Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 7 OG *SS GEGNUM HOLT OG HÆÐIR SKEMMTILEG SAGA Gegnum holt og hæöir eftir Herdísi Egilsdóttur kennara er skemmtileg ævintýrasaga um mennska menn, tröllastráka, tröllskessu og álfa. Tröllastrákarnir í sögunni eru uppátekta- samir og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og tröllskessan, mamma þeirra, á oft í erfiöleikum meö aö hemja þá, rétt eins og foreldrar krakkanna í sögunni, eiga stundum i erfiöleikum meö aö fá þau til aö hlýöa sér. Bókin er mikiö myndskreytt og geröi Herdís sjálf allar teikn- ingarnar og auðveldar lesendunum aö kynnast hinum skemmtilegu persónum sínum. EINSTÆÐ HLJÓMPLATA Gerö hefur veriö hljómplata meö söngvum úr GEGNUM HOLT OG H/EÐIR og eru bæöi lög og textar eftir Herdísi Egilsdóttur. Margir kunnir listamenn flytja lögin á hljómplötunni, en útsetningu og stjórn upptöku annaöist Ragnhildur Gísladóttir. Þetta er bráöskemmtiieg og fjörug barnaplata, þar sem krakkarnir taka undir fyrr en varir. ÞALÆT ÉG SLAG Bókin ÞÁ LÆT ÉG SLAG STANDA, er saga ævintýramanns- ins Lofts Einarssonar, sem oft hefur veriö kallaöur „Loftur ríki“, og er bókin skráö af Magnúsi Bjarnfreðssyni. Fáir núlifandi islendingar hafa lifaö öðru eins ævintýralífi og Loftur Einars- son, en segja má aö ævintýrin hafi komið til hans, þegar hann leitaöi þeirra ekki. Einn daginn var hann varðskipsmaöur, hinn daginn landhelgisbrjótur. Hann velti sér upp úr peningum og heimsins listisemdum í erlendum borgum einn daginn en hinn næsta svaf hann örsnauöur á bekkjum í almenningsgöröum og liföi á appelsínum eöa mjólk einum mata í langan tíma. Hann stofnaöi fyrirtæki bæöi heima og erlendis og gekk á ýmsu í rekstri þeirra og átti þaö jafnt viö nagiaverksmiöjuna í Borg- arnesi sem stórhótelið á Spáni. Og jafnvel á efri árum halda ævintýri Lofts Einarsonar áfram og hann ræöst í þaö sem yngri og hraustari myndu hika viö. Hann lætur einfaldlega SLAG STANDA og hefur ekki teljandi áhyggjur af morgundeginum. ÞÁ L/ET ÉG SLAG STANDA er einstæö bók — frásögn manns, sem á fáa sína líka, og fáa sem hafa frá eins mörgum ævintýralegum atburöum aö segja. Menntahroki l>orbjörn Broddason, lekt- or í félagsvísindadeild llá- skóla fslands, lét gamminn geysa í borgarstjórn Reykjavíkur á fimmtudag- inn um það, að borgarfulF trúar skyldu átta sig á því, að Samvinnuskólapróf jafnaðist ekki á við BA- próf frá félagsvísindadeild- inni og véfvirki væri van- hæfari en stjórnmálafræð- ingur til að verða aðstoðar maður húsnæðisfulltrúa Reykjavíkurborgar. Sátu fulltrúar alþýðunnar, flokksbræður Þorbjörns { Alþýðubandalaginu, með alvörusvip undir ræðu hans, enda var mikið í húfi: Alþýðubandalagið barðist fyrír því með öilu sínu afli, að Birna Þórðardóttir, sem hin síðustu ár hefur verið kunnust fyrir stjórnmála- störf sín vinstra megin við Alþýðubandalagið, í Kylk- ingunni, fengi fulltrúastarf- ið hjá húsnæðisfulltrúan- um. Gerður Steinþórsdóttir, fulltrúi Kramsóknarflokks- ins og formaður félags- málaráðs, sem ekki vildi fallast á sjónarmið Alþýðu- bandalagsins, sagði, að starf það, sem hér væri til umræðu, fælist einkum í þessu þrennu: 1) Að fylgj- ast með viðhaldi og um- gengni í leiguhúsnæði borgarinnar. 2) Að hafa eftirlit með búslóðum og 3) Að sjá til þess, að flutn- ingstilkynningar berist Manntalsskrifstofunni. Jafnframt kom fram hjá Gerði, að fyrir lægju hug- myndir um endurskipu- lagningu Kélagsmálastofn- unar, hugmyndir félags- fræðings, sem miðuðu að því, að hinn mannlegi þátt- ur húsna'ðisvandans, ef þannig má að orði komast, verði falin fjölskyldudeild stofnunarinnar til umfjöll- unar, og húsnæðisdeildin einbeiti sér að tæknilegri og verldegri hlið málsins. Saltbaukurinn Atturhaldssemi Alþýðubandalagsins og menntahroki einkenna störf fulltrúa þess í borgarstjórn Reykjavíkur, eins og nánar er lýst í Staksteinum í dag. Hingað til hefur Hjörleifur Guttormsson þótt halda þessu merki hæst á loft. Við kynningu á Sjóefna- vinnslunni hf. á dögunum lyfti Hjörleifur, iðnaðarráðherra, saltbauk hátt á loft og sagði: Þetta er íslenskt salt af Reykjanesi — síðan við fengum þaö, höfum viö ekki notað annað hérna í ráðuneytinu. Þá vita menn það: Hin „íslenska atvinnustefna" Alþýðubandalagsins felst í því að salta öll mál í iðnaðarráðuneytinu með íslensku salti. Davíð Odd.sMon, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, vísaði í ræðu sinni til þeirra orða Imrbjörns Broddasonar, að yrði Birna l*órðardóttir ekki ráðin, væri í senn um „starfsbannsáráttu" eða á þýsku „Berufsverbot" og kvenfyrirlitningu að ræða. Taldi Davið, að þessi stór yrði lektorsins sönnuðu, hve mikilvægt honum þætti, að stjórnmálafræð- ingur kæmist i stöðu að- stoðarmanns húsnaslisfull trúans. Velti Davíð þvi jafnframt fyrir sér, hvernig það gengi fyrir sig í kennslustundum lektors- ins í félagsvísindadeild Há- skóla íslands, þegar nem- endur vörpuðu fram þeirri spurningu til hans, hvað þeir gætu tekið sér fyrir hendur að námi loknu, og lektorinn svaraði: Ja, þið getið orðið aðstoðarmenn húsnæðisfulltrúa í Reykja- vík eða annars staðar. Sigurður Tómasson, borgarfulltrúi Alþýðu- handalagsins, taldi ástæðu til að vekja sérstaklega máls á því í ræðu, að auð- vitað mætti rökstyðja það, að bifvélavirki væri eins hæfur til að skrifa beiðni um Ijósaperu og stjórn- málafræðingur. Alþýðubanda- lagið undir í atkvæðagreiðslu um ráðningu fulltrúa í hús- næðisdeild, sem hefur í þrjá mánuði vafist fyrir vinstri meirihlutanum í borgarstjórn, varð Alþýðu- bandalagið undir. Ráðinn var Birgir Ottósson, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins höfðu stutt í félags- málaráði, en hann er gagn- fræðingur og með sveins- próf í velvirkjun — auðvit- að með öllu óhæfur að mati „gáfumannahópsins" í Alþýðubandalaginu. Ef marka má orð Þor björns Broddasonar, lekt- ors, á borgarstjórnarfund- inum hefur það nú gerst í borgarstjórninni, þar sem kommúnistar segjast hafa tögl og hagldir, að gengið hefur verið frá mannaráðn- ingu, sem byggist á „starsfbannsáráttu" og kvenfyrirlitningu. llvað ætlar Alþýðubandalagið að gera við þessar aðstæður? /Ktlar það að éta ofan í sig stóru orðin til stuðnings Birnu l>órdardóttur eða hefja lögsókn til dæmis á hendur Sigurjóni l’éturs- syni, forseta borgarstjórn- ar, til að fá borgarstjórnina vítta fyrir atferli sitt? I>að væri svo sem í samræmi við aðra starfshætti vinstri meirihlutans í borgar stjórninni, að hann stefndi forseta borgarstjórnar, oddvita sjálfs Alþýðu- bandalagsins, og sakaði hann um „starfsbannsár áttu“ og kvenfyrirlitingu, af því að borgarstjórnin féllst ekki á þá skoðun lektorsins í félagsvísinda- deild, að stjórnmálafræð- ingur, nemandi hans væri best hæfur til að gegna stöðu aðstoðarmanns hús- næðisfulltrúa Reykjavík- urborgar. TseKiíaeris Kr.]_ /XFStAliy^r' LAUGAVEGI 66 SIMI 25999 LITASJÖNVÖRP meö „Linytron Plus“ myndlampa er japönsk tækni í hámarki. Utsölustaðir: Karnabær Glæsibæ — Fatt al Keflavík — Portiö Akranesi — Patrona Patreks- firöi — Epliö ísafiröi — Álfhóll Siglufiröi — Cesar Akureyri — Rad " >r Hú'avík — Hornabær Hornafiröi M.M.h/f. Seltossi — Eyjabær Vesi •; ,um. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK 9 M UM YSlR I M \( 1 X LAM) ÞEt.AR Þ! Alt, l.YSIR í MORtH NBi.AOINl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.