Morgunblaðið - 05.12.1981, Síða 13

Morgunblaðið - 05.12.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIP, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 13 Togaraöldin eftir Gils Guðmundsson komin út Bókaútgáfan Öm og Örlygur hf. hef- ur gefið út bókina TOGARAÖLDIN, eftir Gils Guðmundsson. Er þar um að ræða 1. bindi í ritverki er fjalla mun um mesta byltingarskeið íslenskrar at- vinnusögu. Ber bókin undirtitilinn „Stórveldismenn og kotkarlar". Nú eru nær þrír áratugir síðan Gils sendi frá sér hið mikla ritverk „Skútuöldin", en það ritverk var síð- an endurútgefið fyrir nokkrum árum í fimm bindum. Togaraöldinni er ætlað sama hlutverk og mun í þessu ritverki verða rakin saga togaraút- gerðar á og við ísland frá upphafi fram undir okkar daga. í 1. bindinu „Stórveldismenn og kotkarlar" er fjallað um það tímabil þegar erlendir menn, einkum Bretar, en einnig Þjóðverjar, Frakkar og Hollendingar tóku að beina togara- flota sínum á íslandsmið. í bókinni Dr. Steindór Steindórsson segir frá hörðum deilum um það hvort Islendingar ættu sjálfir að hefja togaraútgerð, og greint er frá fyrstu tilraunum íslenskra manna í því efni. Sagt er rækilega frá marg- víslegum samskiptum Islendinga og breskra togaramanna, sem stundum urðu söguleg og ollu miklu rifrildi og fjaðrafoki. Rakin er saga landhelg- isgæslunnar í upphafi togaraaldar og segir bæði frá makráðum varð- skipaforingjum og harðdrægum skipherra, sem tók yfir 20 togara í landhelgi en var rekinn fyrir dugn- að. Bókin Togaraöldin er í stóru broti og hefur mikið verið vandað til gerð- ar bókarinnar. í henni eru fjölmarg- ar ljósmyndir og hafa margar þeirra ekki birst áður. M.a. er í bókinni ein- stæð myndasyrpa af togi breskra togara í landhelgi fyrir austan land upp úr aldamótum. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefíd út ritið íslenska náttúrufræð- inga eftir dr. Steindór Steindórsson frá Hlöðum, en það hefur að geyma yfirlit um líf og störf átján íslenskra náttúrufræðinga sem allir voru brautryðjendur hver á sínu sviði allt frá 16. öld og fram á 20. öld. Inngangur bókarinnar fjallar um frumherjana Odd Einarsson bisk- up, Gísla Oddsson biskup, Jón Guðmundsson lærða og Þórð Þor- kelsson Vídalín rektor. Síðan koma ritgerðir um náttúrufræðingana Eggert Ólafsson skáld, Bjarna Annað bindi Togaraaldar er vænt- anlegt að ári og hefur það hlotið undirtitilinn: Víkingar nýrra tíma. Togaraöldin er sett, umbrotin, filmuunnin og prentuð í Prentstofu G. Bekediktssonar en bundin hjá' Arnarfelli. Bókarhönnun er eftir Steinar J. Lúðvíksson, en káputeikn- ingu og kápuhönnun annaðist Sigur- þór Jakobsson. Pálsson landlækni, Ólaf Olavius, Svein Pálsson lækni, Odd Hjaltalín lækni, Jónas Hallgrímsson skáld, Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal skáld, Þorvald Thoroddsen, Ólaf Davíðsson fræðimann, Stefán Stef- ánsson skólameistara, Bjarna Sæmundsson fiskifræðing, Helga Jónsson grasafræðing, Helga Pjet- urss jarðfræðing og Guðmund G. Bárðarson jarðfræðing. Hverri rit- gerð fylgir skrá um helstu heimild- arrit. íslenskir náttúrufræðingar er 339 bls. að stærð. Bókin er sett, prentuð og bundin í prentsmiðjunni Odda. Bók um náttúrufræðinga - eftir Steindór Steindórsson Sófi, 2 stólar án borös. Verö frá kr. 1.784.- Verö samanber mynd án borös kr. 2.213.- (ef staðgreitt). OPIÐ TIL KL. 4 í DAG LAUGARDAG Sendum um land allt. Vörumarkaðurinn hf. Sími 86112. Bambus-sófasett EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Akureyri og nágrenni HLJOMTÆKJADEILD Brekkugötu 3, sími 24106

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.