Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Sýnithorn al verkum eftir Ólöfu I. Balduredóttur. Merki eftir Steve Fairbairn. — En nú er það svo að í löglegum auglýsingum er beitt ýmsum sál- rænum bellibrögðum, svo sem því að tengja einhverja vöru, sem á að selja, hvers kyns lífshamingju og unaðssemdum, sól og fegurð. „Það er rétt að auðvitað er ákveð- inni sálfræði beitt í auglýsingum. Það er reynt að skapa þörf hjá fólki fyrir hluti, sem það vantar í raun alls ekki. En þó er það aðallega þannig að auglýsingar fá fólk til að kaupa hluti fyrr en ella. Það hefur mikið verið rætt og rit- að um börn og auglýsingar, því þau eru jú mjög áhrifagjörn og læra textann úr sjónvarpsauglýsingun- um og syngja Iögin úr þeim í tíma og ótíma. Stundum er talað um að auglýst sé í gegnum þau og reynt að fá börnin til að hafa áhrif á for- eldra sína. Því miður er oft sitthvað til í þessu, en þess er og að gæta að margt, sem auglýst er, er beinlínis ætlað börnum og þau eru hins vegar svo áköf að foreldrarnir freistast til að láta eftir þeim. Þetta er ekki síð- ur uppeldislegt atriði en harður áróður. Fagfólk á auglýsingasviðinu hefur leitast við að forðast að höfða til barna á óheiðarlegan hátt, en erfitt er að koma í veg fyrir að þau læri auglýsingatexta úr sjónvarpi, eða ágirnist þá hluti sem auglýstir eru, rétt eins og fullorðna fólkið." Löggilding myndi auðvelda eftirlit „Allt þetta yrði auðveldara að fást við, ef löggilding fengist, vegna virkara eftirlits. Tækninni fleygir nú svo ört fram, að best væri að vera kominn með öruggan farveg fyrir auglýsingagerð í landinu, áður en flæðir yfir bakkana og vand- ræðaástand hlýst af. í tengslum við þetta má nefna, að nú er kominn nýr vettvangur fyrir auglýsingar, sem getur átt eftir að hafa mikil áhrif. Það eru myndbandakerfin í landinu. Við eigum eftir að sjá hvernig þróunin verður á því sviði, en þar geta komið upp ýmis vanda- mál ef óvarlega er farið með efnis- val og áróður alls konar, því ekkert eftirlit er nú með þeim og fólkið sjálft, sem á þau horfir, gerir sér enga grein fyrir því, sem verið er að mata það á. Annað, sem er sérlega umhugs- unarvert, er það, að nú eru nær allir íslenskir auglýsingahönnuðir að hamast við að selja Islendingum út- lendar vörur, á sama tíma og Is- lendingar eru að missa stóra mark- aði á sviði útflutnings. Það er líkt og yfirvöld hafi engan veginn áttað sig á því, að vörur seljast ekki af gömlum vana. Það þarf að stunda öfluga útbreiðslu- og kynningar- starfsemi erlendis í þágu útflutn- ingsatvinnuveganna og sérmennta fólk til starfa á þeim vettvangi. Það er ótrúlegt hvað auglýsingar geta haft mikil áhrif, ég trúði því ekki sjálfur lengi vel að þær hefðu svo mikil áhrif sem raun ber vitni. Þess vegna skiptir það geysimiklu máli hvað það er, sem verið er að auglýsa og hvernig það er gert.“ SIB 37 Þaö er ekki seinna vænna en aö fara aö huga aö eyrnakonfektinu fyrir páskana. Ekki er ráö nema í tíma sé tekið. Viö bendum hér á örlítiö brot góöra platna, sem láta vel í eyrum og ef þú hefur áhuga á einhverju ööru, er um aö gera aö líta viö og kanna úrvaliö. □ Bill Wyman — Bill Wyman Bill Wyman, hinn trausti bassa- leikari Rolling Stones á að baki um 20 ára starfsferil í einhverri beztu rokksveit heims. Það eru ekki margir, sem þekkja tónlist Wymans sjálfs, en nú gefst kjör- ið tækifæri til að eignast plötu með tónsmíðum hans. Lagið Si Si Je Suis un Rock Star, hefur notið vinsælda og nú er A New Fashion að koma út á lítilli plötu. Fylgstu með Wyman. □ Mike Oldfield — 5 Miles Out Það efast enginn um snilli Mike Oldfields og nú sendir pilturinn frá sér 9. plötu sína, 5 Miles Out. Hann heyrist nú syngja í fyrsta sinn í titillagi plötunnar og einn- ig syngur Maggie Reilly í nokkr- um laganna. Hér er enn eitt snilldarverkið frá hendi þessa mikla völundar. □ Jona Lewie — Heart Skips Beat Kappinn sem söng Stop the Cav- alry er loksins kominn með stóra plötu eftir 2 xk árs meðgöngu- tíma. Jona Lewie hefur sérstöðu innan breska poppsins og er tón- list hans mjög grípandi og ríkir góður andi í lögum hans. Það er ekkert feilpúst hjá Jona Lewie. □ EGO — Breyttir tímar Það eru margir búnir að bíða lengi eftir fyrstu plötu EGÓsins og þá er hún loksins komin út og þvílík plata. Þú sérð ekki eftir því að kýla á eintak strax, því gæðin eru meiriháttar. Það er ekki tekið á málunum með nein- um silkihönzkum og hvergi slak- að á frekar en vant er þegar EGÓistar eiga í hlut. □ Men at Work — Business as Usual Men at Work er ein af topp- hljómsveitum andfætlinga okkar, Astrala. Lagið Down Under sat lengi vel í efsta sæti ástralska listans og nú er Who Can It Be Now þrælvinsælt. Gerðu þér nú greiða og kynntu þér eitt af því bezta sem er að gerast i rokki hinum megin á jarðarkringlunni. □ Depeche Mode — Speak & Spell Heppnin hefur fylgt Depeche Mode frá upphafi ferils þeirra og er hljómsveitin nú ein af þeim hæst skrifuðu í Bretlandi. Speak & Spæll hefur selst stöðugt þar í landi, sem og hér heima, og gagnrýnendur eru sammála um ágæti þessarar plötu. Speak & Spæll er grípandi dansplata með framtíðarblæ. □ Go Go’s — Beauty and the Beat Bandarísku grýlurnar Go Go’s gera það gott þessa dagana, enda búnar að vinna vel fyrir vinsæld- unum. Go Go’s leika hressa popptónlist, sem smitar út frá sér og geislar af gleði. Og svo er það ekki ónýtt, að þetta er fyrsta kvennasveitin, sem tyllir sér á bandaríska toppinn. □ Tammy Wynette — Best of Þar kom að því að Islendingar gerðu sér grein fyrir ágæti Tammy Wynette, sem hefur um langt skeið verið ein bezta countrysöngkona heims. Þessi plata inniheldur lögin: Stand by Your Man, D.I.V.O.R.C.E., Ap- artment No. 9, Hey Good Look- ing og There Goes My Every- thing. Vinsælar plötur: □ Nolans — Portrait □ Ýmsir — Beint í mark □ Ýmsir — Næst á dagskrá □ Toyah — Anthem □ New Music — Warp □ Þursarnir — Gæti eins verið □ Matchbox — Rokkað með Matchbox □ Jóhann Helgason — Tass □ J. Geils Band — Freeze-Frame □ Kool & the Gang — Something Special □ UFO — Mechanix Q Rupert Hine — Waving nót Drowning □ Simon & Garfunkel — In Concert □ Soft Cell — Non Stop Erotic Cabaret □ Placido Domingo — Perhaps Love □ Bodies — Bodies Q Human League — Dare □ Loverboy — Get Lucky □ Journey — Escape □ Cars — Shake it Up □ Quarterflash — Quarterflash □ AC/DC — For Those about to Rock □ Cheetah — □ Rod Stewart — Tonight I’m Yours □ Japan — Tin Drum Q Start — En hún snýst nú samt Q Mezzoforte — Þvílíkt og annað eins LITLAR PLÖTUR: Q Joan Jett & the Blackhearts — I Love Rock & Roll Q Fun Boy Three — Im ain’t what You Do Q J. Geils Band — Centerfold Q Dr. Hook — Baby Makes Her Blue Jeans Talk Q Lakeside — I Want to Hold Your Hand Q Stars Sound — Stars on Stevie Q Stevie Wonder — That Girl Q Rupert Hine — The Set Up Q Chris De Burgh — The Traveller Q Spilafífl - 3-30 Q Valli og víkingarnir — Úti alla nóttina / Til í allt og ýmislegt fleira. Ath.: Viö minnum á TDK-kassetturnar frábæru. Einnig er til mikið úrvai af öðrum nýjum plötum og eldri sígildum gullkornum. Þú getur hringt eða kíkt inn í Hljómplötudeild Karnabæjar, já, eða krossað við þær plötur sem hugurinn girnist og sent auglýsinguna. Nafn ..................................................................... Heimilisfang ............................................................. iUíaot hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.