Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 41 Ljósmyndasýning í Þjóðminjasafninu Gömlu verslunarhúsin á Djúpavogi, upphaflega verslunarhús 0rum og Wulffs. Árið 1920 kejpti Kaupfélag Berufjarðar húsin og hefur þar enn aðsetur. Langa húsið heitir Langabúð og mun vera elst húsanna. Þetta hús stendur enn og var friðað 1979. Húsið til vinstri við mennina var nefnt „Gamla krambúðin" og var rifið um 1930. Til hægri við mennina er verslunarstjórahúsið, sem stendur enn. Svteðið þar sem mennirnir standa nefnist „Plássið" og var eins konar torg kaupstaðarins. Húsið til hægri við verslunarstjórahúsið hét Síbería og brann 1966. Vindmylla sést lengst til hægri. Til samanburðar við þessa mynd og reyndar einnig ísvetrarmyndina frá 1875 er fróðlegt að skoða meðfylgjandi mynd af Djúpavogi úr Strandlýsingu Poul Lowensrn frá skömmu eftir 1800. Þar sést Langabúð og Gamla krambúðin merkt Krambod og líka hjallurinn á Hjallskletti, sem blasir við á vetarmyndinni. „Hótel ísland". Veitingahús Johans ('hr. Thostrups á Seyðisfjarðaröldu, byggt 1880. Þetta var eilt húsanna sem urðu fyrir snjóflóðinu mikla 18. febr. 1885. Húsið sópaðist í sjó fram og fór- ust þrír. í blaðinu Austra 20. febr. 1884 birtist svohljóðandi auglýsing frá „Ilót- el ísland": Á veitingahúsinu llotel ísland á Seyð- isfjarðaröldu fæst fyrst um sinn keypt hvítt öl (heimabruggað), potturinn á 15 aura; brúnt öl, flaskan á 20 aura, ef teknar eru 10 flöskur, annars 25 aura, sé það flutt úr húsinu. — Til hátíða og tillidaga fæst einnig keypt hvítt öl og ýmis konar brauð ef beðið er um það með hæfilegum fyrirvara; eins verða daglega til sölu, sem að undanförnu. flestar tegundir af brauði, allt með svo vægu verði sem unnt. Seyðisfirði, 19. febr. 1884. J. Chr. Thostrup. Ljósmynd Nicoline fyrir 1885. Frá Eskifírði. Ijimbeyri (Sýslumannshúsið) byggt 1875, rifið fyrir nokkrum árum. Húsið til vinstri er Larsenhús (Gamla-Pósthús), sem stendur enn, mikið breytt. Fyrir framan húsið er Jnn Johnsen Ásmundsson sýslumaður, kona hans, Þuriður Hallgrímsdóttir, og fjögur af fimm börnum þeirra, en þau voru Asgrímur, Sigurður, Guðrún, Hallgrímur og Asmundur. Gömlu mennirnir tveir eru ónafngreindir. Ljósmynd Nicoline um 1890. Aldamótafagnaður á Djúpavogi sumarið 1901. Samkoman var haldin á „Hótelsbalanum". Stangir, hlið og sveigar, sem prýða hátíðarsvæðið eru vafin lyngi til skrauts. Hótelsbalinn var finsælt leiksvæði unglinga. Þar var t.d. oft leikið „krokket“. Ljósmynd Nicoline. Teigarhorn í Berufirði. Húsið var byggt 1880—1882 og stendur enn. Smiðir voru Björn Eiríksson, faðir Hansínu Ijósmyndara, og Lúðvík Jónsson snikkari. í skúrnum til hægri var Ijósmyndastofa Nicoline og Hansinu. Konan sem situr er Sophie Weywadt, móðir Nicoline, en telpan yst til hægri er Hansína síðar Ijósmyndari. Hinar konurnar eru óþekktar. I.jósmynd Nicoline Weywadt, um 1895. V Sauðfjárslátrun á blóðvellinum í brekkunni fyrir ofan Löngubúð á Iljúpa- vogi. Seinna var reist þarna sláturhús. Ljósmynd: llansina Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.