Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DJESEMBER 1981 „HVERAKOT skal það heita“ „Ég þakka Samtaksmönnum fyrir uppsctningu á húsinu og ánægjulegt samstarf," sagði Katr ín Guðmundsdóttir m.a. er hún tók við lyklum að nýja einingahúsinu sem tekið hefur verið í notkun að Sólheimum, Grímsnesi. Húsið er 280 fm að stærð og geta dvalið í því 7 til 8 vistmenn og 2—3 starfsmenn samtímis. Þetta nýja hús er frá Samtaki hf., Selfossi, og hófust byggingaframkvæmdir 6. júlí sl. og varð það fokhelt í ágúst- lok. Síðan hefur verið unnið að innréttingum hússins, og var það formlega tekið í notkun á fóstudag í síðustu viku. Vistmenn hafa frá upphafi tekið þátt í byggingu húss- ins undir leiðsögn þeirra Sam- taksmanna. Kostnaður verður greiddur úr framkvæmdasjóði ör yrkja og þroskaheftra, fjármagn hefur enn ekki fengist fyrir hús- gagnakaupum, en Katrín sagðist vona, að þau kæmu fljótlega. fbúðarhús vistmenn starfsfólk í notkun að Sólheimum Grímsnesi. Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson Nýtt fyrir og tekið „Hverakot skal það heita.“ Katrín með lykilinn að húsinu í annarri hendi og blómakörfu frá Samtaksmönnum í hinni í Stofu nýja hússins. (Ljósm. Mbi. Kristján tók aliar myndir.) Elsta vistheimili fyrir þroskahefta Sólheimar voru stofnaðir af Sesselju Sigmundsdóttur ljós- móður árið 1930. Á jörðinni, sem er hverajörð, stóð bær sem nefndist Hverakot á svipuðum stað og nýja einingahúsið stend- ur nú, og hlotið hefur nafn gamla bæjarins. Hér er margt sem minnir á lítið þorp, á staðn- um búa 41 vistmaður og 26 starfsmenn auk tveggja kenn- ara. Frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á sambúð vist- manna og starfsfólks, fólk býr hér saman, 2—3 starfsmenn og 7—8 vistmenn í hverju húsi. Elsta húsið er frá 1930 og þar innandyra er mikið af sérkenni- legum innréttingum eftir svissn- eskan listamann sem dvaldi þar um tíma. Nýja húsinu er ætlað að hýsa íbúa gamals hermanna- skála sem ættaður er af Kefla- víkurflugvelli og ber nafnið Gimli. Sá bústaður er fyrir löngu úr sér genginn, heldur hvorki vatni né vindi. Daglegt líf Flestir, sem hér dveljast, stunda vinnu á tímabilinu 9—12 og 2—5 á vinnustofum svæðis- ins. Hér er smíðaverkstæði, tuskudúkkugerð, kertagerð og vefstofa, en hún hefur þó ekki verið starfrækt í haust sökum veikinda kennarans. Vistmenn eru á aldrinum 15 ára til fimm- tugs og meðaldvalartími er 17,1 ár. Á morgnana er borðaður morgunverður í íbúðarhúsunum Hjá paprikutrjám í gróðurhúsinu. Jón Líndal, Katrín Guðmundsdóttir og Margrét Arnljótsdóttir. Séð inn í smíðastofuna. Þess skal getið, að tréleikföng, tuskudúkkur og kertin sem framleidd eru á Sólheimum verða seld í Templarahöllinni 6. des. nk. Litið inn í gamla Sólheimahúsið. Á myndinni sést hluti af sérkennilegum innréttingum, viðarlistar í lofti og meðfram hurð og glugga. og síðan farið til vinnu og unnið til hádegis. Þá koma allir saman og borða smeiginlegan málsverð í Sólheimahúsinu, elsta og stærsta húsinu á staðnum og aftur er unnið frá 2—5, gjarnan skipt um vinnustofu. Hér er líka rekinn skóli, nemendur eru fjór- ir og er skólatíminn á sama tíma og vinnan. Þar sem jörðin er hverajörð er sundlaug á staðnum, og gróður- hús, þar sem m.a. eru ræktaðir tómatar og paprikur. Við feng- um að líta þetta allt augum und- ir leiðsögn þeirra Katrínar Guð- mundsdóttur forstöðumanns og Jóns Líndal, en hann hefur verið á Sólheimum um 20 ára skeið, kom þangað 10 ára gamall. Myndirnar tala sínu máli, en allt virtist andrúmsloftið hið ánægjulegasta á staðnum og greinilegt að öllum leið þar vel, og sagði Katrín, er við börðumst gegnum snjófjúkið milli húsa, að hér væri „besta fólk í heimin- Ebba Þuríður Engilbertsdóttir í kertaframleiðslunni. Kertin, sem framleidd eru, nefnast bývaxkerti og eru gerð úr náttúrulegum efn- um sem sérstaklega eru flutt til landsins í þessu skyni. Kertin brenna í a.m.k. sex stundir, ósa ekki og leka ekki. Ebba dýfir hér niður í vaxpottinn, en þetta þarf að endurtaka 64 sinnum áður en kert- in eru fullgerð. um Og að lokum fá allir sér ís. Katrín Guðmundsdóttir forstöðumaður, Halldóra Gunnarsdóttir, starfsmaður á Sólheimum, Ingvar Jónsson og Katla Leósdóttir, framkvæmdastjórar Samtaks, en á milli þeirra stendur Margrét Arnljótsdóttir skólastjóri. Lengst til hægri er svo Samúel Hreggviðsson, teiknari hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.