Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 1
96 SIÐUR 75. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. w— V* ty' 'Æ', wwí'f'',/'W',ÆÆ' Góða veðriö að undanförnu hefur heldur betur hresst. upp á sálarlíf höfuðborg- arbúa í biðinni eftir vorinu langþráða. Stálfuglar, jafnt sem aðrir, svífa erinda sinna um háloftin. Leigu- þota Flugleiðafrá Afghan- istan kemur hér inn til lend- ingar á Reykjavíkurflug- velli. í baksýn eru Bessa- staðir. MorgunblaAM/ Kristján. Sjö létu líf- ið í fellibyl í Texas París, Texas, 3. april. Al’. SJÖ manns að minnsta kosti létu lífið i bænum París er röd fellibylja gekk yfir Texas og Arkansas. Að auki slösuðust meira en eitt hundrað manns í borginni. Þök fuku víða af húsum og bifreiðir lágu eins og hrá- viði á víð og dreif um borgina. Þá létust sex manns í snjóflóðum í Squaw Valley í Kaliforníu, en þar hefur kyngt niður snjó að undan- förnu. Hinn harði vetur í Bandaríkjun- um virðist seint ætla að taka enda. f San Jose í Texas urðu hjólhýsabú- ar að fiýja vagna sína vegna gífur- legra rigninga. Nokkrir íslendingar eru þar við háskólanám. Innrásin í Falklandseyjar: Bresku blöðin kreíjast hernaðaraðgerða strax „Breski flotinn siglir til Falklandseyja á mánudag/4 segir Thatcher London, Buenos Aires, 3. apríl. AP. BRETAR bera sig nú illa undan atburðunum á Falklandseyjum, sem þeir kalla „meiriháttar alþjóðlega niðurlægingu“ og hafa margir á orði, að Thatcher forsætisráðherra og ríkisstjórnin ættu að segja af sér. Argentínu- mönnum svellur hins vegar móður í brjósti og fagna „endurheimt" eyjanna eins og þeir kalla innrásina. „Þeir sofnuðu sem Bretar en vöknuðu sem Argentínumenn," sagði fréttamaður Lundúnablaðs- ins Daily Mail í Port Stanley á Falklandseyjum í símtali, sem honum var leyft að hafa við blað sitt. Hann sagði, að mikið hefði Mexíkó: Ottast um 5000 manns Pichuralco, Mexíkó, 3. apríl. AP. ENN er óttast um afdrif 5.000 manna í þorpunum, sem einangruðust er eld- fjalliö El Chiconal hóf að gjósa á mánudagsmorgun. Fjallið hefur tvisvar gosið kröftuglega síðan. Hjálparsveitir fínkembdu þorpin í gær, en enn vantar 5.000 manns. Útilokað hefur verið að fá upplýsingar frá íbúum þorpanna, sem eru dauðskelfdir. Ekki bætti úr skák að flestir þeirra voru vel við skál. Héldu þeir að kominn væri heimsendir. gengið á fyrir birtingu í gærmorg- un, skotdrunur og skrölt í bryn- vögnum, en allt hefði verið um garð gengið á skömmum tíma. „Komið að breska ljóninu með allt niður um sig,“ sagði í dag í breska blaðinu The Guardian og bergmála þau orð biturleika landsmanna með getuleysi stjórn- arinnar til að verja Falklandseyj- ar, þessar næstum síðustu leifarn- ar af breska heimsveldinu. John Nott, varnarmálaráðherra Bret- lands, sagði i gærkvöldi, að verið væri að safna saman „mjög öflug- um“ flota, sem stefnt yrði gegn herskipum Argentínumanna við Falklandseyjar í 12.800 km fjar- lægð, auk þess sem fallhlífaher- menn og áhlaupssveitir væru við öllu búnar. Við umræður á þingi í dag sagði Margrét Thatcher forsætisráð- herra, að flotinn myndi halda til Falklandseyja á mánudag. Eftir heimildum í breska varn- armálaráðuneytinu er haft, að í þessum flota verði líklega um 40 skip, þ.á m. tvö flugmóðurskip. Meðal þyrluflugmanna á öðru þeirra er Andrew prins, 22ja ára gamall sonur Elísabetar drottn- ingar, en ekki er vitað hvort hann verður með í suðursiglingunni. Breskir þingmenn, einkum úr Ihaldsflokknum, og flest bresku blaðanna krefjast þess í dag, að breska hernum verði tafarlaust beitt til að taka eyjarnar aftur og undir það tekur jafnvel stórblaðið The Times of London, sem þykir þó sjaldan rasa um ráð fram í skrifum sínum. Mikill fögnuður ríkir meðal Argentínumanna með innrásina og reynir herstjórnin að nýta sér áróðursgildi hennar sem best. Sumir láta sér þó fátt um finnast enda erfiðir tímar í landinu, at- vinnuleysi og mikil verðbólga. „Stjórnin þurfti á þessum sigri að halda," sagði verkamaður í Buenos Aires og minnti á, að sl. þriðjudag hefði stjórnin att 5000 lögreglu- mönnum með táragassprengjur og kyifur gegn útifundi verkamanna. Rex Hunt, breski landstjórinn á Falklandseyjum, og landgöngulið- arnir 84 komu í dag með argent- ínskri herflugvél til Montevideo í Uruguay og munu halda þaðan heim til Englands. Páfi á bekk meö Birni Borg og Muhammed Ali lx)ndon, 3. apríl. AP. YFIRMENN rómversk-kaþólsku kirkjunnar á Bretlandseyjum hafa samið við frægan bandari.sk- an umboðsmann (Image Maker) um að skipuleggja minjagripasölu i tilefni heimsóknar Jóhannesar Páls páfa II til Bretlands í mailok. Kostnaðurinn við heimsókn- ina er talinn munu nema um 6 milljónum sterlingspunda og það er meira en kirkjuyfirvöld geta með góðu móti ráðið við. Ákveðið hefur verið að setja í umferð 250 tegundir minja- gripa, allt frá plastpokum með mynd af páfa, upp í sérstök merki úr platínu, sem ætlunin er að fólk geti nælt í barm sér. Ekki er þó gert ráð fyrir að minjagripasalan standi straum af öllum kostnaði við 6 daga heimsókn páfans. Umboðsmaður þessi, Mark McCormack, og fyrirtæki hans er frægt á sínu sviði og hefur m.a. annast svipaða starfsemi fyrir íþróttastjörnur á borð við Björn Borg, Muhammed Ali og kylfinginn fræga, Arnold Paim- er, svo einhverjir séu nefndir. Pólska herstjórnin sækir til saka þriðja prestinn Varsjá, 3. apríl. AP. HERSTJÓRNIN í Póllandi hefur hafið mál á hendur kaþólskum presti, sem sakaður er um að hafa undir höndum flugmiða með áróðri andstæðum stjórnvöldunum, og er þetta þriðji presturinn, scm sóttur er til saka í því, sem sumir kalla herferð á hendur kirkjunni. Einnig var frá því skýrt i dag, að fangelsisdómur yfir einum forystumanni Samstöðu hefði verið þyngdur fvrir áfrýjunarrétti. Saksóknari herstjórnarinnar sagði í dag í yfirlýsingu, sem birt var í málgagni hersins, að sóttur yrði til saka Wladyslaw Drewniak, prestur í Jaroslaw í Suður-Pól- landi, en hann hefði orðið uppvís að því að hafa í fórum sínum og dreifa flugmiðum þar sem her- stjórnin væri fordæmd. Tveir prestar aðrir eru nú í haldi. Var annar dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir óhróður um yfir- völdin en hinn bendlar stjórnin við morð á lögreglumanni. ! Stefan Olszowski, meðlimur í stjórnmálaráðinu og einhver mesti harðlínumaður í pólska kommúnistaflokknum, hvatti í dag til þess, að andstaðan við yfir- völdin og kommúnistaflokkinn yrði upprætt með öllu í landinu. „Með festu og ákveðni eigum við og skulum uppræta áhrif póli- tískra andstæðinga okkar á þjóð- arvitundina," sagði hann í ræðu, sem hann flutti á ráðstefnu um hugmyndafræðileg efni. I yfirlýsingu saksóknarans sagði, að áfrýjunarréttur hefði bætt tveimur árum við fjögurra ára fangelsisdóm yfir Andrzej Slowik, einum frammámanni Samstöðu, en hann var dæmdur fyrir að skipuleggja mótmælL Einnig var sagt, að í síðustu viku hefðu 52 menn fengið dóm fyrir brot á herlögunum og rannsókn væri hafin í máli 96 annarra. Dómsmálaráðuneytið í Austur- ríki tilkynnti í gær, að pólsku her- flugmennirnir tveir, sem flýðu þangað á herflugvél ásamt fjöl- skyldum sínum, yrðu ekki fram- seldir eins og pólsk yfirvöld hafa krafist. Sagt var, að þeir yrðu dregnir fyrir rétt í Vín og er talið, að þeir verði sakaðir um þvingun, en þeir neyddu flugvirkja með sér í ferðina. Mega þeir búast við hálfs árs fangelsi skilorðsbundíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.