Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Leirmunir og málverk Valtýr Pétursson I Ásmundarsal við Freyjugötu er nú sýning á leirmunum og leirmyndum, ásamt málverkum. Það er ungur maður, að nafni Ilelgi Björgvinsson, sem hlut á að máli, og ef ég veit rétt, hefur hann ekki haldið sjálfstæða sýn- ingu á verkum sínum fyrr. Þarna eru 20 leirhlutir, 14 leirmyndir og að endingu 15 málverk. Það er því nokkurt magn, sem hér er sýnt af vinnu þessa unga manns, og ekki verður annað sagt með sanni, en að nokkuð er misjafn hlutur mál- verksins í þessu sýningarefni. Helgi Björgvinsson er að mínu áliti ágætur i list sinni, er hann á við leirinn. Það eru bæði snotrir og látlausir munir, sem hann framleiðir, og myndir hans bera einnig góðan þokka, þegar hann gerir þær úr leir. En ef satt skal segja, fer heldur í verra, er hann höndlar olíumálverkið á léreft. Þar er vart að finna nokkurt mál- verk, sem er þess verðugt, að á það sé minnst. Það er engu líkara en að mikill misskilningur á þeirri list sé hér á ferð hjá þess- um unga manni. Það mætti jafn- vel segja mér, að hann hefði lagt svo stífa áherslu á leirgerðina, að þess gætti nokkuð í litameðferð hans í olíumálverkunum. Stund- um vaknar sú spurning, er litið er á það, sem á boðstólum er af mál- verkum hér í borg, hvers vegna menn séu að leggja alla þessa vinnu á sig, halda sýningar og jafnvel leggja í persónulega fjár- hættu, þegar hlutirnar eru ekkj í hærra gæðaflokki en raun ber vitni oft á tíðum. Ekkert svar kann ég við slíkum spurningum, enda vart hægt að búast við neinu algildu svari. En svona er nú einu sinni samtíðin, og til er það fólk, sem heldur því fram, að þróttlaus og vanmátta myndlist sé nauð- synleg fyrir þá grósku, sem óneit- anlega er hér í þessari listgrein. Ekki vil ég leggja neinn dóm á slíkt, en ég nefni þetta hér vegna þess, að mér finnst ágætt, ef fólk staldrar aðeins við og athugar gang sinn en meltir ekki allt ótuggið og hrátt. Eins og þessar línur hafa þegar gefið til kynna, er ég ekki sérlega ánægður með þessa sýningu Helga Björgvinssonar. Raunveru- lega hef ég engu við að bæta, nema hvað ég held, að hæfileikar hans séu einkum og sér í lagi á sviði leirmunagerðar, og vonast ég tii, að hann eigi eftir að sjá sjálfur þann reginmun, sem er á málverkum hans og þeim gripum, er hann hefur unnið í leirinn. En koma tímar, koma ráð, hver veit nema bjart sé fyrir stafni, það á eftir að koma í ljós með þróun þessa unga manns. Fínar um páskana Þær eru fínar stelpurnar í sparifötunum sínumfrá Hagkaup. Eigum úrval af fallegum peysum, buxum og kjólum. HAGKAUP SKEIFUNN115 Suðumes: Þroskahjálp vígir nýtt hús í gær, 3. apríl, tók Þroskahjálp á Suðurnesjum formlega í notkun ný- byggingu félagsins að Suðurvöllum 9 í Keflavík. Félagið „Þroskahjálp á Suður- nesjum" var stofnað 10. október 1977. Á árinu 1979 hóf félagið rekstur leikfangasafns að Hafnar- götu 86 og í byrjun árs 1980 kom félagið upp endurhæfingarstöð að Faxabraut 13 í samráði við Sjálfsbjörg á Suðurnesjum. Báðir þessir þættir í starfsemi félagsins voru reknir við mjög ófullnægj- andi aðstæður. Á sl. vori var því hafist handa um byggingu hússins að Suðurvöllum 9. Ákveðið var að festa kaup á einingahúsi frá Hús- einingum hf. í Siglufirði. Byrjað var að grafa fyrir grunni þess 18. apríl 1981. Lauk smíði hans í ágúst sama ár. Húsið var síðan reist og fullfrágengið að utan á 10 dögum í september. einingahús frá Húseiningum hf. í Siglufirði, er 2042 að stærð og hið vistlegasta. Kemur það til með að gjörbreyta allri aðstöðu til starf- semi félagsins. Til dæmis má nefna, að endurhæfingarstöðin sem áður var til húsa í 302, hefur nú til umráða 140*. Þá hafa skap- ast möguleikar á samstarfi milli leikfangasafnsins og endurhæf- ingarstöðvarinnar. Börn sem koma til endurhæfingar fara, ef þess gerist þörf, í leikfangasafnið í beinu framhaldi af æfingunum. Forstöðukona leikfangasafnsins er Kristjana Kjartansdóttir fóstra. I endurhæfingarstöðinni, sem rekin er algerlega af Þroska- hjálp á Suðurnesjum, fer fram öll almenn endurhæfing, allt frá með- ferð á smávægilegum kvillum til þjálfunar á fjölfötluðu fólki. Þeir sem njóta þar þjónustu eru á öll- um aldri. Sjúkraþjálfari hefur frá upphafi verið Sigríður Þórarins- í byrjun janúar sl. var síðan flutt í húsið. Þar eru endurhæf- ingarstöðin og leikfangasafnið starfrækt nú, auk þess sem að- staða er til félagsstarfsemi. Mikil vinna er eftir utanhúss, þ.e. við lóð, stéttar og bílastæði. Kostnaðarverð hússins í dag er kr. 1.200.000. Fjármögnun þess er með eftirfarandi hætti: Framlag úr Framkvæmdasjóði þroskaheftra og öryrkja 70% Framlag úr Erfðafjársjóði 5% Lán úr Erfðafjársjóði 5% Eigið fé 20% Húsið, sem eins og fyrr segir er dóttir. Væntanlegur er annar sjúkraþjálfari um miðjan apríl, en stefnt er að því að þeir verði þrír í fullu starfi, enda hefur sýnt sig að þörfin er brýn. Rekstrarstjóri hins nýja húss er Ásta Björnsdóttir. Þroskahjálp á Suðurnesjum hefur einnig fengið úthlutað lóðinni nr. 7 við Suður- velli. Þar hyggst félagið reisa ann- að hús af svipaðri stærð, ef fjár- mögnun tekst. Þar er fyrirhugað að starfrækja skammtíma fóst- urheimili, afþreyingarheimili og ef til vill vísi að skóladagheimili. FrétUtilkynning. Fuglakvöld í Arnarhól Þriðjudaginn 6. apríl verður sér- stakt FUGLAKVÖLD í veitingahús- inu Arnarhóli. Á matseðlinum verða eingöngu réttir úr fuglakjöti. Boðið verður upp á Arnarstél við komu gesta og hinn margréttaði matseðill hljóð- ar svo: Kjúklingasalat, gæsakjötseyði, hleypt egg með karrý, melónu- kraum (sorbet), kalkún með fyll- ingu, gljáð önd með valhnetum og að síðustu páskaegg. Þessi sjörétta matseðili ásamt fordrykknum kostar aðeins kr. 445,- fyrir manninn. Til að krydda kvöldið enn betur verður gestum boðið að hlýða á úrvals skemmtikrafta í koníaks- stofunni eftir máltíðina. Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur létt spönsk lög við undirleik Láru Rafnsdóttur og þar verða þeir bræður Maggi Kjartans og Finn- bogi, sem halda uppi stemmning- unni með sínum ljúfu lögum. Veitingahúsið Arnarhóll tók upp þessa nýbreytni að helga ákveðnu kvöldi eina tegund hrá- efnis nú fyrir skömmu. Voru gest- Anna Júlíana Sveinsdóttir irnir ákaflega ánægðir með hinn sérstæða matseðil og þótti Skúla og matsveininum hans hafa tekist frábærlega vel og var stemmning- in í koníaksstofunni eftir máltíð- ina alveg einstök, segir í frétt frá Arnarhóli. Röng nöfn fermingarbarna NÖFN tveggja fermingarbarna mis- Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, rituðust í Morgunblaðinu í gær, og Háaleitisbraut 107, Reykjavík. Ás- skulu þau leiðrétt. Nöfnin eru. gerður Hrönn fermist í Grensás- kirkju klukkan 14.00. Hallur Vignir Hallsson, Iðufelli 8, Reykjavík. Hallur Vignir ferm- ist í Háteigskirkju klukkan 10.30. \lCI.VSIV.ASIMINN KH: 22480 Jflorounbloöib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.