Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 3 5 „Það var yfirleitt mjög lífsglatt fólkið,a — segir Anna Júlíana Sveinsdóttir söngkona Anna Júlíana Sveinsdóttir söngkona dvaldi í E1 Salvador 1969 til ’70. Hún bjó í höfuðborg landsins San Salvador og gekk þar í kaþólskan háskóla. Hún var spurð að því fyrst hvernig henni þótti að búa í E1 Salvador. Anna Júlíana Svcinsdóttir með dóttur sína Svanheiði Lóu. „Það var mjög gott að búa í E1 Salvador á þessum tíma. Loftslag- ið þar er indælt og loftið í höfuð- borginni San Salvador var hreint og tært, alveg laust við menjfun. Á þeim tíma sem vorar á Islandi hefst regntíminn í E1 Salvador, sem stendur í þrjá til fjóra mán- uði. Þegar regntíminn hefst er jörðin orðin mjög þurr og allur gróður skrælnaður, og er því regntímanum fagnað mjög af íbúunum. Það rigndi reysilega mikið þessa mánuði. Besti árstím- inn er nóvember og desember. Þá er landið í mestum blóma og þá heldur fólkið Tunglskinshátíð eða „Lunade", eins og hún er kölluð. Þá flykkist fólkið niður á strend- urnar, sem eru mjög fallegar með hvítum og mjúkum og sléttum sandi, og borðar og drekkur og syngur og dansar til dýrðar tungl- inu.“ Var mikið um ferðamenn þegar þú varst þarna? „Það var enn lítið um ferða- menn þá, en í byggingu voru mörg hótel og átti að gera gangskör að því að fá ferðamenn til landsins og gera það að vinsælum ferða- mannastað." Það hefur verið mikil fátækt í landinu? „Já, og er enn. Landsins gæðum er mjög misskipt, þar sem aðeins nokkrar fjölskyldur eiga mestan hluta landareigna. Þeirra aðal- útflutningsvara er kaffi og næst- um hver skiki landsins var nýttur undir kaffirækt, og við hana unnu flestir. Fjölskyldurnar sem land- inu stjórna hljóta að hafa auðgast ótæpilega á kaffiræktuninni. í kringum höfuðborgina San Salv- ador safnaðist saman fólk, sem flutt hafði af landsbyggðinni til borgarinnar í leit að vinnu, því það var jafnmikil fátækt hjá verkafólki úti á landi og í borg- inni, en þar voru kannski aðeins meiri atvinnumöguleikar. Fólkið lifði margt í pappahreysum, sem það hafði hrófa upp í snarheitum og þar var lítil sem engin hrein- lætisaðstaða og sjúkdómar voru tíðir. Fólkið í E1 Salvador skiptist í þrjár stéttir. Það var yfirstéttin, landeigendurnir og fjölskyldurnar sem öllu réðu, ört stækkandi miðstétt, en þaðan kom það fólk sem mest gagnrýndi skipulagið. Loks komu smábændur og verka- fólk, sem bjó við mjög kröpp kjör. Vafalaust hefur verið mikil óánægja og ólga meðal þeirra, en hún var þá ekki komin verulega upp á yfirborðið. Ég kynntist hög- um þessa fólks aðallega af frá- sögnum vinnufólksins hjá okkur. Það var mikið kynjamisrétti. Konurnar eignuðust oftast fjölda barna og fólki í neðstu stétt fjölg- aði mjög ört, en konurnar giftust sjaldan, því mennirnir hlupu oftast frá þeim, eftir að hafa barnað þær. Konurnar komu börnunum þá oftast í fóstur hjá mæðrum sínum eða frænkum, sem oft voru í svipaðri aðstöðu." Hvernig fólk byggir El Salvador? „Það er yfirleitt mjög lífsglatt fólk, sem skiptir sér ekki mikið af því hvað er að gerast úti í heimi, nema þeir, sem menntast hafa erlendis og hafa ferðast. Fólkið er kaþólskt og mjög trúað og það fer mikið í kirkju. Ikaþólska háskól- anum, þar sem ég var við nám, voru margir kennararnir prestar. Það voru mjög greindir menn og voru þá í kringum ’70 að gagnrýna það þjóðfélagsskipulag, sem var við líði. Þeir voru sumir hand- teknir. Það var mikið um betlara á göt- um úti, sérstaklega í kringum úti- markaðina, þar sem voru mikil læti og mikið prúttað. Þeir voru harðir sölumenn í E1 Salvador og það var mjög gaman að koma á markaðina, þar sem iðaði allt af lífi. Atvinnuleysi var mjög mikið og fólk ranglaði um göturnar og betlaði. Mikið af því fólki sem hafði einhvern starfa vann á heimilum þeirra efnaðri. Þeir höfðu allir húshjálp. Tvær eða þrjár stúlkur og einhvern til að sjá um garðinn. Það var borgað mjög lágt kaup fyrir þessi störf og ef einhverjum datt í hug að borga vinnufólki sínu aðeins meira, en venjulega var borgað, varð megn- ið af ríka fólkinu alveg vitlaust. Það mátti ekki borga of mikið. Ég varð ekki mikið vör við að ungir krakkar ynnu erfiðisvinnu. Ég held að það hafi ekki verið um neitt slíkt að ræða. Börnin seldu blöð eða blóm og burstuðu skó. Einn af þjóðarréttum E1 Salv- adorbúa heitir Pupuchas, sem er hnoðaðar maískökur með kjöti og osti inní. Það hnoðaði fólkið úti á götu, þar sem það hafði eldstæði sín. Það var gert við mjög frum- stæðar aðstæður, en mér þótti það betra en allur annar matur þarna og það er eiginlega þessi Pupuch- as, sem ég sakna einna mest. Fólkið borðaði líka mikið af hrísgrjónum og dökkbrúnum baunum, sem það stappar saman. Húsagerðarlist þeirra efnaðri í E1 Salvador er afskaplega falleg. Þar er að finna fjölbreytilegan arkítektúr, hús byggð með miklu hugmyndaflugi og var gróður mikið notaður til skreytingar. Þar sem við bjuggum í nýjum hluta borgarinnar innan um fólk af millistétt, voru sérstakir verðir við húsin. Þeir blístruðu alltaf á nóttunni til að láta vita að þeir væru á verði. Það var um að gera að hafa þessa verði góða, því ann- ars áttu þeir það til að segja þjóf- um frá því ef fjölskylda í ein- hverju húsinu fór í sumarfrí og þá var hreinsað út úr því. Það kom einu sinni fyrir nágranna okkar meðan ég var þarna. Okkur var líka ráðlagt að hreyfa okkur ekki ef þjófar kæmust inn í húsið." En var þeim vel vid útlendinga? „Þeir voru ekkert of hrifnir af Ameríkönum. Þeir kölluðu þá „gringós". íbúar E1 Salvador vilja ekki, held ég, mikið erlend af- skipti í landinu, þó þeir sem ráða núna vilji það kannski." Voru bókmenntir og listir í hávegum hafðar? „Þeir eiga ágæta málara og rit- höfunda en þeim var lítið haldið á lofti á þessum tíma. Mér fannst yfirleitt lítil gróska í menningar- lífinu. Þaö fólk sem hafði peninga sótti allt slíkt til útlanda. Indíán- arnir eiga sér langa hefð í út- skurði og vefnaði og það sem ég sá af þeirri list þótti mér mjög fal- legt.“ Hvenær varstu svo í Nicaragua? „Það var 1977, sem ég kom þangað, en var þar ekki nema í einn mánuð. Þetta var í stjórnar- tíð Sómósa og mikil ólga í land- inu. í höfuðborginni Managua og öllum helstu borgum landsins óku hermenn um í herbílum með fing- ur á gikknum og beindu hlaupinu að vegfarendum. Þá var ástandið orðið mjög slæmt og það var mik- ill ótti í fólki. Höfuðborgin var að mestu í rúst eftir jarðskjálftana þar 1972 og ég man að einu sinni þegar ég var að aka um borgina sá ég jólaskraut hanga utan á vegg í rústunum. Jarðskjálftinn stóri var á Þorláksmessu. Fólkið geymdi klukkur, sem stoppað höfðu í jarðskjálftanum. Þær stóðu á hálf eitt. í Nicaragua heyrði ég að her- menn ruddust inn í hús og drógu synina á heimilinu út á götu og skutu þá fyrir framan foreldrana. Það var eins og ætti að útrýma vissu aldurskeiði. Það var eins og þeir menn sem stjórnuðu þessu héldu að allt unga fólkið tilheyrði einhverri skæruliðahreyfing- unni,“ sagði Anna Julíana Sveinsdóttir í lokin. Jón Jónason jarðfræðingur hefúr dvalið í nokkurn tíma í Nicaragua og El Salvador sérstaklega. „Stjórnarfarið var þannig, að það hlaut að leiða til sprengingar fyrr eða síðar". beiningar varðandi hitt og þetta, og leystu oftast úr erfiðleikum okkar. Ég man það sérstaklega eitt sinn þegar við vorum lokaðir inni á einni kaffiekrunni þar sem við vorum við jarðfræðikortalagningu. Við töfð- umst eitthvað við starfann þannig að þegar við komum að hliðinu sem lokaði kaffiekrunni, átti ekki að hleypa okkur út. Við sýndum mönn- unum við hliðið okkar pappíra, en þeir gátu ekki lesið þá og náðu því í konurnar, sem gátu aftur lesið pappírana og okkur var hleypt út. Mér fannst líka eins og kvenfólkið í þessum löndum væri meira vak- andi. Ég varð sérstaklega var við þetta í E1 Salvador." Er þetta fólk hjátrúarfullt, heldur þú? „Já, það held ég, svona ámóta og við. Einu sinni kom til dæmis sól- myrkvi yfir E1 Salvador og konurn- ar héldu sig innan húss á meðan og vildu ekki stíga fæti út fyrir. Skýr- ingin var sú að þær héldu að sól- myrkvinn hefði einhver áhrif á frjósemi þeirra. Og konan, sem sagði mér þetta, vel grein og menntuð, jafvel hún var ekki viss á þessu og spurði mig hvort þetta væri nú ekki bara hjátrú. Það var mikið um barnsfæðingar í E1 Salvador og einnig barnadauða. Nokkuð var um að nýfædd börn væru skilin eftir við einhverjar húsdyrnar. Ég man eftir einum dreng, sem vann á hótelinu sem ég gist á um tíma. Hann var illa til fara greyið, í sundurrifinni skyrtu og ónýtum skóm. Ég gaf honum skyrtu og seinna skó og hlúði svolít- ið að honum og kynntist honum því dálítið. Hann sagði mér að hann ætti enga mömmu og engan pabba. Hann bjó hjá konu sem hafði fund- ið hann á tröppunum hjá sér einn morguninn." Talið barst að öllum þeim ofbeld- isverkum sem framin hafa verið í E1 Salvador og Nicaragua. „Okkur var sagt þegar við kom- um fyrst til E1 Salvador, að ef þjóf- ar brytust inn í hús okkar, en það var nokkuð um innbrot í borginni þegar ég var þar, þá mættum við ekki reyna að hindra þá í að stela frá okkur. Við yrðum bara drepin á stundinni. Þeir víla ekki fyrir sér að drepa, var okkur sagt. Eitt sinn þegar ég var í höfuðborginni San Salvador, heyrði ég sagt af þjófi einum, sem reyndi að ræna konu gullarmbandi þar sem hún var á göngu í miðbænum. Konan streitt- ist eitthvað á móti, en þá dró þjóf- urinn upp sveðju, sem mikið er not- uð af bændum við að höggva tré eða gras, og hjó af konunni hendina og náði svo armbandinu. Eins fann maður fyrir algeru tilfinningaleysi gagnvart dýrum hjá mörgu af þessu fólki og það skildi það alls ekki ef maður vildi hlúa að dýrum." En þú varst í Nicaragua líka. „Þar var ég um áramótin 1972 og ’73 og lenti í Managua-jarðskjálft- anum, þegar á aðeins sjö og hálfri sekúndu hrundu 86% af öllum hús- um í höfuðborginni, 20.000 manns fórust, og þrisvar sinnum fleiri limlestust og 300.000 manns misstu heimili sín. Það var ofsalegt áfall fyrir landsmenn, en þeir voru furðu mikið komnir í gang aftur í höfuð- borginni ári eftir jarðskjálftann. Nicaragua er miklu stærra land en E1 Salvador. Það er 130.000 fer- kílómetrar og þar rækta þeir tals- vert hrísgrjón og bómull. Þar eru stór stöðuvötn eins og Nicar- aguavatnið sem ég held að sé sjöunda stærsta stöðuvatn í heimi. í því lifa hákarlar og sverðfiskar, nokkuð sem annars lifir aðeins í söltum sjó. Þar var ástandið svipað og í E1 Salvador. Auðurinn safnað- ist á fárra hendur og umfram allt hafði einræðisherrann Sómósa gott upp úr sér og varð einn auðugasti maður heims fyrir bragðið. Fólkið í þessum tveimur löndum er svipað, nema hvað það er talsvert blandað negrum í þeim hluta Nicaragua sem liggur að Karabíska hafinu. í Nicaragua er meira landrými en í E1 Salvador og fleiri atvinnutæki- færi. Nafn sitt dregur landið, að því að talið er, af indíánahöfðingja nokkr- um sem Nicara hét og bjó við „agua“ en það þýðir vatn og er átt við Nicaraguavatn og er þar nafnið á landinu komið. Nicaragua. E1 Salvador aftur þýðir frelsarinn og San Salvador heilagi frelsarinn. Ég kom oft til E1 Salvador eftir 1970 og var þar síðast 1978 á vegum Sameinuðu þjóðanna ásamt Sveini Einarssyni og Guðmundi Sigvalda- syni til að fara yfir þær rannsóknir sem gerðar höfðu verið í landinu í sambandi við jarðhita og jarðhita- nýtingu. Þegar ég kom þá til E1 Salvador virtist mér ástandið að- eins hafa breyst til hins betra. Mér þótti ég verða var við talsverðar breytingar á ástandinu, í höfuð- borginni sérstaklega. Sýndist það mun skárra en þegar ég var þar áður. Það var ekki eins mikið af betlurum á götunum og illa klæddu fólki og ég hafði almennt á tilfinn- ingunni að ástandið hefði batnað. Síðar voru gerðar tilraunir með að skipta þessum stóru landareign- um á milli bændafólksins, en það virtist hafa runnið út í sandinn. Svona skipulag, sem ríkt hefur í aldir, er ekki hægt að breyta með einu pennastriki í einum hvelli. Það er ekki möguleiki. Og það er kannski mesta meinið. Það tekur tíma að breyta stórum hóp frá því að vera naumlega læs og skrifandi í þá aðstöðu að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á mönnum og málefnum." Ert þú hissa á hvernig ástandið er orðið í þessum löndum? „Nei, ég er ekkert hissa á ástand- inu eins og það er í dag. Stjórnar- farið var þannig að það hlaut að leiða til sprengingar fyrr eða síðar. Það var svo mikið djúp staðfest á milli ríkra og fátækra. Það hlaut að koma til byltingar eins og gerst hefur í Nicaragua og nú síðast í Guatemala og aftur skæruleiða- hernaðar í E1 Salvador. Það sorg- lega er hvernig andstæðar fylk- ingar virðast hafa algerlega misst stjórn á fólki sínu. Fólk er myrt á báða bóga í algeru meiningarleysi. En það var gaman að kynnast þessu fólki, og ég á margar góðar minningar þaðan. Ef ástandið væri gott, hefði ég ekkert á móti því að líta þarna við einhverntíma aftur. Costa Rica er það land sem best er stjórnað í Mið-Ameríku. Þar eru þeir á margan hátt á undan, eins og til dæmis í því að þar eru ekki nema 10% íbúanna ólæs og óskrifandi. Þar hafa þeir engan her, bara lög- reglu, og þar er að finna sterk evr- ópsk áhrif. Þar hefur líka verið næg atvinna, enda landið ekki eins fjöl- býlt og í E1 Salvador, sem í búa um þrjár milljónir manna, og þar sem atvinnuleysi er gífurlegt,“ sagði Jón Jónsson jarðfræðingur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.