Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Arnór Björnsson, sigraði í eldri flokld. Þröstur Þórhallsson, sigraði í yngri flokki. Myndir Mbi. Júlíus. Skólaskákmót Reykjavíkur: Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta a> > <o a> > (0 a> > ro a> > es Litaver auglýsir / an° <^° Opið til kl. 7 föstud. til hádegis á laugard. Teppi Nylon — Akryl — Filtteppi Akryl og ull — Ullarteppi Stök teppi — Mottur — Baöteppi — Gólfdreglar — Baömottusett Úrval af gólfdúkum. Ný þjónusta Sérpöntum Ullar — Akryl — Nylon-teppi. Líttu viö í Litaver því þaö hefur ávallt borgaö sig. iilll a> > ro a> > Q Litaver — Litaver — Litaver — Litaver Grensásvegi 18, sími 82444 Arnór Björnsson sigraði í eldri flokki Þórhallsson i ARNÓR Björnsson og Þröstur Þór- halisson urðu skólaskákmcistarar Keykjavíkur, en mótinu lauk á fímmtudag. Arnór, sem stundar nám í Hvassaleitisskóla, sigraði í eldri Dokki, en Þröstur, sem stundar nám í Brciðagerðisskóla, sigraði í yngri flokki. Báðir sigruðu þeir með nokkrum yfirburðum, Arnór vann alla andstæðinga sína og hlaut 7 vinninga og Þröstur hlaut 6'/z vinn- ing af 7 mögulegum. Þröstur sigraði í yngri flokki annað árið í röð. Tómas Björns- son, Hvassaleitisskóla, varð annar en hann er hins vegar núverandi skólaskákmeistari Islands. Hann skaut Þresti aftur fyrir sig á landsmótinu. Þröstur hefur að undanförnu átt mikilli velgengni að fagna og er nýbakaður Norður- landameistari í skóiaskák í sínum og Þröstur yngri flokki aldursflokki, en þá hafnaði Tómas í fjórða sæti. Arnór sigraði örugglega í sínum flokki, en nokkuð óvænt hafnaði Þráinn Vigfússon, Fellaskóla, í öðru sæti og skaut hann nokkrum efnilegum skákmönnum aftur fyrir sig, þeirra á meðal Jóhannesi Agústssyni, Æfingaskóla KHÍ, skólaskákmeistara Reykjavíkur 1981. Jóhann hafnaði í öðru sæti á landsmótinu í fyrra. Þráinn Vig- fússon varð annar í eldri flokki með 5'á vinning. Tveir efstu menn úr hvorum flokki komast áfram á landsmótið, sem væntanlega fer fram í Hafra- lækjarskóla síðar í þessum mán- uði. í eldri flokki tóku 199 nem- endur úr 15 skólum þátt í undan- rásunum og 654 úr 18 skólum í yngri flokki. Séð frá flugvellinum að skíðamiðstöðinni í Hólsdal. Daglegar skíðaferð- ir t|l Siglufjarðar FERÐASKRIFSTOFAN Farandi býður nú upp á skíðaferðir til Siglu- fjarðar. „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að á Siglufirði er ein- hver besta skíðaaðstaða hér á landi. Fyrir skömmu var lokið við að inn- rétta skíðamiðstöð á Hóli og er nú aðstaða til að taka á móti ferða- mönnum og boðið er upp svefnpoka- pláss og morgunverð,“ sagði Har- aldur Jóhannsson, forstjóri Farandi í samtali við Mbl. „Við bjóðum daglegar flugferðir itil Siglufjarðar. Skíðamiðstöðin á Hóli er í hlíðum Hólshyrnu, jskammt frá flugvellinum. Skíða- svæðið er í Hólsdal, þar eru brun- og svigbrautir og auk þess ágætar gönguleiðir. Þá má minna á, að Siglufjörður er eini staðurinn sem býður upp á stökkpall. Óvíða er skemmtilegra skíðasvæði á land- inu og aðstaða er öll til fyrir- myndar og örstutt er að fara inn í bæinn og þar má fá kvöldverð," sagði Haraldur. fyrir iónaóarm DUF! en __ _______gipMi B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUOURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.