænka hafi gengið í ömmuhlutverkið og kannski hefur hún litið á mig sem sinn ömmustrák. Kristín bjó lengst af á Kolstöð- um í Hvítársíðu á bæ þeím er landslýður þekkir nú sem Óðal feðranna. En árið 1948 kenndi hún lasleika og leitaði lækninga í Reykjavík, og þar dvaldi hún meira og minna á sjúkrastofnun- um næstu 30 árin, oft mun líf hennar þá hafa hangið á bláþræði, en alltaf komst hún til nokkurrar heilsu aftur og fór að ferðast með SVR, bjó hjá börnum sínum og vann á Múlalundi. Annars var Stína alltaf sívinnandi. Við hugs- um okkur oft hina klassísku ís- lensku ömmu, sem gamla lotna konu með prjónana sína. Stína frænka skildi hinsvegar aldrei við sig heklunálina. Handavinna henfiar dreyfðist um alla lands- hluta. En hversu langur mundi sá þráður vera sem fór um heklunál- ina hennar Stínu, því svarar eng- inn. Margir eru þeir sem dvalið hafa eða starfað á sjúkrastofnunum sem muna eftir þessari konu sem var svo stolt í fasi og fram- gangsmáta og lagði sitt lóð á vog- arskál íslenskrar alþýðulistar með hinu einfalda verkfæri heklunál- inni. Ef heilsan leyfði dvaldi Stína á æskuheimili sínu um páska og töldum við það fastan lið í vor- komunni. Hún batt alveg sérstaka tryggð við Skógsnesheimilið en þar hafði systir hennar verið hús- freyja í aldarfjórðung, og þar næst systurdóttir sem er enn hús- freyja í Skógsnesi. Eftir að ég óx úr grasi og settist að á höfuðborgarsvæðinu heim- sótti ég Stínu alltaf og til og mér var það sönn ánægja ef ég gat boð- ið henni í smáferðalag. Stína hafði mikið yndi af ferðalögum og fyrir rúmum tíu árum er hún var ný- staðin upp úr veikindum fór hún með skemmtiferðaskipi til Evr- ópulanda. Seinasta ferðalag mitt með Stínu var 29. ágúst 1979 og þá var haldið í Þjórsárdalinn og einnig stansað á þeim slóðum í Gnúp- verjahreppi sem Stínu voru kunn- ar. En einhverntíma á öðrum ára- tug aldarinnar fóru þær systur Þórdís amma og Stína frænka fótgangandi úr Reykjavík og gerð- ust kaupakonur í Hreppum. Þór- dís amma hitti þar mannsefni sitt Magnús Öfjörð frá Fossnesi. Kristín giftist manni er Bergur hét en hann lézt eftir mjög skamma sambúð, þeirra dóttir er Oddný, búsett á Sauðárkróki. Seinni maður Kristínar er Sigurð- ur Guðmundsson frá Kolstöðum í Hvítársíðu. Hann er nú 93 ára og dvelur á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Ég hitti Sigurð fyrst þegar hann var 87 ára og hef hitt hann á hverju ári síðan. Mér varð strax ljóst að Sigurður er mjög viðræðugóður maður, greindur og fróður og minnið eins og meitlað í stein. Hann líkist í þessu ýmsum frændum sínum. Börn þeirra Sigurðar og Krist- ínar eru: Guðmundur á Kolstöð- um, Bergur á Laugarási, Ásgeir í Kópavogi, Sigurður, Þorkell og Ragnheiður í Reykjavík og er þetta allt myndarfólk eins og það á ætt til. Það er alltaf álitamál þegar svona punktar eru settir á blað hverju eigi að sleppa og hverju ekki. En sú fyrsta minning um mína gömlu góðu frænku þegar ég sá hana í kirkjunni í Gaulverjabæ fyrir rúmum þrjátíu árum, það er líklega eilífðin sjálf. Erlingur Kristjánsson Stórateigi 2. Iðgjaldatekjur SAL-sjóð- anna 109 milljónir króna ADALFIJNDHK Sambands almennra lífevrissjóða, SAL, var haldinn 19. nóvember sl. í Reykjavík. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flutti Ilallgrímur Snorrason, hagfrieð- ingur hjá Þjóðhagsstofnun, fróðlegt erindi um lífeyrissjóðamálin. Samþykkt var að fella niður 20% afslátt á greiddar verðbætur af skuldabréfum sjóðfélaga nú um næstu áramót. Sambandsstjórn og fram- kvæmdastjórn SAL var endurkjör- in til næstu 2ja ára. Framkvæmdastjórnin er þannig skipuð: Frá VSÍ: Gunnar S. Björnsson, sem jafnframt var kosinn formað- ur, Barði Friðriksson og Gunnar J. Friðriksson. Frá ASÍ: Benedikt Davíðsson, Eð- varð Sigurðsson og Óskar Hall- grímsson. Innan SAL eru nú 25 lífeyrissjóð- ir á samningssviði ASÍ og VSÍ. Sjóðirnir búa við samræmdan bóta- rétt og mynda því eina lífeyrisheild. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi samþykkt frá bæjar stjórn Seyðisfjarðar, sem gerð var á fundi 9. nóvember sl. „Allir bæjarfulltrúar Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks í bæj- arstjórn Seyðisfjarðar fluttu eftir- farandi tillögu sem samþykkt var Áætlað eigið fjármagn SAL- sjóðanna nam í árslok 1980 567 m. nýkr. Framkvæmdastjóri SAL er Hrafn Magnússon. samhljóða með öllum greiddum at- kvæðum á bæjarstjórnarfundi þ. 9. nóv. 1981. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar fagnar þeirri ákvörðun samgöngu- málaráðherra að taka upp skrefa- talningu á innanbæjarsímtöl og lengja skref á utanbæjarsímtöl, og telur að það sé stórt spor í þá átt að afnema þann landbyggðarskatt, sem mishá símagjöld hafa verið. Bæjarstjórn vekur athygli á, að þrátt fyrir þessa nýju reglu á fólk þess enn kost að tala ótakmarkað í síma á kvöldin og um helgar og telur að ástæða sé til að ætla, að þessu fylgi ekki eins mikil hækkun á innanbæjarsímtölum og margir hafa vilja láta í veðri vaka. Bæjarstjórn skorar á Alþingis- menn að halda vörð um þessa nýju reglu símagjalda þannig að á hana fáist reynsla, og hrinda nú þegar í framkvæmd því mikla réttindamáli landsbyggðarfólks, sem er jafn símakostnaður, ef talað er við opinberar stofnanir, sama hvaðan hringt er.““ + Þökkum af alhug auösýnda samúö við andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, SIGRÍÐAR EGGERTSDÓTTUR frá Hvallátrum. Ragnheiöur Kristjánsdóttir, Gísli Kristjánsson, Þorbjörg Magnúsdóttír, Ingibjörg K. Kristjánsdóttir, Eggert H. Kristjánsson, Leifur Jónsson, Hulda Kristjánsdóttir, Knútur Kristjánsson, Siguröur Á. Kristjánsson, Svala Aðalsteinsdóttir, Arndís G. Kristjánsdóttir, Valtýr Eyjólfsson, Hrefna Kristjánsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Einar S. Kristjánsson, Sólrún Gestsdóttir, Jóna Margrét Kristjánsdóttir, Höróur Alfreósson, Sigríöur Karlsdóttir, Einar Kristinsson og barnabörn. Bæjarstjórn Seyðisfjarðar: Fagnar skrefatalningu á innanbæjarsímtölum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.