Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 21 Við verðlaunaafhendingiiiia í Höfða i gær. (Ljónn. mn. RAX) Vorgleði á Fáskrúðsfirði Fáskrúósfírdi 2. apríl. 1982. Vorgleði Fáskrúðsfjarðar verður haldin nú í apríi, í fyrsta skipti, og er þar fjölmargt á dagskrá. Fyrir henni standa tveir ungjr menn hér, þeir Óðinn Gunnar Óðinsson og Halldór Brynjar Práinsson. Segjast þeir hafa fengið hugmynd- ina er sól tók fyrst að hækka á lofti í vetur, eftir allra svartasta skammdegið. Kváðust þeir hafa fengið góðar undirtektir við hug- mynd sinni, ekki síst hjá Jóni heitnum G. Sigurðssyni sveitar- stjóra. Meðal efnis á Vorgleðinni er að hún hefst á málverkasýningu sunnudaginn 4. apríl klukkan 16, þar sem Ólafur Theodór Ólafs- son opnar sína fyrstu einkasýn- ingu í Grunnskólanum. Á skír- dag verður skemmtikvöld með blönduðu efni, 12. apríi leika þau Manuela Wiesler og Þorkell Sig- urbjörnsson verk fyrir flautu og píanó. Þá eru á dagskrá tónleik- ar Samkórs Fáskrúðsfjarðar og gesta hans, leikhópurinn Vera stefnir að frumsýningu á leikrit- inu Allra meina bót í lok apríl, fjölmargar kvikmyndir verða sýndar í Félagsheimilinu og fleira verður á dagskrá. Aloert. Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, til vinstri, Jón M. Björgvinsson, form. Lionsklúbbsins, að baki Garðar Þorsteinsson, ritari Sjómannadagsráðs, t.v. og Tómas Guðjónsson, meðstjórnandi, t.h. Lionsklúbbur Garða og Bessa- staðahrepps er tiu ára á þessu ári, en hann var stofnaður í maí 1972. Á þessu tíu ára tímabili hafa lionsmenn lagt gjörva hönd á margt sem komið hefur íbúum Garðabæjar og Bessastaðahrepps til góða. Eitt stærsta verkefni klúbbsins fram að þessu er án efa bygging heitu pottanna við sundlaug Garðabæjar, en einnig hefur verið unnið að margvíslegum öðrum verkefnum. Klúbburinn hefur einnig tekið þátt í sameiginlegum verkefnum lionsklúbbanna, t.d. „rauða fjöðrin" og landssöfnun Sjálfsbjargar. En framundan er fyrsta lang- tímaverkefni klúbbsins, því ákveðið er að fjármagna eitt vistrými af Sjómannadagsráði í dvalarheimilisbyggingu þess í Hafnarfirði, en því fylgir réttur til að byggja smáhýsi á lóð heim- ilisins. I þetta vistrými skal ganga fyrir íbúi í Garðabæ eða Bessastaðahreppi. Hinn 31. mars sl. — við undir- rittiQ .samouigs, greiddi JLionskiii.-.. bburinn 'A hluta kaupverðs Eft- irstöðvar á að greiða á næstu tveim árum. Á sl. ári gaf Sjómannadagsráð út „Aftanskin", safn ritgerða og minningar manna með sjötíu ára lífsreynslu að baki. Lionsfélagar munu hafa þessa bók tii sölu, og rennur allur hagnaður — óskiptur — til kaupa á vistrými DAS. Það hefur verið fastur liður í fjáröflunarstarfi Lionsklúbbs Garða og Bessastaðahrepps að selja húsdýraáburð í skrúðgarða bæjarbúa á hverju vori. í apríl- mánuði munu lionsfélagar sinna þessu verkefni. Pantanir má hringja til formanns fjáröflunar- nefndar, Gústafs Jónssonar, í síma 44418. Auk hefðbundinnar fjáröflun- ar, m.a. með sölu á ljósaperum og jóladagatölum, má gera ráð fyrir að leitað verði frekari stuðnings íbúa í byggðarlaginu — sem al- farið gangi til að fjármagna þessi kaup. Formaður Lionsklúbbs Garða og Bessastaðahrepps er Jón M. Björgvinsson. .. ..■.M I -------- OjiiHíaiiiyvpiwi i .. (iSj KARNABÆR ^ og umboðsmenn um land allt. Cesar — Akureyri, Eplið — ísafirði, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval — Keflavík, Hornabær — Hornafiröi, Álfhóll — Siglufirði, Óðinn — Akranesi, Ram — Húsavík, Bak- húsið — Hafnarfirði, Austurbær — Reyðar- firði, Kaupfél. Rangæinga Hvolsvelli, Sparta — Sauðárkróki, Skógar — Egilsstöðum, ís- björninn — Borgarnesi, Lea — Ólafsvík, Lindín — Selfossi, Paloma — Vopnafirði, Patróna — Patreksfirði, Báran — Grindavík, Bjóðsbær — Seyðisfirði, Þórshamar -j Stykkishólmi, Inga — Hellissandi. V erðlaunaafhend- ing fyrir bestu barnabækurnar „Polli er ekkert blávatn“ valin besta frumsamda bókin og „Einn í stríöi“ besta þýdda bókin „Ég óska íslenskum börnum til hamingju með að hafa eignast rithöf- und á borð við Andrés Indriðason, en hann hefur gefíð út tvær barna- bækur og fengið verðlaun fyrir þær báðar,“ sagði Geir A. Gunnlaugsson, formaður dómnefndar fræðsluráðs, við veitingu verðlauna fyrir bestu frumsömdu og bestu þýddu barnabókina i ár, en verðlaunaveitingin fór fram í Höfða á föstudag. Andrés hlaut að þessu sinni verðlaun fyrir bókina „Polli er ekkert blávatn" sem gefín var út hjá Máli og menningu, og Árni Þórarinsson hlaut verðlaun fyrir þýðingu sína á bókinni „Einn í stríði“ eftir Evert Hartman, og var sú bók gefín út hjá Iðunni. „Þessi verðlaun koma mér finning að hafa skrifað tvær mjög á óvart,“ sagði Árni Þórar- insson, en þetta er frumraun hans í þýðingum, „ég er ánægður ef mér hefur tekist að komast þannig frá þessu að börn beri ekki skaða af.“ „Það er dálítið undarleg til- bækur og þær skuli báðar hljóta svona góðar viðtökur,“ sagði Andrés, „ég get ekki annað sagt en mér þyki mjög vænt um að hafa fengið þessa viðurkenn- ingu.“ Vistrými í DAS í Hafnar- firði á tíu ára afmæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.