Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 45 Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Erancaix ____ L’Horologe de flore Leifur iHtrarinNS. . Obókonsert 1982 Brahms _____________ Sinfónía nr.l Einleikari: Kristján Stephensen. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Upphafsverk tónleikanna er ekki stórlistamannalegt að inni- haldi en „músikantískt” unnið, eins og reyndar Francaix er frægur fyrir í gerð tónlistar. Samkvæmt „kokkabókum" und- irritaðs er verkið samið 1959 og því ótrúlega gamaldags. Krist- ján Stephensen lék verkið mjög fallega. Annað verkið var Obó- konsert eftir Leif Þórarinsson og var það frumflutningur verks- ins. Obókonsert Leifs er að því leyti til ólíkt eldri verkum hans, að það er mjög ljóst í allri gerð. Fyrri hluti verksins er í rauninni eins og hljómsveitarverk, því óbóið er ekki mikið meira notað en sem gerist um óbó í slíkum verkum. Óbóþátturinn hefst eig- inlega með nokkurskonar „ein- leikskadensu með hljómsveitar- inngripum". Þrátt fyrir þessa tvískiptingu verksins er sterkur Heildarsvipur yfir því öllu, sem ef til er fyrir mjög sterka tón- legu hugmyndanna um einn tón, sem liggur í leyni eins orgel- punktur. Andstæðurnar sem koma fram í verkinu eru áhrifa- miklar þar sem skiptast á hryn- sterkar tóntiltektir og kyrrstæð- ar, drungalegar og allt að því dulúðugar í blæhugmyndir. Þrátt fyrir að verkið sé ekki sýn- ingarkonsert á tækni einleikar- ans, er það sem hljómsveit- arstykki mjög sterkt og áhrifa- mikið. Kristján Stephensen lék á óbóið sitt með glæsibrag. Síðasta verkið var fyrsta Brahms. Þetta glæsilega verk var mjög vel spil- að og á köflum frábærlega. Það er ekki nóg með að innviðir tón- verksins séu meistaralega unnir, það þarf að flytja þá vel og hefur Páll P. Pálsson sjaldan gert bet- ur. Þessar vikurnar standa yfir umræður á Alþingi íslendinga, um framtíð Sinfóníuhljómsveit- ar íslands. Ekki hafa tónlist- armenn haft sig í frammi, til að reka á eftir því að lögum um þá stofnun verði fljótt og vel komið í höfn. En til að skilja nauðsyn þess að hafa sinfóníuhljómsveit, verða menn að hafa í huga, að hún sem stofnun er ekki ein- angrað kostnaðarfyrirbæri, heldur órofa tengd allri tón- mennt okkar íslendinga, sam- nefnari fyrir þá lífheild, sem er skilyrði fyrir grósku í tón- menntamenningu hér á landi. Á einum mannsaldri hafa orðið ótrúlegar framfarir hér á landi á sviði tónlistar, svo miklar, að vakið hafa athygli víða erlendis. Sá mikli fjöldi manna, sem starfar á ýmsum sviðum tón- mennta, skilar ekki aðeins drjúgu dagsverki til vaxtar mennt og menningu í landinu, heldur eru fjármunaumsvif sam- félagsins tengd þessum störfum, bæði til kostnaðar og tekna. Sinfóníuhljómsveit Islands er „Kórónan" í framlagi íslenskra tónlistarmanna og kostaður við hana í raun og veru endur- greiðsla samfélagsheildarinnar, endurgreiðsla gífurlegra tekna af óeigingjörnu starfi, sem í marga áratugi var unnið án endurgjalds og er nú að skila sér með glæsilegum hætti. Tölur geta verið ógnvænlegar og mönnum getur sést yfir nauð- syn þess að leggja öðru lið, en sem skilar sér í ábata, sams kon- ar talna. Menningin er kostnað- asöm en ábatinn skilar sér ef til hvergi betur. Hann liggur dreifður um allt samfélagið, í ótrúlega fjölbreytt- um gerðum og án þess að mikið beri á, græðir ríkið ótrúlegar fjárhæðir sem aldrei eru til nefndar, þegar gerð er úttekt á þessum málum. Það er vandfundin sú list- grein, sem seilist jafn djúpt í vasa almennings í alls kyns formi notkunar og tónlist og væri það verðugt rannsóknarefni að rannsaka raunveruleg fjármunaumsvif tónlistar í land- inu og gera það dæmj upp. Jón Ásgeirsson (Ljó(im. Mbt. KAX.) Verðlaunahafarnir ásamt Póst- og símamálastjóra við verk sín. Frá vinstri: Ragnheiður Gestsdóttir, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Jón Skúlason póst- og símamálastjóri og Tryggvi T. Tryggvason. Úrslit í samkeppni um jólafrímerki 1982 í G/ER, miðvikudag, voru tilkynnt úrslit og afhent verðlaun í samkeppni sem efnt var til af hálfu Pósts og síma, um gerð jólafrímerkis fyrir árið 1982. Keppnin var auglýst í desember á síðasta ári og skyldu tillögur berast fyrir 15. febr. sl. Alls bárust 76 tillögur og verða þær til sýnis í húsakynnum Póst- og símamálastofnunar í Thorvaldsensstræti 2 nk. laugardg og sunnudag kl. 14—17. Fyrstu verðlaun kr. 25.000, hlaut Tryggvi T. Tryggvason, Kóngsbakka 4, Reykjavík. Önnur verðlaun, kr. 15.000, hlaut Ragn- heiður Gestsdóttir, Ásvallagötu 19, Reykjavík. Þriðju verðlaun hlutu svo mæðgurnar Kolbrún Anna Björnsdóttir og Ragnheiður Gestsdóttir, Ásvallagötu 19, Reykjavík. Það var Póst- og símamála- stjóri, Jón Skúlason, sem afhenti verðlaunin, en dómnefnd skipuðu eftirtaldir menn: frá Frímerkja- útgáfunefnd þeir Jón Skúlason og Hálfdán Helgason. Frá Félagi ís- lenskra teiknara þeir Hilmar Sig- urðsson og Þröstur Magnússon, en oddamaður var Jóhannes Jóhann- esson listmálari. 1977-1982 5 góðir til fermingargjafa af mælisgjafa eða eigin nota DONALD skrifborðslampi bæði á fæti og með klemmu á borðbrún PAFfeNTESI kastari á streng Borgartún 29 Simi 20640 CATERINA ARIE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.