Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Ferðatíðni aukin verulega í sumar- áætlun Flugleiða Stöðuveiting stöðvarstjóra Pósts og síma á ísafirði: Virðist kyngreining, en lyktar af einhverju öðru SIJMARÁÆTLUN Klugleiða gekk í gildi I. april, en að sögn Sveins Sæ- mundssonar blaðafulltrúa Flugleiða, er um töluvert fleiri ferðir að ræða i milli- landaflugi félagsins, en sl. sumar. — Við búumst við góðu sumri að þessu sinni, sagði Sveinn Sæmundsson ennfremur. Með sumaráaetlun hefst flug á tveimur leiðum, sem ekki voru flogn- ar í fyrrasumar, þ.e. milli Reykjavík- ur, Glasgow og Kaupmannahafnar annars vegar og hins vegar milli Reykjavíkur og Gautaborgar. I sumaráætlun félagsins verða notað- ar 5 þotur og ein skrúfuþota, þ.e. tvær DC-8-63, sem taka 249 farþega, ein DC-8-55, sem tekur 174 farþega, Ógnuðu öldruðum manni með hnífí TV’fTUGlJR maður var á fostudag úr- skurðaður í gæzluvarðhald til 13. apríl fyrir hrottafengna árás á öldruð hjón í íbúð á Bergstaðastræti síðastliðið mánudagskvöld. Árásarmaðurinn var í félagi við annan og leitar Rannsókn- arlögregla ríkisins hans nú. Gamli maðurinn er á níræðisaldri og konan tæplega sjötug. Árásar- mennirnir ruddust inn á heimili þeirra, þrifu til gamla mannsins og ógnuðu honum með hnífi, kröfðust peninga og slitu síma úr sambandi. Gamli maðurinn vísaði þeim á myndaalbúm, en í því voru um 1.400 krónur og tóku árásarmennirnir féð ófrjálsri hendi. Jafnframt ber gamli maðurinn, að hann hafi verið neyddur til að skrifa út 2 ávísanir. Konunni hrintu þeir, þannig að hún skall með hnakkann á vegg. Árásarmennirnir rótuðu í skúffum og stálu ýmsum lauslegum munum, sem nú hefur tekist að hafa upp á, flestum. Maður sá, sem nú hefur verið úr- skurðaður í gæzluvarðhald, hefur viðurkennt árásina og að þeir hafi ráðizt inní íbúð gömlu hjónanna i þjófnaðarskyni. Boeing 727-200, sem tekur 164 far- þega, og Boeing 727-100, sem tekur 131 farþega, auk þess Fokker Friendship, sem tekur 44 farþega. Aukningin frá fyrra ári í flotanum er DC-8-55-vélin, en hún verður m.a. notuð til flugs inn á Skandinavíu. Til Kaupmannahafnar verða tvær ferðir á dag alla daga vikunnar, eða 14 ferðir í, viku, en til samanburðar voru flognar 9 ferðir í viku á síðasta ári. Til London verða fimm ferðir í viku, sem er það sama og í fyrra, en flogið verður á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum, laugar- dögum og sunnudögum. Til Luxem- borgar verða farnar 12 ferðir í viku á móti 8 ferðum á síðasta ári. Flognar verða 5 ferðir í viku til Osló, en þangað voru farnar 4 ferðir á síðasta ári, en flogið verður mánudaga, mið- vikudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Farnar verða 4 ferðir í viku til Stokkhólms, en þangað var farið þrisvar í viku á síðasta ári. Flogið verður mánudaga, miðviku- daga, föstudaga og sunnudaga. Til Gautaborgar verður flogið tvisvar í viku á fimmtudögum og sunnudög- um, en það er nýr viðkomustaður eins og sagði að framan. Til Frank- furt verður flogið á fimmtudögum og sunnudögum og til Dússeldorf á laugardögum og sunnudögum. Ein ferð verður í viku til Parísar, á laug- ardögum, sömuleiðis til Amsterdam, en þangað verður flogið á föstudög- um. Sama ferðatíðni er til þessara staöa. Til Færeyja verður flogið tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, og er þaö eins og á síðasta ári. Til Glasgow verður flog- ið þrisvar í viku, á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum. Þá verður flogið til New York átta sinnum í viku, alla daga vikunnar og verða tvær ferðir á laugardögum. Til Chicago verða fjórar ferðir í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum, föstu- dögum og sunnudögum. Til New York voru farnar 6 ferðir á siðasta ári og til Chicago 2 ferðir. Til Kulusuk á Grænlandi verða farnar 50 ferðir í sumar og eru þær aðallega með skemmtiferðafólk. Þær ferðir munu hefjast fyrrihluta júní- mánaðar. Þá má geta þess, að auk áætlunarflugsins hafa Flugleiðir samið við ferðaskrifstofur um að annast leiguflug til ýmissa staða og má þar nefna Malaga, Palma á Mall- orca, Ibiza og Kaupmannahöfn. — segir Inga Þ. Jónsdóttir „ÉG ÁLÍT að hér sé um pólitíska stóðuveitingu að ræða. Ég get ekki komiö auga á hvers vegna sam- gönguráðherra álítur Kristmann hæfari til að gegna þessari stöðu en okkur konurnar, en ég tel að þarna sé ekki um það að ræða, að karlmaö- ur sé tekinn fram yfir konur, heldur er að mínu mati um pólitíska veit- ingu að ræða,“ sagði Lilja Jakobs dóttir í samtali við Morgunblaðið er hún var innt álits á því að Kristmann Kristmannsson var ráðinn i stöðu stöðvarstjóra Pósts og sima á ísa- firði. „Þessi stöðuveiting kemur mér einkennilega fyrir sjónir, það virð- ist vera um kyngreiningu að ræða, en þó lyktar þetta af einhverju öðru. Svar samgönguráðherra til jafnréttisráðs er loðið og gerir að- eins póst- og símamálastjóra tor- tryggilegan. Ég hef starfað hjá stofnuninni í um 30 ár og þar af verið stöðvarstjóri Pósts og síma í Hnífsdal í 20 ár. Þetta er í annað skipti, sem ég sæki um slíka stöðu hjá stofnuninni og nú hef ég gefizt upp og hætti störfum hjá Pósti og síma um næstu mánaðamót," sagði Inga Þ. Jónsdóttir, er Morg- unblaðið innti hana álits á stöðu- veitingunni. Eins og fram kom i fréttum Morgunblaðsins í gær voru þrír umsækjendur um stöðu stöðvar- stjóra Pósts og síma á ísafirði, þau Inga Þ. Jónsdóttir, Lilja Jak- obsdóttir og Kristmann Krist- mannsson. Þessi staða var veitt í fyrsta skipti í janúar en heyrði áður undir umdæmisstjóra. Inga hefur starfað við Póst og síma í um 30 ár og var áður stöðvarstjóri í Hnífsdal, en sú stöð hefur verið lögð niður. Lilja hefur svipaðan starfsaldur og er nú ritari um- dæmisstjóra. Kristmann hefur um 10 árum styttri starfsaldur og var póstfulltrúi á ísafirði. Lilja sagði ennfremur að hún hygðist ekki kæra málið fyrir Jafnréttisráði frekar en orðið væri. Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, hefði af Jafn- réttisráði verið krafinn skýringa. en svar hans væri marklaust, hann hefði alls ekki svarað því, sem hann hefði verið spurður um. Sér hefði ekki komið stöðuveiting- in sérlega á óvart, en þætti ein- kennilegt ef Kristmann hefði ver- ið álitinn hæfari til starfsins þar sem það hefði komið í hennar hlut sem ritara umdæmisstjóra að setja hann inn í starfið. Morgunblaðið reyndi í gær að ná tali af Kristmanni og Ingu, svo og Jafnréttisráði og samgöngu- ráðherra, en það reyndist ekki unnt. Tillaga um sölu hlutabréfa Eim- skips í Flugleið- um var felld KRISTJANA Milla Thorsteinsson, hluthafi i Kimskipafélagi fslands og stjórnarmaður í Flugleiðum, lagði fram tillögu á aðalfundi Kimskips í gær þess efnis, að Eimskip seldi 75% af hluta- bréfum sínum í Flugleiðum, en þau eru að verðmæti liðlega 6,8 milljónir króna. Tillagan var felld með yfirgnæf- andi meirihluta greiddra atkvæða. Þess má geta, að á síðasta aðalfundi flutti Kristjana Milla Thorsteinsson ennfremur tillögu svipaös efnis, nema hvað þá lagði hún til að öll hlutabréfin yrðu seld. Þeirri tillögu var vísað til stjórnar, sem samþykkti með öilum greiddum atkvæðum að selja hlutabréfin ekki. Hringum fyrir 150 þús kr. stolið BROTIZT var inn í úra og skartgripa- verzlun Kornelíusar Jónssonar á Skólavörðustig í fyrrinótt og þaðan var stolið hringum að verðmæti á milli 130 og 150 þúsund króna. Rúða í hurð verzlunarinnar var brotin og átti þjóf- urinn grciðan aðgang að skartgripum. Sjötíu gullhringar, II demanLshringar og silfurhringar hurfu úr vcrzluninni. Þá var brotizt inn í Borgarbúðina í Hófgerði í Kópavogi. Opnanlegur gluggi var spenntur upp og hvarf ljósmyndavél af Cinnon-gerð ásamt leifturljósi og 2 linsum. Þá var tveimur talstöðvum stolið. Lík Danans fundið LÍK Danans Knud Erik Holme Pedersen, sem leitað hefur verið að í rétt tæpan hálfan mánuð, fannst skömmu fyrir hádegi í gær í Elliðavogi. Knud Erik var 28 ára að aldri. Davíó Oddsson um kynningarblað vinstri manna: Það er vondur keim- ur af þessu máli ÞAÐ ER vondur keimur af þessu máli. Hér er um pólitíska misnotkun á almannafé að ræða. Þessi afgreiðsla er einsdæmi í sögu borgarinnar. Það hefði eitthvaó heyrst ef sjálfstæðismenn hefðu látið sér til hugar koma í sinni meirihlutatíð að láta borgarsjóð dreifa og prenta á sinn kostnað Bláu bókinni, þar sem gerð var grein fyrir helstu málefnum og framtíðar- áformum. Sjáifstæðismenn stóðu auðvitað sjálfír að slikri kynningar- starfsemi, sagði Davíð Oddsson, formaður bprgarstjórnarflokks sjálf- stæðismanna, i viðtali við Morgunblaðið í tilefni af því, að nú um helgina fá borgarbúar Kynningarblað um skipulagsmál í Reykjavík. Þar eru kynnt sjónarmið vinstri meirihlutans í borgarstjórn í skipulagsmálum. — Það kom fram á sínum tíma meðal annars í skoðanakönnun, að meginþorri borgarbúa var andvígur þeim áformum vinstri meirihlutans að flytja byggðina í Reykjavík upp til heiða við Rauðavatn. Þegar þetta viðhorf lá fyrir, komst Sigurjón Péturs- son, forseti borgarstjórnar, svo að orði, að sjónarmið vinstri manna hefðu ekki komist nægi- lega vel til skila, sagði Davíð Oddsson. — í framhaldi af þess- um ummælum fluttu Sigurjón og félagar tillögu í borgarstjórninni um að gefa skyldi út sérstakan bækling um þessa þætti skipu- lagsmálanna. — Við sjálfstæðismenn töld- um útgáfu slíks bæklings ótíma- bæra eins og málum var þá hátt- að, sagði Davíð. — Til vara flutt- um við þá tillögu, að sjónarmið minnihlutans fengju að koma fram í bæklingum. Þessum báð- um tillögum okkar var hafnað og eru nú um 10 mánuðir liðnir síð- an þær voru á dagskrá. Síðan hefur ríkt þögn um þetta mál og ekkert verið að gerast á þessum vettvangi, ef marka má til dæm- is fjárhagsáætlun borgarinnar, þar sem ekki er á þessa útgáfu- starfsemi minnst. — Við fréttum svo af því á skotspónum, að bæklingurinn sé að koma út. Enginn í minnihlut- anum hafði fengið vitneskju um útgáfuna eftir réttum boðleiðum hvað þá efni bæklingsins. Við fórum formlega fram á nokkurra daga frest til að kynna okkur bæklinginn. Því var hafnað af pólitískum talsmönnum meiri- hlutans, sem bættu því við, að hinn svonefndi ópólitíski borgar- stjóri bæri alla ábyrgð á bækl- ingnum. Þegar borgarstjóri var beðinn að fresta dreifingu um nokkra daga, sagðist hann hins vegar vandræðalegur ekki geta tekið slíka ákvörðun nema eftir samráð við meirihluta borgar- ráðs. Þessa yfirlýsingu gaf borg- arstjóri á fundi borgarstjórnar og er hún söguleg að því leyti, að hinn ópólitíski borgarstjóri hef- ur ekki einu sinni vald til að fresta dreifingu á bæklingi nema með leyfi vinstra þríeykisins, sem myndar meirihluta í borg- arráði, sagði Davíð Oddsson. — Þótt nokkur ár séu enn þangað til unnt verður að út- Davíð Oddsson hluta lóðum á Rauðavatnssvæð- inu og tæpt ár sé liðið frá því að Sigurjón taldi frekari upplýs- ingar um stefnu vinstri manna nauðsynlegar, má nú ekki fresta dreifingu á þessu kynningar- blaði um nokkra daga, svo að borgarfulltrúum gefist færi á að kynna sér efni þess, er þó blaðið gefið út á ábyrgð þessara sömu borgarfulltrúa, þeir en ekki emb- ættismenn bera ábyrgðina gagn- vart umbjóðendum sínum. Nei, það fer ekki á milli mála, að hér er um kosningablað vinstri manna að ræða, sagði Davíð Oddsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.