Morgunblaðið - 05.12.1981, Side 36

Morgunblaðið - 05.12.1981, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 36 Sigríður Ólafsdóttir Thoroddsen - Minning Fædd 31. janúar 1908. Dáin 20. júlí 1981. Kvöld eitt í sumar síðastliðið var ég staddur í bifreið á leið til Reykjavíkur. Þá fann ég skyndi- lega verk eða tilkenningu fyrir brjóstinu. Seyðingurinn magnað- ist og yfir mig færðist þungi og máttleysi. Þegar til borgarinnar kom hvarf þessi einkennilegi verk- ur jafn skyndilega og hans varð vart. Einhver undarlega þrungin tilfinning sat samt eftir og óljóst hugboð um óvæntan atburð hélt fyrir mér vöku um nóttina. Morg- uninn eftir bárust sorgartíðindi; Didda á Látrum var dáin. Sagt hefur verið að dauðinn geri ekki boð á undan sér og sannar- lega átti það við hér. Fráfall henn- ar kom óvænt og skyndilega. Hún frænka mín á Látrum, sem aldrei hafði kennt krankleika, var burt- kölluð úr heimi hér aðeins 73 ára gömul. Ég kann engin huggunar- orð, en hugurinn hvarflar að áður- nefndu spakmæli um dauðann. Hversu oft fer hann ekki að með allra vitund, og þá í hvítum og köldum sjúkrastofum, víðsfjarri heimkynnum þess er þar háir sitt stríð. Þegar tíminn hefur sefað sárustu sorgina má það ef til vill vera okkur, sem hennar söknum, nokkur huggun að hlutskipti hennar var ekki slíkt. Það er og sárt að horfa upp á marga mann- eskjuna sem farin er að reskjast, þurfa að flytjast hálf nauðug á mölina, burt frá átthögum og heimabyggð og öllu sem henni er kærast, þegar árin færast yfir. Margir verða naumast samir eftir að hafa verið slitnir svo upp með rótum. Ég kann ekki skil á þeim hlutum sem ég lýsti hér í upphafi. Ég tel mig þó ríkari mann eftir slíka reynslu og stend ekki eins ber- skjaldaður og áður gagnvart hinni miklu staðreynd dauðans. Lífið á ætíð sín takmörk, hvað svo sem við kann að taka. Slíkar stað- reyndir er hverjum manni hollt að hugleiða, ungum sem gömlum. Didda var fædd 31. janúar 1908 á bænum Vatnsdal í Rauðasands- hreppi. Hún hét fullu nafni Sigríð- ur Olafsdóttir Thoroddsen, dóttir Ólafs E. Thoroddsens skipstjóra og bónda í Vatnsdal og konu hans Ólínu Andrésdóttur. Hún var elst 16 systkina sem öll ólust upp í Vatnsdal utan eitt. Árið 1933 gift- ist Sigríður ungum manni úr sömu sveit, Þórði Jónssyni. Foreldrar Þórðar voru þau hjónin Gíslína Gestsdóttir og Jón Magnússon bóndi á Hvallátrum. Þórður er fæddur 19. júní 1910, næstelstur fjögurra systkina. Þau Sigríður og Þórður voru gefin saman á Þor- láksmessudag heima í Vatnsdal af þáverandi sóknarpresti í Sauð- lauksdal, séra Þorsteini Krist- jánssyni. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau hjá foreldrum Sigríðar í Vatnsdal. Þar eignuðust þau tvo drengi; Hauk sem er járnsmiður, kvæntur Sigrúnu H. Jónsdóttur, og Hrafnkel, bifreiðasmiður, kvæntur Helgu Stefánsdóttur. Á fjórða sambúðarári sínu fluttu þau hjónin að Hvallátrum og hófu þar búskap. Ári síðar fæddist þeim dóttir sem lést tæplega árs- gömul og var litla stúlkan þeim hjónum mikill harmdauði. Árið 1941 eignuðust þau Sigríður og Þórður sitt fjórða barn, Rögnu, gift Kristjáni Þorkelssyni bif- reiðasmið. Þeim hjónum búnaðist vel á Látrum enda náttúrugæði þar nóg; gjöful fiskimið rétt fyrir landi og fugl og egg í bjarginu. Eftir því sem tímar liðu urðu þessi landgæði þó Látrabændum ekki eins mikilvæg og áður. Menn sneru sér meirá að hefðbundum landbúnaði og eftir að börn þeirra Sigríður og Þórður uxu úr grasi og héldu að heiman höfðu þau ungl- inga sér til aðstoðar á sumrum. Síðar komu barnabörnin, sem nú eru orðin sjö alls, og voru hjá afa og ömmu á sumrin, þeim til hjálp- ar og ánægju. Sá sem þetta ritar er einn af þeim fjölmörgu sumar- dvalardrengjum sem Didda og Þórður höfðu á Látrum á 44 ára búskapartíð sinni þar. Mér er dvölin þar ákaflega minnisstæð. Það uppeldislega hlutverk sem þau hjónin gegndu verður ekki metið né mælikvarði á lagður. En eitt er víst að þaðan kom ungling- urinn þorskaðri og hæfari að tak- ast á við lífið. Það var ekki síst Didda sem átti mikinn þátt i að aga og móta okkur. Þegar hún byrsti sig, sem áreiðanlega var ekki vanþörf á oft og tíðum, var brugðið skjótt við. Það þurfti ef til vill ekki að hafa svo mörg orð um hlutina í slíkum tilfellum, því ákveðnin í röddinni var slík að okkur lærðist snemma að bera virðingu fyrir þessari konu. Okkur varð og fljótlega ljóst að hún bar hið fyllsta skynbragð á flest þau störf sem á bænum þurfti að inna af hendi. Þegar hún ætlaði okkur strákunum eitthvert verk var því fylgt eftir með orðum kennarans ekki síður en verkstjórans. En þótt Didda héldi okkur drengjun- um að vinnu var hún síst sú mann- gerð sem lætur sér nægja að gefa öðrum ordrur. Dugnaður og ósér- hlífni þessarar konu er mér minn- isstæður og þessi eiginleikar hennar settu svip sinn á heimilið og búskapinn sem hvortveggja var til fyrirmyndar. Ég man þær stundir þegar mest var að gera, hvort heldur var við sauðburð eða heyskap, þá máttum við strákarn- ir oft taka á honum stóra okkar til að hafa við þessari konu, sem þá var rétt að komast á sjötugsaldur- inn. Stundum er sagt um duglegt fólk að það sé hamhleypa til vinnu. Um enga aðra manneskju sem ég hef kynnst finnst mér slík orð eiga betur. Það var líka aug- ljóst að við útiverkin naut Didda sín best. Hafði hún sýnilega mikla ánægju af því að vinna af kappi og geislaði þá af henni lífsgleðin. Það var margt sem sveitahúsmóðir varð án að vera á þessum tíma í jafn afskekktu byggðarlagi. Raf- magn var til að mynda ekki á Látrum og þar af leiðandi engin nútíma raftæki, svo sem þvottavél og annað sem létta má með heim- ilisstörfin. Eiginlega var Didda heldur ekkert uppvæg að fá allar þessar nýjungar. Hafði hún á orði ef ég man rétt, að hún gæti víst sjálf gutlað úr þessum fataleppum eins og hún hefði gert hingað til. Finnst mér þetta lýsa skapgerð hennar vel. Þótt Didda hlypi þannig ekki til er tækni ofan- verðrar 20. aldar barði að dyrum með allri sinni „væðingu", var hún samt raunsæismanneskja og hélt engu dauðahaldi í það gamla. Enda voru systurnar frystikista og þvottavél einn daginn komnar inn í Guðmundínubæ og murruðu þar fyrir tilverkan ljósavélar. Áreiðanlega hefur Didda kunnað að meta slíka hjálp því oft var gestkvæmt þar á bæ. Á sumrum kom fólk oft í stórhópum að Látr- um í og með til að skoða Látra- bjarg. Þau hjón buðu þá iðulega fjölda fólks inn til sín og mæddi þá skiljanlega mjög á húsmóður- inni. Dugnaður hennar og atorka var slík að gestum gleymdist oft að það var iðulega ein manneskja sem stóð fyrir öllum beina. Það var ekki nóg með að þau hjón væru höfðingjar heim að sækja heldur var hin andlega næring þar ekki við nögl skorin. Gestunum gleymdist tíðum staður og stund þegar húsbóndinn hóf að segja frá, enda gert af slikri list að fáir leika eftir. Þótt það kæmi eðlilega meira í hlut Þórðar að halda gest- um selskap, er stóra hópa bar að garði, kunni húsfreyja ekki síður sitt hvað fyrir sér í þeim efnum, það vissu þeir sem komu er hæg- ara var um. Didda sagði mjög skemmtilega frá og voru frásagnir hennar oft kryddaðar glettni og gamansemi. Á slíkum stundum kom iðulega fram að Didda var vel lesin. Sérstaklega held ég að hún hafi haft gaman af þjóðlegum fróðleik og íslenskum skáldsögum. Skaprík kona var hún frænka mín og er kannski ekki að undra því það þarf sterkan vilja og ríka lyndiseinkunn til þess að vera fær um að etja kapp við jafn stór og máttug náttúruöfl og fólkið á Látrum hefur ætíð mátt eiga við. Sá sem elur allan sinn aldur í svo náinni snertingu við þessi sömu öfl hlýtur að mótast og eflast af þeim. Á slíkum stað krefst það meira af manneskjunni en al- mennt gerist, að hafa betur í lifs- ins glímu. Það að glúpna fyrir vandamálum lífsins trúi ég hafi verið frænku minni nánast óþekkt hugtak. Sigríður var til moldar borin í Breiðivík þann 30. júlí í sumar er leið að viðstöddu miklu fjölmenni. Megi minning hennar geymast þeim er þar vottuðu henni hinstu virðingu svo og öðrum er til henn- ar þekktu. Þar var sómakona kvödd. Brynjólfur Jónsson Minning: Hjálmfríður Anna Kristófersdóttir Dauðinn lét skammt stórra högga milli á héraðshæli Austur- Húnvetninga á Blönduósi fyrir rúmri viku. Tvær kunnar merkis- konur húnvetnskar kvöddu þá heíminn hvorn daginn af öðrum, fyrst Hjálmfríður Kristófersdótt- ir, sem stóð á áttræðu, og síðan Halldóra Bjarnadóttir, elzti borg- ari landsins, rúmlega 108 ára. Halldóra var landskunn og meira en það af mörgu öðru en háum aldri sínum, s.s. skólastjórn, efl- ingu heimilisiðnaðar og ritstjórn ársritsins Hlínar. Verða óefað margir til að minnast hennar að verðleikum. Ég hef hinsvegar í hyggju að rita nokkur orð til birtingar á út- farardegi frænku minnar góðrar, Hjálmfríðar Önnu Kristófersdótt- ur, eins og hún hét fullu nafni. Nafn hennar var áreiðanlega líka kunnugt fólki í öllum landshlut- um, þótt farið sé það að týna töl- unni: Mikill fjöldi fólks var búinn að gista undir þaki hennar og þiggja af henni veitingar um ára- tuga skeið, en fósturforeldrar hennar ráku lítið gistihús í híbýl- um sínum á Ósnum og síðan hún sjálf með eiginmanni sínum. Hjálmfríður fæddist á Hjalta- bakka 26. júlí 1901, dóttir Svein- sínu Sveinsdóttur og Kristófers Jónssonar bónda í Köldukinn á Ásum. Var hún yngst barna hans, sem öll eru Játin, önnur en tveir bræður, Árni og Sveinn, er eiga heima á Skagaströnd. Hún var strax sem hvítvoðungur tekin í fóstur heiðurshjónanna Önnu Þorsteinsdóttur ljósmóður og Hjálmars Egilssonar smiðs, sem voru lengi í tölu kunnustu borgara á Blönduósi. Var litla stúlkan lát- in heita í höfuð á fósturforeldrum sínum. Með þeim ólst hún upp, lengstum í sama húsinu, sem byggt var 1911 og enn stendur á sínum stað á bakka Blöndu, gegnt Kvennaskólanum. Og þangað yfir um ána sótti hún menntun sína til anda og handa, því að Kvenna- skólinn á Blönduósi var merkur skóli, sem lét ungum húsmæðra- efnum í té vandaða fræðslu. Hjálmfríður bar þess glöggan vottinn, og margt lærði hún áður og eftir i lífsins skóla, því að hún gekk að hverju verki með ötulleik og opnum huga. Hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum 1918, og eftir það má segja að við tæki heimil- ishald, sem entist henni í meira eil hálfa öld, fyrst fyrir fósturfor- eldra sína, sem þá gerðust öldruð, og síðar fyrir mann sinn og börn. Þar að auki var svo gestabeini snar þáttur. Hjálmfríður frænka giftist Páli Geirmundssyni, bóndasyni austan af Héraði, sem kom vestur í Húna- þing í kjölfar bróður síns, Björns, sem farinn var að búa á Hnjúkum í grennd við Blönduós. (Hnjúkar voru á sínum tíma föðurleifð Kristófers föður Hjálmfríðar og margra systkina hans.) Hjálmfríður og Pál! giftust árið 1926, og árið eftir fæddist fyrra barn þeirra, Guðný, sem gift er Kristni Pálssyni kennara frá Skagaströnd. Þau búa á Blönduósi og eiga tvö uppkomin börn, Pál og Hjálmfríði. Tveimur árum á eftir Guðnýju fæddist sonur, Hjálmar bifreiðarstjóri á Blönduósi, sem kvæntur er Sigríði Þ. Sigurðar- dóttur frá Reykjavík. Börn þeirra eru fjögur; Sigurður, Páll, Anna og Þórdís. Frænka mín var vakin og sofin yfir velferð fjölskyldu sinnar, og mikla gleði og giftu hafði hún af tengdabörnum sínum og barna- börnum, sem sýndu henni vináttu og virðingu, öll með tölu. Var því sem betur fór aldrei mikið um heimilisvandamál í garði hennar. Páll bóndi hennar var einstakur öðlingur á flesta eða alla grein, greindur ágæta vel, lipur, jafn- lyndur og gamansamur, vinnu- samur og úrræðagóður. Líku máli gegndi um frænku mína, og ekki var hún síður létt í lund og vinnusöm, og auk þess var hún sérlega létt á fæti. Það kom sér líka vel, því að húsið þeirra á árbakkanum er mest á hæðina, og því voru sífelld hlaup upp og ofan stiga frá morgni til kvölds. Undr- aðist ég oft hvað hún var fljót í förum milli hæða með fullar hend- ur af borðbúnaði og matföngum. Vel gæti ég ímyndað mér að ekki hafi margir átt fleiri spor í stiga- þrepum um sina daga heldur en einmitt hún. Mjög margt ferðafólk, bæði inn- anhéraðsmenn við erindrekstur í Ósnum og aðrir á leið milli lands- hluta, gistu hjá Hjálmfríði og Páli árum og jafnvel áratugum saman, og helzt hvergi nema þar. Segir það ekki lítið til um atlæti hús- bændanna. Um árabil gistu t.d. hjá þeim langferðabílstjórar Steindórs bílakóngs, þegar hann hafði sérleyfisferðir milli Reykja- víkur og Akureyrar. Var þá skipti- stöð bilstjóranna á Blönduósi. Páll og Hjálmfríður höfðu jafn- an dálitinn búskap með höndum, matjurtir, kindur og kýr, ræktuðu tún og heyjuðu handa fénaði sín- um. Bættust þá mjaltir oft og ein- att ofan á annir húsfreyjunnar. En þau hjónin voru einkar sam- hent í störfum og leystu þau öll af hendi árekstralaust, innan húss og utan. Hjálmfríður var búkona hin bezta, hlýleg og hreinlát, hægvirk og hagsýn. Fyrir u.þ.b. áratug fór frænka að finna fyrir sjóndepru, sem ágerðist smátt og smátt, unz þar var komið hin allra síðustu ár, að hún sá lítið meira en mun dags og nætur. Þá var hún orðin ekkja fyrir nokkru, en fráfall Páls árið 1975 var henni mikill missir. Þau hjónin fluttu úr húsi sínu árið 1973 og vistuðust í ellideild hér- aðshælisins á Blönduósi. Þar undu þau sér vel, og þar vildi Hjálm- fríður vera áfram eftir lát Páls, þótt henni stæði til boða að búa hjá börnum sínum. Á héraðshæl- inu þekkti hún marga sýslunga á sínum aldri og átti með þeim góð- ar stundir við upprifjun kynna og atvika frá liðnum tíma. Hún hafði löngum fótavist og fór ferða sinna innan húss nær óhikað. Síðasta árið fóru þó kraftar hennar þverr- andi æ því meir, sem lengra leið, unz þar kom að yfir lauk 26. f.m. Minning hinna góðu hjóna, Hjálmfríðar Kristófersdóttur og Páls Geirmundssonar, verður lengi við lýði. Frændfólk og aðrir vinir votta Guðnýju, Hjálmari og fjölskyldum þeirra innilega sam- úð. Baldur Pálmason Aðventuhá- tíð í Kálfa- tjarnarkirkju SUNNUDAGINN 6. desember verður aðvcntuhátíð í Kálfatjarnarkirkju og hefst kl. 14. Dagskráin verður fjölbreytt, m.a. einsöngur, tvísöngur og samsöngur Kirkjukórs Kjálfatjarnarkirkju undir stjórn Jakobs Hallgrímsson- ar, organista. Einnig mun Grinda- víkur Brass-ensemble leika við upp- haf og endir aðventuhátíðarinnar. Jólabasar Sjálfsbjargar JÓLABASAR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Keykjavík og nágrenni, verður haldinn í dag laugardag, 5. desember, í Lindarbæ, Lindargötu 9 og hefst sala kl. 14.00. Á basarnum verður úrval varn- ings á hagkvæmu verði, til dæmis jólaskreytingar og margs konar aðrar jólavörur, útsaumaðir munir, prjónafatnaður, púðar, kökur og ótal margt fleira. Jafnframt verður efnt til happdrættis eins og undan- farin ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.