Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Um þessar myndir eru löndin í mið-Ameríku í brennidepli. Ógnaröld hefur ríkt þar lengi, bylting veriö gerð í Guatemala fyrir stuttu, kosningar voru í E1 Salvador um síðustu helgi, en þar hefur engu verið eirt í innanlandsskærum undanfarið, og Sandinistar hafa náð völdum í Nicaragua. En hvernig lönd eru þetta? Hvernig fólk byggir þessi lönd? Á hverju lifir það? Hvernig eru kjör þess? Til þess að svara þessum spurningum og fleiri, leitaði Morgunblaðið til þeirra Jóns Jónssonar, jarðfræðings og Önnu Júlíönu Sveinsdóttir, en þau gistu E1 Salvador fyrir rúmum 10 árum síðan og fleiri ríki mið-Ameríku. Beethoven-garðurinn í San Salvador gerður ( minningu tónskáldsins mikla. Ljósmynd Jófl Jónston Skuggsæl tré í San Salvador. Tákn San Salvador er stytta Frelsarans, sem stendur á jarð- líkaní. Ekki verður annaö séð en að fætur Frelsarans standi á ís- landi. Við Masayavatnið í Nicaragua, en þar er að finna sjöunda stærsta stöðuvatn í heimi. í þvf lifa hákarlar og sverðfiskar, nokkuð sem ætti að tilheyra söltum sjó. San Salvador stendur ( hlföunum f samnefndu eldfjalli. Jarðhræringar eru þar tíðar og síðast gaus f fjallinu 1917. Virkt er fjallið talið hafa verið í 160.000 ár. „Þá dró þjófurinn upp sveðju og hjó af konunni hendina“ Spjallaö viö Jón Jónsson jarðfræðing '*nd' meSnl “n">4 Jón Jónsson var síðast í El Salvador 1978 en var þar aður 1969 og 70 við jarðhitarannsóknir á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Hann var í Nicaragua 1972 og 73 þegar jarðskjálftar lögðu höfuðborgina Managua í rúst, en einnig hefur hann komið við í Guatemala og Costa Rica. Hann var fyrst spurður að því hvernig land Ei Salvador væri. „E1 Salvador er lítið land. Ekki nema fjórði partur af íslandi eða 23.000 ferkílómetrar. Það er fallegt, hálent eldfjallaland með röð af stórum eldfjöllum eftir því endi- löngu. Gróðursældin er mikil í E1 Salvador, þannig að jafnvel eru 3000 metra há fjöll vafin gróðri upp í topp.“ Jón rakti aðeins afskipti Islendinga af jarðhitarannsóknum í E1 Salvador. „Fyrstu afskipti okkar af jarð- hitarannsóknum í E1 Salvador voru þegar dr. Gunnar Böðvarsson og Sveinn Einarsson verkfræðingur fóru í nokkurskonar yfirlitsferð um landið fyrir svo löngu að ég hef gleymt hvenær það var. Þeir könn- uðu líkleg jarðhitasvæði og síðar komu þar við sögu Guðmundur Si- gvaldason jarðfræðingur og Isleifur Jónsson, forstöðumaður Jarðbor- ana ríkisins, sem stjórnuðu fyrstu alvarlegu djúpborununum eftir jarðgufu. Og þá gerði ísleifur hlut, sem ég held að hafi stuðlað að því meira en annað að hægt var að nýta þann jarðhita, sem fólginn er í jörðu í E1 Salvador. Það sem ísleif- ur gerði, var eins einfalt og það var geníalt. Þarna voru að störfum bormenn frá Bandaríkjunum, sem höfðu mikla reynslu í olíuborunum en enga reynslu í jarðhitaborunum. Það varð til þess að þegar fyrsta stóra holan var boruð, gaus hún ekki eins og búist var við. Þegar holan var hitamæld nánar kom í ljós, að vatnið var tiltölulega kalt ofarlega í henni, en nægur hiti var undir því á meira dýpi. Isleifur tók sig þá til og setti loftpressu á hol- una og þrýsti með lofti kalda vatn- inu niður í bilið, þar sem nógur var hitinn, og lét standa þannig í sól- arhring. Þá var loftpressan tekin af og holan opnuð og þá gaus út feiknamikið vatn og gufa. Var það í fyrsta sinn sem þessi aðferð ísleifs var notuð, en hún var síðan notuð við allar holur eftir þetta að einni undanskilinni og hefur síðan verið Þú vannst mikið úti á landi. „Já. Kaffirækt er langstærsti at- vinnuvegurinn. Stórbændur eiga miklar jarðeignir, þar sem þeir ríkja eins og smákóngar. Hver bóndi var oft með vinnulýð upp á tvö til þrjú þúsund manns, sem unnu á svæði hans og bjuggu á því við ákaflega slæm kjör. Þetta fólk hefur ekki starfað við annað en kaffirækt og kann ekkert annað og fyrir þetta fólk að fara frá einum kaffibóndanum til annars, er eins og að fara úr öskunni í eldinn. Fólk- ið á landareignunum býr í ósköp lélegum hreysum, flest með mold- argólfi og stráþökum. Sennilega eru híbýli verkalýðsins þarna á borð við það sem lélegustu moldarkofar voru hjá okkur á nítjándu öld og fram á þessa. Allra mesti þröskuldur fyrir sönnum framförum er menntunar- leysi þessa fólks. Milli 60 og 70% af fólki í E1 Salvador voru hvorki læs né skrifandi þegar ég var þarna. Það var talsvert gert í að koma upp skólum, en þá vantaði bara kenn- ara. Ég bjó fyrst þegar ég kom til E1 Salvador á gistiheimili og það snart mig illa að uppgötva að þjón- ustuliðið á tuttugasta aldursári kunni hvorki að lesa né skrifa. En það er gott, fólkið í E1 Salva- dor, að mínu mati, glaðlynt og nægjusamt. Það er kannski ekki mjög ábyggilegt, eins og þegar þeir lofa manni efni á morgun, þá gæti það allt eins þýtt eftir ár eða jafn- vel aldrei. Það, sem þetta fólk kann betur en annað, er að skemmta sér og það lætur engin tækifæri ónotuð til að halda fiesta. Það er mjög trú- að, mest kaþólskt, og það er ekkert vafamál held ég að kirkjan í land- inu hefur töluverð ítök í fólkinu." Hafði fólkið sig lítið í frammi hvað varðaði pólitík, og réttindamál sín? „Já, enda hvernig á fólk sem er hvorki læst né skrifandi að hafa möguleika á að mynda sér sjálf- stæðar pólitískar skoðanir? Og það er ákaflega hætt við að hægt sé að fá fólk til að gera það sem er því sjálfu ekki æfinlega í hag þegar svoleiðis stendur á.“ Það hefur ekki verið um neinn skæruhernað að ræða þegar þú varst í El Salvador? „Það var aðeins að maður heyrði af slíkum hreyfingum afskaplega óljóst lengra inni í landi. En ég varð aldrei var við neitt slíkt. Minn vinnustaður var aðallega í þorpi nokkru sem heitir Auachapan og er rétt við landamæri Guatemala. Þar var ósköp rólegt að vera. Fólk kom utan af landi með sínar vörur til að selja á opnum markaði á torgi þorpsins. Þar var allt mjög líflegt, enda elskar þetta fólk glaum og gleði. Það ber mjög lítið á indiánum í E1 Salvador og þá meina ég hrein- um indiánum og eru spænsk áhrif ríkjandi þar. Fáum dögum eftir að ég kom til E1 Salvador var það eiginlega sjokk fyrir mig að sjá hvað það gat verið mikil eymd hjá fólki. Eitt er mér sérstaklega í minni. Það var á landi eins stórbóndans þar sem ég var á ferð, að ég gekk fram á gamlan mann sem lá í tjaldi og virtist bíða dauða síns. Þarna var enginn til að líta eftir honum, engin hjúkrun af neinu tagi og ég man enn hljóðin í honum þegar hann stundi sáran. Mér var sagt þegar ég var í Ei Salvador, að það væru ekki nema 14 fjölskyldur, sem ættu nær allar jarðeignir þar. Kaffibændurnir, sem höfðu tvö til þrjú þúsund landseta, leyfðu vinnufólki sínu að rækta smábletti fyrir sig, en það voru svo litlir landskikar, að það var ekki möguleiki fyrir fólkið að rækta fyrir sig sjálft, nema rétt til hnífs og skeiðar. Það voru þó einstaka stórbændur sem gerðu vel við sína landseta. Þannig var einn náungi, sem bjó á og átti eyju við vesturströnd lands- ins og ræktaði kókospálma. Eyjan heitir „Eyja hins heilaga anda“. Hann hlúði vel að sínu starfsfólki. Það hafði þokkaleg hús og hann reisti fyrir það skóla og fólkið hafði það áreiðanlega gott. Ég kynntist þessum manni þegar ég leiðbeindi honum við neysluvatnsöflun á eynni. Ég tók eftir því að konur í E1 Salvador voru alltaf sérstaklega vel klæddar miðað við allar aðstæður og það var eins og þær væru betur gefnar en karlmennirnir. Þeir köll- uðu oft á konurnar þegar við spurð- um til vegar eða báðum um leið- T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.