Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 23 Örlítið um myndlistar- manninn Vigni Jóhannsson VIGNIR Jóhannsson er tæplega þrítugur Akurnesingur. I>ótt sið- ustu árin hafi hann helgað sig mvndlistinni alfarið á hann að baki nokkuð fjölbreytta menntun og lífsreynslu. Hann á að baki búnað- arskólamenntun, er lærður rafvirki og fyrir fjórum árum lauk hann námi með láði viö Myndlista- og handíðaskólann. Auk þess að stunda myndlist- arnám sitt af kostgæfni vann Vignir um tæplega fimm ára skeið, sem aðstoðarmaður og leikmyndateiknari í Iðnó. Hann aðstoðaði m.a. við gerð leikmynd- ar fyrir Rolf Hádrich við þýsku sjónvarpsstöðina NDR, var ráðgjafi Listahátíðar á árunum 1977— 79 utan hvað hann vann sjálfstætt að hönnun og kenndi við sinn gamla skóla veturinn 1978- 79. Vignir hélt haustið 1979 til náms við einn virtasta listaskóla í Bandaríkjunum, Rhode Island School of Design. Hann lauk prófi þaðan í fyrra og fékk sér- stakt lof fyrir lokaverkefni sitt, sem gert var að hluta til úr teikningum og að hluta úr þrívíð- um formum, sem tengd voru við teikningarnar. Vignir er nú staddur hér á landi í skammtímadvöl. Hann heldur innan skamms til Banda- ríkjanna á ný, en þaðan liggur leið hans til Finnlands þar sem sett verður upp sýning með verk- um hans. Sýningar hans til þessa eru fáar. Hann sýndi fyrst í heimabæ sínum, Akranesi, árið 1976 og svo tveimur árum síðar á Loftinu við Skólavörðustíg. í fyrra hélt hann sýningu í Provi- dence í Rode Island-fylki. Sýning hans, sem hófst í Listmunahús- inu í gær, er því fjórða einkasýn- ing þessa sérstæða listamanns. Morgunblaðið hitti Vigni að máli í vikunni og ræddi við hann. Listamaðurinn verður að halda vöku sinni „Myndlistarmaður opinberar í verki sína dýpstu þanka um það sem honum er kærast. Leyndarmál hans verða þeim einum skiljanleg sem kunna að horfa á myndir i Ijósi þeirra tilfinninga sem skópu þær. Myndlistarmaðurinn verður sömu- leiðis að vera trúr öllum sinum kenndum, hvers eðlis sem þær eru, og vera reiðubúinn aö finna þeim stað i verkum sínum. Ekki má hann heldur afneita nokkru því sem hann hneigist að. Vissulega er þetta sérdrægni, en líka sjálfsagt, því með þessum hætti tekst honum að hrista af sér það sem ekki er honum eiginlegt og einbeita sér að því sem máli skiptir." Svo segir Aðalsteinn Ingólfs- son, listfræðingur, í umfjöllun sinni um Vigni Jóhannsson í sýn- ingarskrá. GrMn Aðalsteins leiftrar af lífi, fjöri, næmleika og skilningi á þessum unga lista- manni. Grípur aftur niður í um- fjöllun hans. „Myndlistarmaðurinn verður að vera svo gagntekinn af því sem hann aðhefst hverju sinni að hann gefi sér aldrei ráðrúm til að spyrja sjálfan sig um tilgang gjörða sinna. Sjálfsþekking hans verður að vera slík að honum komi aldrei til hugar að líta á tilveruna sem bút af fyrirfram- skipulögðu púsluspili. Haldi hann ekki vöku sinni er hættan sú að hann fari að líta á hlutina sem efnivið einvörðungu, eitt- hvað sem kunni að fara vel á myndfleti. Það má hafa margskonar á- nægju af verkum Vignis. Þau höfða í senn til vitsmuna og hins skynræna. Á tímum hins klaufska „nýja málverks", van- mats á hugviti í myndlist, þá held ég að ungir íslenskir mynd- listarmenn mættu alveg gaum- gæfa lausnir Vignis á þeim vandamálum, sem sótt hafa á Þeir, sem verulega þurfa á stuðn- ingi að halda eru þessir ungu. Það er svo margt kostulegt við listina. Það, sem þótti e.t.v. róttækt fyrir áratug er það ekki lengur í dag. Þróunin er svo ör. Ég man vel eftir því þegar heysátan var sýnd í SÚM, ætli það hafi ekki verið ein- hvern tíma á fyrstu árunum eftir 1970. Hún vakti mikla athygli og olli hneykslun margra. Nú myndi varla nokkur maður kippa sér upp við síkt.“ Við ræddum um hvort nýlista- menn, margir hverjir, væru ekki búnir að kasta svo mikilli rýrð á listamannsnafnið, að loks þegar e.t.v. væri búið að plægja akurinn fyrir frekari stuðning við unga listamenn, væri hann eyðilagður af þeim sjálfum. Með ómarkvissum og óyfirveguðum vinnubrögðum hefðu t.d. margir nýlistamenn gert það að verkum, að almenningur liti orðið á gjörninga, sem einhvers konar „flipp“ — hvort heldur það væri það eða ekki. Vignir féllst á það, að sumu leyti hefðu margir nýlistamenn farið illa með gjörningana. Stundum hefði það gerst að framkvæmdir hefðu verið gjörningar, sem hvorki hefðu neina rökrétta hugsun né tilgang að baki. Þetta væri þó matsatriði hvers og eins. Markaður „Markaðurinn fyrir myndlist hérna heima er fyrst og fremst hjá fólki sem komið er um og yfir fert- ugt. Þetta fólk vill fá myndlist eins og það man eftir henni frá því það var sjálft að þroskast sem mest, tuttugu árum áður. Fólk kaupir myndir af myndlistarmönnum á þeirra reki. Þannig er þetta víða. Þó held ég að óvíða sé keypt eins mikið af list af almenningi eins og hérlendis. Víða um heim sérðu varla málverk eða önnur listaverk á veggjum, nema hjá millum eða sérvitringum, nema hvorttveggja sé. Þannig er það t.d. í Ameríku. Andy Warhol og Robert Rausch- enberg börðust báðir í lengri tíma við að fá myndir sínar viðurkennd- ar. Það tók Rauschenberg t.d. 7 ár að selja eina mynd. Sjálfur hef ég verið með ólíkind- um heppinn hvað þetta varðar. Mér hefur tekist að selja fjöldann allan af myndum og er þegar kominn með tvo fasta kaupendur og sá þriðji er væntanlega á leiðinni. Þetta verður að teljast nokkuð sérstakt í ljósi þess að 90% myndlistarmanna í New York vinna fyrir sér með því að vinna á veitingahúsum og börum á kvöldin. Þannig gefst þeim tími aflögu á daginn til að sinna listinni. Það er hins vegar ekki nógu gott að þurfa að taka annað starf til að halda lífi í þessum bransa. Um leið og menn eru farnir að vinna við eitthvað annað tekur það pláss í heilanum. Frjósemin verður ekki eins mikil og ef menn geta gefið sig að listinni óskiptir. Ég þekki hvort tveggja af eigin reynslu og ætla ekki að lýsa því hversu mikill mun- ur það er að geta helgað sig listinni alfarið. Ef maður getur gefið sig allan að því sem verið er að gera, hlýtur útkoman alltaf að verða betri. Þetta á við um allt, ekki bara list.“ Ég bað Vigni að segja mér frekar frá þessum föstu kaupendum, sem hann nefndi svo. Sérvitringar „Já, ég get ekki annað en endur- tekið, að ég hef verið með ólíkindum heppinn. Margir af þeim, sem t.d. útskrifuðust með mér hafa enn ekki selt eina einustu mynd. Ég komst fljótt í kynni við mann einn t Boston, sem ekki vill kaupa neitt nema svartlist. Hann á um 10.000 mynda safn og leigir m.a. út myndir til safna. Oft kemur fyrir að þau vantar einhverjar ákveðnar myndir í sýningar, sem verið er að setja upp. Þá er hægt að grípa til svona manna eins og þessa, sem eiga kannski mörg þúsund myndir sjálfir. Þessi náungi keypti strax einar 6—8 myndir af mér og var ekkert að setja verðið fyrir sig. Þessir karlar virðast ekki gera það. Þeir kaupa það, sem þeim líkar best við, án tillits til hvað það kostar. Það hefur verið mjög skemmti- legt að sjá að myndir minar hafa borist skólanum mínum eftir öðrum Jeiöum en frá mér sjálfum. Sér- > -i staklegai er þetta. , skemmtilegt Potað í linsu Ijósmyndarans. vegna þess að ég komst upp á kant við skólayfirvöld á sínum tíma og var dreginn niður í einkunn í loka- prófum vegna þess. Ég lærði lithografíuna á einu ári, en átti að taka tvö ár í að læra hana. Skólinn vildi að ég eyddi öðru ári í hana, en ég sagði þvert nei. Vildi fá að halda áfram minni listsköpun og beitti þeim rökum, að þetta væri lista- en ekki tækniskóli. Tækninni hefði ég náð fullu valdi á og því væri engin ástæða til að sitja lengur yfir henni. Þeir gætu ekki heft mig á þennan hátt. Ég vildi vera trúr minni sannfær- ingu. Ég gaf mig ekki og hélt mínu til streitu. Fékk síðan langbestu dómana á skólasýningunni, sem haldin var á verkum okkar er við höfðum lokið náminu. Enginn kennaranna skildi upp né niður í því, sem ég var að gera, nema einn Júgóslavi. Síðan kom gagnrýnandi nokkur á sýninguna og skildi þetta allt saman svo ofurvel. Hann gaf mér lofsamlega dóma. Kennurunum finnst það einhvern veginn vera skylda sín að gagnrýna, að því er virðist til þess eins að sýna að þeir viti betur — jafnvel þótt þeir skilji ekki upp né niður í því, sem verið er að gera eins og tilfellið var með mig. T.d. benti einn þeirra á það, að veiðistöng, sem ég notaði í einu verka minna, gæti aldrei verið neitt annað en veiðistöng. Hann neitaði að meðtaka þá breytingu, sem varð á stönginni við að beygja hana í keng, fá fram spennu í hana. Spennt stöng hefur í sér vissan kraft, visst afl. Þessum tiltekna kennara var alveg fyrirmunað að átta sig á því. Kannski vildi hann ekki meðtaka það af því að hann var búinn að bíta annað í sig.“ ____________Málari______________ „Heyrðu væni,“ segir Vignir skyndilega. „Ætluðum við ekki að tala um þessa föstu kaupendur? Ég hélt það.“ Ég játti því. „Já, alveg rétt, það var þessi hinn kaupandi. Það er kona, sem fékk á einhvern hátt upplýsingar um mig, sem málara. Ég hef í rauninni ekk- ert málað nema örlítið svona í frí- stundum heima. Hingað til hef ég einbeitt mér að teikningunni og grafíkinni. En þessi kona hafði sem sagt frétt af því að ég væri efni- legur málari. Spurðu mig ekki hvernig það kom til því ég geri mér ekki almennilega grein fyrir því. Þetta er forrík kerling og hefur það fyrir venju að kaupa alltaf eitt dýrt málverk á ári. Málverk sem kostar svona 250.000 dollara. Að auki kaupir hún fjöldan allan af öðrum málverkum. Hún vildi endi- lega fá að heimsækja mig og kaupa fyrir mig verk. Ég sagði henni alveg eins og var, að ég ætti sáralítið af málverkum, málaði satt að segja sama og ekki neitt. En það varð engu tauti við hana komið. Hún vildi fá að koma í heimsókn og sjá hvað ég ætti. Það varð því úr að ég sagði sem svo, að það væri allt í lagi að hún liti við, en ég ætti ekki mikið af málverkum. „Er í lagi að ég komi klukkan hálfníu á sunnudagsmorg- un,“ spurði hún þá. Ég gat auðvitað ekki neitað konunni um það. Hún kom svo og ég sýndi henni það, sem ég var að vinna að, Hún hafði engan áhuga á því. Hins vegar rakst hún á stórt málverk eftir mig yfir rúminu okkar og keypti það. Borgaði það verð, sem upp var sett og akraði síðan út með málverkið. Sagði svo við mig að ég skyldi láta hana vita, næst þegar ég málaði eitthvað. Hún myndi kaupa ef ég málaði eitthvað meira. Hún skildi eftir nafn og símanúmer og fór svo. Eftir að ég fór aftur út í haust, tók ég mig til og málað fjöldann allan af verkum. Síðan hringdi ég í hana og sagði henni að ég væri að mála. Viö mæltum okkur mót og hún keypti af mér annað málverk, þrátt fyrir að ég tvöfaldaði verðið á myndinni frá því sem sú fyrri kost- aði. Það skipti hana engu máli — hún prúttar aldrei um verð.“ Palm Beach „Þessi kona fór síðan með mál- verkið mitt niður til Palm Beach í Flórída þar sem hún á vetrarhús. Þarna um slóðir er byggð marg- milljónera og maður sem hún þekk- ir, sá myndina mína hjá henni. Hann býr þarna hins vegar bara frá fimmtudegi til mánudags. Aðra daga vikunnar býr hann í Provi- dence. Hann flýgur því á milli í hverri einustu viku. Þetta er 4—5 klukkustunda flug, en þessir karlar iáta sig ekki muna um slikt. Þessi náungi hafði síðan sam- band við mig og vildi endilega kaupa málverk. Spurði í sífellu hvort ég ætti til eitthvað handa sér á lager. Ég kvað eiginlega nei við, en benti honum á að koma í heim- sókn. Heldurðu að hann renni ekki upp á gangstétt, kaffibrúnn og sætur á miðjum vetri í splunkunýjum hvít- um jagúar. Hann kom inn og vildi fá að sjá hvað ég væri með. Ég sýndi honum teikningar, en hann hafði engan áhuga á þeim. Arkaði fram og aftur um íbúðina og stað- næmdist svo við eitthvert stærsta verk sem ég hef gert. Guð má vita hvað það var stórt. „Heyrðu, mig vantar eitthvað í þessari stærð," sagði hann. Á leiðinni út sá hann glitta í teppi, sem Davi hafði ofið. „Heyrðu," sagði hann, „ég pantaði nú eitthvað svona teppi fyrir einu og hálfu ári siðan, en hef aldrei séð tangur né tetur af því. Ég fæ bara eitt svona.“ Síðan pantaði hann teppi hjá Davi. Svona fólk setur hvorki fyrir sig verð né mótíf. Það kaupir hvort sem maður breytir um stíl eða ekki. margir af þessum stóru listaverka- söfnurum í Bandaríkjunum gera sér eðlilega grein fyrir því að lista- menn taka breytingum á æviskeiði sínu og sætta sig við það. Konan, sem t.d. keypti af mér málverkin, fylgdist mjög vel með myndlist og veit fyllilega hvað er að gerast í myndlistinni í henni í dag. Þessi heppni mín er með ólíkind- um. Kunningjar mínir gapa margir hverjir af undrun. Ég hef verið heppinn og svo hjálpar það vafa- laust eitthvað til að Ameríkanar eru dálitið mikið fyrir það að snobba fyrir útlendingum." Hindraunir Sýning Vignis, sem hófst í List- munahúsimi í gær ber yfirskriftina: Hindraunir ásamt búnaði nokkrum. Margar mynda hans 'túlka tog- streitu af einhverju tagi, baráttu við að losna úr þrengingum, andleg- um jafnt sem líkamlegum. Af hverju þessar hindranir eða hind- raunir eins og hann nefnir það? „Þarna erum við eiginlega komn- fr að j>ví sem ég sagði við þig í byrj- un. Ég áttaði mig aldrei á því á meðan ég var í skóla af hverju mér gekk svona illa að læra það sem í bókunum stóð. Það var e.t.v. ekki von að svo væri. Þetta var alltaf sett í samband við leti og þar með var málið útkljáð. Það var enginn að leita eftir frekari hugsanlegum skýringum. Ég vissi það ekki fyrr en núna í febrúar, að ég er haldinn lesblindu. Sú staðreynd skýrði fyrir mér óskaplega margt, sem vafist hafði fyrir mér árum saman. Ég man svo vel hversu erfitt fólki fannst að skilja hvernig ég gat skrifað spegli- skrift afturábak, án nokkura vand- kvæða.“ Til að leggja frekari áherslu á þetta, skrifaði hann nafnið sitt nokkrum sinnum fyrir mig þar sem ég sat hinum megin við borðið, án þess að færa sig um set. „Nú fyrst fæ ég botn í allar þess- ar pælingar mínar og þetta útskýrir einnig hvers vegna mér veittist svo auðvelt að átta mig á grafíkinni. Þar verða hvítir fletir svartir og svo öfugt. Mér veittist mjög auðvelt að átta mig á þessu strax, mun fyrr en flestir aðrir. Myndir mínar fjalla því að mörgu leyti um þá erfiðleika og þær hindr- anir og raunir, hindraunir, sem ég hef orðið að ganga í gegnum. Þetta er allt miklu eðlilegra núna eftir að ég fékk að vita að ég væri haldin lesblindu. Áður en ég vissi þetta, var útilokað fyrir mig að skilja margar af mínum gerðum og út- skýra t.d. í hvernig ljósi ég sá ýmsa hluti.“ Hundar Þar höfum við fengið skýringunaa á því, að svo miklu leyti sem hægt er að skýra hluti á borð við þessa. En hvers vegna notar Vignir svo oft hunda í myndum sínum, eða jafnvel önnur dýr? „Ilingað til hef ég alltaf átt við fólk. Höft hef ég túlkað á fólki með vafningum eða þrengingum af ein- hverju tagi. Við það hefur alltaf komið upp eitthvað kynferðislegt. Eitthvað, sem tengdist kynorku. Skýringin á því að ég skipti frá mönnum yfir í t.d. hunda, er fyrst og fremst sú, að þetta kynferðislega á ekki lengur heima í myndum mín- um. Það sem gerist í myndum lista- mannsins er það sem hann gengur í gegnum andlega, a.m.k. er' það þannig með mig, og vafalítið flesta aðra. Mótífið og úrvinnslan tekur mjög mið af því hvað verið er að hugsa hverju sinni, hvernig sálar- ástandið er. Oft og iðulega vinn ég myndir án þess að gera mér grein fyrir af hverju þær eru eins og þær eru. Það getur svo oft runnið upp fyrir mér löngu, löngu síðar. Þannig er þetta; sumir geta tjáð sig í ritmáli, aðrir í tónlist og enn aðrir í myndlist. Ég er í hópi þeirra síðastnefndu. Eða stend a.m.k. í þeirri einlægu trú.“ “«• ..... ■ '-i-'SSV.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.